Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 59
Morgunblaðið/Árni Torfason Norður eftir Hrafnhildi Hagalín á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Í gagnrýni voru skörp skil dregin á milli leikritsins og uppsetningarinnar. Það vakti athygli leikhúsfólks íbyrjun vikunnar að í umfjöll-un tveggja leiklistargagn- rýnenda um Norður, nýtt leikrit Hrafnhildar Hagalín, voru dregin skörp skil á milli leikritsins annars vegar og uppsetningarinnar hins- vegar. Skyldi engan undra, gæti einhver sagt, fagleg umfjöllun um leiksýningar ætti einmitt að taka sérstaklega á þessu, og gera grein- armun á leikritinu frá hendi höf- undar og þeirri vinnu sem leik- stjóri og leikarar ásamt öðrum listrænum stjórn- endum inna af hendi. Oft hefur þess- um skilningi á eðli leikhúsvinn- unnar verið í ábótavant í umfjöllun gagnrýnenda og þá ýmist eingöngu fjallað um leikritið sem textasmíð eða sýningin álitin endanleg heimild um verkið, svona er það og ekki öðruvísi. „Ég fagna því að í þessu tilfelli virðast þessir tveir gagnrýnendur hafa lesið verkið áður en þeir fóru á sýninguna og geta því greint á milli handbragðs leikstjórans og leikrits- ins hinsvegar,“ segir Hrafnhildur Hagalín. „Jafnvel þó að gagnrýni sé nei- kvæð þá er full ástæða til að virða það ef gagnrýnendur fjalla um leik- sýninguna á faglegan hátt. Ef hins- vegar gagnrýnandi ber ekki virð- ingu fyrir umfjöllunarefni sínu þá er ástæðulaust að taka mark á skrif- um hans. Þau dæma sig sjálf úr leik.“ Íslenskir leikritahöfundar eru í vissum skilningi fórnarlömb fárán- lega lítils leikhúsmarkaðar. Nýtt leikrit fær sjaldnast nema eina upp- setningu, einn umgang í leikhúsinu, og má þá segja að eins gott sé að takist vel til í fyrstu umferð þar sem önnur umferð er ekki í boði. Ef sýn- ing á nýju leikriti tekst vel situr leikritið eftir í hugum fólks sem gott verk í einhverjum skilningi en þó getur vel verið að leikritið rísi hvorki hátt né risti ýkja djúpt; upp- setningin heppnaðist hins vegar svo vel að vankantarnir hurfu í skugg- ann. Á hinn bóginn getur gott leikrit sem ekki gefur sig allt við fyrstu sýn reynst þungt fyrir fæti og alls ekki víst að fyrsta uppsetning þess nái að skila því heilu í höfn. Við engan er í sjálfu sér að sakast. Vel getur verið að fyrsti umgangur hafi í raun þjón- að sínu hlutverki sem eins konar at- renna að verkinu og þeir sem á eftir koma geti nýtt sér hana til að kom- ast alla leið eða a.m.k. lengra…ef önnur atrenna væri í boði. Verst af öllu er þegar góðu leikriti er varpað útí horn sem ónothæfu vegna þess eingöngu að fyrsta umferð tókst ekki sem skyldi.    María Kristjánsdóttir setureinmitt fingur á þennanflöt þegar hún segir í gagnrýni sinni hér í Morgunblaðinu sl. mánudag: „Þetta verk er ekki auðvelt í sviðsetningu. Sú hugsun kviknar hvort það eigi betur heima á filmu? Eða í sal einsog hinu nýja sviði Borgarleikhússins, þarsem fjarlægð leikara frá áhorfendum er önnur en á stóra sviði Þjóðleikhúss- ins og möguleikarnir fjölbreytilegri í samspili sviðs og salar? Hvernig er hægt að sviðsetja atburði sem í reynd eiga sér stað utansviðs, í for- tíð og framtíð persónanna, en verða að gerast hér og nú? Hvernig er hægt er að koma þunglyndislega saknaðartóninum og kímninni til skila? Spurningar eru ótal margar sem vakna við lesturinn og það er í raun mikil og áhugaverð ögrun fyr- ir leikendur og leikstjóra að leita og finna leið að þessu verki.