Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2005, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2005, Blaðsíða 9
Hjer birtist skipulagsuppdráttur yfir hluta af Austurbænum, eins og skipulagsnefndin eða hin svonefnda „samvinnunefnd“ hefir frá honum gengið. Samþykki bæjarstjórnar um skipulag þetta er ekki fengið að öllu leyti. Þarna er „háborgin“ á Skólavörðuholtinu, sem myndin var af hjer í blaðinu í fyrra, Landsspítalinn, Járnbrautarstöðin, í einu orði sagt allar þær helstu byggingar sem nú sveima í loftinu fyrir hugskotssjónum manna. Þ.e.a.s. Landsspítalinn er orðinn það jarðbundinn, að nú er farið að flytja til hans sand sunnan úr Öskjuhlíð. Eins og menn vita, á Landsspítalinn að standa suður á Grænuborgartúni, austan vert við Kennaraskólann. Á uppdrættinum sjást allar hinar fyrirhuguðu 9 bygg- ingar hans. Aðalbyggingin í miðjunni syðst, með framhlið suður að Hringbraut. Eigi verður sú bygging öll gerð nú, heldur aðeins miðhluti hennar með útbyggingunum litlu þremur. Vestan við aðalbygginguna, við Laufásveg (um það bil þar sem nú er Kennaraskólinn, á að vera hús fyrir starfs- fólk), en austast við Hringbrautina læknabústaður. Auk miðpartsins úr aðalbyggingunni á nú að reisa hús- ið, sem standa á í miðri húsaþyrpingunni. Þar á að vera eldhús, þvottahús og bústaður starfsfólks á meðan ekki er meira bygt. Einnig á nú að reisa nokkurn hluta af nyrsta húsinu. Þar eiga að vera rannsóknastofur. Seinna á og þar að vera kapella og líkhús. Þau fjögur hús sem enn eru ótalin, eiga að verða deildir spítalans, farsóttahús o.s.frv. Austan við Landsspítalann, meðfram Hringbrautinni taka við knattspyrnuvellir með leikfimishúsi, sundlaug og tennisvöllum, og síðan „Stadion“ eða íþróttasýningasvæði. er eigi fullráðið enn að þeirri tilhögun verði haldið sem uppdrátturinn sýnir. Þá tekur við „háborgin“ á Skólavörðuhæðinni. Á miðju torginu er kross-kirkjan, sem mikið var talað um í fyrra. Grunnflötur hennar – eins og við er að búast – ekki „kirkjulegri“ að sjá, en myndin sú í fyrra. Skólavarðan er sem svartur depill norðvestan við kirkj- una. Eftir uppdrættinum að dæma, er lengd þessarar fyr- irhuguðu kirkju 4-5 sinnum „lengd“ Skólavörðunnar. Gólf- flötur kirkjunnar yrði rúmlega 20 sinnum gólfflötur „vörðunnar.“ Geta menn af því ráðið hve kirkjan á að taka mikinn „mannfjölda.“ Suðvestanvið torgið er hús Einars Jónssonar teiknað al- svart, með tveim álmum óbygðum við báða enda. Aust- anvið það hið almenna listasafn. En suðaustanvið torgið háskólinn og stúdentagarðurinn. Norðan við stúd- entagarðinn er barnaskólinn, sem á að fara að reisa á næsta ári. Austanvið Hringbrautina er járnbrautin teiknuð, með skiftibrautum stöðvarinnar. Stöðin sjálf löng bygging og mjó vestanvið brautina. Frá stöðinni á svo hafnarbrautin að liggja í norður, vestanvið Gasstöð, norður í Skúlagötu og eftir henni vest- ur til hafnarinnar. Lesbók Morgunblaðsins | 29. nóv- ember 1925 Um skipulags- uppdráttinn 80 ára 1925 2005 Lesbók Morgunblaðsins ˜ 15. janúar 2005 | 9 verði yfirlitssýning, ningu að ræða, en svo egir að þótt heildar- ar á Listahátíð sé með ýsti í viðtali fyrir Dieters sem kveikju, lítið sér. Þetta er grá- frjálsar hendur til að r sem frá var horfið kir fyrir mér er mjög sýningarform sem ener Seseccion og á áðan. Það voru mjög því að bjóða öðrum að argir þáðu boðið; aðrir ogie frá Hollandi og