Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ● Sala og útleiga atvinnuhúsnæðis hefur stóraukist undanfarið. ● Erum með stóran kaupendalista og óskir um leigutöku. ● Vinnum fyrir mörg fjársterkustu fasteignafélög landsins sem ávallt eru tilbúin að skoða kaup á öllum gerðum og stærðum atvinnuhúsnæðis. 100% trúnaður. Atvinnuhúsnæði - Fjárfestingar Stórar og smáar Hóll er landsþekkt fyrir fagleg vinnubrögð og úrvalsþjónustu í á annan áratug. Taktu enga áhættu með þína fasteign. Skiptu við heiðarlega og ábyrga fasteignasölu sem hefur hagsmuni þína að leiðarljósi. Franz Jezorski Sími: 893 4284 Jón Víkingur Sími: 892 1316 Davíð Sími: 846 2792 Kristberg Sími: 892 1931 Sími 595 9000 Skólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Galtalind 10 - Útsýni Langholtsvegur 136 - Sérinngangur Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Stórglæsileg og vel skipulögð 4ra herbergja 119,7 fm endaíbúð á 3. hæð (efstu) í litlu fjölbýli með frábæru útsýni við Galtalind nr. 10 í Kópavogi. Í íbúðinni eru vandaðar og samstæðar innréttingar. Komið er inn forstofu með stórum skáp og flísum á gólfi. Sjónvarpshol með parketi á gólfi. Björt og skemmtileg stofa og borðstofa með parketi á gólfi og útgang á rúmgóðar flísalagðar svalir til suðvesturs. Frábært útsýni. Fallegt eldhús meðvönduðum innréttingum og rúmgóðum borðkrók við stóran hornglugga. Glæsilegt baðherbergi með flísum í hólf og gólf, innréttingu, sturtuklefa og baðkari. Þrjú svefnherbergi með skápum, síma- og sjónvarps- tenglum. Stutt er í alla þjónustu og má þar nefna skóla, leikskóla og verslanir. Verð 19,9 miilj. Ásmundur og Isabella taka vel á móti gestum í dag frá kl. 14.00-16.00. Teikningar á staðnum. Opið hús í dag frá 14 - 16 Mjög skemmtileg og mikið endurnýjuð 3ja til 4ra herbergja 73,8 fm íbúð á 2. hæð og risi með sérinngangi. Eignin er staðsett í „rólegri" hluta Langholtsvegar. Komið er inn í flísalagða forstofu með fatahengi, teppalagður stigi upp á 2. hæð, fallegur gluggi í stigaholi sem gefur góða birtu. Íbúðin er öll parketlögð með fallegu gegnheilu eikarparketi. Eldhús með endurnýjuðum innréttingum, góðum borðkrók og tengi fyrir uppþvottavél, sjónvarpi og síma. Falleg stofa með viðarrimlagluggatjöldum. Rúmgott hjónaherbergi með viðarrimlagluggatjöldum, kvisti og skáp. Baðherbergi einnig uppgert með flísum á gólfi, baðkari, glugga og innréttingu við vask. Á hæðinni er lítið vinnuherbergi/geymsla með glugga og parketi á gólfi. Úr holi er gengið upp í herbergi í risi með þakgluggum. Þar er einnig parket á gólfum. Árið 1998-99 var húsið hvarsað að utan og skipt um járn á þaki. Búið er að endurnýja glugga og gler nema á þaki. Garður er með nýlegu grindverki og stórt skýli fyrir garðhúsgögn, hjól, grill o.fl. Verð 13,5 millj. Reynir sölumaður tekur vel á móti gestum í dag frá kl. 14.00-16.00. Teikningar á staðnum. ÞÓRÓLFUR Árnason, borg- arstjóri, hefur staðið sig frábær- lega vel í starfi. Um það deilir enginn í raun. Burt séð frá flokkapólitík. Um hann loga eldar þessa dag- ana. Draugar fortíðar sveima um. Ég gagnrýni harðlega og for- dæmi athæfi forráðamanna olíu- félaganna. Við jafnaðarmenn höf- um haldið uppi harðri gagnrýni á verklag olíufélaganna og annarra í atvinnulífinu hvað varðar sam- ráð fyrirtækja og barist gegn óheiðarlegri samkeppni á þeim vettvangi. Við höfum ekki fengið mikinn stuðning í þeirri baráttu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þar verið á bremsunni, flokka fremst- ur. Það eru því fullkomin öfug- mæli að þessi stjórnmálaflokkur gangi í fylkingarbrjósti og krefj- ist afsagnar Þórólfs Árnasonar. Hvergi skráir sagan þann raunveruleika að fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins hafi nokkru sinni sagt af sér pólitískum ábyrgð- arstörfum. Muna