Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2005, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2005, Blaðsíða 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 15. janúar 2005 P oul Reumert var sjálfsagt fyrsta erlenda stórmennið sem hlotn- aðist hin óopinbera heið- ursnafnbót „tengdasonur Ís- lands“. Í útvarpsviðtali, sem Jónas Jónasson útvarpsmaður tók við hann skömmu áður en hann dó, sagði hann að sér þætti ekki vænna um neinn þeirra titla sem sér hefðu hlotnast um dagana. Það var ekki lítið sagt því að Reumert var svo hlað- inn orðum og heiðursnafnbótum að fáir, ef nokkrir norrænir leikhúsmenn, hafa státað af öðru eins. Eigum við að trúa því að hann hafi meint þetta í alvöru eða var þetta aðeins yfirborðs- kurteisi við smáþjóðina? Reumert gat sann- arlega verið hrokagikkur, ef svo bar undir, hann var „prímadonna“ sem vissi til sín, vissi að hann var „stærsta eikin í skógi danskrar leik- listar“, eins og dönsku blöðin orðuðu það við lát hans árið 1968. En hann átti sér fleiri hlið- ar, t.d. ber mönnum saman um að hann hafi verið einstaklega óeigingjarn og fórnfús í öllu sem að list hans laut, gæddur nánast óþrotlegu starfsþreki og alltaf reiðubúinn að leggja góð- um málum lið – án þess endilega að setja upp hæstu taxta fyrir vikið. Í viðtalinu við Jónas kemur hann fyrir sjónir sem auðmjúkur, ívið brothættur, öldungur, þakklátur fyrir að þurfa ekki að kveðja leiksviðið alveg strax, eins þótt hann sé kominn hátt á níræðisaldur, þakklátur fyrir allt hið góða sem Ísland hafði veitt hon- um. Þaðan hafði hún komið, Anna Borg, þriðja eiginkona hans, sú sem færði honum loks hjú- skaparhamingju eftir tvö misheppnuð hjóna- bönd, konan sem var sjálf nógu glæsilegur listamaður til að hverfa ekki í hinn volduga skugga hans. Þegar viðtalið var tekið hafði Reumert verið ekkjumaður frá því Anna fórst í flugslysinu hörmulega við Fornebu-flugvöll á páskadag árið 1963. Sú sorg, sem má greina sem hljóðlátan en djúpan undirtón í rödd hans, þegar hann tjáir Íslandi og Íslendingum þakk- ir sínar, tekur af allan vafa um að kveðja hans sé mælt af innsta hjartans grunni. Um það getur lesandinn sjálfur fullvissað sig með því að fara inn á heimasíðu Leikminjasafns Ís- lands, www. leikminjasafn.is, og spila viðtalið sem er birt undir dálkinum „Sýningar“ með góðfúslegu leyfi Ríkisútvarpsins. *** Poul Reumert fæddist í Kaupmannahöfn árið 1883. Foreldrar hans, Elith og Athalie Reum- ert, voru bæði leikhúsfólk, hann kunnur leik- ari, hún ballettdansari. Þrátt fyrir þennan uppruna fór því fjarri að leikarabrautin yrði honum bein og greið frá upphafi. Foreldrar hans voru því sem sé bæði mótfallin að hann legði þessa list fyrir sig, en kröfðust þess að hann lyki stúdentsprófinu eins og aðrir vel upp aldir drengir og færi síðan í háskólann. Reum- ert sýndi þá þegar viljastyrk sinn, að ekki sé sagt þvermóðsku: hann strauk einfaldlega að heiman og munstraði sig á skip í flotanum. Sættir tókust þó með honum og foreldrunum, þegar hann kom aftur í land; þær fólust í því að hann tók stúdentsprófið en fékk svo að freista inngöngu í skóla Konunglega leikhússins. Þar munu hæfileikar hans almennt ekki hafa blas- að við mönnum; framsögnin þótti óskýr og limaburðurinn ekki tiltakanlega lipur. Sjálfur orðaði hann það svo síðar, í hinni bráð- skemmtilegu minningabók sinni Masker og mennesker, að hann hefði sem leikari aldrei haft til að bera þá persónutöfra og það útlit sem gerðu hann sjálfkjörinn í aðlaðandi per- sónur, svo sem unga og fallega elskhuga. Til að verða eitthvað á leiksviðinu neyddist hann því til að einbeita sér að skapgerðarleiknum og þar náði hann að lokum þeim listarinnar hæð- um að við fátt verður jafnað. Það var að sjálfsögðu algengast að þeir nemendur Konunglega leiklistarskólans, sem helst þóttu skara fram úr, fengju samning við leikhúsið eftir námið. Reumert var ekki í þeim útvalda hópi, en hann fékk engu að síður snemma góð tækifæri. Fyrir orðastað Olafs Poulsen, eins fremsta gamanleikara Dana, var hann ráðinn árið 1902 að Folketeatret, alþýð- legu