Fréttablaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 6
6 9. ágúst 2003 LAUGARDAGUR ■ Lögreglufréttir GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 78,06 0,50% Sterlingspund 125,97 0,86% Dönsk króna 11,92 0,49% Evra 88,63 0,48% Gengisvístala krónu 125,51 -0,37% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 283 Velta 7.030 milljónir ICEX-15 1.555 0,95% Mestu viðskiptin Skeljungur hf. 188.717.466 Pharmaco hf. 142.955.040 Eimskipafélag Íslands hf. 98.552.880 Mesta hækkun SÍF hf. 3,75% Opin kerfi hf. 2,56% Pharmaco hf. 1,74% Mesta lækkun Sæplast hf. -3,75% Líf hf. -3,06% Grandi hf. -1,75% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 9174,4 0,5% Nasdaq*: 1644,7 -0,5% FTSE: 4147,8 1,3% DAX: 3321,3 -0,3% Nikkei: 9327 0,7% S&P*: 976,5 0,2% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Fyrrum yfirmaður vopnaeftirlits Sam-einuðu þjóðanna hefur fordæmt innrás Bandaríkjamanna í Írak. Hvað heitir hann? 2Hvað jörð í Kópavogi var keypt á 50milljónir króna en veðsett fyrir 300? 3Hvaða frægi knattspyrnumaður erkominn á dauðalista ETA, aðskilnað- arsamtaka Baska? Svörin eru á bls. 22 LONDON, AP „Samtökin skora á ríkisstjórn Íslands að falla frá ákvörðun sinni um hvalveiðar í vísindaskyni og færast þar með nær 21. öldinni,“ segir Susan Lieberman, talsmaður náttúruverndarsamtakanna, WorldWide Fund for Nature, WWF. Samtökin fordæma ákvörðun Íslendinga og segja að með henni gefi þjóðin skít í alþjóðasamfélagið. Ákvörðun um að hefja hvalveiðar á ný eftir fjórtán ára hlé, grafi undan tilraun- um til að vernda spendýr sjávar. Náttúruverndarsamtökin, WWF, telja að afstaða Íslands til hvalveiða geti skaðað ferðaþjónustu landsins. „Ísland er mjög þýðingar- mikill áningarstaður þegar kemur að hvalaskoðun, at- vinnugrein sem gefur miklu meira af sér fyrir Íslendinga en hvaladráp,“ segir Susan Lieberman. Samtökin segja Íslendinga ætla að stunda hvalveiðar í atvinnuskyni í skjóli vísinda. Hægur vandi sé að afla upp- lýsinga um hvalina með nútímavís- indum og án þess að drepa þá. Slík- ar aðferðir gefi hins vegar ekki af sér hvalkjöt sem hvalfangarar geti selt neytendum.“ ■ Endurskoðendur fá harða ádrepu Endurskoðendur Skífunnar eru hart gagnrýndir af skattrannsóknar- stjóra fyrir vinnubrögð sín. Þeir segja það misskilning að þeir beri ábyrgð á skattskilum og ársreikningi Skífunnar. SKATTAMÁL Tveir endurskoðendur, sem unnið hafa fyrir Skífuna ehf. undanfarin ár, fá harða ádrepu í nýrri skýrslu skattrannsóknar- stjóra ríkisins um bókhald og skattskil félagsins. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu telur skattrannsókn- arstjóri fjölmargt vera bogið við skattskil Skífunnar frá árinu 1996. Þeim Símoni Á. Gunnarssyni og Hannesi Á. J ó h a n n - essyni, end- urskoðendum hjá KPMG, hafi mátt vera ljóst að í mörgum at- riðum hafi rangt verið staðið að verki. Símon hafi haft umsjón með ársreikn- ingum og skattskilum fé- lagsins árin 1997 til 2001 og beri á þeim ábyrgð. „Niðurstaða skattarann- sóknarstjóra um ábyrgð endurskoðanda á ársreikn- ingum og skattskilum félaga, byggir á misskilningi á skiptingu ábyrgðar milli endurskoðanda og stjórnenda félaga,“ segir Símon Á. Gunnarsson. Hann vill hins vegar ekki tjá sig um einstök efnisatriði í skýrslunni. Skattrannsóknarstjóri segir að Símoni og Hannesi hafi mátt vera ljóst, að það hafi verið rangt að vanrækja að halda eftir og standa skil á greiðslu opinberra gjalda af greiðslum vegna starfa aðaleigand- ans, Jóns Ólafsson- ar og fram- kvæmdastjórans, Ragnars Birgisson- ar. Einnig hafi end- u r s k o ð e n d u r n i r mátt vita að rangt var að færa per- sónulega neyslu og muni, sem Skífan greiddi fyrir Ragnar, sem útgjöld eða eign hjá fyrirtækinu. Þeir hafi mátt vita að tólf millj- óna króna sekt, sem Skífunni var gert að greiða vegna samkeppnis- brota, átti ekki að færa sem rekstr- argjöld á skattframtali, heldur