menn t.d. eftir Birni Bjarnasyni, þáverandi menntamálaráðherra, vegna Árna Johnsen málsins ellegar Sturlu Böðvarssyni vegna Lands- síma hneykslisins í því sam- bandi? Þeir sitja enn. Sá er þessar línur ritar sagði af sér pólitísku embætti, ráð- herrastóli, vegna gagnrýni sem kom fram á hans störf. Deilt var og er um réttmæti þeirrar ákvörðunar minnar. Sagan dæm- ir það. Hinsvegar er það mín stað- fasta skoðun að í pólitík sem og annars staðar eigi að dæma menn eftir málefnalegum rökum. Því er það mín niðurstaða að mannkostir Þórólfs Árnasonar, óumdeilanlega góð frammistaða hans á stóli borgarstjóra á um- liðnum tveimur árum undirstriki mikilvægi þess að hann haldi sínu striki. Verði áfram leiðtogi Reykjavíkurborgar. Hann gerði mistök á árunum áður og hann hefur gert grein fyrir ástæðum þeirra með ein- lægum og heiðarlegum hætti. Viðurkennt að hann hafi gert þau mistök að starfa samkvæmt boð- um yfirmanna sinna. Þetta er allt ljóst. Hann hefur lagt sín spil á borðið með fágætri hreinskilni og án útúrdúra. Menn velta fyrir sér flokks- pólitík í þessari stöðu. Hver er staða R-listans? Munu Sjálfstæð- ismenn græða á öllu þessu í borginni? Þetta er ekki megin- atriðið. Heldur hitt að borgar- búar og allir kjósendur í landinu þurfa að meta verðleika þess ein- staklings, sem hlut á að máli. Þórólfur kom ferskur inní pólitík- ina. Hann nýtur lýðhylli. Töpum ekki svona manni. Köstum ekki steinum úr gler- húsum. Algjörlega burt séð frá allri flokkspólitík og með hags- muni borgarbúa og landsmanna allra í huga, segi ég hinsvegar fullum fetum: áfram Þórólfur borgarstjóri. Guðmundur Árni Stefánsson Áfram Þórólfur Höfundur er alþingismaður. MEINT verðsamráð olíu- og tryggingafélaganna hefur verið til rann- sóknar hjá Samkeppn- isstofnun undanfarin ár. Skýrsla stofnunar- innar þar að lútandi hefur vakið verðskuld- aða athygli og vonandi verður auknum fjár- munum varið til að efla og styrkja starfs- svið hennar. Þá hefur einnig gætt samráðs bankanna á innláns- og útlánsvöxtum um áratuga skeið. Undir- ritaður hefur ítrekað á und- anförnum árum varað þjóðina við einokun, fákeppni og verðsamráði, sem hefur vaxið og dafnað í póli- tísku skjóli ríkisstjórnarflokkanna og aðgerðaleysis lögreglu- og dóms- yfirvalda. Neytendur, ríkið og sveitarfélög hafa árlega tapað millj- örðum vegna þessara meintu af- brota á samkeppnislögum og dag- lega hefur þjóðin orðið vitni að þessum aðgerðum, sama olíu- og bensínverðið, sem hækkar og lækkar samtímis hjá öllum, hliðstæð þróun hefur reyndar lengst af verið hjá tryggingafélögum og bönkum. Þá þarf einnig að skoða hvaða áhrif þessir gjörningar hafa haft á verðlags- og neysluvísitölu o.fl. því tengt. Hér er því einfaldlega um millj- arðasamsæri að ræða gegn neytendum í landinu. Ábyrgð stjórnarmanna og forstjóra Hvílík framkoma við neytendur sýnir ljóslega innræti og siðferð- ismat þessara manna, þeir vissu vel að þjóðin hafði ekki í önnur hús að venda með viðskipti sín á þessu sviði. Að nýta sér aðstöðu sína með þessum hætti sýnir afar sterkan og forhertan afbrotavilja og siðblindu. Að sjálfsögðu verða stjórnarmenn og forstjórar umræddra fyrirtækja, sem bera sök á meintum afbrotum að axla þá ábyrgð. Þá vekur ekki síður athygli að umræddir menn voru nánir pólitískir samstarfsmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks- ins til fjölda ára. Samtryggingin var algjör og ekkert að óttast, þjóð- in þekkti ekki almennt heilbrigða samkeppni, hún virtist af fávísi sinni halda að svona ætti þetta að vera. Reyndar virtist niðurstaða skýrslunnar koma fyrrverandi for- sætisráðherra í 13 ár í opna skjöldu, hún virtist miklu verri en hann bjóst við. Kannski hefur hann aldrei þurft að setja eldsneyti á bif- reið í ráðherratíð sinni eða treyst