Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2005, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2005, Blaðsíða 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 15. janúar 2005 Þau undur og stórmerki gerðust í ís-lensku bíólífi í vikunni að suður-kóreskkvikmynd náði að skipa sér meðal tíumest sóttu mynda, þar sem einnig eru myndir frá Þýskalandi, Bretlandi, Íslandi og jú að sjálfsögðu Bandaríkjunum – en ekki hvað. Í gær hófst líka fyrsta kvik- myndahátíð ársins, frönsk kvikmyndahátíð þar sem sýndar eru níu nýjar myndir og árið 2004 var trúlega efnt til fleiri kvikmyndahátíða en nokkru sinni áður. Um leið er reglulega kvartað undan því að kvikmyndaflóran hér á landi sé alls ekki nógu fjölbreytt, að bíóstjórarnir sýni því engan skiln- ing að þjóðin vilji og þurfi að sjá kvikmyndir af sem fjölbreyttustum toga. Að allt annað sé hin mesta lágkúra, lágmenning. En skoðum dæmið nánar. Hvað er það sem stuðlar að því að bíóstjórarnir – sem eru nú, líkt og allar götur síðan almennar kvikmyndasýn- ingar hófust, í slíkum rekstri til þess að skila sem mestum hagnaði – sjái ástæðu til að bjóða upp á fjölbreyttar og góðar myndir? Er það ekki aðsóknin, seðlar í kassann? Ef góðar og vand- aðar „erlendar myndir“ – myndir framleiddar utan bíóborgarinnar skelfilegu – fá fína aðsókn og skila vel í kassann þá eru það skýrari skila- boð en nokkur önnur til bíóstjóranna um að halda áfram á þeirri braut. Hvatinn er sann- arlega fyrir hendi. Það er nefnilega staðreynd málsins að þessar „erlendu myndir“ eru í nær öllum tilvikum ódýrari í innkaupum. Vilji landsmenn í reynd sjá fjölbreyttari myndir í bíó þá þurfa þeir ekki að gera annað en að skila sér í bíó, sýna smekk sinn í verki. Og hókus, pókus; fleiri „erlendar“ myndir munu rata í bíó – sannið til. Ég veit ekki hversu oft ég hef furðað mig á því þegar framúrskarandi myndir fá litla sem enga aðsókn – og sagt þá við sjálfan mig að fólk sé fífl. Myndir sem búið er að fjalla ríkulega um í fjölmiðlum og mælt er með í bak og fyrir, margverðlaunaðar og stjörnum hlaðnar. En allt kemur fyrir ekki, eina sem á endanum virðist skila sér er orðsporið, meðmæli hinna almennu bíógesta sem sjá myndina. Þannig virðist vera sem þessir almennu bíógestir beri hreint ekki svo mikið traust til kvikmyndagagnrýnenda, vel meinandi blaðamanna og dómnefnda á kvik- myndahátíðum. Það virðist nefnilega ekki vera fyrr en „almenningurinn“ hefur kveðið upp sinn dóm og lagt blessun sína yfir myndina sem hún fer af stað og nær einhverri aðsókn. Því má álykta að bíógestir ráði mestu um hvað boðið er upp á í bíó, ekki bíóstjórarnir. Auðvitað má síðan tapa sér í að rökræða hvort komi á undan hæn- an eða eggið, „erlenda myndin“ eða áhorfandinn, en þegar íslenskur bíóheimur er skoðaður með réttu gleraugunum þá er þetta staðan. Ef suður-kóreska myndin Old Boy fær góða aðsókn – sem hún á svo fyllilega skilið – þá mun það örugglega leiða til þess að bíóstjórarnir verði fúsari til að fylgja henni eftir, skella í bíó fleirum af þessum frábæru asísku myndum sem verið er að framleiða um þessar mundir. Ef að- sóknin verður góð að frönsku hátíðinni þá leikur enginn vafi á að fleiri hátíðir