Fréttablaðið - 09.08.2003, Side 28

Fréttablaðið - 09.08.2003, Side 28
28 9. ágúst 2003 LAUGARDAGUR Af hverju er svona erfitt fyrir stelpurað finna sér kærasta sem er um- hyggjusamur, tilfinninganæmur og gull- fallegur? Hann á kærasta. ■ Andlát Pondus eftir Frode Øverli Með súrmjólkinni ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Hans Blix. Lundur. David Beckham. ÞEGIÐU! Ég ætla ég út á Hótel Holt aðborða í tilefni dagsins í góðra vina hópi. Svo er aldrei að vita nema maður kíki á NASA á tjúttið á eftir,“ segir Bergþór Pálsson söngvari. Bergþór segist ekki hafa átt frí á laugardagskvöldi í mörg ár vegna skemmtanahalds. Hann man því varla eftir eldri laugar- dagskvöldum sínum nema þegar hann var unglingur. Þá voru þau í hefðbundnari kantinum með bíó- ferðum og fleiru. Þegar Bergþór fær frí á sumrin fer hann jafnan út úr bænum og þá stundum í sumarbústað norður í land. Ein- hverjum laugardagskvöldum hef- ur hann því eytt úti á landi eins og gefur að skilja. Sem stendur er Bergþór að undirbúa tónleika með lögum eft- ir Bandaríkjamanninn Steven Foster sem hefjast 14. september. „Þetta eru fræg lög eins og Ó Sús- anna, Húmar að kvöldi og Blær- inn í laufi,“ segir Bergþór. „Ég er búinn að fá þrjá stráka í lið með mér og við ætlum að mynda kvartett. Svo verða píánóleikari og fiðluleikari sem spila undir. Þetta verður góð skemmtun.“ Einn meðlimur kvartettsins er sonur Bergþórs, Bragi. „Hann er að stíga í fyrsta skipti á pall, í það minnsta með mér,“ segir Bergþór. Hann játar því að pilturinn sé efnilegur: „En hann er náttúrlega bara á byrjunarreit.“ ■ BERGÞÓR PÁLSSON Er að undirbúa tónleika þar sem sonur hans Bragi verður á meðal söngvara. Laugardagur BERGÞÓR PÁLSSON ■ söngvari er upptekinn maður og á sjaldan frí á laugardagskvöldum. Hann ætlar að bregða undir sig betri fætinum í kvöld. Holtið og NASA í tilefni dagsins Fjórar íslenskar myndir hafaverið samþykktar til þátttöku á kvikmyndahátíðinni Nordisk Panorama sem haldin verður í Malmö í Svíþjóð daganna 22.-28. september. Hátíðin er einungis haldin utan um stutt- og heim- ildarmyndir og þykir ein sú eft- irsóttasta á Norðurlöndunum. Fjöldi stutt- og heimilda- rmynda frá öllum Norðurlönd- unum keppir um aðalverðlaunin í ár. Einnig er gott fyrir kvik- myndagerðamenn að komast þar að til þess að tryggja myndum sínum sýningu í bíóhúsum eða í sjónvarpi víðs vegar um heim. Á hátíðinni verður starfræktur markaður fyrir þessar tegundir mynda og samframleiðslumessa fer fram fyrir þá sem eru í pen- ingaleit. Myndirnar fjórar sem koma frá Íslandi í ár verða stuttmynd- in „Burst“ eftir Reyni Lyngdal, grafíska stuttmyndin „Litla lirf- an ljóta“ eftir Gunnar Karlsson, heimildarmyndin „Möhöguleik- ar“ eftir Ara Alexander og „Í skóm drekans“ eftir systkinin Hrönn og Árna Sveinsbörn. ■ Kvikmyndir NORDISK PANORAMA 2003 ■ fjórar íslenskar mynd keppa á kvik- myndahátíðinni sem haldin verður í Malmö dagana 22.-28. september.. Ásta Kristjánsdóttir Wiium, frá Fagradal í Vopnafirði, síðast til heimilis í Meðal- holti 7, Reykjavík, lést mánudaginn 4. ágúst. Steinunn Guðmundsdóttir, frá Byrlisvík, Brekkustíg 14, Sandgerði, lést mánudag- inn 28. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. dreifing J.S. Helgason 30 daga Fæst í apótekum og í Gripið og greitt Liturinn endist í 30 daga og festist aðeins við hárin en ekki við húðina. Þægileg skál og hræripinni fylgja með í umbúðum Fáanlegir litir: Brúnn og svartur TVEIR GÓÐIR Kannski verða þessir í næstu herferð Og Vodafone, kannski ekki. Hver sem er getur mætt við útitaflið í Lækjargötu og slegið þá út. Leiktu í farsíma- auglýsingu AUGLÝSINGAR Símaauglýsingar hafa stundum verið með metnað- arfyllri herferðum sem gerðar hafa verið. Sumar hverjar hafa slegið í gegn sem frábært mynd- efni og góð skemmtun. Það er ekki hverjum sem er boðið að leika í slíkum auglýsingum. Og þó, nú hefur Og Vodafone flutt inn nú- tímalegan skriftastól sem á að safna efni í auglýsingar. Gangandi vegfarendum er boðið að smella sér í stólinn, eða klefann eftir að hafa skrifað undir yfirlýsingu um að það megi nota spekina sem upp úr viðkomandi kemur í sjónvarps- auglýsingu, og þá má hver sem vill leika lausum hala í klefanum. Þetta er auðvitað allt tekið upp á myndband og endar í auglýsing- um í sjónvarpi. Svo ef þú hefur áhuga á því að slá í gegn, birtast í auglýsingum á öllum stöðvum og vera stjarna, þá notarðu öfugasta dag ársins, Gay Pride, kemur þér niður í bæ við stóra útitaflið í Lækjargötu og smellir þér í skriftastólinn. ■ Nordisk Panorama 2003: Fjórar íslenskar myndir keppa Í SKÓM DREKANS Er ein fjögurra mynda sem keppa í Nord- isk Panorama í ár. Hátíðin verður haldin í Malmö í Svíþjóð í næsta mánuði. Foreldrar - Stöndum saman Styðjum börnin okkar í að afþakka áfengi og önnur vímuefni FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.