Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 47 UMRÆÐAN Fyrir nokkru var ég aðfletta bók og rak þáaugun í ákveðinn texta,sem greip huga minnsterkum tökum. Þarna var um að ræða tilvitnun í Atóm- stöðina, eftir Halldór Laxness. Þetta voru samt ekki nema tvær setningar og létu ekki mikið yfir sér. Þær voru svona: „Við erum öll næturgestir í ókunnum stað. En það er yndislegt að hafa farið þessa ferð.“ Þetta er vel sagt, því verður ekki neitað. Eins og svo ótal margt, sem kom frá þessum kaþ- ólska meistara. En sem ég las þetta varð mér hugsað til annars skálds og heim- spekings, Tómasar Guðmunds- sonar, sem orti um Hótel Jörð á sínum tíma, ljóð, sem ber með sér, að djúpt hefur verið pælt í hinni torráðnu gátu, sem lífið óneitanlega er. Um þetta segir hann: Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Og til eru ýmsir sem ferðalag þetta þrá, en þó eru margir sem ferðalaginu kvíða. Og sumum liggur reiðinnar ósköp á, en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða. En það er margt um manninn á svona stað, og meðal gestanna er sífelldur þys og læti. Allt lendir í stöðugri keppni um að koma sér að og krækja sér í nógu þægileg sæti. En þó eru sumir, sem láta sér lynda það að lifa úti í horni, óáreittir og spakir, því það er svo misjafnt, sem mennirnir leita að og misjafn tilgangurinn, sem fyrir þeim vakir. Einnig þetta er snilld. Þó kemur Tómas ekki inn á, hvernig stend- ur á þessu ferðalagi eða hvar því ljúki. Í framhaldinu minnist hann að vísu á dauðann, sem hann nefnir rukkarann mikla, er sýni reikninginn að lokum og taki allt upp í hóteldvölina. En svo ekki meir. Reyndar er það nú svo, að menn deila um hvort eitthvað taki við að dvöl þessari lokinni. Þó eru flest, ef ekki öll, trúar- brögð mannkynsins byggð á þeirri vissu, að gestunum sé boð- ið í ferðalag annað, þar sem hæg- indi eru meiri og betri. Og nú eru vísindin búin að komast að þess- ari niðurstöðu einnig, að við taki annað hótel, ef svo má að orði komast, þegar brottför er héðan. Hvern einasta páskadag minn- ist kristinn lýður þess, er Jesús var krossfestur í fyrndinni. Sú fórn hafði ákveðinn tilgang og merkingu, einmitt þá, að búa hót- elgestunum aðra vist, svo við not- um orðalag kvæðisins, opna leið að nýrri strönd. Öðruvísi er varla hægt að skilja orðin í Jóhannes- arguðspjalli, þar sem hann segir: Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð, og trúið á mig. Í húsi föður míns eru margar vistarverur. Væri ekki svo, hefði ég þá sagt yður, að ég færi burt að búa yður stað? Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað, kem ég aftur og tek yður til mín, svo að þér séuð einnig þar sem ég er. Veginn þangað, sem ég fer, þekkið þér. Ævi mannsins er hægt að líkja við sund í þungum straumi lífs- fljótsins, er með tímanum ber allt kvikt að ósi, út í hið mikla djúp. En rétt eins og það er líf í þess- ari á ber að minnast þess, að það er einnig líf í hafinu stóra. Öðru- vísi líf, jú, en samt. Því getur enginn borið á móti. Þetta liggur í hlutarins eðli. Eins mætti líkja þessu við sól- arhring í mannsævi. Fyrst morgnar, svo líður á dag, og loks tekur að kvölda og nótt skellur á. Allt verður myrkt