Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2005, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2005, Blaðsíða 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 15. janúar 2005 | 13 É g leitaði í ofboði að stað til að leggja bílnum. Gæsahúðin var svo mikil að ég gat illa einbeitt mér að akstrinum. Tónarnir streymdu. Ég varð að hlusta. Bara hlusta. Á þessu augnabliki var allt annað aukaatriði. Djúpur bassinn kall- aðist á við blýþungan gítarinn. Gamalt galdra- verk. Ný nálgun. Tíminn stóð í stað. Til að kynna heimild- armyndina Some Kind of Monster sendi rokk- skrímslið Metallica á liðnu hausti frá sér geislaplötu sem innihélt að mestu hljóðritun frá tónleikum á lítilli knæpu í París sumarið 2003. Sex gamlir kunningjar í nýjum „lifandi“ búningi. Ég hafði rétt fest kaup á gripnum í erli dagsins og renndi honum í raufina á geislaspilaranum í bílnum. Leper Messiah varð fyrst fyrir valinu. Eitt af mínum uppáhaldslögum, skal ég segja tón- verkum. Og þvílíkur þróttur. Þvílík gæði. Ekk- ert afl í tónlist hefur beislað frumkraftinn með eins afgerandi hætti og Metallica. Hvorki fyrr né síðar. Það er leiðtoginn, James Hetfield, sem ber höfuðábyrgð á þeirri glímu. Orsök sköpunar hans er öðrum þræði erfið æska og lífshlaup sem oft hefur hverfst um togstreitu, sársauka og reiði. Samt er alltaf von. Það er gömul saga og ný að göfug list spretti af þjáningu en saman við breyskleika Hetfields vefst sjaldgæf snilligáfa. Tónlistin er hans tjáningarform. Jafnvel lífgjafi. Það er einkenni góðrar tónlistar að hún end- urholdgast í sífellu, sýnir stöðugt á sér nýjar hliðar. Þess vegna hefur Metallica lifað, meðan aðrar forystusveitir þungarokksins á níunda áratugnum hafa runnið í stein eða dáið drottni sínum. Það er eðlilegt – hljómsveitin á erindi. Sama hvort efnið er gamalt eða nýtt, það er sí- kvikt. Sætir ítrekað tíðindum. Mögulega staðfestir engin afurð sveitarinnar þetta betur en platan sem hýsti Leper Messiah í upphafi, Master of Puppets. Í næsta mánuði verða nítján ár liðin frá því hún kom út. Að hugsa sér. Annars er sú staðreynd ekkert nema orð á blaði – „Master“ er fyrir margt löngu orð- in tímalaust verk. Á fyrstu plötunum tveimur, Kill ’em All og Ride the Lightning, ruddi Metallica brautina fyrir nýja tegund af rokki, „thrash-metal“, áður óþekkta vídd í tónheimum, þar sem hljóðfærin töluðu enga tæpitungu. Þó þessi bernskuverk innihaldi marga gersemi má fullyrða að sveitin hafi ekki fullmótað stíl sinn fyrr en á þriðju plöt- unni, téðri Master of Puppets. Þar er hvergi veikan blett að finna. Keyrslan er kannski ívið minni en áður en þunginn þeim mun meiri. Lífs- reynslan segir til sín. Leitt að skífan skyldi verða síðasta framlag bassaleikarans í hljóðveri. Cliff Burton lést með voveiflegum hætti í bíl- slysi síðar sama ár, 24 ára að aldri. Þó „Master“ sé þroskaðra verk en fyrstu plöt- urnar tvær er hún römmuð inn af æskuþrótti – spartverskri spennu. Upphafslagið, Battery, og lokalagið, Damage, Inc., vekja hjá manni unaðs- legar kenndir – allir vegir eru færir. Það er ljúft að berja sér á brjóst. Titillagið er líklega ein þekktasta smíð sveit- arinnar frá upphafi – þemasöngur milljóna. Þarna eru líka hægari og dýpri tónpælingar, The Thing That Should Not Be, Welcome Home (Sanitarium) og Orion, þar sem Hetfield gefur raddböndunum næði. Það gildir í raun einu hvar borið er niður. Öll lögin átta hafa vigt. Þunga vigt. Sem eykst með árunum. Ævarandi endurholdgun Poppklassík Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is P latan The College Dropout með bandaríska rapparanum Kanye West þykir vera með bestu plöt- um síðasta árs og fór hátt á mörg- um árslistum. Hérlendis hefur nafn hans ekki heyrst mikið en full ástæða er til að það breytist. West er til- nefndur til tíu Grammy-verðlauna í ár, fleiri en nokkur annar listamaður. Hann er m.a. til- nefndur fyrir plötu ársins og lögin „Jesus Walks“, „Slow Jams“, „All Falls Down“ og „Through the Wire“ og ekki slæmur árangur að fá fjögur lög tilnefnd af einni og sömu plötunni. Tilnefning- arnar bera því vitni að West spratt ekki uppúr engu því hann hefur lengi starfað sem