Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 25 á morgun heimta dóttur sína og í samstarfi við hverfislögregluna nær hann að trufla starfsemi eiturlyfjasalanna sem kunna honum litlar þakkir fyr- ir. Bókin lýsir vonlausri baráttu Guðmundar fyrir dóttur sinni í gegnum félagsmálakerfið og ör- væntingu hans þegar hann grípur til sinna eigin ráða. Guðmundur breytir nöfnum persónanna í bók- inni, og þegar hann er spurður að því hvers vegna hann hafi ekki farið alla leið og einfaldlega nefnt þá með nafni segir að hann að það hefði jafngilt því að kalla yfir sig dauða- dóm. Numinn á brott og sett á svið aftaka á Nesjavallaveginum Í einum magnaðasta kafla bók- arinnar lýsir Guðmundur því þegar tveir hrottar ráðast á hann á bíla- stæði fyrir utan heimili hans og nema hann á brott með valdi. Þá var liðið meira en hálft ár síðan hann hafði náð dóttur sinni úr greipum eiturlyfjanna og komið henni út á land, þar sem hún stund- ar núna nám með ágætum árangri. Þeir beita hann barsmíðum og skjóta hann með rafstuðbyssu. Sett- ur er svartur plastpoki yfir höfuð hans og ekið með hann út fyrir bæ- inn þar sem útsendarar eiturlyfja- salanna láta líta út eins og þeir ætli að taka hann af lífi. Guðmundur er látinn krjúpa út við vegkant en kvalarar hans miða á hann hagla- byssu og hleypa af rétt framhjá höfði hans, tvívegis. Guðmundur segir að sagan af þessari meðferð á honum gangi nú í fíkniefnaheimum og tilgangurinn sé sá að skjóta mönnum skelk í bringu og sýna fram á að útsendarar eiturlyfjasala taki þá sem malda í móinn engum vettlingatökum. „Meðferð þeirra á mér leiddi til þess að ég hrundi saman. Það skiptir engu máli hve sterkur ein- staklingurinn er; hann kemst á ann- að andlegt tilverusvið eftir svona meðferð. Ástandið var ekkert betra á eftir en á meðan þetta var að ger- ast. Þá tók við skömmin og nið- urlægingin. Ég hélt ég myndi hrista þetta af mér en það gerðist ekki því ógnunin var svo raunveruleg. Þeir gáfu það í skyn að þeir gætu líka náð sér niðri á stelpunni minni og konunni minni. Þeir höfðu fullkomin tök á mér og mínu lífi. Ég endaði hjá geðlækni og náði þá nokkrum tökum á ástandinu. En ég er ennþá mjög reiður. Það fylgir samt svona atburðum að tilfinningarótið er svo mikið að ég myndi ekki þekkja þessa menn aftur í dag. Þeir kröfð- ust þess að ég borgaði 500.000 kr. sektargreiðslu og svo bættust við 100.000 kr. á mánuði þar til sektin væri uppgreidd. Síðasta mánuðinn borgaði ég þeim 30.000 kr. af sekt- inni en 100.000 kr. í vexti. Þetta fjármagnaði ég að mestu með láni frá vinum. Það var grátbroslegt að um sama leyti og ég kláraði að borga sektina, 1. desember í fyrra, kom sýslumaðurinn og seldi ofan af mér íbúðina.“ Guðmundur hristi líka upp í fé- lagsmálakerfinu. Þegar öll sund virtust lokuð tókst að koma dóttur hans í neyðarvist á Stuðla í fjóra sólarhringa. Að þeim liðnum neitaði Guðmundur að taka við dóttur sinni aftur og vísaði þar í barnavernd- arlög, en í 98. grein þeirra segir að það sé saknæmt athæfi af foreldri að stofna vísvitandi lífi barns síns í hættu. „Ég var með barn á heim- ilinu sem ég réð ekki við og það var vísvitandi að fyrirfara sér með fíkniefnaneyslu. Með því að taka við henni aftur hefði ég framið glæp.“ Það varð dóttur Guðmundar og fjölskyldunni til bjargar að henni var fundið heimili úti á landi þar sem hún samlagaðist öðrum og náði að slíta sig frá því hættulega um- hverfi sem hún hafði of lengi hrærst í. Slyppur og snauður í dag en engu að síður sigurvegari Guðmundur og eiginkona hans eru ekki einu foreldrarnir sem hafa lent í klóm eiturlyfjasalanna. „Það eru alltof margir krakkar sem lenda úti á þessari braut og foreldr- arnir standa uppi ráðþrota. Þeir geta í raun og veru ekkert gert nema tekið til sinna ráða, eins og ég gerði, því málunum er fleygt fram og til baka innan félagsmálakerf- isins og þaðan er engrar aðstoðar að vænta fyrr en of seint. Það á að taka þá krakka sem lenda í þessu strax út úr því félagslega umhverfi sem þeir hrærast í og koma þeim fyrir á sveitaheimilum úti á landi þar sem þeir læra að umgangast fólk með eðlilegum hætti.“ Guðmundur er slyppur og snauð- ur í dag og má ekkert eiga. „Við er- um að berjast við að reyna að end- urgreiða vinum og kunningjum og hjálpa dætrum okkar að stunda námið. Yngri dóttur minni, sem allt málið snerist um, gengur núna ákaflega vel í sínum skóla úti á landi.“ Guðmundur óttast að bók sín kunni að hafa einhver eftirmál. „Við erum hrædd hjónin en ég ætla enn að treysta á kerfið. Ef ég verð lam- inn til óbóta eða drepinn hljóta menn að átta sig á því að það er raunveruleg ógn þarna úti í sam- félaginu. Það hefði verið ávísun á að vera drepinn hefði ég notað rétt nöfn í bókinni. Réttu nöfnin eru hins vegar í umslagi hjá lögfræð- ingnum mínum og þau verða gerð opinber ef eitthvað kemur fyrir mig. Ég hef hugleitt það að grípa til örþrifaráða og ráða sjálfur niður- lögum eiturlyfjahyskisins með skot- vopnum. Ég veit að ég gæti það, en um leið og ég gerði það þá væri ég ekkert skárri en þessir karlar og það vil ég ekki vera. Ég er bara gutti úti í bæ sem vill komast af og eiga sitt líf. Það er búið að taka það að miklu leyti frá mér og ég verð að sætta mig við það að fjárhagsstaða mín er í molum. Núna snýst allt um það að hjálpa dætrunum að klára sitt nám og þreyja þorrann,“ segir Guðmundur. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111 Í eldlínunni á Englandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.