Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR skömmu dvaldi króatíska listakonan Nika Radic á Íslandi á vegum NIFCA (Nordic Institute for Contemporary Art) og vann að verkefni sem nú er til sýnis í and- dyri Nýlistasafnsins. Innsetningin nefnist „Journal“ og eins og yf- irskriftin gefur til kynna er þetta dagbók listakonunnar og spannar þá 2 mánuði sem hún dvaldi hér á landi. Skrásetningin felst í einföld- um setningum sem greina frá at- burðum og fyrirbærum sem lista- konunni hefur þótt athyglisvert eða óvænt en eru hversdagslegir fyrir okkur hér á Fróni, s.s. matarvenjur, veðurfar, hegðun o.s.frv. Eru setn- ingarnar handskrifaðar og hanga þétt á vegg í anddyrinu. Það er margt skoplegt við sýn er- lends gests á umhverfi sem maður er sjálfur svolítið samdauna og gaman hafði ég af að lesa dagbók- ina. Hinsvegar er þetta ansi kump- ánlegur gjörningur í anda „gamla“ Nýló, sem hefur alloft fylgt erlend- um listamönnum sem hér sýna. Nú síðast var það Ulrike Schoeller sem sýndi dagbókarverk, teikningar og texta, í heimagalleríinu Kunst- raum-Wohnraum á Akureyri í síð- asta mánuði. Sýningin í Ný- listasafninu er heldur ekki laus við heimagallerísstemmningu, enda „kósíhorn“ safnsins undirlagt fyrir verkefnið. Viðheldur Nica Radic gildum konseptlistar. Uppátækið áþekkt því sem hefur viðgengist í frásagna- hugmyndalist (Narrative concept- ual art) þótt samtal listakonunnar við listáhorfandann sé persónulegt, enda um dagbók einstaklings að ræða. Mun áhugaverðari þykja mér tvö myndbandsverk eftir Radic, Pause (Bið/Hlé) og Kind of like (Svona eins og), sem er varpað á vegg til móts við dagbókina. Myndskeiðin sýna einhverskonar millibilsástand í samræðum þar sem allt innihald þeirra er klippt út og eftir hljóma hljóð eins og hmm… aaa… uuuh… o.s.frv. Líkt og margur konsept- listamaðurinn virðist listakonan velta fyrir sér tungumálinu sem jafnframt hefur verið eitt meginvið- fangsefni vestrænnar heimspeki síðan snemma á síðustu öld. Má segja að listakonan sýni ástand á milli hugsana og merkingar, þ.e. ef við segjum heila setningu vera heila hugsun, eins og margir heimspek- ingar hafa gert og má þar nefna Gottlob Frege (1848–1925) sem oft er nefndur upphafsmaður þess að skoða tungumálið umfram allt ann- að. Frege benti m.a. á að við tölum ekki hugmyndir okkar heldur göng- um við út frá merkingu orða og tákna. Þannig skiljum við hugsanir í samhengi við gefna merkingu. Millibilsástandið sem Nika Radic sýnir er aftur á móti merking- arlaust, þ.e. að hljóðsamböndin mynda ekki orð sem hafa vísa merkingu, heldur þekkjum við hljóðin sem tjáningu fyrir ástand þegar manneskja bíður eftir að hugsunin fái merkingu sem síðan er hægt að forma í orð og setningu. Að þessu leytinu er listakonan að benda á órætt rúm, bil sem í sjálfu sér hefur engin haldbær mörk, er á milli hugsana, og í raun sama bilið og við hverfum til þegar við upp- lifum fegurð. Fagurfræðileg upp- lifun hefur jú engin haldbær mörk fyrr en að hugsun nær athygli okk- ar á ný og við gefum henni merk- inguna „fegurð“. En þá er upplif- unin gengin yfir. Ekki veit ég hvort vangaveltur Radic snúist sérstaklega um þessi atriði og vel