Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2005, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2005, Blaðsíða 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 15. janúar 2005 D ieter gerði svolítið í því sjálfur að fela sig hérna,“ útskýrir Björn Roth, þegar blaðamaður undr- ast af hverju ekki hafi verið sett upp stór Roth-sýning hér fyrr. „Hann gaf ekkert kost á því að fólk gæti verið í sambandi við hann hér. Það var mikilvægt fyrir hann að fá að vera í friði. Dieter lifði hátt og Ís- land var eins konar heilsuhæli fyrir hann. Sú staðreynd er líka alveg í takt við gjörðir hans al- veg frá því um 1980. Þá fór hann að bakka út úr ákveðnum hlutum; sagði galleríistum stríð á hendur einhvern tíma um ’78 og fékk það aldeilis yfir sig. Flestir þýsku gall- eríistarnir útilokuðu hann þegar hann vildi ekki lengur taka þátt í þeirra bisness með þeim. Hann fékk þá hálfgerða safn- afóbíu – fékk óbeit á listfræðingum og þeirri elítu allri.“ Björn segir mega rekja upphaf þessarar þróunar til þess tíma sem Dieter var einna þekktastur; upp úr sjö- tíu. „Þá bjó hann aðallega í Þýskalandi og þýski mark- aðurinn var mjög mikilvægur fyrir hann – hann lifði á honum. En þetta endaði með því að 1980 flytjum við til Sviss. Dieter var svissneskur ríkisborgari, en hafði ekki búið þar síðan hann var ungur, en á þessum punkti er eins og hann flýi heim. Upp frá því fara svissneskir safnarar að sinna honum og hann lifir á því, en bakkar út úr þessari stóru myllu sem var í gangi áður. Hann neitar að taka þátt í sýningum í stóru söfnunum í á annan áratug.“ Björn segir hann m.a. hafa neitað Pompidou-safninu í París um stóra Roth-sýningu. „Ég held að hann sé sá eini sem hefur neitað þeim, en það tókust ekki samningar um hvernig að henni yrði staðið. Það er svolítið skemmtilegt að segja frá því að safnstjórarnir ætluðu ekki að trúa því að hann myndi afþakka boðið – sögðu honum að það neituðu engir þegar þeir byðu svona stóra sýningu.“ Þótt auðvitað hafi margir undrast þessi umskipti voru ástæðurnar fyrir þessari viðhorfsbreytingu svo sem ekki flóknar að sögn Björns. „Hann sá að það ætti að stýra honum – að safnstjórarnir ætluðu að ráða hvernig sýningin yrði – og hann treysti sér ekki til að taka þátt í því.“ Jessica Morgan, sýningarstjóri myndlistarþáttar Listahátíðar, hefur einmitt rætt um þennan eiginleika Dieters Roth sem mjög mikilvægt framlag til mynd- listarheims samtímans; þ.e. hugmyndir Roth um hvernig eigi að stýra sýningum og hvaðan þær hug- myndir sem þær byggjast á koma. Hugmyndafræði sýningar Listahátíðar í vor vísar einmitt í þær. Þessar hugmyndir eru þó einnig Björns, því hann hefur lifað og hrærst í nánum tengslum við vinnu föður síns allt frá unga aldri. „Ætli þetta hafi ekki verið svona tuttugu ár sem ég vann mjög náið með honum. Maður var auðvitað fyrst að bralla eitthvað með honum sem krakki. En hin eig- inlega alvarlega vinna hófst þegar ég hljóp úr skóla hérna ’78 og stóð þar til hann dó ’98. Samstarf okkar tók að lokum á sig þá mynd að við fórum að útbúa okk- ar eigin stóru sýningar.“ Ónothæfar í tilfelli Dieters Aðspurður segir Björn að faðir hans hafi eiginlega gef- ist upp á aðferðafræðinni innan stofnananna. „Hún er auðvitað einstaklingsbundin, eftir því hverjir stýra stofnunum. Það eru ýmsar hömlur eða reglur sem þeir setja sem voru ónothæfar í tilfelli Dieters. Hann leyfði sér þetta; að vera svolítill prinsipp-kall – hann sagðist hafa spillt sjálfum sér – og það þýddi ekkert að reyna að fá hann til að brjóta prinsippin. Hann þreifst á þeim.