Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2005, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2005, Blaðsíða 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 15. janúar 2005 | 15 Kvikmyndir Borgarbíó, Akureyri: Finding Neverland TAXI Í takt við tímann  (SV) Háskólabíó A very long engagement. National Treasure The Incredibles  (HL) Ocean’s Twelve  (SV) Bridget Jones – The edge of reason  (HJ) Laugarásbíó A series of unfortunate events Oldboy  (HJ) Blade Trinity  (SV) Í takt við tímann  (SV) Búi og Símon – Leiðin til Gayu  (SV) Regnboginn Finding Neverland Í takt við tímann  (SV) TAXI SAW  (SV) Sambíóin Reykjavík, Keflavík, Akureyri A series of unfortunate events National Treasure Alfie Blade Trinity  (SV) Ocean’s Twelve  (SV) The Polar Express  (HJ) The Incredibles  (HL) Smárabíó Finding Neverland TAXI Í takt við tímann  (SV) Paparazzi Búi og Símon – Leiðin til Gayu  (SV) Myndlist Anddyri Suðurlandsbrautar 4: Rafn Sigurbjörnsson – Fjölskyldan. Tíu olíumálverk. Árbæjarsafn: Í hlutanna eðli – stefnumót lista og minja. Til 5. júní. Gallerí 101: Egill Sæbjörns- son – Herra Píanó & Frú Haugur. Til 29. jan. Gallerí Banananas: Baldur Björnsson – Hefur þú kynnst geðveiki? Til 22. jan. Gallerí Dvergur: Sigga Björg Sigurðardóttir – Lapp- ir, línudans og fórnarlamb í gulri peysu. Til 23. jan. Gallerí i8: Finnur Arnar sýnir til 26. feb. Gallerí Sævars Karls: Hulda Vilhjálmsdóttir – Hver bank- ar á hurðina? Kannski barnið í landslaginu? Gerðuberg: Þetta vilja börn- in sjá! – Myndskreytingar úr íslenskum barnabókum sem gefnar hafa verið út á árinu. Sýndar eru myndir úr nær fjörutíu bókum eftir tuttugu og sjö myndskreyta. Þýska listakonan Rosemary Trockel sýnir til 27. feb. Hafnarborg: Rafmagn í 100 ár – sýning í tilefni af 100 ára afmæli fyrstu almenn- ingsrafveitunnar. Svart á hvítu, þrívíð verk, málverk, teikningar og grafík eftir ís- lenska og erlenda listamenn í Sverrissal og Apóteki. Sig- rún Guðmundsdóttir er myndhöggvari janúarmán- aðar. Hólmaröst: Jón Ingi Sig- urmundsson – olíu- og vatns- litamyndir. Hrafnista Hafnarfirði: Sig- urbjörn Kristinsson mynd- listarmaður sýnir málverk og tússmyndir í Menningarsal. Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi: Sænskt listgler, þjóðargjöf. Iðntæknistofnun: Nýsköpun í ný sköpun. Átta listamenn úr Klink og Bank. Kaffi Espresso: Guðrún Eggertsdóttir – skúlptúrar og myndir. Kaffi Sólon: Sigríður Valdi- marsdóttir – Snjókorn. Kling og Bang gallerí: Heimir Björgúlfsson – Alca torda vs. rest. Til 30. jan. Kubburinn – LHÍ: Þóra Gunnarsdóttir sýnir verk sín. Kunstraum Wohnraum: Alda Sigurðardóttir, Landslags- verk. Til 28. jan. Listasafn Akureyrar: Ashk- an Sahihi – Stríðsmenn hjartans. Stendur til 6. mars. Listasafn ASÍ: Valgerður Guðlaugsdóttir – Á skurð- arborði Augans. Stendur til 6. feb. Listasafn Íslands: Ný íslensk myndlist, Um veruleikann, manninn og ímyndina. Lýkur um helgina. Listasafn Kópavogs – Gerð- arsafn: Elías B. Halldórsson og Birgir Snæbjörn Birg- isson. