Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2005, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2005, Blaðsíða 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 15. janúar 2005 L istamaðurinn er Ashkan Sah- ihi, fæddur í Íran, skólageng- inn í Þýskalandi og starfandi í New York. Hann er ljós- myndari en kemur hér líka fram sem eins konar kons- eptlistamaður, höfundur hugmyndarinnar um að sýna 100.000.000 krónur í sölum safnsins á Akureyri. Sýninguna hefur hann síðan útfært í samvinnu við Hannes Sigurðs- son, forstöðumann safnsins, og er allt sýn- ingarrýmið útfært sem umgjörð: Á veggjum eru ljósmyndir Ashk- ans, í einum salnum hefur verið komið fyrir gömlum sjúkrarúmum og á stöllum um allt eru peningabúntin sem raðað hefur verið upp í skúlptúra sem hafa ýmsar formrænar tilvísanir. Yfir öllu ómar söngur munka frá Tíbet. Til að komast inn á sýninguna þurfa gestir að skáskjóta sér framhjá stálvegg sem nærri hylur dyraopið úr anddyrinu inn í miðsal safnsins. En þegar inn er komið eru það peningarnir sem grípa athyglina. Það eru þeir sem þurfa að standa undir uppákomunni, leika hlutverk lista- verksins í listasafninu. Það er auðvitað ekkert nýtt að list snúist um peninga og að peningarnir séu virkjaðir í þágu listarinnar. Umræðan um listmark- aðinn, fjármagn til menningar og listvæðingu fjármálaheimsins eru daglegt brauð og sígilt blaðaefni. Blaðamenn eru alltaf á línunni að fá álit listspekúlanta á stöðu markaðarins og hagræna framtíð samtímalistarinnar. En peningarnir sjálfir eru ekki listaverk, þáttur þeirra í listinni kann að vera gildur en okkur er umhugað um að greina þar á milli. Árið 1967 skrifaði ítalski fræðimaðurinn og skáldið Umberto Eco gagnrýni um tvö nýútgefin verk sem hann lýsti sem „editions numerotées í fólíó“. Útgef- andinn var Seðlabanki Ítalíu og titlar verkanna voru Fimmtíu þúsund lírur og Eitt hundrað þúsund lírur. Gagn- rýnandinn, Eco, var reiðubúinn til að líta framhjá því að með útgáfunni væri verið að yfirmetta markaðinn en halda verði verkanna svo háu að það væri flestum listunnendum of- viða að eignast þau. Hann gagnrýndi frekar innihaldið: „Hverju gagnast raunsæislegt yfirbragð port- rettmyndanna á þessum verkum þegar öll umgjörðin er greinilega undir áhrifum frá ofskynjunarlist … með alls konar hverfingum, spíröl- um og öldumynstri afhjúpa verkin veruleikafirringuna sem er raunverulegt mark- miðið, að bregða upp fyrir sjónum manna veröld skáldaðra gilda, úrkynj- aðs tilbúnings.“ Slíkar útgáfur eru til þess eins að staðfesta kenningar samtímabókmennta- fræðanna sem halda því fram að verkið sé að- eins hreint tákn um sig sjálft. „Raunsæið er svindl eins og sjá má á framúrstefnunni sem aðeins er til að fela firringuna sem und- ir liggur.“ Við sækjumst ekki eftir peningum til að eignast enn eitt portrettið af maddömu Ragnheiði, El- ísabetu drottningu, Lincoln forseta eða hver það nú er sem prýðir peninginn á hverjum stað. Peningasafn- arar eru meinlausir sérvitr- ingar en tilhneiging þeirra til að safna og dást að peningum virðist einhvern veginn á misskiln- ingi byggð: Það er ekki svona sem á að nota peninga. Ashkan Sahihi er dagfarsprúð- ur ljósmyndari sem fram að þessu hefur leitast við að birta okkur skuggaskil og litbrigði veraldarinnar sem hann fangar með linsunni, tínir saman af var- færni og safnar í íhugular en ágengar myndraðir sem smátt og smátt afhjúpa líka höfundinn og hugsanagang hans, heims- sýn hins opna húmanista sem er laus við for- dóma, skellibrögð og innantóm sniðugheit. Myndir hans eru vissulega oft ögrandi en aldrei fyrr en listamaðurinn hefur fyrst lað- að okkur að þeim og sýnt okk- ur að hann sjálfur vinnur af heilindum og með fullri hlut- tekningu fyrir þeim sem hann myndar. Portrett hans af fólki undir áhrifum eiturlyfja eru til dæmis hvorki hneykslanleg né vekja sérstakan óhug. Í þeim býður Ashkan okkur einfald- lega að kanna, ásamt þeim sem sat fyrir hjá honum, nokkuð af okkar innstu til- finningum sem við sjáum tjáðar í svipnum og þekkj- um jafnvel þótt við höfum aldrei feng- ist við eiturlyf sjálf. Það sem kannski kemur mest á óvart við þessar myndir er einmitt það hve auðvelt það er að finna samkenndina með fólkinu þótt það sé augljóslega undir sterkum áhrifum lyfjanna. Því er það und- arlegt að koma að Ashkan nú þegar hann er svo blákaldur að sýna bara beinharða pen- inga, án milliliða eða miðlunar ljósmyndavél- arinnar. Þótt vald peninganna í listheiminum sé mikið verða þeir næstum aldrei fyrirferð- armiklir í verkunum sjálfum, sjaldan einu sinni sjáanlegir í mynd og enn sjaldnar, ef svo má að orði komast, bein- harðir. Það er augljóst að svona getur sjokkerað og vakið athygli. Seðl- ar í búntum grípa augað í hvaða samhengi sem er. Staflar af seðl- um, glás af peningum, sandur af seðlum, böns af monníngum. Orðaforðann þrýtur þegar lýsa á svo grófri sýningu, svo plebba- legri peningadýrkun, en um leið eru seðlarnir ótrúlega aðlað- andi, heillandi, tælandi og lof- andi ríkidæmi, frelsi og betra lífi … ef maður kæmist bara með puttana í þá. Sem gripir á listsýningu eru peningarnir subbulegri en heil hjörð af klofnum kúm, langt frá því eins fínlegir og mannasaur í niðursuðudós og betra sorpblaðaefni en Jesús að drukkna í pissi, svo nefndar séu nokkrar hliðstæður í nýlegum listasögum til sam- anburðar. En verkin á sýningunni eru líka af- skaplega blátt áfram og sakleysisleg. Þetta eru bara seðlar þegar allt er til komið. Við handleikum peninga á hverjum degi og við hugsum um þá allan daginn. Við vitum hvað þarf mikið af þeim til að kaupa pott af mjólk. Ef pen- ingarnir eru Eftir Jón Proppé proppe@art.is Peningar á stalli „Seðlar í búntum grípa augað í hvaða samhengi sem er. Staflar af seðlum, glás af peningum, sandur af seðlum, böns af monníngum. Orða- forðann þrýtur þegar lýsa á svo grófri sýningu, svo plebbalegri peningadýrkun, en um leið eru seðlarnir ótrúlega aðlaðandi, heillandi, tælandi og lofandi ríkidæmi, frelsi og betra lífi … ef maður kæmist bara með puttana í þá.“ List (fyrir) peninga

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.