Fréttablaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 30
Augun 30 9. ágúst 2003 LAUGARDAGUR Það verða hjá mér gestir í mat íkvöld og aldrei að vita nema ég grilli ef veður leyfir,“ segir Har- aldur Briem, læknir hjá Land- læknisembættinu, sem er 58 ára í dag. Hann er nýlega kominn frá París en slapp heim áður en hita- bylgjan skall á þar eins og víða í Evrópu. „Við vorum lánsöm að lenda ekki í henni en það var nógu heitt samt,“ segir hann. Haraldur hefur haft það gott í sumar og notið góða veðursins eins og aðrir landsmenn. Hann á sumarbústað í Skorradal og liggur leiðin jafnan þangað frá erli dags- ins. „Mér líður vel þar við vatnið og hef nýlega fest kaup á báti til að sigla á vatninu. Vígði hann um helgina.“ Ekki fer mikið fyrir veiði- mennskunni hjá honum en hann segist þó ætla að renna fyrir fisk í vatninu á næstunni enda hafi veiði í Skorradalsvatni verið góð í sumar. „Menn stóðu við bakkann og veiddu um helgina og ég gat ekki betur séð en aflaðist vel. Margir vænir fiskar sem landað var,“ segir hann. Áhugamálin eru lestur og skemmtilegast finnst honum að lesa eitthvað sagnfræðilegs eðlis. „Ég hef alla tíð haft áhuga á þjóð- legum fróðleik, það er ekki neitt nýtilkomið. Skemmtilegast er ef ég get tengt það sem ég les við einhverjar farsóttir sem gengu yfir fyrr á öldum og nælt mér í fróðleik um þær. Það hefur komið sér vel og bætt við kunnáttuna,“ segir hann en honum finnst mjög gott að slaka á yfir góðri bók. Svo reynir hann að fara í sund á hverjum degi þó ekki takist það alltaf. „Ég er lítill íþróttamaður og stunda ekki golf eða laxveiði eins og margir. Það er frekar að ég gangi mér til ánægju.“ Haraldur er kvæntur Snjó- laugu Ólafsdóttur, skrifstofu- stjóra í forsætisráðuneytinu, og eiga þau einn son, Ólaf Andra, sem enn býr í föðurhúsum. ■ Afmæli HARALDUR BRIEM ■ sóttvarnarlæknir hjá embætti Land- læknis ætlar að bjóða gestum í mat í kvöld og halda með þeim upp á 58 ára afmælisdaginn. Hann hefur staðið í ströngu í út- löndum að undanförnu við að púsla saman knattspyrnuliði. Augu hans geta stundum verið hvöss og miskunnarlaus enda einbeitingin og ákveðnin ávallt fyrir hendi. Hver á augun? Fréttiraf fólki Skemmtilegast að lesa um farsóttir Eins og fram hefur komið íFréttablaðinu verður Páll Ósk- ar með þriggja metra háa hárkollu á Gay Pride. Hann og Coco verða saman á vörubíl og dúndra stuðinu upp. En ef þú ætlar að fá að sjá herlegheitin, í bestu sætunum, er málið að mæta kl. 14 fyrir utan löggustöðina á Hverfisgötu. Þar mætir gangan og fólk skoðar sig og sér aðra. Tjúnar græjurnar og æsir upp í stoltinu og gleðinni. Ólafi Elíassyni myndlistarmannihefur hlotnast sá mikli heiður að mæta með innstillingu í Tate Modern safninu í London. Verk hans verður sýnt í Túrbínusalnum svokallaða, en það er þessi risa- stóri salur sem gengið er inn í við innganginn. Sýningin opnar í októ- ber en Ólafur kemur svo hingað heim í janúar og verður með inn- stillingu í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Bónus og Rúmfatalagerinn hafalengi verið undir sama þaki í Hafnarfirði í sátt og samlyndi. Á því verður breyting á næstunni því allar líkur eru á að Rúmfatalager- inn hverfi að fullu og öllu úr Firð- inum, bæjarbúum til mikils ama. Þeir munu þurfa að aka alla leið í Smárann til að versla þegar af því verður. Bónus mun á hinn bóginn þjóna Hafnfirðingum eins og hing- að til en ekki er ljóst hvert versl- unin flytur. ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að fimmföld- un fangelsislóðar á Hólmsheiði er ekki vegna hnignandi siðferðis í viðskiptalífinu. Stærð lóðarinnar er miðuð við að gítarhljómar berist ekki úr fangelsisbyggingunni til vegfarenda. Smáhýsi á Höfn HORNAFJÖRÐUR „Nóttin kostar 6.500 og það er gistipláss fyrir sex manns,“ segir Hugi Einarsson, einn þeirra sem reka tjaldstæðið á Höfn, en þjónusta á tjaldstæðum á Íslandi hefur verið æði misjöfn, sérstak- lega í augum þeirra sem prófað hafa slík stæði erlendis. Hugi er ekki viss hvort þetta sé fyrsta tjaldstæðið sem tekur smá- hýsi í notkun en segir nýbreytnina mælast mjög vel fyrir hjá ferða- fólki, sérstaklega þar sem mjög erfitt er að fá gistingu á þessu svæði á þessum tíma. ■ Núna er ég á leið með hóp uppá Fimmvörðuháls,“ segir Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistarmað- ur en venjuleg vika hjá henni er frekar kaótísk og hún er opin fyr- ir því að hvað sem er geti gerst. „Ég er hrikalega kaótísk í eðli mínu og opin fyrir því að plön breytist. Enda pínulítill spennu- fíkill í mér að því leytinu til.“ Ósk starfar sem gönguleið- sögumaður á sumrin og er því á flakki um allt land. Þetta sumar er frekar rólegt, segir hún, en það hljómar ekki þannig. Hún hóf vikuna á Stykkishólmi með fjölskyldu og vinum: „Við vorum í fríi og grilluðum og nutum útsýnisins yfir Breiða- fjörðinn. Það var gott veður þarna framan af en svo breyttist það eitthvað og við færðum okk- ur inn og ég fór að undirbúa ferð- irnar sem eru fram undan. Marg- ar hverjar um þessi stórkostlegu svæði hjá Kárahnjúkum sem eiga víst að hverfa á næstu árum.“ Ósk nýtir sumrin til að hlaða sig orku uppi á fjöllum og inni í fjörðum en á veturna starfar hún bæði sem myndlistarmaður og kennari við Listaháskóla Íslands. Í vetur verður hún með sýningar í Listasafni ASÍ og svo er hún að sýna líka í Póllandi og Berlín. Í augnablikinu brenna umhverfis- málin samt mest á henni því hún er gönguleiðsögumaðurinn Ósk þessa vikuna, og í allt sumar auð- vitað: „Í næstu viku fer ég í 6 daga gönguferð með Íslendinga um þetta svæði sem á að hverfa. Ég neita að trúa því. Vil ekki trúa því að nokkur sé svo vitlaus að fórna þessu undir virkjun.“ Það er alltaf nóg að gera hjá Ósk og vikan sem leið engin und- antekning. Enda á hún líka 3 börn og þarf því að kítta á milli í tímaplanið svo allt haldist sam- an. En fyrst er það Fimmvörðu- hálsinn ásamt hópi af útlending- um. ■ SMÁHÝSIN Á tjaldstæðinu á Höfn eru komin smá- hýsi sem fólk getur leigt. HARALDUR BRIEM Hann á sumarbústað í Skorradal og festi nýlega kaup á báti til að sigla um á vatn- inu sem gefið hefur vel í sumar. Hrikalega kaótísk Vikan sem var ÓSK VILHJÁLMSDÓTTIR ■ var á ferð og flugi um landið okkar alla vikuna. Naut útsýnis yfir Breiðafjörð, skipulagði ferð upp á Kárahnjúka og endaði á Fimmvörðuhálsi. Ekki slæm vika það. ÓSK VILHJÁLMSDÓTTIR Myndlistarmaður á veturna, gönguleiðsögumaður á sumrin. Byrjaði vikuna á Stykkishólmi og endaði á Fimmvörðuhálsi. Við erum að vinna að samn-ingum hvað útvarp Sögu varðar,“ segir Kristján Þór Jóns- son, yfirmaður útvarpssviðs Norðurljósa. „Starfsfólk stöðv- arinnar hefur áhuga á að taka yfir reksturinn því okkur hefur ekki tekist að ná endum saman.“ Ingvi Hrafn Jónsson staðfest- ir þetta fyrir hönd starfsfólks útvarps Sögu og segir mikinn hug í fólkinu: „Við viljum eignast stöðina en leigja tæki og annað af Norður- ljósum,“ segir Ingvi Hrafn en þetta virðist allt vera gert í mesta bróðerni: „Ég tek ofan fyrir yfirmönnum Norðurljósa að hafa rekið stöðina svona lengi án þess að hafa af henni tekjur. En útvarp Saga verður að lifa og hún mun lifa.“ Ingvi Hrafn segist finna fyrir velvilja frá fyrirtækjum sem vilja ganga til liðs við Sögu svo hún deyi hreinlega ekki. „En vissulega er erfitt að keppa við risann í Efstaleiti um auglýsend- ur og í raun ótrúlegt að sú stöð fái bæði afnotagjöld og geti selt auglýsingar í samkeppni við einkaaðila.“ ■ -INGVI HRAFN JÓNSSON Hann og samstarfsfólkið á Sögu FM 94,3, eiga í viðræð- um við Norðurljós um að yfir- töku á útvarp Sögu. Kaupa út- varp Sögu Útvarp INGVI HRAFN JÓNSSON ■ og samstarfsfólk hans vilja taka yfir rekstur stöðvarinnar, eignast hana og reka sem sjálfstæða einingu sem leigir aðstöðu hjá Norðurljósum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T (Guðjón Þórðarson, þjálfari Barnsley)

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.