má skoða dagbókina út frá vangaveltum um upplifun og tungumál, merkingu og hugsun. Ef- laust er hún þó uppteknari af tungumálinu sem félagslegu fyr- irbæri og þá sem samskiptaformi, enda er annað myndskeiðið eins og úr viðtali við listakonuna en hitt sýnir samskipti manns og konu sem sitja við matarborð og borða ýmiss konar skyndifæðu. En listaverk hefur ótal hliðar og veltir fram jafn- mörgum hugsunum (eða merk- ingum) og áhorfendurnir eru. Fyrir mitt leyti situr umrætt bil sterkast í mér eftir skoðun sýningarinnar. MYNDLIST Nýlistasafnið Opið miðvikudaga til sunnudags kl. 14– 18. Sýningu lýkur 13. nóvember. Innsetning – Nika Radic Frá sýningu Nika Radic frá Króatíu í anddyri Nýlistasafnsins. Jón B.K. Ransu Morgunblaðið/Golli Setningar og engar setningar Fréttasíminn 904 1100 Rakarinn morðóði Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. Miðasala á Netinu: www.opera.is Fös. 12. nóv. kl. 20 - sun. 14. nóv. kl. 20 - fös. 19. nóv. kl. 20 sun. 21. nóv. kl. 20 - lau. 27. nóv. kl. 20 - Allra síðasta sýning lau. 4. des. kl. 20 Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning hefst. Litla stúlkan með eldspýturnar sun. 7. nóv. kl. 13 - lau. 13. nóv. kl. 14 - sun. 14. nóv. kl. 14 - lau. 20. nóv. kl. 14 sun. 21. nóv. kl. 14 - lau. 27. nóv. kl. 14 - sun. 28. nóv. kl.14 Misstu ekki af SWEENEY TODD! Einhver magnaðasta sýning sem sést hefur á íslensku leiksviði Aðeins ÖRFÁAR sýningar eftir! Miðasalan er opin kl. 13-18 mán. og þri. Aðra daga kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. www.leikhusid.is • midasala@leikhusid.is Þjóðleikhúsið sími 551 1200 • Stóra sviðið kl. 20:00 DÝRIN Í HÁLSASKÓGI – Thorbjörn Egner Í dag sun. 7/11 kl.14:00 örfá sæti laus, sun. 14/11 kl.14:00 örfá sæti laus, sun. 21/11 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 28/11 kl. 14:00 NORÐUR – Hrafnhildur Hagalín 4. sýn. í kvöld sun. 7/11örfá sæti laus, 5. sýn. fim. 11/11örfá sæti laus, 6. sýn. sun. 14/11 nokkur sæti laus, 7. sýn. fim. 18/11 nokkur sæti laus. ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA – Hallgrímur Helgason /leikgerð Baltasar Kormákur Fös. 12/11örfá sæti laus, lau. 20/11 örfá sæti laus, mið. 24/11. EDITH PIAF – Sigurður Pálsson Lau. 13/11 uppselt, fös. 19/11 uppselt, fim. 25/11 uppselt, fös. 26/11 uppselt, lau. 4/12 uppselt, fös. 10/12 AUKASÝNING, lau. 11/12 uppselt, mið. 29/12 uppselt, fim. 30/12 AUKASÝNING. • Smíðaverkstæðið kl. 20:00 SVÖRT MJÓLK – Vasílij Sígarjov Lau. 13/11 nokkur sæti laus, sun. 14/11 nokkur sæti laus, fös. 19/11. Fáar sýningar eftir • Litla sviðið kl. 20:00 BÖNDIN Á MILLI OKKAR – Kristján Þórður Hrafnsson Í kvöld sun. 7/11 örfá sæti laus, fös. 12/11 uppselt, sun. 14/11, fim. 18/11, lau. 20/11 nokkur sæti laus. BÖNDIN Á MILLI OKKAR ÖRFÁ SÆTI LAUS Í KVÖLD! ! CHICAGO Missið ekki af vinsælustu sýningu ársins Stóra svið Nýja svið og Litla svið BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Í kvöld kl 20, Su 21/11 kl 20, Su 28/11 kl 20 Aðeins þessar sýningar HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Su 14/11 kl 20, Fö 19/11 kl 20, Fö 26/11 kl 20 NÁMSKEIÐ UM VESTURFARANA HEFST Í BORGARLEIKHÚSINU 11. NÓVEMBER Kennarar: Böðvar Guðmundsson, Gísli Sigurðsson, Helga Ögmundardóttir, Viðar Hreinsson Skráning hjá Mími - Símenntun á mimir.is eða í síma 580 1800 Híbýli vindanna - frumsýning 7. janúar 2005 CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse Tvenn Grímuverðlaun: Vinsælasta sýningin og bestu búningarnir. Lau 13/11 kl 20, Lau 20/11 kl 20, Lau 27/11 kl 20 Síðustu sýningar SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Fö 12/11 kl 20, -UPPSELT Su 14/11 kl 20, Fö 19/11 kl 20 Su 21/11 kl 20, Fö 26/11 kl 20, Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Í dag kl 14, Su 14/11 kl 14, Su 21/11 kl 14, Su 28/11 kl 14, Su 5/12 kl 14 ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN: SCREENSAVER eftir Rami Be'er 4. sýning í kvöld kl 20 - Græn kort 5. syning fö 12/11 kl 20 - Blá kort Su 21/11 kl 20 AÐEINS ÞESSAR SÝNINGA 15:15 TÓNLEIKAR Caput/Vox Academica, Ný endurreisn. Lau 13/11 kl 15:15 NÁMSKEIÐ UM VESTURFARANA Fi 11/11 kl 20 - Böðvar Guðmundsson Þri 16/11 kl 20 - Viðar Hreinsson Fi 18/11 kl 20 - Helga Ögmundardóttir Þri 23/11 kl 20 - Gísli Sigurðsson GEITIN - EÐA HVER ER SYLVÍA? eftir Edward Albee Su 14/11 kl 20, Fö 19/11 kl 20, Fö 26/11 kl 20, Síðustu sýningar ☎ 552 3000 eftir LEE HALL sem gengur upp að öllu leyti. Leikararnir fara á kostum” SS Rás 2 Seljavegur 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 ✦ midasala@loftkastalinn.is SÍÐUSTU SÝNINGAR! • Föstudag 12/11 kl 23 LAUS SÆTI • Fimmtudag 25/11 kl 20 LAUS SÆTI • Sunnudag 26/12 kl 20 JÓLASÝNING “EINSTÖK SÝNING Bíótónleikar HÁSKÓLABÍÓI, FIMMTUDAGINN 11. NÓVEMBER KL. 19.30 Píslarsaga Jóhönnu af Örk (1928) eftir Carl Th. Dreyer HÁSKÓLABÍÓI, LAUGARDAGINN 13. NÓVEMBER KL. 15.00 Klukkan tifar (1923) með Harold Lloyd Hundalíf (1918) eftir Charlie Chaplin Hljómsveitarstjóri ::: Frank Strobel MI‹ASALA Í SÍMA 545 2500 E‹A Á WWW.SINFONIA.IS 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími SVIK e. Harold Pinter, Sun. 7/11 kl. 20 8. kortas. Örfá sæti laus Ausa og Stólarnir Fim 11/11 kl 20 Frums. UPPSELT Fös 12/11 kl 20 2.kortas. Örfá sæti laus Lau 13/11 kl 20 3.kortas. Örfá sæti laus Mán 15/11 kl 20 UPPSELT Þri 16/11 kl 20 UPPSELT Mið 17/11 kl 20 UPPSELT Fim 18/11 kl 20 UPPSELT Fös 19/11 kl 20 4.kortas. Forsala á Oliver! hefst 18. nóvember Svik víkur fyrir Ausu og stólunum SUNNUDAGUR 7. NÓV. KL. 16 SAMNORRÆNIR KAMMERTÓNLEIKAR Johannes Andreasen, Tina Kiberg, Henrik Metz, Sølve Sigerland, Tuulia Ylönen, Kristiina Junttu og Tríó Reykja- víkur flytja verk eftir Jón Nordal, Pauli í Sandagerði, Sunleif Rasmussen, Müller, Nielsen, Heise,Brustad, Hafliða Hallgrímsson, Salonen, Gothoni, Sibel- ius, Merikanto. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir. FIMMTUD. 11. NÓV. KL. 20 TÍBRÁ: LÚTHER OG DJASS Nýjar útsetningar Björns Thoroddsen á sálmalögum eftir Martin Lúther fyrir djasskvartett. Miðaverð: 2.000/1.600 kr. Í kvö ld - Sun . 20 .00 UPPSELT F im. 11 .11 20 .00 LAUS SÆTI Lau . 13 .11 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Fös . 19 .11 20 .00 LAUS SÆTI Fös . 26 .11 20 .00 LAUS SÆTI Lau . 27 .11 20 .00 LAUS SÆTI SÝNINGUM LÝKUR Í DESEMBER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.