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn: Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Erró, Víðáttur. Bjargey Ólafsdóttir, Brian Griffin og Þórður Ben Sveinsson 27. feb. 2005. Listasafn Reykjavíkur, Kjar- valsstaðir: Textíllist 2004 – Alþjóðleg textílsýning. Kjar- val í Kjarvalssal. Ljósmyndasafn Reykjavíkur: Fyrir og eftir. Til 6. febrúar. Náttúrugripasafnið Hlemmi: Tuttugu og sex mynd- listarnemar sýna. Nýlistasafnið: Hlynur Helga- son – Gengið niður Klapp- arstíg. Ævintýralegir fem- inistar – Carnal Knowledge. Stendur til 30. jan. Safn: Birgir Andrésson – Sýning. Til 23. jan. Yun Fei Ji – „Boxers“. Til 9. jan. Op- ið mið.–fös. 14–18 og lau.– sun. 14–17. Safn Ásgríms Jónssonar: Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Thorvaldsen: Kristín Tryggvadóttir – Leikur að steinum. Til 19. feb. Þjóðminjasafnið: Hér stóð bær … og Átján vóru synir mínir í Álfheimum. – Ljós- myndasýningar. Leiklist Borgarleikhúsið: Híbýli vindanna, lau, sun. Lína Langsokkur, sun. Belgíska Kongó, sun. Leikfélag Akureyrar: Óliver!, sun. Loftkastalinn: Eldað með Elvis, lau. Martröð á jóla- nótt, sun. FERILSKRÁ einleikarans á Há- degistónleikum TG á fimmtudag var með þeim lítillátari sem sézt hafa hér um slóðir. Hún minnti mann óbeint á sjálfsminning- argrein H. G. Wells um „orðmarg- an viðvaning sem varð fljótt gleymsku að bráð“ (en rættist ekki sem kunnugt er). Ef marka má ónefndan ferilskrárhöfund, kvað pí- anistinn hafa reynt flest annað en að æfa sig, og í ávarpi skólastjóra á sama ritvangi var beinlínis tekið fram að Gunnlaugur Þór Briem væri „fulltrúi þeirra nemenda sem ekki [leturbr. mín] hafa gert tónlist að ævistarfi“. En þó að þannig virtist lagzt á eitt um að skrúfa væntingar niður úr öllu valdi, er skemmst frá því að segja að afsökunartónninn reyndist að mestu óþarfur. Sömuleiðis hlutu áheyrendur að taka æfingarleysinu með saltkorni. Því þó að vissulega mætti heyra ákveðin merki um takmarkaða sviðsreynslu, bar áhugaspilamennska Gunnlaugs vott um óvenjulegt tónnæmi og leik- færni sem slöguðu á köflum upp í túlkun atvinnumanns. Aría Bachs úr Goldbergtilbrigð- unum var fyrst, og kom satt að segja flatt upp á mann hvað hún var vel og syngjandi mótuð. Allem- andan úr 1. frönsku svítunni var lausari í reipum, en Chopin Nokt- úrnan í e (Op. posth.) náði ágætu flæði. Fræga etýðu Skrjabins nr. 1 í cís Op. 2 vantaði ekki kraftinn, en kannski skriðþungann, og kom það, ásamt stundum fullbröttum styrk- brigðum í síðari atriðum, einna helzt upp um sviðsreynsluleysið. Rúmbuskotin Tokkata Katsjat- úríans var tekin með ungæðislegri áhættu en slapp samt furðuvel fyr- ir horn; Lírukassi (Leierkasten), örstykki Sjostakovitsjar, komst þó síður frá sambærilegu áhlaupi. Arabeska Debussys nr. 1 hljómaði hins vegar mjög fallega, og Hum- alfluga Rimskys suðaði hressilega á nærri ofvirku yfirtempói. Loks var klykkt út með ’Round Mid- night, dreymandi djassballöðu The- loniusar Monk, er þrátt fyrir vott af óeirð og aðeins of litla sveiflu sveif um loft með ljóðrænum þokka. Umfram vænt- ingar TÓNLIST Tónlistarskóli Garðabæjar Verk eftir Bach, Chopin, Skrjabin, Katsjatúrían, Sjostakovitsj, Debussy, Rimskíj-Korsakoff og Thelonius Monk. Gunnlaugur Þór Briem píanó. Fimmtu- daginn 13. janúar kl. 12:15. Píanótónleikar Ríkarður Ö. Pálsson EFNISSKRÁIN á tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar Íslands á fimmtu- dagskvöldið var sérstæð; San Franc- isco Polyphony eftir György Ligeti og sjaldheyrð útgáfa Sjö síðustu orða Krists á krossinum eftir Haydn. Að blanda þessum tveimur verkum sam- an var einkennilegt; þau eru ekki einu sinni andstæður heldur tilheyra algerlega óskyldum heimum. Hefði ekki mátt hugsa þetta aðeins betur og hafa eitthvað meira viðeigandi með Ligeti – eða með Haydn? Auð- vitað er allt í lagi að hafa nútíma- tónlist með klassískri tónlist, en ég er samt þeirrar skoðunar að það þurfi að vera heildarmynd á tón- leikum ef þeir eiga að standa undir nafni. Ástæðan fyrir því hversu hljóm- sveitarútgáfan á tónsmíð Haydns er sjaldan flutt er að hún er býsna ein- hæf. Verkið er í klassískum, fyr- irsjáanlegum heiðríkjustíl, langir kaflarnir eru sjö talsins án þess að nokkurs staðar sé sungið; útkoman er langdregin og nær illa að skapa þau áhrif sem frásögn af krossfest- ingu Krists hlýtur að vekja hjá sanntrúuðum. Af þessum ástæðum var upplestur Passíusálma Hallgríms Péturssonar undarlega óviðeigandi þótt hann hafi verið rökréttur í sjálfu sér og gædd- ur viðeigandi and- akt. Vissulega fjalla bæði lista- verkin um það sama, en það er miklu meiri kvöl í sálmum Hall- gríms. Að hlýða á Haydn á eftir hverju erindi þurrkaði út inntak sálmanna; það var eins og verið væri að sprauta mann niður aftur og aftur. Þrátt fyrir þetta er tónsmíðin fal- leg í sjálfu sér, hún samsvarar sér prýðilega og laglínurnar eru hug- ljúfar. Auk þess var hún ákaflega vel flutt af hljómsveitinni; strengjaleik- urinn var yfirleitt hreinn og samtaka og aðrir hljóðfæraleikarar voru pott- þéttir á sínu. Túlkun stjórn- andans Ilan Volk- ov var fyllilega í anda tónskáldsins en reyndar var heildarhljómurinn óþarflega skær, dýpri raddir voru heldur hæverskar sem dró enn frek- ar úr öllu dramanu. Kannski hljóm- aði verkið þó bara svona þar sem ég sat, en það var vinstra megin á sjötta bekk. Eins og áður sagði var tónsmíð Ligetis af allt öðrum toga. Tónmálið var óreiðukennt en að sama skapi snilldarlega skipulagt og var unaður að fylgjast með hvernig verkið hreyfði sig á milli ólíkra hljóð- færahópa undir öruggri stjórn Volkovs. Tæknilega séð var flutning- urinn frábær; hann var samstilltur og agaður en einnig kraftmikill. Út- koman var draumkennd stemning sem ekki verður lýst með orðum; hví- líkt ferðalag! Þess má geta að Ligeti var fastur gestur í kvikmyndum Stanley Kubrik; heyra má verk hans í The Shining, Eyes Wide Shut, 2001 A Space Oddyssey og sjálfsagt fleirum. Verk hans eru sérkennilega bein- skeytt og skapa stemningu sem mað- ur upplifir hvergi annars staðar. Hvernig væri að fá meiri Ligeti á tónleikum Sinfóníunnar á næsta ári? Ferðalag um óreiðuna Jónas Sen TÓNLIST Háskólabíó Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eft- ir Ligeti og Haydn undir stjórn Ilan Volk- ov. Pétur Gunnarsson las úr Pass- íusálmum Hallgríms Péturssonar. Fimmtudagur 13. janúar. Sinfóníutónleikar Morgunblaðið/Árni Torfason Pétur Gunnarsson og Sinfóníuhljómsveit Íslands „Af þessum ástæðum var upplestur Passíusálma Hallgríms Péturssonar undarlega óviðeigandi þótt hann hafi verið rökréttur í sjálfu sér og gæddur viðeigandi andakt.