forstjóra Shell fyrir réttri samráðs- verðlagningu. Það er með ólíkindum að þjóðin skuli áratugum saman hafa kosið þessa menn til forustu, sem hafa leitt þessa meintu sakamenn til stjórnunar- og áhrifastarfa í fjöl- mennum almenningshlutafélögum. Næsta stórverkefni Næsta stórverkefni eftirlitsaðila hlýtur að vera m.a. að skoða verð- bréfarúllettu Kauphallarinnar. Þar er komin til skjalanna hin unga og framsækna kynslóð framtíðarinnar þar sem milljarðar skipta daglega um hendur og bjartsýni og línurit arðsemisútreikninga eru eins og jarðskjálftamælar á óróasvæðum. Ég hef áður fjallað um þessar bjartsýnisspár verðbréfamark- aðanna og varað við afleiðingum þeirra. Að lokum þetta: Þórólfur Árna- son borgarstjóri, þú reyndist meira en nytsamur sakleysingi í samsæri olíufélaganna gegn neytendum og meint brot gegn Reykjavíkurborg í þeim viðskiptum fyllti mælinn. Þakkaðu R-listanum gott samstarf og farnist þér vel í nýju verkefni. Milljarðasamsæri í verðsamráði Kristján Pétursson fjallar um samráð olíu- og tryggingafélaga ’Hér er því einfaldlegaum milljarðasamsæri að ræða gegn neytend- um í landinu.‘ Kristján Pétursson Höfundur er fyrrv. deildarstjóri. NÚ ER komið nóg, ótrúlegt en satt, upp er komin sú staða í ís- lensku samfélagi að þrjú af stærstu fyr- irtækjum landsins hafa orðið uppvís að þeim glæp að stela tugum milljarða frá hinum almenna borg- ara og fyrirtækjum og virðast hafa stunda þessa iðju svo árum skiptir óáreitt og án afskipta nokkurra af þeim stofnunum sem eiga eða áttu að fylgj- ast með þeim. En loksins vaknaði Sam- keppnisstofnun og eftirleikurinn er nú að koma í ljós. Svo lengi virðist þetta samráð og stuldur hafa átt sér stað að þeir menn er vinna eða unnu hjá viðkomandi fyrirtækjum töldu og telja en þann dag í dag, að því er virðist af þeim yfirlýsingum og orðum er þeir hafa haft op- inberlega um þennan glæp frá því að upp um þá komst, að þetta séu eða hafi verið almennar vinnu- reglur hjá þessum fyrirtækjum, já, ekki er skömmin meiri hjá þessum mönnum. Einn af þessum ágætu mönnum skrifaði svo um viðskiptavini sína að þeir væru fífl (fólk er fífl) og virðist þar af leiðandi sem þess- um manni hafi þótt sjálfsagt að svíkja og stela frá þessum fífl- um svo ekki sé talað um öll þau jaðaráhrif sem háttalag þessara manna hefur haft á af- komu hins venjulega manns í þessu landi þ.e.a.s. „fíflsins“. Ég segi það fyrir mig og mína að aldrei skal ég kaupa annað en bensín af þessum fyrirtækjum (sem maður neyðist til að kaupa af þeim á þeim stöðum sem Atlants- olía er ekki). Það fyllir mig mikilli undrun að sjá fólk japlandi á pylsum og sam- lokum inni á bensínstöðvum í dag. Gerir fólk sér ekki grein fyrir hvað þessi glæpur sem þessi fyrirtæki hafa orðið uppvís að hefur kostað samfélagið, svo maður tali nú ekki um að undarfarin ár hafa bens- ínstöðvar verið að breytast í skyndibitastaði og söluturna í beinni samkeppni við önnur fyr- irtæki á þeim sviðum og þar af leiðandi notað gróðann af samráð- um til að drepa af sér samkeppni í fleiri greinum en bensín- og olíu- sölu. Fólk, ekki láta orð olíufurstanna um að við séum fífl vera rétt, tök- um höndum saman og verslum ekki við þessi fyrirtæki nema að það sé okkur nauðsynlegt, látum önnur fyrirtæki njóta góðs af við- skiptum okkar og styðjum eðlilega og heiðarlega samkeppni í okkar landi og köllum þessa menn til ábyrgðar og að þessi félög skili til þjóðarinnar aftur öllu er af okkur var stolið með því að lækka álagn- ingu sína á bensín og olíur. Stöndum saman og látum ekki kalla okkur fífl aftur. Er fólk fífl eða hvað? Gunnar Sigurðsson fjallar um olíufélagsmálin ’Stöndum saman og látum ekki kalla okkur fífl aftur.‘ Gunnar Sigurðsson Höfundur er leikstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.