Fréttablaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 15
Þegar ég sá þessa hunda fyrstféll ég gjörsamlega fyrir þeim og hef ekki risið upp síðan,“ segir Ingibjörg Halldórsdóttir en hún og eiginmaður hennar Sigurjón Stefánsson eignuðust fyrir níu árum lítinn Cavalierhvolp. „Það má segja að ég hafi farið í hund- ana í bestu merkingu þess orðs,“ segir Ingibjörg og bætir við að Díma hafi verið 10 vikna þegar hún fékk hana hjá Maríu Tómas- dóttur, sem Ingibjörg segir að sé vakin og sofin yfir velferð teg- undarinnar og óþreytandi að leið- beina fólki. „Síðan hefur Díma eignast hvolpa og ég á dóttur hennar sem heitir Mána Dís, hún átti hvolpa og ég hélt Veru eftir og Vera átti Sophi sem er 11 mánaða. Þetta eru orðnir fjórir liðir beint í kvenlegg og aldrei að vita nema fimmti liðurinn komi áður en yfir líkur því Cavalierinn getur orðið vel yfir 10 ára. Mig langaði í hund og fór því að sækja sýningar og á einni slíkri sá ég Cavalierinn. Ég vissi um leið að svona hund vildi ég eiga og engan annan. Það var mikil gleði þegar ég fékk Dímu og reyndar voru þessir hundar mun skemmti- legri og yndislegri en ég hafði átt von á. Hún fékk að lúra upp í hjá mér og svo var með dóttir hennar Mána Dís þegar hún fæddist. Mér þykir ósköp gott að láta þær kúra en ég varð að taka á því. Það tók tvær nætur að venja þær á að sofa við hlið rúmsins.“ Tíkurnar eru mjög samrýmdar en Ingibjörg segir þær ekki vera sérstaklega líkar,“ Þær hafa hver sinn karakter og alls ekki steyptar í sama mót. En ég sé eitt og annað í afkvæmunum sem ég þekki úr mæðrunum.“ Ingibjörg segir ekkert skemmtilegra en vera með hvolpa. „Það er yndislegur tími og ég sakna þeirra óskaplega þegar þeir fara. Ég vel líka heimilin vel og vil ekki að hvolparnir mínir fari annað en þar sem ég get treyst því að vel sé um þá hugsað. Ég vil að fólk átti sig á hve mikil ábyrgð það er að taka að sér svona hund. Það er ekki öðruvísi en að vera með börn og það þarf að hugsa vel um dýrin,“ segir Ingi- björg. En mæðgurnar eru ekki einar um að eiga hvert bein í Ingibjörgu því hún á einnig tvær kisur. „Ég er alveg miður mín því önnur þeirra hefur verið týnd í heilan mánuð og hefur víða verið leitað. Hún heitir Birta og er hvítur persi og fer nán- ast aldrei út. Hún var hjá syni mínum hér skammt frá mér í Kópavoginum og komst út þar og hreinlega gufaði upp. Við höfum auglýst og leitað um allt án árang- urs en verst af öllu finnst mér að vita ekki hvað hefur komið fyrir hana,“ segir Ingibjörg og vonar að þeir sem rekist hafi á Birtu kisuna hennar láti hana vita. ■ ■ Gæludýrið mitt 15LAUGARDAGUR 9. ágúst 2003 Lengjum sumarið Hágæða gashitarar á ótrúlegu verði í Hagkaup Smáralind Gildir á meðan birgðir endast. Fæst eingöngu í Hagkaup Smáralind Vandaður gashitari úr ryðfríu burstuðu stáli Gefur frá sér allt að 43,000 BTU´s af varma sem stjórnað er með hitastilli Er hljóðlátur og öruggur í notkun og hitar um 4m í þvermál Hönnun brennarans hefur staðist gæðakröfur um árabil Auðveldur í notkun og samsetningu Kveikt er á gashitaranum á auðveldan hátt með því að ýta á neistakveiki Allt að 10 klukkustunda brennslu tími á hæstu stillingu Gengur fyrir venjulegum gaskút • • • • • • • • 34.999kr Vandaður og fallega hannaður gashitari í skógargrænum lit Gefur frá sér allt að 46,000 BTU´s af varma sem stjórnað er með hitastilli Er hljóðlátur og öruggur í notkun og hitar um 5m-5.5m í þvermál Hönnun brennarans hefur staðist gæðastaðla CE, CGA, AGA um árabil Auðveldur í notkun og samsetningu Kveikt er á gashitaranum á auðveldan hátt með því að ýta á neistakveiki Gengur fyrir venjulegum gaskút 24.999kr • • • • • • • Ingibjörg Halldórs- dóttir á fjóra hunda á aldr- inum níu ára til ellefu mánaða. Sú elsta er langamma þeirrar yngstu. Sú stutta hefur líka mömmu sína og ömmu. ,, Fjórir ættliðir hunda og tveir kettir INGIBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR MEÐ „BÖRNIN SÍN“ Þarna eru þær allar samankomn- ar, Díma, Mána Dís, Vera og Sophi. Kisan Lína vildi ekki vera með á myndinni og týnda kisan Birta átti þess ekki kost. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.