“ Kjarni gagnrýni Maríu snerist um að uppsetningin gerði verkinu ekki nægilega góð skil. Hún beindi gagn- rýni sinni fyrst og fremst að leik- stjóranum sem í krafti stöðu sinnar sem listrænn stjórnandi uppfærsl- unnar hefði átt að hyggja betur að ætlan höfundarins og þjóna verkinu betur í stað þess að „setja bara sjálf- an sig á svið, eða réttara sagt: Hug- myndir sínar um hvernig nútíma- leikhús eigi að líta út“. María lauk pistli sínum með þeim orðum að „Norður eftir Hrafnhildi Hagalín biði ennþá frumsýningar.“ Hafliði Arngrímsson flutti ágæt- an pistil um Norður í Víðsjárþætti sl. mánudag og sagði þar m.a.: „Í Norðri eru átakamiklir og spennuþrungnir dúettar og í mögn- uðum aríum eða eintölum þar sem leikritið nær hæðum kynnumst við innsta eðli persónanna, löngun þeirra og þrá, söknuði þeirra og vonbrigðum. Og það er einhver beygur yfir öllu. Og maður finnur fyrir óþægindum og kvíða, innra með sér. Fyllist allt að því vanlíðan og hjartað dunar í brjósti manns. Þetta er ekki þægilegt leikrit. Þarna er margt sem snertir okkur nútímafólk og snertir djúpt.“ Kannski er það eitt af aðalatrið- unum að Norður er „ekki þægilegt leikrit“. Það er skrifað af heið- arleika og einurð höfundarins sem er að fara nýjar leiðir í höfund- arverki sínu. Að það hafi óþægindi í för með sér fyrir áhorfandann má í rauninni einu gilda. Það er ekkert skilyrði að listin sé falleg eða fyndin þó krafa dagsins beinist í þá átt. Hrafnhildur Hagalín hefur kjark til að fara sínar eigin leiðir í listsköpun sinni.    En Hafliði og María eru sam-mála um að leikritinu séuekki gerð skil í uppsetning- unni. „Engu að síður nær sviðsetn- ingin eða leikstjórnin ekki að nýta sér kraftinn í leikritinu og sýningin líður hjá þunglamaleg og af- stöðulaus og það sem er verst: það vantar átakanlega skap og hug- dirfsku í sýninguna og einhvern veginn er hún hvorki í takt við sjálfa sig né tímann. Það er misskilningur að gefa í skyn að þarna séu gam- anmál á ferðinni, að verkið sé nán- ast farsakennt á köflum þótt ýmis atriði séu hnyttin (og hefði að skað- lausu stundum mátt hnykkja hressi- lega á þeim). Þetta er sorglegt leik- rit, alls ekkert léttmeti. En það er mikilvægt vegna þess að Hrafnhildi Hagalín tekst með glæsilegum hætti að fanga tíðaranda samfélags okkar án þess að spegla hann,“ sagði Haf- liði. Leikstjórinn Viðar Eggertsson er þrautreyndur í sínu fagi og veit sem er að ábyrgð leikstjórans er mikil þegar um frumuppfærslu á nýju ís- lensku verki er að ræða. „Maður er alltaf spenntur, sérstaklega þegar manni finnst verkið sem maður hef- ur í höndunum eiga erindi. Auðvitað er maður líka svolítið hræddur, því við búum í litlu samfélagi þar sem höfundar fá sjaldan tækifæri til að sjá verk sín í mörgum uppfærslum eins og gerist í stærri mála- samfélögum. En maður vonast til að hafa farið um verkið þeim höndum sem það á skilið og að það fái að njóta sín í þessari uppfærslu,“ sagði Viðar í viðtali hér í Morgunblaðinu á frumsýningardaginn 29. október. Af þessu má draga þá augljósu niðurstöðu að þrátt fyrir að gagn- rýnendur telji að ekki hafi tekist sem skyldi við uppsetninguna þá hafi allir sem að komu gert sitt besta í þá veru. Listsköpun er einnig með þeim formerkjum að hún nær aldrei lokapunkti; hún er síbreytileg að ekki sé sagt sprelllifandi. Sitt er hvað leikrit og leiksýning ’Verst af öllu er þegargóðu leikriti er varpað útí horn sem ónothæfu vegna þess eingöngu að fyrsta umferð tókst ekki sem skyldi.