Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2005, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2005, Blaðsíða 7
leikriti. „Læknirinn var hjartveikur, segir Hoffmeyer,“ og maður bjóst alltaf við því að hann færi að fá kast. Í einu atriðinu gengur Reumert niður stigann í átt til áhorfenda; hann heldur í handriðið hægra megin, en á ein- um stað skiptir hann snöggt yfir til vinstri, líkt og hann sé að detta. Ég sá sýninguna mörgum sinnum og hann gerði þessa hreyfingu alltaf eins, og í hvert einasta skipti fór kaldur hrollur um mig. Aðrir leikarar hefðu getað gert þetta með sama hætti án þess að það snerti mann á nokkurn hátt – en Reumert, hann var jú séní. Ýmsar fleiri umsagnir samtíðarmanna í þessa veru mætti tilfæra, t.d. frá öðrum dönsk- um stórleikara af yngri kynslóð, Ebbe Rode, sem lýsir Reumert eftirminnilega í end- urminningabók sinni I strid medvind. Það er engin glansmynd sem Rode dregur upp, hann hafði kynnst meistaranum frá öllum hliðum og fer ekki í neinar felur með það; m.a. segir hann frá því að Reumert hafi móðgað sig svo nokkru fyrir andlátið að Rode fylgdi honum ekki til grafar – sem hann kveðst síðar hafa séð mjög eftir. Reumert kenndi lengi við leiklistarskóla Kgl. leikhússins og hafði þar nánast ægivald yfir nemendum sínum, sem sumir þóttu stæla ýmsa sviðstakta hans hressilega; sá ágæti og mikilhæfi leikari okkar Haraldur Björnsson, sem lærði hjá honum ásamt Önnu Borg, þótti t.d. á stundum ekki með öllu laus við að gera það. Ebbe Rode var hins vegar staðráðinn að gæta sjálfstæðis síns, verða engin eftirlíking stórleikarans, og má af lýsingum hans ráða að hans gamli kennari hafi ekki kunnað að meta þá viðleitni. *** Poul Reumert stóð á leiksviði í alls sextíu og fimm ár. Auðvitað átti hann sína góðu og slæmu tíma, þurfti að eyða kröftum sínum í misjafnlega merkileg leikrit og hlutverk. Hann hafði líka sín augljósu takmörk; þótti yfirleitt mun betri í nútímaverkum en klassíkinni og mun t.d. hafa verið misheppnaður Macbeth, sem var víst hinn eini af tragískum risum Shakespeares sem hann hætti sér nærri. Að þessu leyti var hann mjög ólíkur Önnu, konu sinni, sem bjó yfir upphöfnum yndisþokka sem fór vel hjá ýmsum kvenhetjum rómantíska skólans, s.s. í leikjum danska þjóðskáldsins Oehlenschlägers. Reumert lét miklu síður að túlka ljóðrænar persónur á sviðinu – þó að hann væri annars afburðaljóðaflytjandi, eink- um á epískan kveðskap (Terje Vigen Ibsens og Sven Duva Runebergs voru standandi glans- númer hjá honum). Ekki þótti hann heldur ýkja sannfærandi í túlkun ásta og ástríðna; ég get ekki stillt mig um að geta þess að hann fékk afleita dóma fyrir Kára í Fjalla-Eyvindi Jóhanns Sigurjónssonar sem hann lék á móti Bodil Ibsen sem Höllu árið 1933. Það er reynd- ar með öllu óskiljanlegt hvernig nokkrum leik- stjóra gat dottið í hug að setja hann í það hlut- verk, fimmtugan manninn sem hafði þar að auki aldrei verið sérlega unglegur á sviðinu; en Kári er vitaskuld kornungur, varla mikið meira en tvítugur og fullur af þeim rómantíska sjarma sem Reumert hafði alltaf vantað. En þarna sagði til sín einn helsti veikleiki „stjörnuleikhússins“: að setja stjörnurnar í stórhlutverk sem engan veginn hentuðu þeim. Það verður tæpast sagt að tuttugasta öldin hafi verið mikið blómaskeið í dönskum eða norrænum leikskáldskap. Þó væri ofmælt að alger flatneskja hefði tekið við eftir daga Ib- sens og Strindbergs. Á þriðja áratug ald- arinnar kom þannig fram í Danmörku merki- legt leikritaskáld sem Danir kunnu ekki alltaf að meta og átti á stundum örðugt uppdráttar í heimalandi sínu þó að hann ynni þar einnig fræga sigra: Kaj Munk. Munk var að sönnu mjög gloppóttur höfundur, enda óhemjuaf- kastamikill, en enginn vafi er þó á því að sum bestu verk hans, s.s. Orðið, Hugsjónamaður (En idealist) og Hann situr við deigluna (Han sidder ved Smeltedigelen) eru meðal áhuga- verðustu leikrita norrænna frá síðustu öld og löngu kominn tími til að kynna þau Íslend- ingum. Reumert vann ýmsa