borg við langt borð og Dieter útskýrði það sem við vorum að gera með því að líkja starfinu við lest sem er farin af stað, en stoppar hér og þar til að halda sýningar. Samræðurnar héldu áfram allt kvöldið og við ræddum öll um hvernig við gætum framkvæmt þetta – haldið áfram að sýna og mögulega hvar. Þá segir hann að það gæti komið að því að hann myndi hoppa af lestinni og hann spyr hvort við værum þá til í að halda áfram. Og ég lofaði honum því. Nú er því tækifæri til að fara með lestina aðeins lengra, kannski á eina stoppistöð í viðbót.“ Björn segir að reyndar hafi hægst á lestinni – yf- irlitssýningin og annað kom upp á í millitíðinni, „svo hún hefur ekki verið á ferðinni síðan ’97“. Þetta er því fyrsta sýningin frá því Dieter deyr sem Björn er að vinna samkvæmt sömu hugmyndafræði og þeir feðgar beittu saman. „En svo kemur skrítinn flötur inn í þetta,“ segir Björn, „því vegna þess að þetta er í raun- inni fyrsta stóra sýningin á verkum hans hér á Íslandi hefur fólk verið með vomur yfir því að það sé ekki ein- hver yfirlitsþáttur í henni. Til að kynna betur það sem til er. Það leysist þó eiginlega sjálfkrafa dálítið skemmtilega með prentmyndaþætti sýningarinnar. Ein aðferðin sem við notuðum við sýningarhald var að fylla salinn – nota svona ofhlæði eins og í rokk- okkógalleríi. Fyrir einhverjum áratugum var far- andsýning á prentmyndum hans sem hann stjórnaði sjálfur. Þá sýndi hann allar prentmyndir sem til voru – fyllti salinn með þeim. Síðan þá, er stofnanir hafa verið að sýna prentmyndir eftir hann, hefur úrval sýning- arstjórans verið sýnt, en nú langar mig aftur til að sýna allt. Hluti af sýningunni verður sem sagt prent- mynda- og bókasýning í hans stíl. Ekkert verður flokkað eða valið úr, en prentmyndirnar og bækurnar fara mjög vel saman. Í hvoru tveggja eru verk frá því hann kemur fyrst til Íslands ’56–7 og því má þar lesa feril hans. Það þarf ekkert að taka einstaka þætti og undirstrika þá, því þegar maður leggur allt á borðið getur áhorfandinn sjálfur rakið sig í gegnum prófessj- ónal líf hans.“ Prentið gefur tilfinningu fyrir heildinni Að mati Björns vantaði töluvert inn í sýninguna í Schaulager. „Ég veit að Dieter fannst prentið mjög stór hluti af sinni list. Menn hafa talað um bókagerð- ina, en hann var ekki síður upptekinn af grafíkvinn- unni. Ég held að það hafi verið ’79 eða ’80 sem það var síðast „full blast“ prentmyndasýning eftir hann, og því er kominn tími á slíka uppákomu. Það gefur tilfinningu fyrir heildinni – fyrir lífinu.“ Framkvæmdin að öðru leyti er örlítið snúin – þ.e.a.s. sá þáttur er hverfist um framhald af vinnu Dieters – og kannski svolítið viðkvæmt mál að sögn Björns. Enda eru margir þeirrar skoðunar að ekki eigi að hrófla við verkum listamanns eftir hans dag, þótt drjúgur þáttur í hugmyndafræði Dieters hafi reyndar verið eins konar afhelgun á slíkum siðvenjum list- heimsins og listsköpunarinnar sömuleiðis. „Við- kvæmnin er aðallega hjá áhorfandanum sem spyr hvern andskotann ég sé að gera með myndlist Dieters – af hverju ég láti ekki bara staðar numið. Auðvitað hef ég alveg nóg að gera og gæti farið út í aðra hluti,“ segir Björn, „en mig langar þó til að láta reyna aðeins betur á þetta, finnst nauðsynlegt að þreifa á því þar sem þetta stendur svo nærri mér. Ef ég geri það ekki þá gerir það enginn. Í þessum tilgangi stofnaði ég Dieter Roth-akademíuna – mig langaði til að láta vinna áfram með ýmsar hugmyndir sem Dieter átti án þess að hafa fullreynt þær, en þær felast m.a. í því að opna sína eigin list og tilveru mjög mikið. Hann reyndi að víkka list sína út og gerði í þeim tilgangi tilraunir með að treysta öðrum þátttakendum til að hræra í hans eigin hugmyndum og verkum.