‘ AF LISTUM Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 59 MENNING Listvinafélag Hallgrímskirkju Gabriel Fauré Maurice Duruflé Ísak Ríkharðsson sópran Sesselja Kristjánsdóttir messósópran Magnús Baldvinsson bassi Mótettukór Hallgrímskirkju Inga Rós Ingólfsdóttir selló Matthías Wager orgel Stjórnandi Hörður Áskelsson Miðaverð 2.500 kr. Miðasala í Hallgrímskirkju sími 510 1000 Hallgrímskirkju Allra heilagra messu sunnudaginn 7. nóvember kl. 20.00 TVÖ verkefni sem Íslendingar standa á bak við eru tilnefnd til hinna virtu Mies van der Rohe- verðlauna í arkitektúr árið 2005, sem veitt verða í apríl á næsta ári. Finnur Björgvinsson, Hilmar Þór Björnsson og Sigríður Ólafsdóttir, frá arkitektastofunni Á stofunni, eru tilnefnd fyrir Lækjarskóla í Hafnarfirði, og Guðmundur Jóns- son, sem starfar í Noregi, er til- nefndur fyrir stórbygginguna Nor- veg í Rörvík, sem hýsir sjóminja- safn, veitingahús og skrifstofur. Að sögn arkitektanna Finns Björgvinssonar, Hilmars Þórs Björnssonar og Sigríðar Ólafs- dóttur, hjá Á stofunni, fylgir verð- laununum mikil hvatning og stað- festing á að stofan sé að gera góða hluti. „Þetta er afskaplega mikill heiður fyrir okkur og alla sem að verkinu komu, Hafnarfjarðarbæ, Ístak, Nýsi, Landmótun og VSÓ ráðgjöf. Þetta eru nokkurs konar Óskarsverðlaun í byggingarlist sem verið er að tilnefna okkur til og skólafélagar okkar erlendis hafa sent okkur rafpósta og óskað okkur til hamingju með að vera komin í fremstu röð arkitekta. Það er tekið eftir þessu,“ segir Hilmar Þór. En gera þau sér vonir um að sigra? „Hér er um að ræða að etja kappi við færustu arkitekta Evrópu þar sem gimsteinar byggingarlist- arinnar eru settir á vogarskálar. Við erum himinlifandi með tilnefn- inguna og unum glöð við okkar. Hvað framtíðin ber í skauti sér kemur bara í ljós.“ „Minna er meira“ Verðlaunin eru kennd við hinn virta frumkvöðul í arkitektúr, þýsk- ameríska arkitektinn Mies van der Rohe (1886–1969), sem meðal ann- ars var síðasti rektor Bauhaus- skólans. Hann þykir eiga heiðurinn að frasanum „less is more“, minna er meira, sem hefur verið notaður víða í ýmsu hönnunartengdu sam- hengi á síðustu áratugum. Mies van der Rohe-verðlaunin eru veitt annað hvert ár í Barce- lona. Megintilgangur verðlaunanna er að viðurkenna og meta sam- tímabyggingarlist út frá hug- myndafræðilegum, fagurfræðileg- um og tæknilegum lausnum. Aðalverðlaunaféð er 50.000 evrur, eða um 4,4 milljónir króna, en einn- ig eru veitt verðlaun til upprenn- andi arkitekta, 10.000 evrur. Þá eru valin nokkur verkefni til sýningar á farandsýningu og umfjöllunar í bók sem gefin er út í tengslum við sýn- inguna. Þriðju tilnefninguna sem tengist Íslandi fær svo danska arkitekta- stofan KHR a/s arkitekta fyrir hús ÍSTAKS við Engjateig í Reykjavík. Byggingarlist | Íslendingar tilnefndir til virtra erlendra verðlauna í arkitektúr Ljósmynd/Harald Sæterøy Guðmundur Jónsson í Noregi er tilnefndur fyrir bygginguna Norveg. „Óskarsverð- laun byggingar- listarinnar“ Arkitektar Lækjarskóla eru tilnefndir til Mies van der Rohe-verðlaunanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.