Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, systur og frænku, BERGLJÓTAR ARNFRÍÐAR GUNNARSDÓTTUR, Arnarhrauni 9, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks St. Jósefsspítala í Hafnarfirði fyrir hlýju og frábæra umönnun. Eyþór Júlíusson, Rósa Gunnarsdóttir, Gígja Árnadóttir og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURBJARGAR M. BENEDIKTSDÓTTUR, Hraunbæ 103, Reykjavík. Sérstakar þakkir til líknarteymis Landspítalans, starfsfólks á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi og á deild G13 á Landspítala við Hring- braut. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún H. Ágústsdóttir, Sigurður N. Njálsson, Kristbjörg Ágústsdóttir, Egill Ágústsson, Hildur Einarsdóttir, Matthildur Ágústsdóttir, Guðbrandur Siglaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar CONCORDIU K. NÍELSSON, Hrafnistu, Reykjavík. Alúðarþakkir færum við starfsfólki Hrafnistu fyrir góða umönnun. Karl Níelsson, Ólafur G. Karlsson, Ásdís Karlsdóttir, Þorsteinn Karlsson, Hanna B. Herbertsdóttir, barnabörn og langömmubarn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ást- kærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU SVEINSDÓTTUR, Mýragötu 18, Neskaupstað, áður Mánagötu 25, Reyðarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað. Anna Þ. Sigurðardóttir, Jóhannes Bjarmarsson, Hulda Sigurðardóttir, Guðmundur Ágúst Pétursson, Arndís Sigurðardóttir, Vilberg Einarsson, Guttormur Sigurðsson, Andrea Vieira, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra, STEFÁNS H. INGÓLFSSONAR verkfræðings, Melbæ 2, Reykjavík. Kristín Ísleifsdóttir, Stefán Orri Stefánsson, Steinar Örn Stefánsson, Sólveig Stefánsdóttir, Þórður Halldórsson, Jökull Halldór Þórðarson, Una Guðrún Jónsdóttir, Ingiríður Jónsdóttir, Rúna Soffía Geirsdóttir og fjölskylda. www.englasteinar.is Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Elskulegur mágur minn andaðist á Landakotsspítala hinn 23. október sl. langt um aldur fram. Ekki þó í árum talið, heldur fór þessi stóri og stór- huga maður löngu áður en við átt- um von á. Eldhressi dugnaðarforkurinn Björn Tryggvason heillaði Dóru systur mína upp úr skónum fyrir ellefu árum. Þau hittust fyrir til- viljun í október 1993 í flugvél á leiðinni frá París til Íslands. Þá var hann að koma úr sinni síðustu embættisferð til austantjaldsland- anna sem aðstoðarbankastjóri Seðlabankans og hún var að koma frá systur sinni, sem þá var búsett í Frakklandi. Eins og í ævintýrunum varð þetta ást við fyrstu sýn. Þrátt fyrir mikinn aldursmun hittust þarna sálir, sem áttu sannarlega margt sameiginlegt. Áhugamálin voru þau sömu, m.a. útivist, gönguferð- ir, náttúruskoðun og ferðir í sum- arbústaði. Sérstaklega var Holts- dalurinn þeim kær, en þar á Seðlabankinn tvo bústaði. Björn stóð fyrir kaupum á þessum bú- stöðum og annaðist þá af kost- gæfni um árabil. Það lýsir Birni vel, að hann eignaðist vináttu bændanna frá upphafi, og Dóra varð fljótlega þátttakandi í þeim samskiptum. Það var alltaf há- punkturinn að komast í Holtsdal- inn ástkæra. Ég og vinur minn til margra ára urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að vera boðin í heimsókn