munu fylgja í kjöl- farið. Hið eina sem þið þurfið að gera, sem áhyggjur hafið af lágkúrulegri íslenskri bíó- menningu, er að sýna smekk ykkar í verki og þá; hókus, pókus! Að sýna smekk sinn í verki ’Auðvitað má tapa sér í að rökræða hvort komi á undanhænan eða eggið, „erlenda myndin“ eða áhorfandinn …‘ Sjónarhorn Eftir Skarphéðin Guðmundsson skarpi@mbl.is F inding Neverland er títtnefnd þeg- ar rætt er um hugsanlega sig- urvegara við Óskarsverðlaunaaf- hendinguna – sem er snemma á ferðinni í ár, eða 22. febrúar. Myndin hefur fengið afbragðs við- tökur hjá gagnrýnendum sem hafa upp til hópa valið hana eina af 10 bestu myndum ársins 2004. Eins hefur hún þegar verið tilnefnd og unnið til margra verðlauna, enda valinn maður í hverju rúmi. Leikstjórnin er í höndum Svisslendingsins Marc Forsters, en þetta er hans fyrsta verk á eftir Monster’s Ball, Suðurríkjadramanu góða sem vann til ótal til- nefninga og verðlauna fyrir fjórum árum og færði m.a. aðalleikkonunni Halle Berry Óskars- verðlaunin og Silfurbjörninn í Berlín. Forster hefur þegar unnið hin eftirsóttu La- terna Magica-verðlaun fyrir leikstjórn Finding Neverland á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Með hlutverk Sir James fer stórleikarinn Johnny Depp og Kate Winslet leikur aðal kvenhlutverkið, Sylviu Llewelyn Davies. Julie Christie, Dustin Hoffman, Freddie Highmore og Radna Mitchell fara með helstu aukahlutverkin. Aðeins Depp kom til greina Sem fyrr segir fjallar myndin um þann kafla í lífi Barries þegar Pétur Pan er að fæðast í huga skáldsins. Handritið er kvikmyndagerð leikritsins Maðurinn sem var Pétur Pan, eftir Allan Knee, og hefst þar sem Sir James hefur gert nokkrar, mislukkaðar tilraunir til að koma frá sér vönduðu og vel skrifuðu leikriti. Hugmyndinni lýstur niður í kollinn á honum þar sem hann er að viðra hund- inn sinn í almenningsgarði í London: Fjórir, ung- ir drengir og ekkjan, móðir þeirra sem er smám saman að missa heilsuna, þarna eru komnar útlín- urnar í hið ódauðlega ævintýri um Pétur Pan. Hinn þýskættaði Forster fékk þegar mikið dá- læti á Pétri Pan, drengnum sem varð ekki fullorð- inn, á æskuárum sínum í Sviss. Hann hafði hins vegar litla hugmynd um kveikjuna að verkinu, at- burðarásina og aðstæðurnar sem settu það af stað í kollinum á Sir James. Um það leyti sem Forster fór að velta fyrir sér næsta verkefni á eftir hinni sigursælu Monster’s Ball, minntist hann handrits sem var í fórum hans um Sir James Barrie. „Ég las það í rauninni á undan Monster’s Ball og varð mjög hrifinn. Ég taldi víst að einhver væri byrjaður að kvikmynda það en þegar svo var ekki lét ég Finding Neverland ekki sleppa mér aftur úr höndum. Ég hafði sambandi við Harvey Weinstein hjá Miramax, við horfðum saman á Monster’s Ball, sem þá hafði ekki enn hafið göngu sína. Skýrði honum síðan frá hvernig ég sæi fyrir mér Finding Neverland og honum leist vel á hug- myndina. Ég er honum ákaflega þakklátur, þetta er búin að vera frábær reynsla.