“ Joseph Haydn György Ligeti RITIÐ Frá Bjargtöngum að Djúpi flytur að vanda margvíslegt fróðleiks- efni. Ari Ívarsson frá Melanesi, sem orðinn er góðkunningi lesenda vest- firskra rita, á hér tvær góðar ritgerð- ir. Sú fyrri fjallar um brúnkolanám á Rauðasandi og í Arnarfirði á fyrri stríðsárum. Það er merk heim- ildagrein um starfsemi sem nú er lík- lega flestum gleymd. Hin greinin seg- ir frá móupptekt í Melanesi. Þar þykir mér hafa verið mikill mór, ell- efu stungur auk ruðnings. Ari lýsir þessari starfsemi glögglega. Enn kemur Rauðasandurinn við sögu í fróðlegum frásögnum Eyjólfs Sveins- sonar á Lambavatni. Hann á hérna fróðlega smáþætti um sjósókn og fuglaveiði. Hafliði Magnússon, sem margt hefur skrifað í þessi rit, greinir hér frá menningarlífi við Arnarfjörð, einkum um leiklistarlíf á Bíldudal. Hann er einnig með nokkurn bálk af gamansögum. Þriðji hluti úr dag- bókum Aðalsteins á Laugabóli er hér einnig. Þá segir af vegagerð í Mos- vallahreppi, sem mér virðist hafa ver- ið allglæfraleg á köflum. Úr Naut- eyrarhreppi er frásögn Guðvarðar Jónssonar. Þar segir einkum frá Steindóri Helgasyni á Kirkjubóli, merkum bónda. Heftinu lýkur svo með minningabrotum Kjartans Theophilusar Ólafsson úr Aðalvík. Það er fróðlegur þáttur en nokkuð strembinn fyrir ókunnuga. Mikið er af myndum í þessu ágæta riti eins og venjulega og eru þær allar sögulegs eðlis. Ritið litla, en snotra, Mannlíf og saga fyrir vestan, kemur nú út í fimmtánda sinn og er það því orðið hið myndarlegasta ritsafn, sem flytur margvíslegan fróðleik. Að þessu sinni segir háaldraður Hornstrendingur, Arnór Stígsson, frá uppvexti sínum og mannlífi í Hornvík á síðustu árum mannvistar þar. Það er góð og gagnleg frásögn. Þá er hér alllöng ritgerð eftir séra Ágúst Sigurðsson um dótturbörn séra Jóns Þorlákssonar, skálds á Bægisá. Systkin tvö, Ágústa og Jón Eyjólfsbörn settust að í Aðalvík á Ströndum. Þar varð Jón prestur alla sína preststíð. Frá þeim og lífi í Að- alvíkursveit á nítjándu öld segir í greininni. Hún er einkar fróðleg, en hinn tyrfni stíll séra Ágústs er mér ekki alveg að skapi. Sitthvað er hér fleira smálegt í þessu riti og ekki vantar gamansögurnar frekar en endranær né heldur gamlar myndir. Þar ber hæst ljósmyndir úr vega- vinnu þar vestra, en þær myndir eru úr safni Lýðs Jónssonar, sem lengi var yfirverkstjóri Vegagerðar rík- isins á Vestfjörðum. Þó að þær mynd- ir og aðrar gamlar myndir, sjálfsagt teknar á einfaldar myndavélar og af áhugamönnum, geti virst sem smæl- ingjar hjá hinum miklu glæsimynd- um nútímans, eru þær engu að síður afar gagnlegar sögulega séð og segja mikla sögu. Þökk sé ritstjóranum fyr- ir að leggja rækt við söfnun og birt- ingu slíkra mynda. Fróðleikur að vestan Sigurjón Björnsson BÆKUR Þjóðlegur fróðleikur Frá Bjargtöngum að Djúpi VII. ár. Ritstj.: Hallgrímur Sveinsson Útg.: Vestfirska forlagið, Hrafnseyri, 2004, 163 bls. Mannlíf og saga fyrir vestan Vestfirskur fróðleikur gamall og nýr, 15. hefti Ritstj.: Hallgrímur Sveinsson Vestfirska forlagið, Hrafnseyri, 2004, 80 bls.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.