í Holtsdal- inn um páskana 1996. Við fengum frábærar móttökur á vísu Björns og Dóru, eins og alltaf. Því miður varð dvölin styttri en ætlað var í upphafi, því eins og hendi væri veifað skall á með miklu fannfergi. Björn sá fram á að við myndum lokast inni í dalnum. Hann dreif sig í að ganga frá öllu, náði strax í bóndann á næsta bæ og lét lóðsa okkur út úr dalnum. Við hírðumst svo á Hunkubökkum það sem eftir lifði páska. Allt var lokað og ófært. Upp frá þessu tókst ágætis vin- skapur á milli vinar míns og Björns. Þeir fóru ófáar ferðirnar í Dalinn góða til þess að skjóta gæs, fá sér silung í soðið eða bara til þess að skemmta sér að hætti karla. Fyrir örfáum árum hefði ég og margir aðrir átt von á að dugn- aðarforkurinn Björn yrði hress og BJÖRN TRYGGVASON ✝ Björn Tryggva-son fæddist í Reykjavík 13. maí 1924. Hann lést á Landakotspítala 23. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkj- unni 2. nóvember. kátur í að minnsta kosti tuttugu ár í við- bót. Ég veit að systir mín er þakklát fyrir góðu árin sem þau fengu saman. Árið 1999 færði þeim mikla gæfu því 1. desember það ár fæddist dóttir þeirra, Valgerður Bjarnar Björnsdóttir, eins og hún kynnir sig sjálf. Þvílíkur gleði- gjafi foreldra sinna og allra sem til þekkja. Síðustu tvö árin voru erfið Birni og Dóru vegna veikinda hans. Stórir og sterkir menn veikjast líka. Veikindin urðu Birni þungbær en þá stóð Dóra með honum eins og klettur og sýndi hon- um ómælda ástúð. Hún var vakin og sofin yfir velferð hans og reyndi allt sem hún gat til þess að gera honum lífið bærilegt. Henni var í mun að hann héldi reisn sinni og dug. Ég minnist Björns sem ósérhlíf- ins dugnaðarforks. Hann var glað- sinna og hrókur alls fagnaðar á skemmtisamkomum heima og heiman. Móðir okkar Dóru, Hjördís, var stór þáttur í fjölskyldulífi þeirra öll árin. Hún hugsaði um Valgerði litlu á meðan mamma hennar var hjá pabba hennar á spítalanum. Því veikari sem pabbi hennar varð, þeim mun lengri urðu stundirnar sem mamma hennar sat hjá honum og þá var gott að hafa ömmu sína hjá sér heima í Laufási. Við mamma sendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur til allrar fjölskyldunnar. Þórey Hvanndal. Í dag, 2. nóvember, er Björn Tryggvason bekkjarbróðir minn og samstúdent frá MR borinn til graf- ar. Ég er þakklát fyrir hvað veðrið er hlýtt og yndislegt. „Það gefur svo hverjum, sem hann er góður til“, segir gamalt máltæki og á vel við hér. Ég hitti Björn fyrst um haustið 1940, þá komin í 3. bekk MR með gagnfræðapróf frá Ágústarskólan- um (Gagnfræðaskóla Reykvíkinga) ásamt nokkrum fleirum, ennfremur nokkrum gagnfræðingum úr Ingi- marsskóla og Flensborg í Hafnar- firði. Fyrir í bekknum voru um 25– 30 manns sem höfðu náð inntöku- prófi í MR tveimur árum fyrr – við hin höfðum flest þreytt þetta sama próf, en náðum ekki. Næsta tæki- færið var gagnfræðaprófið, tveimur árum seinna. Svona var nú „kerfið“ þá. Mér þóttu þessi nýju bekkjar- systkin finna talsvert til sín. Þau höfðu líka setið í tvo vetur í gamla MR-húsinu, sem Bretar hernámu vorið 1940 og skiluðu ekki aftur fyrr en tveimur árum síðar. Við aðlög- uðumst MR-ingum smátt og smátt og um vorið var samkomumlagið