Fréttablaðið - 09.08.2003, Page 8

Fréttablaðið - 09.08.2003, Page 8
8 9. ágúst 2003 LAUGARDAGUR Rauðglóandi óánægja „Okkar helsti markhópur er fólk sem sækir í náttúruna og meiri- hluti þeirra er andsnúinn hval- veiðum. Um leið og umræða hef- ur hafist um hvalveiðar hefur síminn verið rauðglóandi á sölu- stöðum Íslandsferða.“ Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í Fréttablaðinu 8. ágúst. Hvalkjöt er framtíðin „Mér finnst skrítið þegar menn tala um að framtíðin liggi bara í ferðaþjónustu og hvalasýning- um. Sannleikurinn er sá að Byggðastofnun hefur afskrifað 2,8 milljarða á síðustu fimm árum og 300 milljónir eru út- standandi, ef þetta er framtíðin þá er hún döpur.“ Konráð Eggertsson hvalveiðimaður í Fréttablaðinu 8. ágúst. Orðrétt SJÁVARÚTVEGSMÁL Orðalag stefnuyf- irlýsingar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, um línuívilnun og byggðarkvóta, er í senn loðið og teygjanlegt. Nokkrir fyrirvarar eru settir fram í stjórnarsáttmál- anum, áður en komið er að kjarna málsins. „Leitast verður við að styrkja hagsmuni sjávarbyggða, til dæmis með því að kanna kosti þess að styrkja forkaupsréttarákvæði sveitarfélaga og lögaðila, að nýta tekjur af veiðigjaldi til uppbygg- ingar þeirra, takmarka framsal aflaheimilda innan fiskveiðiársins, auka byggðarkvóta og taka upp ívilnun fyrir dagróðrabáta ...,“ seg- ir í stefnuyfirlýsingunni. Eins og sjá má, þá vill ríkis- stjórnin í sömu andrá leitast við að kanna kosti þess að auka byggðakvóta og taka upp ívilnun fyrir dagabáta. Samkvæmt því gengur sjávarútvegsráðherra þvert á sáttmálann með því að leggja til afnám byggðakvótans gegn því að taka upp línuívilnun. Mikil ólga er innan ríkisstjórnar- innar vegna þessa og hagsmuna- aðilar krefjast þess að staðið verði við þau fyrirheit sem gefin voru í aðdraganda kosninganna í vor. ■ Vestfirðingarnir gætu fellt stjórnina Forsætisráðherra sá ekkert því til fyrirstöðu í kosningabaráttunni að línuívilnun yrði tekin upp í haust. Sjávarútvegsráðherra er á öndverðri skoðun. Stjórnarþingmaður vill að hann víki. SJÁVARÚTVEGSMÁL „Davíð gaf alveg skýra yfirlýsingu á fundinum á Ísafirði fyrir kosningar. Hann lýsti því að ekkert væri því til fyr- irstöðu að línuívilnun komi til framkvæmda strax í haust. Sjáv- arútvegsráðherra gerir Davíð að ómerkingi með þessu,“ segir Guð- mundur Hall- dórsson, formað- ur smábátafé- lagsins Eldingar á Vestfjörðum, vegna þeirrar á k v ö r ð u n a r Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra að fresta því að taka upp línuívilnun í haust. Ráðherra vildi í upphafi afnema byggðakvótann og taka upp línuí- vilnun í staðinn. Eftir fund með Halldóri Ásgrímssyni, formanni Framsóknarflokksins, hvarf ráð- herrann frá þeirri hugmynd, en hann og Halldór sammæltust um að línuívilnun gæti ekki orðið að veruleika á þessu fiskveiðiári, en lagabreytingar yrðu að koma til á næsta þingi og línuívilnunni yrði þannig frestað. „Vestfirðingar eru algjörlega samstiga í því að krefjast þess að það verði staðið við stjórnarsátt- málann og samþykktir flokks- þinga stjórnarflokkanna um sama efni,“ segir Guðmundur. Smábátamenn á Vestfjörðum héldu fund um þetta mál á Ísafirði í fyrrakvöld þar sem allir helstu forsvarsmenn Vestfirðinga komu saman til að ræða þessa nýju stöðu. Gríðarleg ólga er meðal Vestfirðinga vegna þessa. Það var skilningur þeirra að stjórnarflokk- arnir hefðu lofað því í kosninga- baráttunni að línuívilnunin yrði tekin upp strax í haust. Umrædd ívilnun gengur út á það að umbuna þeim smábátum sem stunda línu- veiðar með auknum kvóta. Meðal þeirra sem sátu fundinn voru þingmennirnir Kristinn H. Gunn- arsson, alþingismaður Framsókn- arflokks, og Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, sem báðir lýstu því að þeir vildu að ívilnun tæki gildi þegar í haust. Athygli vakti á fundinum að Einar K. sagðist ekki vera „talsmaður sjávarútvegsráðherra“ í þessu máli en ráðherrann hefur meðal annars sagt að hann vilji að skipt verði á byggðakvótanum og línu- ívilnunni sem talið er að nemi um 4.500 tonna þorskkvóta, ef miðað