Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2005, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2005, Blaðsíða 5
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 15. janúar 2005 | 5 núna orðnir að list þá þarf bara að ráða í boðskapinn. Margræð safnalist Umgjörð listasafnsins er mikilvægur liður í allri framsetningu á myndlist. Í raun er það svo að söfnin eru ekki lengur bara umgjörð heldur frekar inntak margra verkanna sem þar eru sýnd. Söfnin eru sú sitúasjón sem gefur verkunum líf og vekur merkingu þeirra, safnið stýrir nálgun okkar og gefur túlkunum okkar form. Hversdagslegir hlutir vekja okkur til umhugsunar ef við hittum þá fyrir á safninu, frekar en þegar við brúkum þá hversdags. Krafan um ígrundun og túlk- un vaknar á safninu og ef við erum snjöll verður safnið sjálft liður í túlkuninni; allt sem þangað er fært inn verður að athugun á möguleikum safnsins og þar með list- hugtaksins sjálfs og í því felst um leið gagn- rýnin nálgun við félagslegt skipulag og fé- lagshugsun okkar því safnið er opinber stofnun, samkomustaður og rannsóknarvett- vangur þar sem við komum saman til að íhuga, rýna og staðfesta skoðanir okkar eða skipta þeim út fyrir nýjar. Stundum kann að virðast að það sem fært er inn í safnið og boðið þar fram sem list sé í sjálfu sér léttvægt, að inntak verkanna sér lítið en safninu ætlað að gefa þeim vægi og upphefja þau. Það þarf ekki að vera verra þó svo sé. Það er dyggð að gera mikið úr litlu, að metta fjöldann með fáum fiskum, og ef einhverjum finnst nokkuð af samtímalistinni vera eins konar naglasúpa þá er rétt að muna að það er aðeins á fárra færi að elda slík- ar súpur svo vel smakkist. Svo ber líka að muna að jafnvel í smæstu hlut- unum end- ur- speglast heildin, veröldin býr ekki bara í vetrarbrautunum heldur líka í sandkorni og á svipaðan hátt endurspeglast allt hagkerfi okkar og samfélag í hverjum tíkalli. Peningar eru furðuverk, flóknir og einfaldir í senn, blessun og byrði, guðsgjöf og bölvun. Þeir eru að sumu leyti mjög áþreifanlegur hlutur, stabílli, áreiðanlegri, raunverulegri en jörðin sem við stöndum á. Samt hvílir einhver leyndardómur yfir peningunum, einhver hula sem engum hefur tekist að svipta af þeim. Peningar eru ígildi allra hluta, einfaldur mælikvarði í heimi sem er sundurleitur og óendanlega margræður, en einfaldleiki peninganna er blekking. Þeir eru eins og guðdómurinn, ef við ræktum þá með bæn og góðum verkum geta þeir kannski skilað okkur hamingju og tryggt okkur eins konar himnavist en það er stutt í skurðgoðadýrkunina þegar við sjáum fimmþúsundkalla í búnti og þá er voðinn vís. Raunsæi eða afstraksjón Áhrif peninganna verða seint ofmetin í hag- kerfinu og þar með á öllum sviðum lífsins. Sjálfsþurftarbúskapur verður vart annað en hokur og eymd. Vöruskipti eru skárri og gefa tækifæri til sérhæfðari og skilvirkari framleiðslu en auka þó um leið fjölbreytni í mataræði og stofustássi. Vöruskiptin eru þó enn þunglamaleg og takmarkandi, eins og áður var sagt, þar til pen- inganna nýtur. Með peningum get- um við geymt okkur hluta af við- skiptunum og selt hér og nú en keypt það sem við viljum annars staðar og hvenær sem við viljum. Það er einmitt liður í skilgreiningu peninganna: Þeir eru ílát fyrir verð- gildi, geymsluform þeirra. Með því að nota peninga getum við bók- staflega geymt gildi þess sem við fram- leiðum eða vinnum okkur inn og losað aftur þegar þörf krefur. Pen- ingar er svo prakt- ískir og sniðugir að það er engin furða að við komumst ekki af án þeirra. Peningarnir opna eins konar rifu í hag- rænum viðskiptum okkar. Með þeim má greina að kaup og sölu og á sama tíma þjóna peningar okkur við að kítta upp í rifuna – þeir fylla sjálfir gapið milli kaupa og sölu. Peningarnir sjálfir eru hvorki nytsamir né nærandi en fyrir þá getum við keypt bæði matvæli og amboð. Þeir eru þannig jafngildi allra hluta, jafnvel ómetanlegra hluta sem oftast eru falir ef nógu hátt er boðið í þá. Peningarnir eru eins konar athöfn eða að- gerð, það að fresta fullnustu gerðra kaupa, að skilja að þætti hins hagræna ferlis. Samt eru peningarnir jafn áreiðanlegir og varan, jafn raunverulegir og þau verðmæti sem við sköpum og verslum með. Peningarnir eiga sér sjálfir efnislegt form, eigin líkama. Til að geta verið gjaldmiðill í viðskiptum með vörur verða peningarnir að vera vörur sjálfir og þeir þurfa að vera sú vara sem auðseljanleg- ust er, varan sem allir vilja þiggja í skiptum fyrir annað. Reiðuféð – mynt, seðlar, pen- ingar almennt – geta ekki fullkomlega þjón- að því háleita markmiði sem peningahugtak- inu er sett í gagnsæjum og snurðulausum tilfærslum verðmæta. „Ekta peníngar eru ekki til,“ sagði Brilljantín í Atómstöðinni. „Það eru allir peníngar falskir.