leikhúsi sem enn starfar og sérhæfði sig í vinsælum gamanleikjum. Þar var hann í nokk- ur ár uns hann réðst til Det nye teater sem enn stendur við Vesterbrogade. Það var á sviði þess sem hann sló í gegn í vinsælli óper- ettusýningu, Dollaraprinsessunni; dansaði og söng sig inn í hjörtu áhorfenda, ekki síst kven- þjóðarinnar. Um líkt leyti vakti hann einnig mikla athygli fyrir frammistöðu sína í kvik- myndinni Afgrunden, Hyldýpið, þar sem hann lék eitt aðalhlutverkið á móti Ástu Nielsen, sem varð síðar heimsfræg kvikmyndastjarna. Á þessum árum þótti afar ófínt og engan veg- inn samboðið virðulegum leikurum að koma fram í kvikmyndum, en Reumert var óhrædd- ur við almenningsálitið, þorði að taka áhættu; það átti hann eftir að sýna oftar. Hann lék í þó- nokkrum kvikmyndum um dagana, en varð aldrei nein sérstök filmstjarna; það var leik- sviðið sem var hans staður, og svo auðvitað út- varpið þar sem óviðjafnanleg framsögn hans og textameðferð naut sín til hins fullnustu. Leitandi listamaður Nú leið ekki heldur á löngu áður en dyr Kon- unglega leikhússins opnuðust honum. Þangað var hann ráðinn árið 1911 og þar lék hann á næstu árum nokkur veigamikil hlutverk, þ. á m. titilhlutverkið í Pétri Gaut. Annar ára- tugur aldarinnar hefur ekki fengið góð eft- irmæli í sögu leikhússins og Reumert var þrátt fyrir allt ekki sáttur við það hvernig kraftar hans voru nýttir. Svo fór því að lokum að bið- lundin brást honum, hann sagði skilið við hina konunglegu stofnun og hélt aftur út á mark- aðinn. Þó að starfsöryggið væri mikilsvert gerði Reumert sér fulla grein fyrir þeim hætt- um sem fylgja því fyrir leitandi listamann að sitja árum og áratugum saman í föstu starfi, daga þar jafnvel uppi í sjálfsmeðaumkun, gremju og beiskju. Leikhúslíf Kaupmannahafnar var fjölbreytt á þessum árum; annað helsta leikhús borg- arinnar, Dagmar-leikhúsið við Ráðhústorgið, var að vísu einkaleikhús, en sýndi oft mikinn metnað og skemmst að minnast þess að þar voru frumsýnd nokkur helstu verk Jóhanns Sigurjónssonar og Guðmundar Kamban. Um þessar mundir stóð svo á að nýr eigandi var einráðinn að bæta listræna ásýnd hússins eftir nokkurt lægingarskeið. Í því skyni fékk hann Reumert til liðs við sig ásamt tveimur öðrum af virtustu listamönnum Kgl. leikhússins: þeim Bodil Ipsen og Thorkild Roose. Með þessa snillinga í fararbroddi átti Dagmar-leikhúsið listrænt blómaskeið í nokkur ár, áður en þau sneru aftur í faðm Hins konunglega. Þau Reumert og Bodil Ipsen höfðu þá löngu sýnt og sannað hversu vel þau náðu saman á svið- inu; voru löngu orðin fremsta leiksviðspar sinnar tíðar og héldu þeirri stöðu óumdeilt langa ævi. Þau voru bæði óhemjufjölhæf, en nógu ólík til að bæta hvort annað upp, kalla fram hið besta hvort hjá öðru; hún tilfinn- ingarík og skapmikil, fremur leikkona innsæis- ins en röklegrar hugsunar, hann alltaf vits- munalegur í nálgun sinni, nákvæmur, athugull og greinandi. Fulltrúi raunsæisleikhússins Sem leikari var Poul Reumert skólaður í þeirri raunsæishefð sem sett hefur svip á danskt leikhús allt til þessa dags, aðferð sem öðru fremur leggur áherslu á trúverðuga persónu- mótun byggða á könnun veruleikans ásamt nostri við hin fíngerðari blæbrigði persónu- leiksins. Engu að síður fór svo að list hans mótaðist verulega af óvenjumikilli stærð sviðs og salar Konunglega leikhússins, þar sem hann stóð lengst á sviði; það var stundum orð- að svo að hann hefði alltaf tekið hljómsveit- argryfjuna þar með sér, hvar sem hann kom fram annars staðar, og þá vísað í hneigð hans til að stækka og jafnvel ýkja alla túlkun. Gylfi Þ. Gíslason, sem sá Reumert leika hér í gömlu Iðnó árið 1929, sagði t.d. greinarhöfundi eitt sinn að hann myndi vel hversu hátt stilltur leikur Reumerts hefði verið fyrst eftir að hann steig inn á sviðið, beinlínis yfirþyrmandi, en svo hefði hann strax rétt af, fundið þá tónhæð sem hæfði leikhúsinu litla við Tjörnina. Sem raunsæisleikari hafði Poul Reumert frábæra tilfinningu fyrir ólíkum manngerðum, og því hvernig skapgerð og lífsafstaða