er við sóknina á síðasta fiskveiði- ári. Ekki vakti minni athygli að Kristinn H. Gunnarsson sagði að sjávarútvegsráðherrann yrði að víkja ef hann gæti ekki staðið við stjórnarsáttmálann. Þriðji alþing- ismaður Vestfirðinga, Einar Odd- ur Kristjánsson, sem staðið hefur í fylkingarbrjósti þeirra sem berj- ast fyrir bættri afkomu smábáta- manna, mætti ekki til fundarins þar sem hann var staddur á Blönduósi. Guðmundur Halldórsson segir að ríkisstjórnin eigi líf sitt að þakka þeim loforðum sem gefin voru um úrbætur á fiskveiði- stjórnunarkerfinu. Sú krafa sé nú sett á þingmenn Vestfirðinga að þeir standi við gefin loforð. Ríkis- stjórnin er með 34 þingmenn á móti 29 þingmönnum stjórnarand- stöðunnar. Fari svo að vestfirsku þingmennirnir þrír gangi úr skaft- inu fellur meirihlutinn og stjórn- arandstaðan verður með 32 þing- menn á móti 31 þingmanni núver- andi stjórnarflokka. „Við munum aldrei una því að menn svíki loforð sín með svo grófum hætti. Svikin loforð gætu orðið banabiti stjórnarinnar,“ seg- ir Guðmundur. rt@frettabladid.is Fjölskyldu - og útivistard agur • • • • • • • Að því tilefni viljum við hvetja alla bæjarbúa til að koma og skemmta sér með okkur. Mosfellsbær Takið með ykkur blýant til að skrifa lausnina á blaðið. Þið merkið blaðið liðinu ykkar og skilið því við Vallarhús íþróttavallarins fyrir kl. 17:00. Fimm lið verða dregin út til að keppa við bæjarstjórnina í léttum leik. Ratleikur - Kynnist bænum ykkar Skemmtilegur leynilögregluleikur 9. ágúst 2003 Afmælisdagur Mosfellsbæjar Kl: 17:00 - Varmárvöllur Félagar úr Latabæ mæta á svæðið. Leiktæki: Hoppukastali og rennibraut. Hestar fyrir börnin. Fitnessbraut fyrir börn og unglinga. Brautin vakti gífurlega lukku í Galtalæk um Verslunarmannahelgina. Fótboltaleikir með léttu ívafi. Fjör í frjálsum: Gestir fá að spreyta sig í ýmsum greinum frjálsíþrótta undir stjórn Hlyns Guðmundssonar. Félagar úr Leikfélagi Mosfellssveitar verða á svæðinu í gerfi ýmisa persóna. Fjölskyldan eða vinir skipa 2ja til 5 manna lið. Komið á einhvern af byrjunarstöðunum þremur og fáið blað með leiðarlýsingu. Finnið sex staði af ljósmyndum og leysið stafaþraut. Kl: 15:15 Byrjunarstaðirnir eru þessir (opnir kl. 15:15-16:00) 1) Hús tímans - Hús skáldsins / Bæjarlistaverk við tjörnina 2) Bæjarleikhúsið 3) Olís-Skeljungur bensínstöðin við Langatanga Dagskránni lýkur með varðeldi og söng þar sem boðið verður upp á grillaðar pylsur og gos fyrir alla. Dagskrá dagsins: L A U G A R D A G U R I N N Veitt verða verðlaun fyrir fallegasta garðinn, götuna og snyrtilegasta fyrirtækið. SJÁVARÚTVEGSMÁL Á frægum fundi með kjósendum á Ísafirði 23. apr- íl gaf Davíð Oddsson forsætisráð- herra undir fótinn með það að um- deild línuívilnun kæmi til fram- kvæmda strax eftir kosningar. Eftirfarandi var haft eftir honum í Morgunblaðinu: „Ég tel að þetta eigi að geta komið til fram- kvæmda með haustinu; menn eigi að geta unnið að því, það er óþarfi að draga það neitt lengur.“ Haft var eftir Davíð að línu- ívilnunin hafi verið samþykkt á landsfundi og í henni fælist bót á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Davíð bætti því við að það þyrfti þó að nást sátt og samstaða um þessa leið. Hann hefði þó ekki heyrt andstöðu við henni hjá öðrum flokkum. ■ RÍKISSTJÓRNIN Í stjórnarsáttmálanum er ýjað að því að taka beri upp línuívilnun. Forsætisráðherra var afdráttarlausari varðandi málið fyrir kosningar. Stjórnarsáttmálinn um línuívilnun: Leitast verður við að kanna kosti DAVÍÐ ODDSSON „Ég tel að þetta eigi að geta komið til fram- kvæmda með haustinu; menn eigi að geta unnið að því, það er óþarfi að draga það neitt lengur,“ sagði forsætisráðherra í vor. Loforð forsætisráðherra fyrir kosningar: Línuívilnun að hausti „Svikin lof- orð gætu orð- ið banabiti stjórnarinnar. EINAR ODDUR KRISTJÁNSSON Sat ekki fundinn á Ísafirði. EINAR K. GUÐFINNSSON Segist ekki vera talsmaður sjávarútvegsráð- herra. KRISTINN H. GUNNARSSON Segir að ráðherra sem ekki geti fylgt stjórnarsáttmála eigi að víkja.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.