sem ófrádráttarbæran kostnað. Þá hafi endurskoðendunum tveimur mátt vera ljóst að rangt hafi verið líta á fyrirframgreiðslu afsláttar, vegna viðskiptasamnings Skífunnar við Vífilfell, sem lán. Afleiðingarnar hafi verið að inn- skattur var ranglega tilgreindur í bókhaldi og skattskilum. Eins hafi verið rangt að líta á fyrirfram- greiðslu auglýsingabirtinga sem lán. Afleiðing þess hafi verið rang- lega tilgreind virðisaukaskyld velta og útskattur. Að endingu hafi Símoni og Hannesi mátt vera ljóst, að óheim- ilt hafi verið með öllu að nýta yfir- færanlegt tap Stjörnubíós, frá ár- unum 1994 til 2000, sem og tap Stjörnubíós árið 2001. Skífan sendi á þriðjudag til skattrannsóknarstjóra andmæli sín við skýrslunni. gar@frettabladid.is Karpað um kökubox í Pakistan: Sjö slösuðust og tvær létust PAKISTAN, AP Átök tveggja fjöl- skyldna út af kökuboxi í smábæn- um Bafa Meira í Pakistan enduðu með því að tvær konur létust og sjö slösuðust. Unglingspiltur hrifsaði kökubox af stúlku og hugðist fjöl- skylda stúlkunnar endurheimta boxið. Eftir nokkur átök hvarf fjöl- skylda stúlkunnar á braut. Ung- lingspilturinn sem stal kökuboxinu fór hins vegar við þriðja mann á heimili stúlkunnar til að hefna framkomu fjölskyldu stúlkunnar og skaut móður hennar og ömmu. Sjö aðrir úr fjölskyldu stúlkunnar urðu fyrir skothríðinni. ■ Tilboð til fræga fólksins: Ókeypis sígarettur LOS ANGELES, AP Bandarískur tóbaksframleiðandi hefur boðist til að sjá frægu fólki sem reykir fyrir ókeypis sígarettum það sem eftir er ævinnar. Markmiðið með þessu er að vekja athygli almenn- ings á sígarettutegundinni Legal sem kom á markaðinn í mars. Freedom Tobacco Inter- national sendi tilboð sitt til fjölda skrifstofa og einstaklinga sem annast almannatengsl í Banda- ríkjunum. Fyrirtækið hefur einnig verið með konur á launum við að reykja Legal-sígarettur á börum og næturklúbbum á Man- hattan í New York, í þeim tilgangi að koma vörumerkinu á framfæri. Aðeins nokkrir fatahönnuðir hafa þekkst boð tóbaksframleið- andans. ■ N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 0 8 5 1 6 Tölum saman fia› er ód‡rara en flú heldur! flegar flú hringir úr heimilissímanum. 15 mínútna símtal innanlands á kvöldin og um helgar kostar innan vi› 20 krónur 15 20/ kr.mín - á kvöldin og um helgar ■ Endurskoðend- um hafi mátt vera ljóst að mörgum atriðum hafi rangt verið staðið að verki. SKATTRANNSÓKNAR- STJÓRI „Fyrir liggur að Símon Ás- geir Gunnarsson, löggiltur endurskoðandi, hafði um- sjón með og bar ábyrgð á gerð ársreikninga og skatt- framtala,“ segir í skýrslu skattrannsóknarstjóra. KPMG „Niðurstaða skattrannsóknarstjóra um ábyrgð endurskoðanda á árs- reikningum og skattskilum félaga byggir á misskilningi á skiptingu ábyrgðar milli endurskoðanda og stjórnenda félaga,“ segir Símon Á. Gunnarsson, endurskoðandi hjá KPMG. HÆTTIÐ VIÐ HVALADRÁP Náttúruverndarsamtökin WWF segja að hvalaskoðun Íslendinga skaðist ef þjóðin haldi fast við að hefja hvalveiðar. WWF segir að hægt sé að beita nútímavísindum og afla upplýsinga um hvalina án þess að drepa þá. FESTI HÖND Í FÆRIBANDI Kona festi hönd í færibandi í fisk- vinnslufyrirtæki á Granda snemma í gærmorgun. Hún var að vinna við flæðilínu og var að losa fisk sem var fastur en festi á sér höndina í færibandinu. Hún var flutt á slysadeild. BÍLVELTA Bíll valt á hliðina á vegi að bænum Stakkhamri í gærdag. Að sögn lögreglunnar í Stykkis- hólmi urðu engin slys á fólki og var hægt að aka bílnum á brott eft- ir að honum var velt á hjólin aftur. ■ Viðskipti HAGNAÐUR MINNKAR Hagnaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna var 158 milljónir króna. Þetta er helmingi minni hagnaður en í fyrra. Rekstrarhagnaður var fjórð- ungi lægri en í fyrra. Stjórnendur segja afkomuna viðunandi. Náttúruverndarsamtökin WWF: Fordæma hvalveiðar Íslendinga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.