góða sigra í leik- ritum Munks og mun hafa átt drjúgan þátt í því að En idealist komst á svið árið 1938 í vel heppnaðri sýningu Kgl. leikhússins. Leikurinn kolféll þegar hann var fyrst frumsýndur árið 1928, en Reumert trúði á verkið (spillti auðvit- að ekki að það hafði stóra glansrullu handa honum sjálfum) og stuðlaði að framgangi þess með opinberum upplestrum sem vöktu at- hygli. Þá vann hann flestum leikurum betur að því að ryðja Strindberg braut í dönsku leikhúsi með meistaralegri meðferð á persónum eins og kapteininum í Dauðadansinum, Baróninum í Bandinu og fleirum. Í stuttri blaðagrein er vitaskuld vonlaust að ætla sér að bregða upp heillegri mynd af jafn- stórbrotnum listamannsferli og hér er um rætt. En tilgangi hennar er náð, sé lesandinn nokkru nær um það, hvers vegna nýstofnuðu Leikminjasafni Íslands er slíkur fengur að hinum konunglegu mublum úr búnings- herbergi hins konunglega danska stórleikara, Pouls Reumert. Höfundur er forstöðumaður Leikminjasafns Íslands. Lesbók Morgunblaðsins ˜ 15. janúar 2005 | 7 Þ að var í byrjun 7. áratugarins sem verkfræðingurinn Pascual de Juan Zurita sótti um bygg- ingarleyfi fyrir einbýlishús nálægt Barajas-flugvellinum. Til að hanna húsið valdi hann arkitektinn Miguel Fisac sem þá var þekkt- ur fyrir fjölda einkaleyfa, tíða fyrirlestra og að vera höfundur á annað hundrað blaða- greina, auk þess að hafa þá þegar byggt meirihluta verka sinna sem voru óhemjumörg. Þrátt fyrir lítillæti verkefnisins tókst við- skiptavininum að heilla þennan mikils virta arkitekt. Fisac sam- þykkti að taka það að sér með því skilyrði að friða sem flest eikartré á lóðinni og að hann fengi að halda áfram að þróa nýjungar sínar sem og nýta sér þá þekkingu sem verkfræðingurinn hafði varðandi steypu. Uppbygging arkitektsins Það er erfitt að átta sig á kröftugu yf- irbragði bygginga Fisacs án þess að vitna í lífsferil hans. Það er því viss mótsögn að þeir fjölmörgu textar sem skrifaðir voru í tilefni úthlutunar þjóðarverðlaunanna fyrir byggingarlist í lok síðasta árs og Gullorðu byggingarlistarinnar árið 1994 gera enga tilvísun í þau sterku bönd sem liggja á milli þróunar verkefnanna og hans sem mann- eskju. Allt frá því að vera ungur maður hafði Miguel Fisac leitast eftir persónulegum til- vísunum. Hann tengdi arkitektanám sitt, sem rofnaði á meðan spænska borgarastyrj- öldin stóð yfir, við djúpsæja leit kristilegs anda. Á þeim tíma var húsagerð aðallega hugsuð sem stíltegund sem upphefði spænska heimsveldið. Fisac sagði okkur frá því þegar hann útskrifaðist frá arkitekta- skólanum í Madríd árið 1942, að „vegna þess að við vorum aðeins tíu sem útskrif- uðumst, var mikið sem lá fyrir. Mánuði eft- ir útskriftina var komið til mín og um leið stakk ég mér til sunds án mikillar umhugs- unar.“ Allt frá fyrsta verkefninu, að breyta ráðstefnustað tilrauna- og vísindastofnunar í kapellu Heilags Anda, lagði Fisac áherslu á tilraunastarfsemi. Mikil vinna leiddi fljótt til góðrar reynslu þar sem hann hagnýtti fjölda uppgötvana, vegna þess að það var ekkert á boðstólum: Þar á með- al var Fisac-múrsteinninn, fyrsta einkaleyfið frá 1951, en hann er skáhallur múrsteinn á þeirri hlið sem lítur út og nær sú hlið niður á þann næsta fyrir neðan en það er gert til þess að ná fram betri einangrun og að rigningarvatn renni niður vegg- inn án þess að fara inn í fyll- inguna á milli múrsteinanna. Aðrar uppfinningar áttu við um gluggaeiningar, steypu-„beinin“ eða -stoðkerfi, fætur fyrir lampa og húsgögn, og sveigj- anleg plast- eða leðurmót sem fyllt voru steypu og fengi efnið þannig yfirbragð fjöðrunar og mýktar. Fimmti áratugurinn var tími mikilla afkasta hjá Fisac. Hon- um tókst að gera byltinga- kenndar breytingar á útliti spænskra kirkna þar til árið 1955, þegar hann sleit samskiptum sínum við Opus Dei, sem er íhaldssöm stofnun inn kaþólsku kirkjunnar. Hann hafði verið einn stofnenda Opus Dei og lagt laun sín óskert til hennar. Það ár hóf Fisac för sína í kringum hnöttinn, ein- samall. Hann