Fréttablaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 2
2 9. ágúst 2003 LAUGARDAGUR Nei, ég fer fram úr og bið til Guðs að dagurinn verði nákvæmlega eins og hann vill hafa daginn. Páll Óskar Hjálmtýsson er einn forsvarsmanna Hinsegin daga, sem standa nú yfir í Reykjavík. Spurningdagsins Páll Óskar, ferð þú öfugu megin fram úr? Línuívilnun ekki tekin upp í haust SJÁVARÚTVEGUR Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra kynnti breytta reglugerð um byggða- kvóta í gær, þar sem tekið er tillit til ávirðinga Umboðsmanns Al- þingis í hans garð vegna síðustu úthlutunar. Ráðherra kynnti í gær níu breyttar reglugerðir um stjórnun fiskveiða, þar á meðal út- hlutun kvóta fyrir næsta fisk- veiðiár. Fyrr í sumar reifaði ráðherra hugmyndir um að afnema byggða- kvóta í tengslum við að koma á línuívilnun meðal hagsmunaaðila. Hann segir ábendingar umboðs- manns Alþingis um að ekki hafi verið farið að lögum í úthlutun á byggðakvóta hafa orðið til þess að línuívilnun verði ekki komið á í haust. „Ég sagði að það væri hægt að setja á línuívilnun fyrir næsta fiskveiðiár með því að beita þess- um byggðaheimildum. Hins vegar eftir að umboðsmaðurinn kom með gríðarlega mikla gagnrýni á lagaheimildirnar sem slíkar og framkvæmd þeirra sé ég ekki að það sé forsvaranlegt að fara þannig í málið,“ segir Árni. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa verið gagnrýndir harðlega af smábátasjómönnum á Vestfjörð- um fyrir að ekki hafi verið staðið við yfirlýsingar í kosningabarátt- unni um að línuívilnun yrði komið á í haust. Árni segir að ekki hafi verið afdráttarlaust kveðið á um í stjórnarsáttmálanum að línuíviln- un yrði komið á. Hann kveðst hafa átt samráð með Halldóri Ásgríms- syni, formanni Framsóknar- flokksins, um frestun línuívilnun- ar. Nýju reglugerðinni um byggðakvóta er ætlað að mæta þeirri gagnrýni umboðsmanns að reglur í kringum úthlutun byggðakvóta hafi ekki verið nægi- lega ljósar. Skipting byggðakvóta á milli sveitarfélaga verður byggð á punktakerfi, sem tekur meðal annars til fólksfækkunar, tekna undir landsmeðaltali, minnkun á kvóta og samdráttar í fiskvinnslu. Almenna reglan í úthlutun til báta byggir á aflahlutdeild þeirra, en sveitarstjórnum gefst færi á að koma með tillögur um sérstakar úthlutunarreglur fyrir eigið sveit- arfélag. Árni kveðst ekki fá séð hvernig mögulegt sé að koma á línuívilnun í haust. Það sé Alþingis að taka ákvarðanir um línuívilnun. jtr@frettabladid.is Formaður Samfylkingar um línuívilnun: Samfylking mun taka málið upp á Alþingi SJÁVARÚTVEGSMÁL „Ef stjórnar- flokkarnir ætla að svíkja loforðin sem þeir gáfu Vestfirðingum mun Samfylkingin leggja til á Alþingi að línuívilnunin verði tekin upp,“ segir Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, vegna þeirrar deilu sem uppi er innan stjórnarflokkanna um það hvort taka eigi upp línutvöföldun í haust. Össur segir að Samfylkingin vilji ívilna vistvænum veiðiaðferðum og þar standi krókaveiðarnar fremst. Hann segir að það verði áhugavert að sjá viðbrögð ríkis- stjórnarinnar ef Samfylking taki málið upp á Alþingi. „Þá mun ríkisstjórnin standa andspænis sínum eigin loforðum. Við munum þá sjá hvernig þing- menn Vestfirðinga og fleiri sem haft hafa uppi stuðning