“ Það má velta því fyrir sér hvort þessar hugmyndir Dieters tengist ekki einnig afneitun á viðteknum hug- myndum um eignarhald á listinni – upphafningu á nafni listamannsins – sem m.a. þjónar markaðinum, og þar fram eftir götunum. Björn segir það vissulega rétt, og segir Dieter til að mynda hafa notað hugmyndir annarra óspart. „Hann fór ekki í neina launkofa með það, varð fyrir áhrifum af þessum og hinum og notaði ýmislegt; bæði aðferðir og hugmyndir sem hann próf- aði svo að útfæra á sinn eigin hátt.“ Hvað sýninguna á Listahátíð í vor varðar segir Björn að þessir þættir komi til að mynda fram í þætti Boogie Woogie-bókabúðarinnar sem verður inni í sýn- ingunni. „Bókabúðin er náttúrulega bara eins og skúlptúr, hún er fallegt listaverk út af fyrir sig. Það er auðvitað verk þeirra sem eiga hana og reka, en passar mjög vel við það sem Dieter og ég vorum að fást við. Þátttaka Boogie Woogie verður til þess að sýningin opnar í raun og veru með búð, þar sem áhorfandinn getur skoðað og keypt hluti – í þessu tilfelli bækur. Þetta skapar ákveðið líf, sem venjulega vantar á safn- asýningum. Lífið er dregið aðeins inn í verkið og áhorfandinn er þátttakandi í verkinu í gegnum bóka- búðina. Svindluðum ef skúlptúrinn væri alltaf eins Sömu aðstoðarmenn og aðstoðuðu okkur í rúman ára- tug við að setja upp þessar stærri innsetningar koma til með að vinna með okkur að sýningunni núna. Og það er því aldrei að vita nema að þeir geri eitthvað meira. Ég vil helst gefa þeim frjálsræði til að bæta ein- hverju við ef þeim dettur það í hug – ég treysti þeim fullkomlega til þess. Endanlegt útlit er því ekki alveg ljóst fyrr en við erum búnir að setja sýninguna upp. Það gæti farið svo að í uppsetningunni bætist eitthvað við sem þá er ekki endilega handbragð Dieters, strangt til tekið – þótt það sé hans hugmynd – sú sem var „demonstreruð“ á nokkrum stórum sýningum. Við verðum því eiginlega að bæta einhverju við í hvert skipti sem stóri skúlptúrinn er sýndur [sem var m.a. á sýningunni í Schaulager], annars værum við að svindla. Við erum ekki að svindla eins og menn gætu haldið með því að hafa hann öðruvísi, þvert á móti svindluðum við ef skúlptúrinn væri alltaf eins.“ Björn þarf að fá töluvert lánað og það er mikil vinna að koma öllum verkunum til Íslands. „Það verður mik- ið af gömlum verkum, auk verksins sem er hér á vinnustofunni verða tvö til þrjú önnur sem ég fæ lánuð úr þessari grúppu – til þess að „demonstrera“ hug- myndina. Þetta er það stór sýning að það verður að sýna mismunandi hugmyndir og skila hverri þeirra mjög vel. Til þess þarf hvert atriði að fá nokkuð gott pláss. Til að ná réttu andrúmslofti þarf líka að vera dá- lítið mikið af dóti – annars næst ekki sá andi sem þarf að vera á svona sýningu. Fólk þarf helst að hafa gaman af þessu. Það verður að koma glottandi, eða með bros á vör út, en ekki með neinn listahelgislepjusvip,“ segir Björn brosandi. Hlutverk Roth-akademíunnar verður líka eitthvert, „hún kemur í heimsókn“, segir Björn, „en svo eigum við eftir að sjá