og kalt, og vissu menn ekki betur gætu þeir ályktað sem svo, að birtan væri farin, horfin að eilífu. En svo brýst nýr dagur fram úr sort- anum, með líf og yndi. Eilíft sumar. Sigurbjörn Einarsson biskup ritar á einum stað eftirfarandi: Hvernig hin eilífa tilvera í ríki fullkomleik- ans er, það rúmast ekki í neinum orðum. Það er ekki á færi mannlegrar hugsunar að gera sér grein fyrir því. Biblían notar aðeins einfaldar myndir og líkingar, þegar hún beinir trúarsjón yfir landamærin. Hún lætur skilja, að um það hugsum við, tölum og ályktum eins og börn. Það eitt er trúnni víst, að framundan er tilvera, sem yf- irgnæfir allt, sem hugur getur þráð og vonin eygt. Hjarta yðar mun fagna og eng- inn tekur fögnuð yðar frá yður, segir Jes- ús … Sú fegurð þessa heims, sem hefur speglast í dauðlegum augum og verður strokið burt, þegar augun slokkna, hún er endurskin frá eilífum augum hans, sem hefur skapað hana. Þar varir hún. Og þegar „burtu þok- an líður, sem blindar þessi dauðleg augu vor“, fæ ég að sjá allt með augum hans. Og þeir, sem ég unni og dauðinn sleit frá mér og mig frá þeim, þá fæ ég að sjá í ljósinu hans. Megi sá Guð koma með bless- un sína og huggun til ykkar, sem hafið misst og saknað og grátið, uns til samfunda og fagnaðar kemur að nýju. Jafnframt held ég að við ættum, fyrir okkar hönd og ástvinanna, sem burt eru farnir, að geta á þessum degi tekið undir orð Nóbelskáldsins og sagt: „Við erum öll næt- urgestir í ókunnum stað. En það er yndislegt að hafa farið þessa ferð.“ Eilífðin sigurdur.aegisson@kirkjan.is Í dag er allrasálna- messa, þegar við biðjum sérstaklega fyrir látnum ástvin- um okkar og sýn- um legstöðum þeirra ræktarmerki, með kertaljósum, blómum eða ein- hverju öðru fögru. Sigurður Ægisson fjallar af því tilefni í örfáum orðum um dauðann og eilífðina. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is BJÖRK Vilhelmsdóttir kallaði fréttamenn hrægamma fyrir að fjalla um mál borgarstjórans. Allir vita hverju hrægammar leita að, en þeir gegna óumdeilanlega nauðsynlegu hlutverki í nátt- úrunni. Sú angist sem kom fram í orðum borgarfulltrúans afhjúpar þá hugsun að borgarstjórinn sé í raun lifandi pólitískt lík, sem R-listinn sé að selflytja staursett rétt á meðan jörð er beinfreðin. Tilefnið þekkja allir. Um líkt leyti og Þórólfur kom ungur mað- ur úr námi og réðst til Olíufélags- ins sem millistjórnandi skipti Verðlagsstofnun um nafn og kall- aðist eftir það Samkeppnis- stofnun. Samkeppnisstofnun var falið að fylgjast með samkeppni, þessi merkilega og gamalgróna stofnun sem hafði um áratuga skeið haft það hlutverk helst með höndum að passa að verðsamráð væri algjört. Margir vanafastir og rótgrónir embættismenn stofnunarinnar áttu afar erfitt með að átta sig á þessu af skiljanlegum ástæðum. Fleira kom til enda komu nýjar starfsreglur og lagatúlkanir ekki frá alþingi eða ráðuneyti heldur í formi EES-tilskipana sem öðl- uðust gildi eftir því hvernig gekk að þýða þær en það verk sóttist mishratt. Stundum komu þessar tilskipanir í gusum, þannig að samkeppnisyfirvöld virtust ekki ráða við að kynna sér þær. Þetta kom til að mynda einu sinni fram í úrskurði samkeppnisyfirvalda