Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2005, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2005, Blaðsíða 3
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 15. janúar 2005 | 3 SUMARTÓNLEIKAR LISTASAFNS SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR 2005 Listasafn Sigurjóns Ólafssonar býður tónlistarfólki að sækja um þátttöku í þriðjudagstónleikum sumarið 2005 sem verða haldnir vikulega frá miðjum júní til ágústloka. Umsóknir skulu hafa borist fyrir 14. febrúar nk. með drögum að efnisskrá, upplýsingum um flytjendur (CV) og kjörtíma tónleika. Valið verður úr umsóknum og öllum svarað. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70, 105 Reykjavík. www.lso.is - lso@lso.is A fhverju hrífur danslistin mest? Þögulir líkamar sem hreyfa sig í rými? Er það vegna þess hve þjálfaðir þeir eru? Er það vegna þess að þar liggur svo mikil ástríða, agi og vinna að baki hreyfingunum? Leikmyndir Ég er samt alltaf mest að hugsa um leik- gerðirnar, afhverju þær mislukkuðust flest- ar, jafnvel þær sem skáld komu nálægt. Ekki á frumsýningu á Öxinni og jörðinni í Þjóðleikhúsinu heldur á aðalæfingu – ekki frá fjórða bekk heldur frá ellefta bekk horfði ég í myrkrinu inní kass- ann, þar breytti lýsingin grábrúnum máluðum flekum leikmynd- arinnar í blátt og grænt ævintýri, seinna í rautt gegnsæi sem varð að borg – g gullna himnastíga, krossa, tákn. Fallegt var það. Sá frægi leikmyndateiknari Gordon Craig vildi leikhús án leikara, þeir væru lýti á leikmyndinni, sagði hann. Það var merkileg staðhæfing því það er ekki fyrr en leikarinn stígur inn á sviðið að rýmið verður lifandi. Oftast koma leikmyndir of seint inná æfing- ar á stóru sviðum leikhúsanna og þvælast fyrir leikurum. Í Öxinni og jörðinni áttu ein- mitt sumir leikararnir enn í erfiðleikum með leikmyndina, einsog þeir áttu í erfiðleikum með tónlistina sem fylgdi stundum inn- komum þeirra, maður sá hana ekki í lík- amanum, það var hvorki tekið á móti henni né henni sýndur mótþrói, þeir heyrðu hana einfaldlega ekki. Í óvissu um hvort leikmyndin hæfði leikn- um eða leikurinn leikmyndinni en minnug þess sem Gordon sagði, langaði mig loks bara að sjá rennsli með skiptingum og breytingum á leikmynd og lýsingu – en enga leikara, ekki heyra texta. Það mætti kannski taka upp þá nýbreytni? Svo áhorf- endum gefist kostur á að fá að upplifa þessa þætti öðruvísi en sem umbúðir utan um innihaldsleysi – horfa bara á leikmynd og lýsingu sem sjálfstætt myndverk með tón- list? En ef leikarinn er rithöfundur rýmisins, það er sagt hann skrifi í það með líkama sínum einsog dansarinn, afhverju er honum þá svona oft bara komið fyrir – eða stillt upp í leikmyndinni? Hvort á að koma á und- an, leikarinn eða leikmyndin? Hvaða leik- máta kallaði þessi leikmynd á? Leikaðferð Í Hafnarfirði á Úlfhamssögu réðu leik- ararnir yfir rýminu, og skrifuðu í það – leiddir áfram af tónlistinni, þar til þeir áttu að fara með texta þá misstu þeir þetta vald, staðnæmdust, vissu ekki hvar þeir voru staddir, tóku upp annan leikmáta. Í menningarheimi okkar hafa menn lengi eða í hundrað ár haldið sig einkum við eina leikaðferð: Stanislavski-uppskriftina um sál- fræðilegt raunsæi, sanna list. Eiginlega er það hún sem verið er að tala um þegar sagt er að menn leiki. Með fáum orðum og af- skaplega mikilli einföldun er hægt að segja að noti leikarinn þá aðferð horfi hann inná- við og til baka, leiti að sálfræðilegum hvöt- um fyrir athöfnum sínum og orðum; og úr myndum hins innra lífs reynir hann að skapa heilsteypta persónu. Leikur er bygg- ist á þessari aðferð vill oft verða hægur, flókinn og sjálfhverfur, leikararnir loka sig af frá áhorfandanum. Horfðu á mig, segja þeir. Stanislavski var húmanisti og gekk út frá að til væru gildi, óháð menningu, þjóðfélags- stétt og landafræði, sem væru öllum mönn- um sameiginleg og þessvegna m.a. væri hægt að notast við aðferðina í öllum formum leikhússins, farsa, gamanleik, stofudrama, grískum harmleik o.s.frv. Í kvikmyndum og sjónvarpi hefur þessi leikaðferð einnig verið tekin upp og henni dælt út sem hinni einu sönnu aðferð til að líkja eftir veruleikanum. Ef