í orði munu bregðast við,“ segir Össur. Hann vitnar til þeirra fleygu orða Davíðs Oddssonar að það skipti máli hverjir gefa loforðin. „Nú bendir allt til þess að það sé einmitt að koma í ljós,“ segir hann. Össur segir að telji menn þörf á að kalla Alþingi saman til að koma málinu í kring muni Samfylkingin ekki standa gegn því. „Hins vegar sýnist mér að miðað við þann ein- hug sem var um málið í kosninga- baráttunni að hægt verði að ljúka málinu snemma í október eftir hefðbundna þingsetningu,“ segir Össur. ■ 170 Bandaríkjamenn fallnir í Írak: Fleiri en í Persaflóa- stríðinu BAGDAD, AP Íraskir uppreisnar- menn drápu bandarískan her- mann í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gærmorgun. Þrír bandarískir hermenn hafa fallið undanfarna tvo daga fyrir byssukúlum Íraka. Alls hafa 170 bandarískir hermenn fallið í Íraksstríðinu, 23 fleiri en féllu í Persaflóastríð- inu. Frá því Bush Bandaríkjafor- seti lýsti yfir að stríðinu væri lokið 1. maí hafa 56 Bandaríkja- menn fallið. ■ UMMERKIN SKOÐUÐ Svo virðist sem bíl hlöðnum sprengiefni hafi verið lagt fyrir utan sendiráð Jórdaníu. Írakar sprengja í Bagdad: Bílsprengja við sendiráð BAGDAD, AP Að minnsta kosti 11 manns létust og yfir 50 særðust þegar öflug bílsprengja sprakk við sendiráð Jórdaníu í Bagdad í Írak í gær. Eftir sprenginguna réðust nokkrir Írakar inn í sendiráðs- bygginguna, rifu niður fána Jórdaníu og einnig myndir af Abdullah II, konungi Jórdaníu. Írakar eru ævareiðir Jórdönum fyrir stuðning þeirra við innrás Bandaríkjamanna í Írak. ■ Mahmoud Abbas: Opinber heimsókn til Noregs NOREGUR Mahmoud Abbas, for- sætisráðherra Palestínumanna, hefur þekkst heimboð hins nors- ka starfsbróður síns Kjell Magne Bondevik. Abbas mun heimsækja Osló og bæinn Molde dagana 27. og 28. ágúst næst- komandi. Heimsóknin er liður í því að efla þátttöku Norðmanna í friðarferl- inu fyrir botni Miðjarðarhafs, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá norska forsætisráðuneytinu. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, heimsótti Noreg í síð- asta mánuði og Bondevik mun halda til Ísrael og Palestínu í haust. Auk Bondevik mun Abbas ræða við utanríkisráðherrann Jan Petersen, Harald konung og formann utanríkisnefndar nors- ka þingsins. ■ Eiturlyfjahringur upprættur: Stórfellt kókaínsmygl KAUPMANNAHÖFN, AP Danska lög- reglan hefur handtekið fimm menn sem grunaðir eru um að hafa smyglað 60 kílógrömmum af kókaíni frá Hollandi til Danmerk- ur. Mennirnir eru taldir tilheyra eiturlyfjahring sem hafi stundað kókaínsmygl um árabil. „Þetta er eitt af stærstu eitur- lyfjamálum í sögu Danmerkur,“ sagði talsmaður dönsku lögregl- unnar. Söluverðmæti kókaínsins nam um 750 milljónum íslenskra króna. ■ VIÐSKIPTI Sparisjóður Mýra- sýslu hefur falið lögmanni sínum að innheimta um 25 milljóna króna víxil hjá Kaupfélagi Árnesinga. Þá- verandi framkvæmdastjóri kaupfélagsins skrifaði upp á víxilinn í mars en stjórn félagsins segir hann ekki hafa haft umboð til þess og neitar að greiða. Eins og sagði í gær skrif- aði framkvæmdastjóri KÁ upp á víxla fyrir 52 milljón- ir króna fyrir dótturfélagið Brú. Félagið á Hótel Selfoss, sem verið hefur í miklum rekstrar- vanda. Brú hefur ekki greitt víxlana og því ganga