hvað skeður – með hvaða hætti sýningin verður opin í annan endann“. Sýningin verður einnig teygð út fyrir hið hefðbundna safnaumhverfi í sam- ræmi við hugmyndafræði Dieters Roth, því til stendur að fara hringveginn með sýningu á verkum hans; þ.e.a.s. myndir af öllum sjoppum og gistihúsum á hringveginum, umhverfi þeirra inni og úti. „Við hefð- um auðvitað getað farið þá ferð með hvaða verk sem er, en það er dálítil írónía í því að fara með „Hringinn“ hringinn. Hringaksturinn sem slíkur er auðvitað ekki performansinn, markmiðið er að vera ekki bundinn við einn stað og geta farið með sýninguna á nokkra staði.“ Björn staldrar við og hugsar sig aðeins um: „Ég get sagt þér hvernig ég er; ég hef aldrei hugsað um söfn sem söfn, enda alinn upp þannig. Ég get kannski sagt eins og karl faðir minn að ég sé spilltur að því leyti að það breytir ákaflega litlu fyrir mig hvort ég vinn í safni, vöruskemmu eða í gámi á leiðinni hringinn í kringum landið. Verkin sjálf breytast ekkert við það að fara úr gámi og inn í safn. Mér er bara boðið að koma með verkin inn í safnið. En ég er að vinna við verkin en ekki við safnið.“ Hann segist ekki þurfa að búa sér til nýjar hug- myndir eða verkefni í þessu sambandi; er fyrst og fremst að taka upp þráðinn með því að koma lestinni aftur af stað. Hann er viðbúinn gagnrýni á þá aðferð sem hann ætlar sér að nota, ekki síst vegna þess að einhverjir munu líta á stóru yfirlitssýninguna sem hófst í Schaulager og fór síðan svo víða sem endanlegt uppgjör á listamannsferli föður hans. „Mér er alveg ljóst að það verða mjög margar gagnrýnisraddir, ekki síst vegna þess að ég vil helst ekki láta staðar numið með þessari Listahátíðarsýningu heldur halda áfram. Það eru margir sem hafa gagnrýnt mig fyrir að hafa stofnað Roth-akademíuna – fyrir að vera að fleyta mér og okkur öllum á nafni Dieters. En það er nú einu sinni þannig að maður getur ekki ætlast til þess að fá stans- lausan bravúr. Þetta er bara vinna sem þarf að vinna. Ég get ekki skrúfað fyrir þetta si svona, til þess hef- ur þetta verið of stór partur af mínu lífi. Það má líkja þessu við það að sonur taki við góðu býli; það er enginn sem ætlast til þess að hann gangi út. Sonurinn heldur áfram með býlið og annaðhvort fer allt í handaskolum hjá honum eða hann gerir eitthvað úr því sem hann tók við. Búskaparhættir breytast og að lokum verður til eitthvað annað en í upphafi.“ Björn segist skilja mjög vel að það sé erfitt fyrir marga að sætta sig við að hann skuli vera að halda áfram með starf þeirra feðga. „Inn- an listfræðinnar er ekki beint nein hilla fyrir þessa að- ferðafræði. En ég lít ekki á það sem mitt vandamál, heldur vandamál listfræðinnar.“ ót Morgunblaðið/Þorkell hans. „Ég er samt stað- ’Eitt sinn sátum við í Vínarborg við langt borð og Dieter útskýrðiþað sem við vorum að gera með því að líkja starfinu við lest sem er farin af stað, en stoppar hér og þar til að halda sýningar. Sam- ræðurnar héldu áfram allt kvöldið og við ræddum öll um hvernig við gætum framkvæmt þetta – haldið áfram að sýna og mögulega hvar. Þá segir hann að það gæti komið að því að hann myndi hoppa af lestinni og hann spyr hvort við værum þá til í að halda áfram. Og ég lofaði honum því. Nú er því tækifæri til að fara með lestina aðeins lengra, kannski á eina stoppistöð í viðbót.‘

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.