upp- tökustjóri og er einnig tilnefndur fyrir samvinnu sína við Aliciu Keys. Platan hennar Diary of Alicia Keys er tilnefnd sem plata ársins og hann fær líka tilnefningu fyrir að vera meðhöfundur lagsins „You Don’t Know My Name“. Rokseldist frá upphafi The College Dropout hefur selst í margfaldri platínusölu og hefur árið því verið magnað hjá þessum 27 ára gamla listamanni. Platan fór beint í annað sætið þegar hún kom út í febrúar á síðasta ári, á eftir Noruh Jones, og seldust 443.000 eintök strax í fyrstu vikunni. West hefur framleitt smelli frá því árið 2001 sem upp- tökustjóri hjá fyrrnefndri Aliciu Keys, Jay-Z, Ludacris og fleirum. Þeir tveir síðastnefndu koma einmitt við sögu á plötunni en aðrir gestir eru m.a. Jamie Foxx, Twista, Mos Def og Drengjakórinn í Harlem. West fæddist í Atlanta 8. júní árið 1977 og ólst upp í miðstéttarfjölskyldu í Chicago, sem samanstóð aðeins af honum og mömmu hans, Dondu, sem er prófessor í ensku við Ríkishá- skólann í Chicago. Hann var aðeins rúmlega tví- tugur þegar hann seldi fyrsta taktinn til Jer- maine Dupri þó frekari velgengni hafi látið standa á sér. Frumraun West sem rappara er gefin út af Roc-A-Fella enda hefur hann unnið mikið fyrir þessa útgáfu mógúlsins Damons Dash og fékk plötusamning þar árið 2002. Fæstum upptökustjórum heppnast að taka þetta skref frá tökkunum að hljóðnemanum og þykir West jafnvel slá Pharrell Williams (N.E.R.D.) við. The College Dropout sker sig úr hefðbundnu landslagi hipphoppsins, ekki síst vegna umfjöll- unarefnisins. Hann er ekki í venjubundnum textum um kynlíf, peninga og ofbeldi eins og svo margir aðrir. Hann segir sjálfur í laginu „Fa- mily Business“: „A creative way to rhyme without nines and guns / Keep your nose out the sky keep your heart with God“. Lífshættulegt slys hefur mótað West en þó er það ekki skotárás eins og hjá 50 Cent. Hann lenti í bílslysi þegar hann var að keyra aftur á hótel sitt eftir upptökur í Los Angeles í október 2002. Andlit rapparans var næstum óþekkj- anlegt eftir slysið, bólgið og marið en hann brákaðist á kjálka á þremur stöðum. Reyndist nauðsynlegt að sauma saman kjálkann á honum með vírum. Í þessu ástandi samdi hann lagið „Through the Wire“ en það inniheldur brot úr laginu „Through the Fire“ með Chaka Khan. Eitt aðalsmerki West er einmitt að „sampla“ snilldarlega úr öðrum lögum og gera eitthvað nýtt úr. Í textanum við lagið lýsir hann því sem hann gekk í gegnum eftir slysið á persónulegan hátt. Hann kann líka að gantast með það: „My dogs couldn’t tell if I / Look like Tom Cruise in Van- illa Sky“. Hann þakkar Guði fyrir að hann er á lífi og segist hafa komið sterkari útúr þessu eins og endurspeglast í lokalínum textans: „But I’m a champion so I turned tragedy to triumph / Make music that’s fire, spit my soul through the wire.“ Textar West eru persónulegir og með góðum skammti af kaldhæðni og húmor og hann lítur öðruvísi út í bangsapeysunum sínum heldur en hefðbundinn stjörnurappari. Framan á plötuumslaginu er hann í bangsa- búningi en er ekki að hampa sjálfum sér og skartgripum sínum. Þrátt fyrir þetta er hann ekki ósnertur af „blingi“ því að hætti Roc- A-Fella ber hann keðju um hálsinn og hefur sérstakan áhuga á franska tískuhúsinu Louis Vuitton. Það sést m.a. í myndböndum hans og heyrist í laginu „Last Call“: „I’m Kon the Louis Vuitton Don / Bought my mom a purse now she Louis Vuitton mom“. Hann er sumsé ekki ósnertur af veraldlegum gæðum en man samt eftir því að vera góður við móður sína. Taskan er ekki það eina sem hann hefur keypt handa mömmu sinni því á síðasta ári gaf hann henni Mercedes Benz CLK500 og hús í Los Angeles. Að hætti Roc-A-Fella eru nokkrir mismunandi bolir til sölu á vef Ka- nye West og kemur lukkudýrið, bangsinn góði, við sögu á nokkrum girnilegum bolum. Drekkur koníak í kók Þess má geta að West er ekkert sér- staklega hrifinn af uppáhalds drykk margra rappara, Cristal-kampavíni. Hann kýs frekar að drekka Hennessy í kók, sem minnir óneitanlega á Ringo Starr um árið í Atla- vík. The College Dropout er metnaðarfull plata enda setti West markið hátt. Hann segist hafa hlustað á bestu plöturnar til að vita hvernig