Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ á morgun D A G L E G T L Í F Uppábúin í borginni Guðmundur SesarMagnússon, rúmlegafimmtugur sjómaður,á að baki óhugnanlegalífsreynslu því einn síns liðs skoraði hann á hólm eitur- lyfjaklíku í borginni til þess að end- urheimta dóttur sína úr klóm henn- ar. Hann hafði sigur en sá sigur hafði sínar afleiðingar. Honum hef- ur margoft verið hótað lífláti og á tímabili sá hann sig tilneyddan að sofa með hlaðna haglabyssu við rúmstokkinn. Hann stendur jafn- framt uppi sem eignalaus maður eftir að hafa greitt íslenskum eitur- lyfjabarónum 1,2 milljónir kr. í „sekt“. Guðmundur hefur sagt sögu sína í bók sem nú er að koma út á vegum Almenna bókafélagsins, Sig- ur í hörðum heimi. Hann óttast nú hefndir þeirra manna sem þar er fjallað um. Þyrnum stráð saga Guðmundar „Það er ákveðið ábyrgðarleysi af mér að skrifa þessa bók því ég veit ekki hvaða eftirköst hún hefur. Ég óttast ekki opinbera kerfið, sem fær sinn reiðilestur frá mér, en meiri stuggur stendur mér af þeim í „hinu kerfinu“,“ segir Guðmundur og á þar við útsendara eiturlyfjasal- anna. Saga Guðmundar er þyrnum stráð allt frá barnæsku. Í bókinni segir hann frá því þegar faðir hans drukknar á sjónum þegar hann er tveggja ára gamall og móðir hans flyst til Akraness með fjögur börn og tekur þar upp sambúð með manni. Sá átti eftir að reynast Guð- mundi illa. Hann beitti drenginn líkamlegu og andlegu ofbeldi og svo fór að barnaverndaryfirvöld hlut- uðust til um að Guðmundur var tek- inn af heimili sínu og settur í fóstur norður á land. Þar var hann í átta ár, einn og afskiptur og lokaður í eigin hugarheimi. Á unglingsárun- um leiddist hann út í drykkju og eiturlyfjanotkun og sökk djúpt í þeirri iðju. Þrítugur fór hann í með- ferð og hefur að mestu verið edrú síðan. Guðmundur segist hafa verið tilbúinn til að gera hvað sem er til þess að koma í veg fyrir að dóttir sín yrði áfengi og eitri að bráð, eins og hann hefði sjálfur mátt þola. „Þegar ég byrjaði á þessum slag hafði ég það eitt að leiðarljósi að stöðva stelpuna en mig grunaði ekki að þetta væri svo harður heim- ur. Ég gerði ráð fyrir því að hand- rukkarar væru handbendi eitur- lyfjasalanna og hlutverk þeirra væri bara að innheimta skuldir. En stelpan skuldaði engum neitt. Ég vissi hins vegar að ég yrði að stöðva hana strax eða að öðrum kosti eiga það á hættu að missa hana út í hörðu efnin og þá er oftast ekki aft- ur snúið. Það er vitað hvaða hópur barna er líklegastur til þess að lenda á glapstigu. Það eru krakkar sem eru ofvirkir eða verða fyrir ein- elti mjög ungir, jafnvel fyrir tíu ára aldur. Í bókinni segi ég frá því að sérfræðingur greinir dóttur mína ofvirka þegar hún er sjö ára og svo þegar sigið var á ógæfuhliðna hjá henni á unglingsárum hittum við þennan sérfræðing aftur. Þá sagðist hann hefðu getað sagt okkur það strax að þetta ætti eftir að gerast. Þá vildi ég fá að vita að fyrst svo væri hvers vegna væri þá ekki grip- ið til aðgerða fyrr,“ segir Guðmund- ur, sem er bitur út í kerfið og vand- ar hvorki barnaverndaryfirvöldum né stjórnmálamönnum kveðjurnar. „Ég varð að stöðva dóttur mína strax og kippa henni út úr þeim skuggalega félagsskap sem hún var komin í. En ég hafði engan tíma til þess að bíða eftir því að félagsmála- yfirvöld gerðu eitthvað í málinu. Það var margra mánaða bið eftir greiningu. Hvað þarf líka að greina þegar maður veit að krakkar eru komnir út í fíkniefnaneyslu? Það er þriggja mánaða bið eftir greiningu sem er aðgöngumiðinn að einhvers konar meðferð, sem síðan er alveg ótryggt að skili árangri. Það veit Guð einn hvað hefði orðið um hana á þessum þremur mánuðum. Það var því kerfið sem þrýsti á að ég gripi til minna eigin aðgerða. Barnaverndaryfirvöld vinna sína vinnu að lokum en ég held að það myndi einfalda allt ef börn í þessari stöðu yrðu strax tekin úr umferð vegna þess að þegar þau eru komin inn í þennan neysluheim umgangast þau eingöngu jafningja sína þar og fullorðið fólk, sem kann það vel að sniðganga lögin. Þarna eru þau komin í glæpaskóla. Þarna læra krakkarnir t.d. það að ef þau eru nokkur saman í hóp, kannski þrír sextán ára og einn fimmtán ára, þá er það sjálfgefið að sá fimmtán ára á allt dópið ef til handtöku kemur, því hann þarf ekki að standa skil á þessu gagnvart lögreglu. Þess vegna nota glæpamennirnir líka fjórtán, fimmtán ára krakka til að ferðast með dóp á milli staða. Ef þau eru hirt þurfa þau engu að svara.“ Tveir landsþekktir menn allt í öllu í eiturlyfjaheiminum Guðmundur segir að hann hefði aldrei þurft að lenda í ofbeldis- mönnum tengdum fíkniefnaheimin- um ef félagsmálakerfið hefði virkað eins og það ætti að gera. Í bókinni segir Guðmundur frá því þegar framkoma dóttur hans breytist og hún fer að sækja í mið- ur æskilegan félagsskap. Hann sækir dóttur sína tvívegis þar sem hún er alvarlega veik af eiturlyfja- neyslu. Þar segir líka frá eitur- lyfjasalanum Sigurvin, sem auk þess að útvega unglingum og börn- um eiturlyf er þekktur nauðgari og framleiðir í frístundum klámmynd- bönd sem hann fær unglingsstúlkur til að koma fram í. Sigurvin þessi er þó eingöngu smápeð í eiturlyfjatafl- inu öllu og segir Guðmundur í bók- inni að þar stjórni málum tveir landsþekktir menn, hvor á sínu sviði. Guðmundur sækir ótrauður inn í þennan heim til að endur- Morgunblaðið/Kristinn Guðmundur Sesar Magnússon sagði eiturlyfjaheiminum stríð á hendur. Sótti dótturina í greni eiturlyfjanna Eiturlyfjaklíkan gerði Guðmund Sesar Magnússon eignalausan og eyðilagði heilsu hans, líkamlega og andlega, en engu að síður hafði hann sigur því hann náði einn síns liðs að endurheimta dóttur sína úr klóm eiturlyfjanna og glæpanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.