Fréttablaðið - 24.05.2003, Page 25

Fréttablaðið - 24.05.2003, Page 25
27LAUGARDAGUR 24. maí 2003 MICHAEL JACKSON Michael Jackson gaf þeim sem hann gat áritanir þegar hann heimsótti Circle Center verslunarkeðjuna í Indianapolis á þriðju- daginn. Daginn eftir veiktist hann skyndi- lega og var lagður inn á spítala. Michael Jackson á spítala: Féll saman fyrir réttar- höld Poppkóngurinn MichaelJackson var óvænt lagður inn á spítala með „óskilgreindan“ sjúkdóm á miðvikudag. Söngvar- inn átti að mæta í réttarsalinn þennan dag til þess að gefa vitnis- burð í máli sem höfðað var gegn honum og bræðrum hans í Jackson Five. Jackson dvaldi á spítala í Indi- anapolis í tvo daga þar sem hann var undir stöðugu eftirliti. Hann yfirgaf spítalann í gær, skreið beint upp í einkaþotu sína og flaug til Los Angeles. Lögfræðingur hans segir að álagið á Jackson vegna réttar- haldanna gæti verið ein af örsök- um veikindanna. „Honum leið frekar illa og var mjög veikburða,“ sagði lögfræð- ingur hans, Brian Oxman, í viðtali við The Associated Press. „Hann verður yfirleitt mjög áhyggjufull- ur þegar hann þarf að bera vitni. Honum líkar ekki við málsóknir, og hann veikist yfir öllum mála- ferlunum sem virðist rigna yfir hann.“ Jackson Five hafa verið sakað- ir um að stela nafni og tveimur lögum frá sveit úr heimabæ þeir- ra, Gary. Lögin voru gefin út á safnplötu árið 1996 sem innihélt þá áður óútgefnar upptökur frá Jackson Five. Sveitin sem söng lagið hét „Ripples & Waves“ en Jackson bræðurnir eiga að hafa notað það í óljósum tilgangi. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.