Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Margrét Hannesdóttir fráNúpsstað var í sendi-ferð á næsta bæ þegarhún varð vör Kötlu- gossins 12. október 1918, að hana minnir um fjögurleytið síðdegis. „Á heimleiðinni sé ég að það er ljósa- gangur. Ég átti ekki von á því í heiðskíru veðri. Mér fannst það ætti að vera leiðinlegt veður þegar skruggugangur var. En þetta var eitthvað svo einkennilegt. Þegar ég kom heim fór ég að tala um af hverju það væri ljósagangur og samt heiðskírt, þá var það bara sagt einhver vitleysa! Það var ekkert verið að taka mark á krökkum,“ segir Margrét og hlær. Hún er fædd 15. júlí 1904 og var því 14 ára þegar þetta gerðist. Þegar leið á kvöldið varð fólk meira vart við ljósaganginn og gosmökkinn úr Kötlu. Lætin bergmáluðu í Lómagnúp „Fólk fór að fara á ýmsa staði til að sjá þetta betur og þá sást ösku- strókurinn og ljósagangurinn beint úr Kötlu. Það leyndi sér ekkert hvaðan þetta kom.“ Margrét segir að mökkurinn hafi verið tilkomu- mikill ásýndar, þótt engum hafi þótt gaman að horfa á þetta. Fólk renndi í grun hvað þetta gæti kostað. Eld- ingarnar hlupu eftir mekkinum með tilheyrandi drunum. Lætin berg- máluðu í Lómagnúpnum og fjöllun- um í kring. „Ég hef aldrei heyrt annan eins skruggugang. Lætin voru óskap- leg,“ segir Margrét. „Um nóttina svaf enginn maður því það var svo mikill gauragangur, verri en nokkr- ar skruggur. Skepnurnar voru hræddar og hundarnir vildu fara inn í bæ og liggja nálægt fólkinu. Ösku- fallið var þvílíkt að það sá ekki út úr augum. Alveg koldimmt.“ Margrét segist ekki minnast þess að fólk hafi verið beinlínis hrætt við þennan fyrirgang. „En það voru all- ir einhvern veginn miður sín yfir þessu. Það datt öllum í hug að þessu fylgdu einhver ósköp.“ Morguninn eftir var enn mikið öskufall, en fór að birta um hádegið. Þegar fólkið fór að hreyfa sig um morguninn minnist Margrét þess að amma hennar, Valgerður Einars- dóttir, sagði: „Ég hlýt að vera blind. Ég sé ekki nokkra glóru.“ Hún sagði Jóni Jónssyni, afanum á heim- ilinu og eiginmanni sínum, að kveikja á lampanum. Hann kveikti ljósið og þá fór gamla konan að sjá. Þegar út var komið var meira en skóvarpa aska yfir öllu. Sett á Guð og gaddinn Margrét segir að gosið hafi komið í kjölfar mikils sprettuleysis og hey- leysis um sumarið. Bændur voru því margir heylitlir og treystu á vetr- arbeit. „Það var ekki hægt að gefa fénu nema rétt fram að jólum. Þá var allt hey búið. Eftir það var bara að treysta á Guð og gaddinn. Það tókst misjafnlega og varð voðalegur fellir. Askan tók fyrir beit og fór illa með féð. Það varð veikt af þessu. Það harðgerasta lifði og það sem gekk lengst að heiman, inni í Núps- staðaskógi. Það lifði frekar þar. Heimaféð var voðalega illa farið. Í mínu minni var aldrei fjárfellir heima, nema þegar þetta kom fyr- ir.“ Askan kom líkt og regnskúrir Filippusi Hannessyni, sem enn býr á Núpsstað, er í fersku minni myrkrið sem fylgdi öskufallinu úr Kötlu. Hann er fæddur 2. desember 1909 og var því tæpra níu ára þegar Katla gaus. „Fólk undraðist að það ætlaði aldrei að birta morguninn eftir að gosið hófst. Það var svo dimmt inni að það varð að kveikja ljós. Ösku- skúrirnar gengu yfir sveitina, ekki ólíkt og miklar regnskúrir. Hrepp- stjórinn úr Öræfunum var hér á ferð og lenti í þessu. Hann leitaði skjóls inni í bæ og gisti um nóttina. Skúrirnar komu hér yfir í nokkra daga eftir að gosið byrjaði.“ Ekki sést til Kötlu frá bænum á Núpsstað því fjöll skyggja á. Gos- mökkurinn úr Kötlu náði svo hátt að hann sást yfir fjöllin. Filippus segir að þau á Núpsstað hafi gengið fram á túnið til að sjá mökkinn betur. Ljósagangur og samt heiðskírt Systkinin Margrét og Filippus Hannesarbörn frá Núpsstað muna vel Kötlu- gosið 1918. Margrét er nú 100 ára og Filippus að verða 95 ára. Mikill ljósa- gangur, gríðarlegar skrugg- ur og svartamyrkur vegna öskufalls fylgdi gosinu. Þau sögðu Guðna Einarssyni og Ragnari Axelssyni frá Kötlugosinu. Morgunblaðið/RAX Systkinin á Núpsstað, Filippus og Margrét Hannesarbörn. Þegar myndin var tekin á liðnu sumri var Margrét nýorðin 100 ára og Filippus var 94 ára. Þau muna vel eftir Kötlugosinu 1918. ’Um nóttina svaf enginn maður því það var svomikill gauragangur, verri en nokkrar skruggur. Skepnurnar voru hræddar og hundarnir vildu fara inn í bæ og liggja nálægt fólkinu. Öskufallið var þvílíkt að það sá ekki út úr augum. Alveg koldimmt.‘ Velkomin í Eignamiðlun, elstu starfandi fasteignasölu á landinu. Velkomin í trausta og ábyrga þjónustu hjá fólki sem er með áratuga reynslu af fasteignaviðskiptum. Velkomin í pottþétt fasteignaviðskipti, -við sjáum um allt fyrir þig, -nema flutningana. Velkomin heim! ÍSLEN SKA A U G LÝSIN G A STO FA N /SIA .IS EIG 26088 LJÓ SM YN D : SILJA M A G G Síðumúla 21 sími 588 90 90 www.eignamidlun.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.