þessi fyrsta plata stæðist samanburðinn. Hann hefur lýst því yfir að hann hafi áreiðanlega hlustað á The Miseducation of Lauryn Hill þús- und sinnum á meðan á gerð plötunnar stóð. Platan stenst samanburð við margar góðar hipp hopp-plötur og fær The College Dropout alls enga falleinkunn enda er Kanye West vel skól- aður í hipp hopp-fræðum. Hver skyldi að mati West vera besta plata ársins sem er að líða (fyrir utan hans eigin)? Jú, það er engin önnur en Franz Ferdinand með skosku rokkurunum í Franz Ferdinand. Kemur e.t.v einhverjum hörðum hipphopp-hundum á óvart en er réttilega ein af bestu plötu ársins. West fannst hann svikinn þegar hann fékk engin verðlaun á AMA-verðlaunahátíðinni. Það bætir það e.t.v. upp að hann fékk fern verðlaun á Billboard-verðlaunahátíðinni. Svo á eftir að koma í ljós hvort hann hreinsar út á Grammy- verðlaunahátíðinni, sem haldin verður 13. febr- úar. Lukkudýrið Kanye West Upptökustjórinn Kanye West skipti um hlutverk á þessu ári og gerðist rappari með góðum árangri. Hann hefur samið takta fyrir þá bestu í bransanum og tekst ekki verr upp fyrir sjálfan sig. Platan The College Dropout þykir vera með þeim bestu á árinu sem er að líða en West er til- nefndur til tíu Grammy-verðlauna. Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Kanye West Hann er ekki feiminn við að leita innávið í textum sínum þótt þeir einkennist líka af húmor og kaldhæðni. Þegar rokksveitin Deftones fráSacramento í Bandaríkjunum vildi skipta um gír og brjóta niður nýja veggi, þá leitaði hún til náung- ans sem átti þátt í að reisa þann frægasta í rokksögunni. Upp- tökustjórinn gamalreyndi Bob Ezr- in, sem m.a. stýrði upptökum á plötu Pink Floyd The Wall, vinnur nú með Deftones að gerð fimmtu plötu sveitarinnar. Fram til þessa hefur Terry Date stjórnað upptökum á plötum sveitarinnar, en hann hafði verið í miklu dálæti hjá þeim vegna vinnu sinnar með Pant- era. „Breytinga var þörf,“ segir trommarinn Abe Cunningham. „Og það var nákvæmlega það sem gerð- ist, því Bob notar allt aðrar aðferðir og hefur snúið okkur gjörsamlega á hvolf. Hann er með svipuna á okkur. Bob hefur komið að mörgum mögnuðum plötum – Pink Floyd er ein af mínum uppáhaldssveitum – og hann hefur unnið með svo mörgu ólíku fólki.“ Upptökur með Ezrin, sem einnig hefur unnið með Lou Reed, Alice Cooper og Kiss, hófust í nóvember í hljóðveri upptökustjórans í Con- necticut. Chino Moreno söngvari lýsti nýja efninu þannig síðastliðið haust að það væri „frekar í ætt við Rush en Tool“. Hefur einnig verið fleygt það sé líkara hinni „prog“- kenndu White Pony frá 2000 en Deftones frá 2003 sem þótti marka afturhvarf til hrárri upphafsáranna. Cunningham segir nýju lögin flókin og kaflaskipt. „Eitt laganna er meira að segja með fimm taktbreytingum.“ Gert er ráð fyrir að nýja Def- tones-platan komi út með sumrinu en stuttu áður, eða í maí kemur út önnur plata á vegum Moreno og hliðarverkefnis hans Team Sleep.    Elbow frá Manchester í Englandivinnur nú að sinni þriðju plötu. Sveitin ákvað að taka hana upp á heimaslóðum og hafa hana líkari fyrstu plötunni en þeirri síðustu sem hét Cast of Thousand og var íburð- armikil og metnaðarfull í meira lagi. Sveitin stjórnar sjálf upptökum á nýju plötunni og segir reynsluna vera mun ánægjulegri en gerð síð- ustu plötu sem hafi verið erfið í alla staði. Lögin á nýju plötunni voru öll samin á tónleikaferð og þá þegar var ákveðið að gera plötuna án allra ut- anaðkomandi áhrifa eða afskipta.    Bræðurnir Chris og Rich Rob-inson hafa ákveðið að end- urreisa Black Crowes og halda fimm tónleika í New York í mars. Bræðurnir höfðu verið að þreifa fyrir sér sem sóló- listamenn eftir að sveitin var form- lega leyst upp ár- ið 2002. Báðir gáfu út sólóplötur sem vöktu litla sem enga athygli. The Black Crowes sló í gegn með fyrstu plötu sinni Shake Your Moneymaker 1990 og jók enn vinsældir sínar með The Southern Harmony and Musical Companion sem kom út tveimur ár- um síðar. Fjórar plötur fylgdu eftir það en vöktu minni athygli. Erlend tónlist Hljómsveitin Deftones Breska hljómsveitin Elbow. Chris Robinson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.