“ Þessi undarlega margræðni er í senn styrkur peninganna og það sem gerir þá vandmeðfarna. Öll umfjöllun um peninga leiðir okkur fyrr eða síðar í ógöngur og mót- sagnir því peningar eru í senn áreiðanlegir og óræðir, ábyggilegir og óútreiknanlegir. Þannig hefur það alltaf verið. Það var aldrei neinn Edensgarður í peningalegu tilliti, eng- in gullöld þegar allir höfðu fulla vasa fjár, það mátti alltaf treysta genginu og enginn var snuðaður eða græddi á óréttlátum vaxta- mun. Uppruni peninganna er svo óralangt í burtu að við fáum aldrei greint hann og í raun höfum við ekkert fyrir okkur þegar við nefnum slíkt. Í sögu pening- anna er nóg um sveiflur, breyt- ingar og bylt- ingar, kaup og sölu, en ekki orð um upphafið og frá því í fyrstu er fjallað um peninga af slíkri þekkingu að ljóst má vera að þeir voru höfundunum engin nýlunda. Menn voru orðnir séðir í pen- ingamálum löngu áður en vísindin urðu til eða farið var að skrifa um heimspeki. Elstu ritaðar heimildir okkar eru einmitt flestar skrifaðar af bókhöldurum og þeir vissu greinilega allt um bókhald áður en þeir fóru að skrifa það niður. Peningar eiga sér engan sögulegan uppruna og það er ástæðulaust, jafnvel villandi, að ímynda sér nokkuð slíkt. Að rekja það sem frásögn og treysta eða leggja út af því er eins og hver önnur jóla- sveinatrú. Praktískast er að ganga út frá því að peningar hafi alltaf verið til og fólk hafi alltaf átt í peningavandræðum. Fagurfræði og fjárstreymi Þótt það sé freistandi er ekki talið ráðlegt að liggja á peningum og safna þeim einfaldlega fyrir. Hagkerfi peninganna byggist á því að þeir séu alltaf í umferð. Ást á peningum er alls ekki eins og að hafa dálæti á listaverk- um, góðum mat eða góðverkum. Maður ætti ekki að taka of miklu ástfóstri við peningana sína. Það verður að reka þá áfram harðri hendi, kaupa og selja allan liðlangan daginn. „Ánægjan af því að eiga peninga,“ sagði heimspekingurinn Georg Simmel, „er af- strakt ánægja, einna fjærst holdlegum eða veraldlegum unaði og stjórnast fyrst og fremst á hinum huglægari sviðum.“ Þar sem við horfum á peningastafla Ashk- ans Sahihis á stöplum sínum í listasafninu getum við hugleitt þetta allt, hugsað um allt það sem peningar geta keypt, rifjað upp hvernig aurarnir hafa gert margan mann að apa, minnst sársaukans og gleðinnar sem peningar hafa fært okkur. Við getum glaðst yfir því hve miklir peningar eru í hraðri um- ferð og hve bjart er framundan í efnahags- málum þjóðarinnar eða þá harmað hvernig peningahyggjan er að drepa allar göfgar dyggðir og rekur okkur sífellt lengra út í skuldafenið, kiknandi undan eigin neyslufíkn og vaxtaokri greiðslukortafyrirtækjanna. Peningarnir opna glufu í hagkerfinu en stundum er það eins og við horfum inn í svarthol sem í sífellu étur upp heilu sólkerfin eða spýtir út úr sér nýjum eftir einhverri óþekkjanlegri forskrift. Þegar við horfum grannt á peningana er sem við horfum í hyl- dýpið og við sjáum hvergi til botns. Við get- um dáðst að peningunum á listasafninu þar sem þeir hafa verið kyrrsettir um stund, bundnir fagurfræðilegum lögmálum sem varðar ekkert um kaupmátt og gengi. Við getum íhugað tilfinningu Ashkans fyrir hlut- föllum og sjónarhornum. En peningarnir staldra stutt við hér; fyrr en varir verða þeir komnir á fulla ferð aftur. Peningar eru afstraksjón og verða aldrei sýnilegir nema í svip, verða svo aftur að hugmynd eða talnarunu, þá kannski að fast- eign og svo aftur að innistæðu eða upphæð, allt út í hið óendanlega. Líf peninganna er tifandi eins og óendanlega smáu frumeind- irnar sem eðlisfræðingarnir eru alltaf að reyna að festa hendur á en eru svo snöggar að þær verða aldrei höndlaðar og aldrei skýrðar til fulls. Hvort sem við erum rík eða fátæk erum við bundin þessu tifandi augna- bliki þegar peningarnir sýna sig í öllu sínu veldi sem loforð um ótæmandi auð eða sára örbirgð. Peningarnir lifa á þessu óræða bili milli þess að við eign- umst þá og að við glötum þeim aftur en einmitt þannig lýsti Platón líka sjálfri ástinni. ’Peningarnir opna glufu í hagkerfinu en stundum erþað eins og við horfum inn í svarthol sem í sífellu étur upp heilu sólkerfin eða spýtir út úr sér nýjum eftir ein- hverri óþekkjanlegri forskrift. Þegar við horfum grannt á peningana er sem við horfum í hyldýpið og við sjáum hvergi til botns. Við getum dáðst að peningunum á listasafninu þar sem þeir hafa verið kyrrsettir um stund, bundnir fagurfræðilegum lögmálum sem varðar ekkert um kaupmátt og gengi. Við getum íhugað tilfinn- ingu Ashkans fyrir hlutföllum og sjónarhornum. En peningarnir staldra stutt við hér; fyrr en varir verða þeir komnir á fulla ferð aftur.‘ Höfundur nam heimspeki og hefur fjallað víða um myndlist.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.