sem snerti fyritæki mitt en umboðs- maður alþingis gagnrýndi vinnu- brögð samkeppnisyfirvalda og álit umboðsmanns var staðfest af Hæstarétti Íslands sem breytti niðurstöðu samkeppnisyfirvalda. Það kann að vera að stjórn- endur fyrirtækja hafi áttað sig á þessum breytingum löngu fyrr en embættismennirnir. Þrátt fyrir það er tæplega réttmætt að álykta að glæpsamlegt samsæri hafi myndast sama dag og stjórn- artíðindi komu út með tilskip- unum sem gengu ekki bara þvert á viðtekna venju heldur tiltekna lagaskyldu. Þegar ég byrjaði til sjós lærði ég að stýrimaðurinn er ábyrgð- arlaus meðan skipstjórinn er í brúnni. Þannig eru lögin til sjós og þannig eru þau í landi líka. Núna er Þórólfur sagður póli- tískt feigur fyrir að hafa sem millistjórnandi í Esso tekið þátt í þessu í stað þess að synda gegn straumnum. En hefði hann fengið stórridd- arakross hinnar íslensku fálka- orðu fyrir að ganga gegn yfir- manni sínum og æðstu stjórn fyrirtækisins? Í því sambandi er rétt að minnast orða Davíðs Odds- sonar, fyrrverandi forsætisráð- herra, um „Litla símamanninn“ sem upplýsti um misferli og var rekinn fyrir. Davíð benti á að það væri ekki göfugt að bregðast yf- irmönnum sínum og sagði á al- þingi um „Litla símamanninn“ af því tilefni: „Við skulum ekki gera hetju úr þessum manni.“ Þórólfur Árnason er ekki póli- tískur samherji minn en ég veit ekki betur en hann hafi sinnt störfum sínum af góðvild og alúð og reynt að gera upp við fortíðina af hreinskilni. Ég hef fyrir satt að hann hafi í verkum sínum kappkostað að vera borgarstjóri allra Reykvíkinga og forðast að láta menn gjalda skoð- ana sinna. Það væri því sann- arlega kaldhæðnislegt ef menn skiptust í pólitískar fylkingar í þeim tilgangi að láta hann einan sæta ábyrgð í þessu máli. SIGURÐUR ÞÓRÐARSON, Glaðheimum 18, 104 Reykjavík. Er borgarstjórinn staursettur? Frá Sigurði Þórðarsyni: ÁHS og borgaryfirvöld í Reykja- vík deila um réttmæti þess að borgin gæfi ríkinu 14 ha. viðbót- arlóð sunnan LSH við Hringbraut. ÁHS telur enga ástæðu hafa verið hjá borginni að gefa þessa gjöf en borgin heldur hinu gagnstæða fram og telur að um lagaskyldu sé að ræða. Verðmæti gjafarinnar er um 5 milljarðar króna. Í samningum ríkis og borgar frá 1969 og 1976 segir orðrétt um þessa 14 ha.: „Lóðum á þessu landsvæði verð- ur úthlutað til Landspítalans og stofnana læknadeildar Háskólans með venjulegum leigulóðarskil- málum, sem eru í gildi á hverjum tíma…“ „Þó skal ekki greitt gatnagerðargjald af 20.000 rúm- metrum í byggingum þeim, sem fyrstar verða reistar á landssvæði þessu sbr. fyrirheit Reykjavík- urborgar til Háskóla Íslands dags. 6. október 1961.“ 27.04.2004 undirrituðu heilbrigð- isráðherra og borgarstjóri sam- komulag ríkis og borgar um 14 ha. lóð fyrir LSH. Þar segir m.a. orð- rétt: „Um lóðir þær, sem fjallað er um í samkomulagi þessu og ætl- aðar eru undir rekstur sjúkrahúsa gildir 3. mgr. 34. gr. laga nr. 97/ 1990 sem mælir fyrir um skyldu sveitarfélags til að láta í té lóðir undir sjúkrahúsbyggingar rík- issjóði að kostnaðarlausu og án greiðslu gatnagerðargjalda.