“ Björn segir að sjálfsögðu misjafnt hvernig fólk inn- an stofnana vinnur, hvaða reglur gilda og hvaða hug- myndir það hefur um hvernig myndlist er sett fram. „Og það eru til undantekningar frá þessum ríkjandi viðhorfum. Að lokum urðu til þrjár stórar sýningar sem voru dæmi um það hvernig sýningu Dieter hefði viljað gera í Pompidou, en sá ekki fram á að yrði hægt. Til að sýna fram á að það sem við vildum gera væri mögulegt þurftum við fyrst að leita til einkaaðila í Sviss, Holderbank, og fengum hjá fyrirtækinu stóra vöruskemmu. Og þegar við vorum búnir að sýna fram á hvernig svona sýning gæti litið út vaknaði áhuginn hjá nokkrum söfnum sem vildu þá fá sýningu af þessu tagi. Við fengum algjörlega frjálsar hendur, til dæmis hjá Wiener Seseccion, sem buðu okkur að koma. MAC-samtímalistasafnið í Marseilles leitaði einnig til okkar 1997 og við settum þar upp stóra sýningu. Þegar fólkið kom til að sjá hana þar spurðu allir af hverju hún væri ekki í París – af hverju hún væri ekki í Pomp- idou? Við gátum ekki annað en sagt að því miður væri ekki hægt að setja upp svona sýningu þar. En þetta var auðvitað þá, tímarnir hafa breyst,“ bætir Björn við. Björn Roth er því enginn nýgræðingur í sýning- arstjórn, hefur verið viðriðinn hana í þrjá áratugi, eða allt fram á þennan dag, í tengslum við verk þeirra feðga. „Fyrir utan að við unnum mikið af verkum sam- an var ákveðin verkaskipting á milli okkar. Ég var svona í framlínunni, því hann átti mjög erfitt með að díla við sýningarumhverfið – jafnvel þótt hann væri mjög kurteis þá var hann lítill diplómat,“ segir Björn og brosir lítillega. „Þannig að ég tók svona hitann og þungann af því að sjá um að koma sýningunum upp og vinna með þeim sem að þeim komu. Hann vann aðra hluti í bakgrunni, en ég var eins og hersveitin sem var send út til að rýma til. Auðvitað var ógjörningur að gera þetta nema með hans staðfestu, en mitt hlutverk var þetta; að fara út úr höfuðstöðvunum í eins konar „missjónir“.“ Tækifæri til að fara með lestina aðeins lengra Fyrir tæpum tveimur árum var opnuð í Schaulager í Basel mikil yfirlitssýning á verkum Roth, en Björn átti stóran þátt í því að koma henni á laggirnar. Sú sýning fór víða um heiminn – með misjafnar ásjónur þó – og rataði m.a. inn á MoMA í New York. Það er því freist- andi að ætla að Roth-sýning hér verði einhvers konar framhald af henni. Tengslin eru þó ekki eins mikil og margir virðast halda. „Fólk heldur gjarnan að þetta v eða jafnvel að hér sé um sömu sýn er ekki,“ útskýrir Björn. Hann se hugmyndin fyrir allar sýningarna þeim hætti sem Jessica Morgan lý skömmu; þ.e.a.s. að nota arfleifð D „þá er Roth-parturinn unninn dál upplagt tækifæri, þar sem ég fæ f gera tilraun til að halda áfram þar er Dieter féll frá. Og það sem vak einfalt: að halda áfram með þetta við byrjuðum á í Holderbank, Wie MAC í Marseilles, og ég sagði frá opnar sýningar. Dieter byrjaði á þ taka þátt í þeim með okkur og ma listamenn, bókabúðin Boogie Woo fleiri. Eitt sinn sátum við í Vínarb Ein stoppistöð í viðbó Dieter Roth er án efa einn mikilvægasti myndlist- armaður síðari hluta tuttugustu aldar eins og áhugi síðustu ára á arfleifð hans ber augljóst vini um. Og eins og fram hefur komið mun sýning á verkum hans verða kjölfestan í myndlistarþætti Listahátíðar í Reykjavík í vor. Roth-sýningin mun fylla bæði Lista- safn Íslands og Hafnarhús Listasafns Reykjavíkur, en sýningarstjóri yfir þessu mikla verkefni er sonur Dieters, Björn Roth, sem vann náið með föður sínum um tuttugu ára skeið. Höfundur ræddi við Björn um fyrirhugaða sýningu og tengsl hennar við hug- myndafræðina að baki listsköpun þeirra feðga. Eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur fbi@mbl.is Björn Roth Eftir að Dieter Roth dó segir Björn að það hafi farið um marga er hann fór að leyfa barnabörnunum að bæta lítillega við verkið sem sést að baki h ráðinn í að halda því áfram í samræmi við þá hugmyndafræði sem við komum okkur saman um. Ég ætla að ljúka verkinu áður en ég læt það frá mér“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.