heimsótti fjölda bygginga, líkt og hann væri að leita sér nýrra tilvísana. Hann varð fyrir vonbrigðum með yfirbragð bygginga hreintrúaðrar Nútímastefnunnar og gagnrýndi hana fyrir að vera „ómann- úðleg skynsemishyggja“ en það var líka í þessari ferð sem hann uppgötvaði verk Asplunds og japanska byggingarlist. Fisac lagði metnað sinn í stöðuga sjálfs- uppbyggingu sem leiddi af sér aðferðafræði sem hann notaði við upphaf hvers verk- efnis. Með spurningum eins og: Til hvers? Hvar? Hvernig? auk „veit ekki hvað“, hóf- ust hugleiðingar sem varð að svara ef skapa ætti byggingarlist. Sálræn leið til þess að framkvæma verkefnið Til hvers? Verklýsingin sagði til um ein- býlishús fyrir hjón með sjö börn og móður D. Pascuals. Hvar? Áður en Fisac byrjaði að teikna eða ákveða byggingarefni hússins í Mor- aleja-hverfinu, var mikilvægt að vega og meta eikarlundinn sem mældist 2.600 fer- metrar og hina miklu flugumferð frá Bar- aja-flugvellinum sem fór yfir lóðina með há- værum gný. Hvernig? Fisac teiknaði upp húsið með óreglulegum línum sem tóku tillit til tveggja heilbrigðra eikartrjáa. Frá forstofunni er gengið inn í stórt almenningsrými sem er án nokkurra milliveggja en er mótað af mjúkum hrynjanda framhliðarinnar. Það sam- anstendur af dagstofu og ann- arri stofu með arineldi fyrir samræður og til að hlýða á tónlist, með útsýni til suðurs. Í hinum enda hússins til norðurs og með útsýni til Guadarrama- fjallanna er stofa ætluð bridge- spilamennsku og borðstofa. Hún er í beinum tengslum við eldhúsið, strauherbergi, svefn- herbergi og innanhúsgarð þjónustufólksins með sér- inngangi og sem einnig er not- aður til að hengja út þvott. Innanhúsgarður með þaki leys- ir vandann við að ná næði fyrir skrifstofuna og svefnherbergi fjölskyld- unnar. Arkitektinn færði sér líka í nyt halla lóðarinnar til þess að gera aðgang í kjallara samlægan jörðu, en þar er bílskúr, svefn- herbergi bílstjóra, leikherbergi barnanna og búningsherbergi fyrir gesti sundlaug- arinnar. Til þess að umlykja öll þessi rými, þróaði Fisac áfram eina af uppfinningum sínum sem byggðist á því að láta mótunareig- inleika steypunnar njóta sín. Í einbýlishús- inu í Moraleja-hverfinu var hvítri steypunni hellt í sveigjanleg plastmót til þess að sýna eiginleika steypudeigsins og þyngd þess, sem um leið gerði útlit þess áþreifanlegt, viðkomumjúkt og fjaðrandi. Steypufletirnir voru líka hannaðir þannig að gert var ráð fyrir tvöföldu gleri í gluggum, sem var fest með vatnsheldu efni, neopreno, til einangr- unar gegn hávaða flugumferðar. … Og veit ekki hvað. Þrátt fyrir end- urbyggingu eftir eldsvoða í húsinu árið 1997 og nýlegar breytingar sem nýju húseigend- urnir gerðu án þess að ráðfæra sig við arki- tektinn, viðheldur húsið mikilfengleik sínum varðandi mótunareiginleika steypunnar og tæknilegar lausnir hljóðeinangrunar. Útlín- ur grænleitra og brúnna litbrigða eikanna, sem breyta lögun sinni og áferð eftir gangi sólar, eru dregnar fram á hliðum og glugg- um úr sedrusviði og á hvítu steypuveggj- unum. Það sem Miguel Fisac hafði hannað fyrir fjölskylduna henni til ánægju, var lítill loftreitur sem gerður er mannlegur, eins og hann komst að orði. Einbýlishús í Mora- leja-hverfinu í Madríd eftir Miguel Fisac Miguel Fisac vann til þjóðarverðlauna Spán- ar í byggingarlist níræður að aldri. Meðal síðustu verkefna hans var einbýlishús nálægt Barajas-flugvellinum í Madríd. Eftir Halldóru Arnar- dóttur og Javier Sánchez Merina jsm@coamu.es Húsið í Moraleja-hverfinu Að utan er húsið klætt tilbúnum einingum úr hvítri steypu sem sett hefur verið í sveigjanlegt mót, samanber einkaleyfi höfund- arins. Húsið er með litlum gluggum til loftræstingar og hliðar úr sedrusviði. Húsið er teiknað með tilliti til tveggja heilbrigðra eikartrjáa á lóðinni. Miguel Fisac Hlaut Gull- orðu byggingarlistar (1994) og spænsku þjóð- arverðlaunin fyrir bygg- ingarlist (2003). Halldóra er listfræðingur og Javier arkitekt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.