“ Að öðru leyti en greinir í sam- komulagi þessu vísast til fyrri samninga Reykjavíkurborgar og ríkisins frá 13. des. 1969, 5. ágúst 1976 og desember 1998. Borgaryfirvöld staðhæfa að ákvæði 3. mgr. 34. gr. laga nr. 97/ 1990 um heilbrigðisþjónustu, sem rakið er hér að framan, sé aft- urvirkt og geri að engu ákvæði um leigulóðarskilmála í samningum ríkis og borgar frá 1969 og 1976. Skv. núgildandi reglum um gatnagerðargjöld og greiðslu fyrir byggingarrétt verður Reykjavík- urborg af 4,5 milljörðum króna með samkomulaginu frá 27.04.2004. ÁHS bendir á að almennt gilda lög ekki aftur fyrir sig. Hópurinn staðhæfir að lög nr. 97/1990 geti ekki verið afturvirk og því hafi ákvæðið um leigulóðarskilmála í samningum ríkis og borgar frá 1969 og 1976 verið í fullu gildi uns borgarstjóri og heilbrigðis- ráðherra námu það úr gildi með nýju samkomulagi ríkis og borgar 27.04.2004. Sem viðtakandi gjafarinnar, ver- andi forsætisráðherra 27.04.2004, hefur þú þar með lýst þig sammála þeim gjörningi R- og D-lista í borgarstjórn Reykjavíkur að láta borgina gefa þessa 14 ha. viðbót- arlóð og 500 milljónir kr. að auki til ríkisfyrirtækisins LSH, gjöf sem er u.þ.b. 5.000 milljóna kr. virði. En hvernig réttlætir þú það fyr- ir skattgreiðendum í borginni og kjósendum þínum, að þeir séu knúðir með þessum hætti til að taka þennan bagga einir á sig, bagga sem þýðir að hvert með- alheimili í borginni þarf að borga h.u.b. 120.000 kr. meira í skatta til borgarinnar heldur en verið hefði, ef þessi gjöf hefði ekki verið gefin? Virðingarfyllst, f.h. Átakshóps Höfuðborgarsam- takanna og Samtaka um betri byggð (ÁHS) ÖRN SIGURÐSSON, arkitekt, Fljólugötu 23, Reykjavík. Opið bréf Frá Erni Sigurðssyni arkitekt: til Davíðs Oddssonar, utanríkisráðherra, 2. þingmanns Reykja- víkurkjördæmis norður, fyrrverandi forsætisráðherra (1991– 2004) og fyrrverandi borgarstjóra í Reykjavík (1982–1991) UNDIRRITAÐUR lýsir yfir fullum stuðningi við Þórólf Árnason borg- arstjóra Reykjavíkur. Þáttur Þórólfs í olíusamráðsmálinu er að mati und- irritaðs ekki þess eðlis að hann verði að segja af sér sem borgarstjóri Reykjavíkur. Hann tók við stöðu millistjórnanda hjá olíufyrirtæki sem hafði þegar á þeim tíma stundað ólöglegt verðsamráð um nokkurt skeið. Rétt hefði verið hjá Þórólfi að ganga út úr fyrirtækinu á sínum tíma. Þórólfur gerði sig sekan um mistök en ekki þjófnað að mati und- irritaðs. Ábyrgðin liggur fyrst og fremst hjá forstjórum olíufélaganna. GUNNAR ÖRN ÖRLYGSSON, Fitjum, 116 Reykjavík. Stuðningur við borgar- stjóra Frá Gunnari Erni Örlygssyni, alþingismanni: HVAÐA stöðu í samfélaginu hefur maður sem hefur tekið þátt í svíkja samborgara sína, nánast daglega í fjögur og hálft ár? Eru meðlimir í glæpaklíkum saklausir af glæpum sínum, ef þeir skýla sér á bakvið glæpaforingjana? Ég treysti ekki borgarstjóra Reykjavíkur. Það er með ólíkindum að hann skuli telja sig njóta trausts Reykvíkinga, eftir að hafa svikið meginþorra þeirra árum saman; tek- ið þátt í að stela úr buddunni þeirra. Þórólfur: þú ert maður meiri ef þú segir af þér og biðst afsökunar. ÓMAR R. VALDIMARSSON, Sólheimar 18, 104 Reykjavík. Ábyrgð gerða sinna Frá Ómari R. Valdimarssyni fjölmiðlafræðingi: HUGVEKJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.