til vill er það fyrir tilstilli þeirra miðla og í samkeppni við þá að þessi aðferð er enn jafn ríkjandi innan leikhússins og raun ber vitni. Þó hentar hún fæstum formum leik- hússins vel og skilningurinn sem lagður er til grundvallar á einstaklingnum og stöðu hans í samfélaginu í miklu ósamræmi við nútíma þekkingu og orðræðu. Gengu leikgerðirnar á sögulegum og klassískum skáldsögum og goðsögnum kannski ekki upp vegna þess að þessi leik- máti var lagður til grundvallar? Var hann stöðugt að flækjast fyrir í kollinum þegar farið var að leita að athöfnum og orðum? Af hverju var ekki leitað í hefðir, uppsprettur sem hentuðu viðfangsefnunum betur? Og þegar á heildina er litið er það mikið umhugsunarefni afhverju íslenskt leikhús er ekki forvitnara um aðra menningarheima, til dæmis leikhús Asíu, móður allrar leik- listar; leiti í fleiri uppsprettur, hefðir, minn- ingar, leikaðferðir leikhússins. Þar var Úlf- hamssaga gleðileg undantekning þó hún heppnaðist ekki að fullu. Japan Í japanskri menningu hafa hreinleiki og hreinlæti mikla þýðingu. Og takmarkast ekki við það að skola af sér óhreinindi eða verjast sjúkdómum einsog annars staðar í heiminum. Að hreinsa sjálfan sig og um- hverfið felur í sér andlegan þátt, tengist sjálfri sköpuninni. Tengist gamalli helgisögn um guðinn Isanagi sem eftir að hafa ferðast til hinna dauðu í undirheimum, þvoði sig all- an hátt og lágt. En þegar hann hreinsaði helga húð sína, þvoði burtu óhreinindi und- irheima, þá kviknaði líf, ýmsir hlutir urðu til svo sem guðir og heilu landsvæðin. Þess vegna tengist hreinsun í Japan sköpuninni og litið er á hana sem jákvætt, sterkt afl. Því byrja menn daginn í hefðbundnu jap- önsku leikhúsi á því að hreinsa vinnustað- inn. Allur óþarfi er fjarlægður, leikmunum, bráðnauðsynlegum stólum raðað upp við vegg og svo er gólfið þvegið. Notað er til þess kalt vatn og bómullarklútur. Engin sápa. Klútnum er dýft í vatnið og hann svo undinn, þvínæst er hann breiddur á gólfið. Lófarnir eru settir á klútinn. Hnén snerta ekki gólfið, aðeins hendurnar og fæturnir, líkaminn verður einsog V á hvolfi. Hægt og varlega gengur leikarinn svo af stað og ýtir dúknum eftir gólfinu. Byrjað er við einn vegg rýmisins og gengið beint áfram án þess að stoppa að veggnum á móti. Þar er tuskan undin og byrjað aftur á næstu um- ferð. Á meðan á þessu stendur má leikarinn aðeins hugsa um það eitt að ýta tuskunni áfram, þrífa gólfið vel; hann má ekki flýta sér, ekki hugsa um neitt annað og alls ekki masa við aðra. Þetta er auðvitað afskaplega erfitt, en mjög góð líkams- og einbeiting- aræfing og má lesa um hana í bók eftir jap- anska leikarann Yoshi Oida. Ég mundi eftir henni þegar mér varð ljóst að framkvæmdastjóri sjálfstæðu leikhóp- anna, forseti leiklistardeildar Listaháskól- ans, listrænn stjórnandi íslenska dans- flokksins, þjóðleikhússtjóri og menntamálaráðherra á Íslandi eru í fyrsta skipti í tvöþúsund og fimmhundruð ára sögu evrópsks leikhúss allar konur. Datt í hug að það væri kannski ekki úr vegi að taka þennan japanska þvott upp í ís- lenskum leikhúsum og gera gólfin klár fyrir nýja leikmáta, nýjar aðferðir? Ragnheiður Skúladóttir hefur sennilega þegar tekið hann upp við leiklistardeild Listaháskólans því þar var á síðasta ári undirbúin náms- braut til menntunar fyrir leikstjóra, leik- húsfræðinga og leikskáld og tekur hún til starfa í haust. Nokkuð sem öðrum hefur tekist að masa bara um áratugum saman. Enn er spurt úr myrkrinu Umræða um leikhúslíf á landinu hefur verið óvenjulífleg undanfarið, ekki síst í kjölfar frumsýninga á leikgerðum að íslenskum skáldsögum. Hér er umræðunni haldið áfram og því meðal annars velt upp hvers vegna þessar leikgerðir misheppnast. Morgunblaðið/Kristinn Úlfhams saga „Í Hafnarfirði á Úlfhamssögu réðu leikararnir yfir rýminu, og skrifuðu í það, – leiddir áfram af tónlistinni, þar til þeir áttu að fara með texta þá misstu þeir þetta vald, staðnæmdust, vissu ekki hvar þeir voru staddir, tóku upp annan leikmáta.“ Eftir Maríu Kristjánsdóttur majak@simnet.is Höfundur er leiklistargagnrýnandi Morgunblaðsins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.