lánar- drottnar að KÁ. Sjálft er kaupfélagið í greiðslu- stöðvun til októberloka vegna fjárhagsvandræða. Gísli Kjartansson, sparisjóðsstjóri hjá Sparisjóði Mýrasýslu segir það ekki rétt sem fram kom í Fréttablaðinu að sparisjóðurinn hafi keypt víxla fyrir allar 52 milljónirnar: „Þessi tala er helmingi of há hvað okkur varðar. Víxillinn er seldur okkur með Kaupfélagi Árnesinga sem ábyrgðarmanni. Málið er komið til okkar lögfræðings til inn- heimtu,“ segir Gísli. ■ ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Samfylkingin styður vistvænar veiðar. HÓTEL SELFOSS Mikill vandi steðjar að Kaupfélagi Árnes- inga, sem gróft áætlað skuldar um 300 milljónir króna umfram eignir. Hótel Sel- foss hefur verið dýrkeypt. Sparisjóður Mýrasýslu: Kaupfélagsvíxill sendur í innheimtu MAHMOUD ABBAS Hólmavík: Féll tæpa fimm metra SLYS Fimmtán ára drengur slasað- ist alvarlega þegar hann féll niður fjóra til fimm metra á milli hæða í gömlu verksmiðjuhúsnæði á Djúpuvík. Hann var fluttur með sjúkraflugi frá Gjögri til Reykja- víkur. Hann hlaut innvortis blæð- ingar og höfuðáverka, en ástand hans er stöðugt. „Drengurinn var gestkomandi á Djúpuvík og fór inn í verk- smiðjuhúsnæðið í leyfisleysi,“ segir Hannes Leifsson lögreglu- varðstjóri. Hann segir drenginn hafa verið á annarri hæð í niða- myrkri þar sem átta göt eru á gólfinu. Byrgt hafði verið fyrir öll götin nema það innsta og féll hann niður um gatið og lenti á steingólfi á hæðinni fyrir neðan. ■ Sjávarútvegsráðherra segir ábendingar Umboðsmanns Alþingis hafa valdið því að línuívilnun verði ekki tekin upp í haust. Ráðherra kynnti í gær nýjar reglugerðir um stjórnun fiskveiða og úthlutaði kvóta. SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Árni Mathiesen trúði því að hægt væri að koma á línuívilnun í haust, en segir álit umboðsmanns Alþingis um að ekki hafi verið farið að lögum í úthlutun byggðakvóta koma í veg fyrir það. Erkibiskupinn af Kantaraborg: Boðar til neyðar- fundar LUNDÚNIR, AP Erkibiskupinn af Kantaraborg ætlar að boða leið- toga biskupakirkjunnar til fundar um hugsanlegar afleiðingar skip- unar samkynhneigðs prests í emb- ætti biskups í Bandaríkjunum. Að sögn erkibiskupsins Rowans Williams verður fundurinn haldinn í Lundúnum í október. Williams segir að hörð viðbrögð kirkjunnar manna sýni að nauðsynlegt sé að setjast niður og ræða málin. Fyrr í þessari viku staðfesti bandaríska biskupakirkjan kjör samkynhneigða prestsins Gene Robinson í embætti biskups í New Hampshire. ■ Efnahagur Rússa: Lægri verðbólga MOSKVA, AP Mikhail Kasíanov, for- sætisráðherra Rússlands, segir að ríkisstjórnin stefni að því að halda verðbólgunni í landinu undir tólf prósentum á þessu ári. Á síðasta ári var 15,1% verðbólga í Rúss- landi. Á fundi ríkisstjórnarinnar sem tileinkaður var efnahagsmálum tilkynnti Kasíanov jafnframt að þjóðarframleiðsla hefði aukist um 7,2% prósent á fyrri helmingi árs- ins. Iðnaðarframleiðsla jókst um 6,8% og innlendar fjárfestingar jukust um hátt í tólf prósent. Forsætisráðherrann benti á að þessar tölur sýndu að efnahagur landsins væri að breytast til hins betra en ítrekaði þó að óvíst væri hvort þessi þróun héldi áfram á komandi árum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.