orðið nokkuð gott. Ég kynntist Birni lítilega þennan fyrsta vetur. Hann var þá þegar myndarpiltur, dálítið ráðríkur en kátur og fjörugur. Þegar leið á þessi kynni fann ég að hann var drengur góður, hjálplegur og hjartahlýr, en mikið stríddi hann stelpunum. Haustið 1942 var aftur flutt í gamla skólann „þar sem allt ósar af sigu“ eins og einhver sagði. Veturn- ir 1943 og ’44 liðu hjá. Reynt var með ýmsu móti að hressa upp á skólalífið sem hafði beðið nokkurn hnekki í „herleiðingunni“ í Háskól- anum, haldnir fundir og dansleikir og farið í Selið. Þar var Björn í ess- inu sínu þótt lítið væri um snjóinn þessa vetur. Og svo kom stúdents- prófið. Björn sagði oft: „Krakkar, munið að við verðum „de sidste kongelige studenter“,“ og þetta var alveg rétt hjá honum. Við komum í hátíðarsal kl. 8 að morgni 17. júní. Inspector scholae hélt ræðu. Pálmi Hannesson hélt ræðu og nokkrir júbilstúdentar fluttu ræður – á lat- ínu. Og þeim var svarað af Sverri Pálssyni (seinna presti). Engin okk- ar treysti sér í þann háska, því þarna var margt gott latínufólk. Við sungum gömlu stúdentalögin og fengum svo skírteinin og settum upp hvítu húfurnar. Síðan var þeyst á Þingvöll í lang- ferðabílum – það hétu ekki rútur fyrr en seinna. Lýðveldið Ísland var þar stofnað kl. tvö minnir mig – í hellirigningu eins og kunnugt er. Um haustið þetta ár tvístraðist hóp- urinn. Margir fóru í háskólanám hér heima og erlendis. Nokkuð af kvenfólkinu – þar á meðal ég – fór að gæta bús og barna – og unnum yfirleitt ekki „úti“ nema af og til. Mér telst til að við höfum tíu sinnum haldið upp á stúdentsaf- mælin, byrjað vitaskuld 1954. Alltaf var Björn í undirbúningsnefndinni – þar til í vor. Hann var skörulegur foringi, hugmyndaríkur, fylginn sér og ráðríkur var hann líka, en allir hlýddu honum, held ég. „Þú yrkir brag eins og vant er, Sigga.“ Það voru mín fyrirmæli og ég klambraði saman gamanljóðum til söngs. Á 25 ára afmælinu hafði bekk- urinn forgöngu um að gefa Andlit sólar, listaverk eftir Ásmund Sveinsson, það stendur enn á menntaskólatúninu. Ég og fleiri vorum lítt hrifin en greiddum okkar skerf möglunarlaust undir ægivaldi Björns og Fríðu Páls sem þá voru tvö af fimm í undirbúningsnefnd, eins og svo oft. Og árin liðu. Í vor héldum við upp á 60 ára stúdentsafmælið – en þá var Björn horfinn úr hópnum – sjúkur á spítala. Við söknuðum hans sárt – foringinn var fallinn – að öðrum ólöstuðum. Síðast sá ég Björn á Landakoti einn sólríkan júlímorgun í sumar. Ég er þar í sjúkraþjálfun tvisvar í viku. Þarna um morguninn var slegið upp balli á suðurstéttinni og nú dansaði hver sem betur gat, sitjandi eða undir stjórn þjálfaranna. Björn var þar líka, kvikur og kát- ur eins og áður, steig dansinn af fjöri við hjúkkurnar og söng við raust. Ég tók eftir því síðast, þegar fólkið af hans deild fór upp, þá var hann boðinn og búinn að hjálpa þeim sem áttu erfitt með gang. Þar þekkti ég aftur Björn. En nú er sá góði drengur genginn og lifir ekki lengur nema í dýrmætum minning- um okkar, sem þekktum hann. Að lokum sendum við hjónin fjöl- skyldu Björns innilegar samúðar- kveðjur. Sigríður Ingimarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.