Fréttablaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 27
27LAUGARDAGUR 9. ágúst 2003 skemmtileg birta fyrir alla 93.000 eintök frítt me› Fréttabla›inu á föstudögum  sjónvarpsdagskráin vi›töl greinar ver›launagátur pistlar sta›reyndir og sta›leysur frítt á föstudögum Dorrit Moussaieff og hennarheittelskaði Ólafur Ragnar Grímsson eru nú á ferð um Vest- firði og á heimasíðu blaðsins þeirra fyrir vestan má sjá mynd- ir af henni á sjóskíðum í Pollin- um á Ísafirði. Það hefur verið mikið stuð og hún nokkuð lúnkin á skíðunum. Skemmti hún sér hið besta og á einni mynd er hún í fangi ungs og sterklegs Ísfirð- ings. Ólafur Ragnar fylgdist með þessu öllu saman og virðist skemmta sér konunglega, eins og Dorrit. Slóðin er www.bb.is og sjón er sögu ríkari. HOWARD OG AÐDÁANDI Það ætti ekki að koma neinum á óvart að Stern ætlaði sér að gera þátt þar sem nak- ið kvenfólk kæmi við sögu. Howard Stern: Semur frið við fjendur FÓLK Útvarpsmaðurinn Howard Stern hefur ákveðið að semja frið við sjónvarpsframleiðendur sem hann hafði sakað um að stela af sér efni. Stern var æfur út í fram- leiðendur þáttarins „Are You Hot“ fyrir að stela af sér hugmyndum og þar af leiðandi kosta hann þátt sem hann ætlaði sjálfur að koma á laggirnar. Stern höfðaði mál gegn fram- leiðendunum en hefur nú af ein- hverjum ástæðum ákveðið að draga kæru sína til baka. Hann hafði eytt miklu púðri í að niður- lægja framleiðendurna í útvarps- þætti sínum og því kemur ákvörð- un Stern mikið á óvart. Ekki er nákvæmlega vitað um hvað þáttur Stern átti að snúast en sjálfur sagði hann að það tengdist nöktu kvenfólki, dómurum og pin- point laser-pennum. ■ Jón Ögmundur Þormóðsson erenginn venjulegur íþróttamað- ur. Í dag keppir hann í sleggju- kasti í bikarkeppni Frjálsíþrótta- sambands Íslands, sextugur að aldri. Geri aðrir betur. „Ég er búinn að vera í þessu síðan ég var 16 ára með hléum. Ég byrjaði þegar ungverskur þjálfari kom til landsins og setti eitthvað af metum í unglinga- flokkum,“ segir Jón. Hann vann bronsverðlaun með íslenska landsliðinu í frjálsum íþróttum í Noregi árið 1964, sama ár og Guðmundur Karlsson, landsliðsþjálfari í frjálsum, fæddist. Þeir etja einmitt kappi saman í sleggjunni í dag ásamt nokkrum mun yngri piltum. Eftir mótið í Noregi dró Jón heldur úr sleggjukastinu enda átti lögfræðinám þá hug hans all- an. „Maður hefur gripið í þetta einstaka sinnum síðan. Ég hef að- eins reynt að halda mér í æfingu á sumrin,“ segir Jón, sem er með Harvard-próf í lögfræði upp á vasann. Starfar hann nú í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti Íslands. Jón man vel eftir atviki sem gerðist þegar hann var við æfing- ar á velli Rauða hersins í Moskvu er hann starfaði þar í sendiráð- inu. „Á fyrstu æfingunni var ég ekki mjög vel þjálfaður og fleygði sleggjunni í steinvegg. Eftir fimm mínútur heyrðist mikill há- vaði. Þá sagði ég við konuna mína: „Nú er rauði herinn kom- inn.“ Þá kom í ljós að það voru 25 skriðdrekar þarna úti við á her- æfingu.“ Jón segir ákveðin vandkvæði fylgja því að æfa enn þann dag í dag. „Maður er alltaf hálf aumur einhvers staðar eftir átökin. Svo þegar eymslin eru búin á einum stað byrja þau á þeim næsta.“ Hann er þó ekki á þeim buxunum að leggja sleggjuna á hilluna al- veg strax enda góð líkamsrækt í henni fólgin. Jón gerir sér grein fyrir því að hann eigi fremur litla möguleika á mótinu í dag. „Ég hef ekki mik- ið að gera í hina strákana, ekki nema þeir geri allt ógilt. Það er samt ekki hægt að treysta á það, því það eru sex köst á mann.“ freyr@frettabladid.is Sleggjukast JÓN ÖGMUNDUR ÞORMÓÐSSON ■ er sextugur sleggjukastari og lögfræð- ingur sem tekur þátt í bikarkeppni Frjáls- íþróttasambands Íslands á Laugardalsvelli í dag. Hann ætlar ekki að leggja sleggjuna á hilluna alveg strax. Alltaf hálf aumur í skrokknum JÓN ÖGMUNDUR Með verðlaunapeninga sem hann fékk á Norðurlandamóti öldunga í Finnlandi fyrr í sumar. M YN D V IL H EL M Fréttiraf fólki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.