Fréttablaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 9. ágúst 2003 Vestrinn High Noon er uppá-haldskvikmynd bandarískra forseta, að því er marka má nýja heimildarmynd um sjónvarps- og kvikmyndaáhorf Bandaríkjafor- seta í gegnum tíðina. Í myndinni leikur Gary Cooper lögreglu- stjóra sem tekst á við glæpamenn án mikils stuðnings frá meðborg- urum sínum. Þykir líklegt að þessi söguþráður höfði sérstaklega til Bandaríkjaforseta. Í heimildarmyndinni, sem ber nafnið „All the President’s Men“ kemur fram að Bill Clinton hafi séð High Noon tuttugu sinnum. Eisenhower lét sýna hana á tjaldi þrisvar sinnum í Hvíta húsinu. Heimildarmyndin byggir á vitnis- burði sýningarmannsins Paul Fischer, sem sá um kvikmynda- sýningar í Hvíta húsinu á árabil- inu 1953 til 1986. Fischer segir jafnframt svo frá að Richard Nixon hafi tvisvar sinnum látið sýna myndina um Patton hershöfðinga í sömu viku og hann fyrirskipaði loftárásir í fyrsta skipti á Kambódíu árið 1970. Jimmy Carter fór hins veg- ar mest í bíó. Hann horfði á 580 myndir í fjögurra ára forsetatíð sinni. Bush-feðgarnir virðast ginnkeyptir fyrir mynd Kevin Cosners, Field of Dreams, og verða að teljast meðal fárra sem halda mikið upp á hana. Bill Clint- on skar sig eilítið úr í sínum smekk. Honum líkaði vel við kvik- mynd Baz Luhrmanns „Strictly Ballroom“ og einnig mynd Jane Campion, „The Piano“. Að vísu segir sýningarmaðurinn Fischer að Clinton hafi muldrað fyrir munni sér þegar hann gekk út úr salnum að lokinni sýningu á The Piano: „Um hvað fjallaði þessi mynd eiginlega?“ ■ 99 kr. (aðeins í Sigtúni) Ís (aðeins í Sigtúni) Þessa helgi ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 18 82 08 /2 00 3 799 kr. 10 rósir 399 kr. Margaríta • Garðhúsgögn • Trjáplöntur • Garðstyttur • Sumarblóm • Garðpottar • Arinofnar Pottaplöntuúrval, spennandi tegundir, 40% afsláttur afsláttur 20-60% R‡mingarsala JIMMY CARTER Fór alls 580 sinnum í bíó á fjögurra ára ferli sinnum í forsetaembætti. BILL CLINTON Hrifinn af Strictly Ballroom. Skildi ekki almennilega The Piano. GEORGE W. BUSH Mynd Kevins Costners, Field of Dreams, er í sérstöku uppáhaldi hjá honum og föður hans. Bandaríkjaforsetar í bíó: Halda mest upp á High Noon

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.