Fréttablaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Fermetrinn Bakþankar EIRÍKS JÓNSSONAR www.IKEA.is Styrkur til náms! Laugardaga ..................kl. 10:00 - 18:00 Sunnudaga....................kl. 12:00 - 18:00 Mánudaga - föstudaga...kl. 10:00 - 18:30 www.IKEA.is ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 21 85 7 08 .2 00 3 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 3 2.900,- TRAKTOR gulur kollur Skrýtið með fermetrana. Þó þeirséu allir eins í laginu; einn metri í norður, annar í austur, þriðji í suður og sá fjórði í vestur, þá virðast þeir lifa sjálfstæðu lífi. Alla vega á fast- eignamarkaðnum. Einn fermetri í Þingholtunum getur verið eins og gullklumpur á meðan annar er bara ómerkilegur ferhyrningur austur á Egilsstöðum. Þó er munurinn smott- erí á við það sem gerist á Manhattan í New York þar sem hver fermetri á jörðu niðri speglar sig í milljörðum í andrúmsloftinu fyrir ofan í líki skýja- kljúfs sem þar mætti byggja. Og sleppum Suðureyri við Súgandafjörð í þessu sambandi. EF trúa skal fasteignaauglýsingum er hægt að fá þrjú einbýlishús á Egils- stöðum fyrir hundrað fermetra hæð á Freyjugötunni í Reykjavík. Þó eru húsin þrjú vel staðsett á Egilsstöðum. Beint fyrir neðan kirkjuna. Kosturinn við húsin á Egilsstöðum er sá að þau standa hlið við hlið og má samnýta. Til dæmis með glergöngum sem gerði fermetrann enn ódýrari með hliðsjón af nýtingarmöguleikum. Það væru jafnvel peningar eftir til að setja alvöru Parísarhjól í garðinn eða jafnvel rússíbana. Í SAMANBURÐI við þetta allt verður hundrað fermetrarnir á Freyjugötunni hlægilegir. Þar er svo þröngt að þvottavélin þarf að vera í eldhúsinu. Gallinn við einbýlishúsin þrjú er hins vegar staðsetningin. Þau eru á Egilsstöðum og það væri svo sem í lagi ef Egilsstaðir væru í Reykjavík. Svo ég tali ekki um ef húsin þrjú fyrir neðan kirkjuna á Eg- ilsstöðum væru fyrir neðan Hall- grímskirkju í Þingholtunum. En sú er ekki raunin og þess vegna eru fer- metrarnir misdýrir þó þeir séu eins í laginu. ANNARS segir vinur minn að það skipti engu hversu margir fermetrar séu í húsi. Né heldur hvar þeir eru. Íbúarnir séu fljótir að finna sér þá fimm til sjö fermetra þar sem þeir dvelja lengst af. Það getur verið í eld- húskróknum, í sjónvarpsholinu eða jafnvel í svefnherberginu. Þess vegna ætti fólk í fermetrahugleiðingum að reyna sem fyrst að sjá út þessa fáu fermetra sem nýttir verða og koma sér þar fyrir. Því þegar öllu er á botn- inn hvolft skiptir litlu hvar þú ert. Heldur hitt hvernig þér líður. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.