“ Frá upphafi var Forster með einn leikara í huga til að fara með hlutverk Sir James. „Aðeins Johnny Depp kom til greina, og enginn annar. Síðan var ég svo lánsamur að Kate Winslet tók að sér hlutverk frú Davies, móður drengjanna, sem nýlega er orðin ekkja. Tvær goðsagnir koma einnig við sögu, Julie Christie leikur Frú Du Maurier, móður frú Davies, og Dustin Hoffman fer með hlutverk Charles Frohman, framleiðand- ans sem kom flestum verkum Sir James á fjal- irnar.“ Barnið í Barrie Söguþráðurinn er byggður að hluta á sönnum at- burðum. Þegar þau Sir James hittast fyrst hafði frú Davies reyndar ekki misst mann sinn, en hann var orðinn helsjúkur. Barrie, sem er barn- laus og í ástlausu hjónabandi sem er að lognast út af, verður hrifinn af frú Davies og sonum hennar og hann er fljótur að sjá að öll þarfnast þau gleði og tilbreytingar í tilveruna. Sir James verður vin- ur þeirra og vináttan verður kveikjan að Pétri Pan. Í augum Frú Davies er skáldið engum líkur sem hún hefur áður kynnst og hún laðast ekki síður að þeim hæfileikum mannsins að kunna að vernda barnið í sjálfum sér. „Sannleikurinn er aðeins öðruvísi,“ segir For- ster, „en ég ætla að fanga andrúmsloftið sem kveikti bálið sem varð Pétur Pan.“ Fyrir kvikmyndagerðarmanninn Forster var Finding Neverland sannkölluð guðsgjöf, tækifæri til að segja dásamlega og hrífandi sögu um einn af mestu sagnamönnum veraldar. „Fyrir mér er hún ummyndun ímyndunaraflsins,“ segir hinn 34 ára Forster, sem er að skapa sér nafn sem einn hæfileikaríkasti leikstjóri samtímans af yngri kynslóðinni. Dæmigert Depp-hlutverk Sir James er dæmigerður Depp-karakter. Hinn liðlega fertugi leikari er þekktur fyrir að fara eig- in leiðir og fást við hlutverk sem færa honum ekki gulltryggða velgengni en eru því kröfuharðari og vandmeðfarin. Oftar en ekki túlkar hann sérvitr- inga og þá sem samtíminn hefur dæmt ut- angarðsmenn. Nægir að nefna titilpersónurnar í Edward Scissorhands, Ed Wood og Hunter S. Thompson í Fear and Loathing in Las Vegas. „Þetta eru minni sem ég hef fengist við af og til, hrífandi viðfangsefni um hvað umhverfið dæmir eðlilegt og hvað óeðlilegt, hverjir ákveða það og hvers vegna. Hvernig slíkur dómur er felldur á menn, oft einstaklinga í sviðsljósinu, eins menn í þorpum og litlum samfélögum þar sem þeir eru stimplaðir furðufuglar; „Ó, þessi náungi er öðruvísi, hann er skrýtinn.“ En hvers vegna er hann það? Slík viðfangsefni heilla mig og hér er einnig rík sú tilfinning að láta ekki grafa sig í verald- arsorpið en halda í þær gjafir sem okkur eru gefnar í æsku, barnslega eiginleika á borð við for- vitni og hrifningu. Ég hef áhuga á slíku.“ Kate Winslet þurfti ekki að velkjast í vafa um hvort hún ætti að taka að sér hlutverk Sylviu Llewelyn Davies. „Ég stóðst það ekki,“ segir hún. „Ég las hlutverkið og fannst það dásamlegt. Og Marc Forster átti að leikstýra, sem mér þótti ómótstæðilegt eftir að hafa séð Monster’s Ball. Og svo var það Johnny, ég hef alltaf þráð að vinna með Johnny. Með þessa menn innanborðs vissi ég að Finding Neverland yrði aldrei venjulegt bún- ingadrama.“ Forster finnur Hvergiland Johnny Depp Bætir enn einum kynlegum kvistinum í safn sitt með túlkun sinni á skáldinu James M. Barrie. Um helgina hefjast sýningar á dramanu Finding Neverland, sem byggð er á frægum viðburði í bókmenntaheiminum, hvernig leikritaskáldið Sir James M. Barrie fékk hugmyndina að klass- íkinni Pétur Pan. Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@ heimsnet.is Franski leikarinn Jean Reno hefurgengið til liðs við Tom Hanks og mun fara með eitt stærsta hlutverkið í kvikmyndagerð Rons Howards á metsölubókinni Da Vinci lykl- inum eftir Dan Brown. Eins og þeir fjölmörgu sem lesið hafa bókina geta sér kannski til um þá mun Reno leika franska rannsóknarlög- reglustjórann mjög svo önuga, Bezu Fache, sem fær það vandasama verk að hafa hendur í hári hins úrræða- góða dulmáls- og táknasérfræðings Robert Langdons, sem Hanks mun leika. Áætlað er að tökur á myndinni hefjist síðar á þessu ári og að myndin verði frumsýnd 19. maí 2006. Hand- ritið er eftir Akiva Goldsman en bæði hann og Howard fengu Ósk- arsverðlaun fyrir framlag sitt til myndarinnar A Beautiful Mind frá 2001. Reno fer einnig með stórt hlutverk í væntanlegri endurgerð á Bleika pardusnum þar sem Steve Martin mun feta í fótspor Peter Sellers og leika hinn kolruglaða Clouseau.    Breski kvikmyndagerðarmaðurinnAnthony Minghella, sem fékk Óskarsverðlaun fyrir The English Patient, ætlar næst að gera myndina Break- ing and Entering – drama sem mun gerast í Lund- únum. Minghella skrifaði handritið sjálfur og mun einnig framleiða myndina. Myndin gerist í nútímanum og fjallar um ungan múslíma sem brýst inn á skrifstofu hjá nýríkum arkitekt. Arkitektinn, sem er hinn versti uppi, stendur þjóf- inn að verki og úr verður hið drama- tískasta uppgjör sem leiðir til þess að arkitektinn sér sig knúinn til að end- urmeta líf sitt. Minghella hefur auk þess samþykkt að leikstýra kvik- myndagerð á skáldsögunni The Ninth Life of Louis Drax eftir Liz Jensen.    Ný og endurbætt útgáfa af stór-myndinni Heaven’s Gate eftir Michael Cimino verður sýnd á Berl- ínarhátíðinni sem fer fram dagana 10.-20. febrúar. Þessi vestri, sem er frá 1980, var einhver dýrasta mynd sem gerð hafði verið á sínum tíma, kolféll í aðsókn og varð einhver mesti skellur í kvikmyndasögunni og kné- setti heilt kvikmyndaver, United Art- ists. Myndin fylgdi eftir Ósk- arsverðlaunamynd Ciminos, The Dear Hunter, og voru bundnar mikl- ar vonir við hana enda var hún stjörn- um hlaðin. Meðal þeirra sem leika í henni eru Kris Kristofferson, Christ- opher Walken, John Hurt og Isabelle Huppert. Þetta verður í fyrsta sinn sem myndin verður sýnd í upp- runalegri lengd – 225 mínútur – í Evrópu en auk hennar verður sýnd í Berlín ný heimildarmynd eftir Mich- ael Epstein um gerð myndarinnar og þann fjárlhagslega dilk sem hún dró á eftir sér. Myndin heitir Final Cut: The Making and Unmaking of ’Heaven’s Gate.    Japanski kvikmyndagerðarmað-urinn Takashi Shimizu hefur fall- ist á að leikstýra The Grudge 2 – framhaldi hinnar vinsælu end- urgerðar á hans eigin japönsku hrollvekju. Telja verður býsna rök- rétt að hann varð fyrir valinu í ljósi þess að hann hef- ur nú þegar gert tvær framhalds- myndir á japönsku. Engum sögum fer hinsvegar af því hvort Sarah Michelle Gellar snúi aftur og láti sítt svart hár hræða úr sér líftóruna. Erlendar kvikmyndir Anthony Minghella Jean Reno Takashi Shimizu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.