ein- staklingsins kemur fram í allri framgöngu hans, svipbrigðum, líkamsburðum, handa- hreyfingum, kækjum, rödd. Þá þótti honum sérlega lagið, að lýsa ólíkum þjóðern- iseinkennum, ekki síst fólks af rómönskum uppruna, enda var hann sjálfur af frönsku og spænsku bergi brotinn í ættir fram. Hann hafði ávallt miklar taugar til franskrar menn- ingar og náði svo góðum tökum á frönskunni að hann gat leikið á henni, þegar tækifæri bauðst um miðjan þriðja áratuginn, þar á með- al á sjálfri Comedie Franc̨aise, þjóðarleikhúsi Frakka, þar sem hann lék valda kafla úr Tar- tuffe Molières haustið 1925. Hræsnarinn Tar- tuffe og Mannhatarinn, Alceste, þessar tvær frægustu persónur Molières-leikja, þóttu jafn- an meðal fremstu leikafreka hans og voru þó ekki allir sáttir við það hversu mannlegar hann reyndi að gera þær. Reumert var ekki kómískur leikari að upp- lagi, en hann braut það svið undir sig eins og ýmis önnur; gamanleikurinn hefur nú einu sinni verið stolt dansks leikhúss allt frá dögum Holbergs til revíu- og sjónvarpsskálda nú- tímans. Í þeirri sögu á Reumert sinn góða sess: Á yngri árum brilleraði hann í hlut- verkum hinna grallaralegu þjóna Holbergs- leikjanna; þegar aldurinn færðist yfir flutti hann sig yfir í gömlu kallana, og var víst engu síðri í þeim. Ein frægasta persónusköpun hans í kómíkinni var þó Lautinant von Buddinge í Andbýlingum Hostrups, sem hann lék m.a. hér á landi þegar hann kom hingað í fyrsta sinn ásamt Önnu Borg árið 1929. Þau voru reyndar ekki orðin hjón þá – giftust ekki fyrr en árið 1932 – en alltaf jafnræktarsöm við íslenskt leikhús; fús að koma hingað og sýna list sína, kenna áhorfendum að meta gildi góðrar leik- listar, hvetja íslenska leikara áfram í þeirra baráttu og setja þeim um leið ströngustu við- miðun. Síðast sýndi Reumert tryggð sína við Ísland með því að gefa tekjurnar af sölu end- urminninga Önnu Borg, sem komu út eftir dauða hennar, í minningarsjóð Stefaníu Guð- mundsdóttur, móður hennar, sem enn veitir myndarlega styrki til stuðnings íslenskum leikurum. Málsvari hinna veiklyndu og brotnu Poul Reumert bar mikla persónu, eins og sagt er, bæði á sviði og utan sviðs; lék gjarnan virðulega heimilisfeður og höfðingja, forstjóra og fjármálamenn, presta, lækna og alls kyns embættismenn. Engu að síður fannst mörgum hann ná hæst í því að lýsa brotnum mönnum, mönnum sem földu hjartasár og ósigra undir sléttu og felldu yfirborði. Einn þeirra var læknirinn í umdeildum leik Karls Schlüter, Það er kominn dagur, sem þau Anna Borg léku hér árið 1938; maður sem hefur deytt van- skapað barn þeirra hjóna án vitundar konu sinnar og brotnar að lokum undan sektarbyrð- inni eftir áralanga innri baráttu; fleiri slíka mætti nefna þó því verði sleppt hér. Reumert kunni flestum betur þá list, sem er og verður einn mesti leyndardómur góðrar leiklistar: að afhjúpa persónur sínar vægðarlaust, en gera þær um leið skiljanlegar, brjóstumkenn- anlegar. List hans var alltaf vitsmunaleg, sem áður segir, jafnvel úthugsuð, gat á stundum orðið köld eða yfirborðskennd, næði hann ekki sambandi við persónurnar, en þegar best lét svo áhrifamikil, sönn og djúp, að engum gleymdist. Í nýlegu viðtali, sem ég rakst á við danska leikstjórann Klaus Hoffmeyer rifjar hann upp gamla leikhúsminningu sem hér má fljóta með; hann kveðst þar á unga aldri hafa séð Reumert leika lækni í fremur ómerkilegu „Stærsta eikin í skógi danskrar leiklistar“ Um þessar mundir stendur yfir sýning í Þjóð- minjasafni Íslands á húsgögnum, sófa og sex stólum, úr eigu danska stórleikarans Pouls Reumert. Húsgögnin, sem voru gefin Leik- minjasafni Íslands fyrir skömmu og stóðu lengi í búningsherbergi Reumerts í Kgl. leik- húsinu í Kaupmannahöfn, eru sögð vinargjöf til hans frá Friðriki IX Danakonungi. En hver var Poul Reumert og hvaða erindi eiga húsgögn úr hans eigu í íslenskt leiksögusafn? Eftir Jón Viðar Jónsson leikminjar@ akademia.is Poul Reumert Sem Lindquist í Páskum eftir August Strindberg í uppfærslu danska sjónvarpsins 1963.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.