Fréttablaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 4
4 9. ágúst 2003 LAUGARDAGUR Heldurðu að Arnold Schwarzenegger verði ríkisstjóri Kaliforníu? Spurning dagsins í dag: Munu hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna á Íslandi? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 20% 80% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is WASHINGTON, AP Bandarískur al- menningur vill að George W. Bush Bandaríkjaforseti beini kröftum sínum einkum að því að efla efnahag landsins samkvæmt skoðanakönnun sem fyrirtækið Pew Research Center gerði fyrir People & the Press. Í byrjun árs töldu flestir bar- áttuna gegn hryðjuverkum mik- ilvægasta verkefni forsetans. Þetta hefur snúist við og nú telja 57% efnahagsmálin mikilvægust en einungis 27% nefndu barátt- una gegn hryðjuverkum. Sam- kvæmt könnuninni hafa vinsæld- ir Bush dvínað verulega og hafa ekki mælst minni í tvö ár. Nú sögðust 53% aðspurðra ánægð með frammistöðu Bush í embætti, en það er svipað hlut- fall og mældist fyrir hryðju- verkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001. Vinsældir Bush hafa dvínað frá síðasta mánuði um fimm prósentustig. Samkvæmt könnun Pew Re- search Center eru það einkum eldri konur, millitekju- og lág- tekjufólk sem hefur snúið baki við forseta sínum. ■ Slysahrinur tengjast oftast ferðalögum SLYS „Undanfarið hefur verið eins konar slysahrina sem er ekki óvenjulegt á sumrin. Þær eru oft tengdar ferðalögum fólks,“ segir Friðrik Sigurbergs- son, settur yfirlæknir á slysa- deild Landspítalans. Hann segir svona slysahrinur vel þekktar á þyrluvaktinni einu sinni til tvisvar á sumrin. Á sumrin sé áber- andi meira að gera á þyrlunni en á veturna. Það sé alltaf dálítið um að útlendingar komi þar við sögu. „Þeir eru að misreikna sig á vegunum okkar með alvarlegum afleiðing- um, eru ekki á heimavelli.“ Friðrik segir slysin ekki endi- lega alvarlegri en áður. Í fyrra hafi líka orðið alvarleg um- ferðaslys þar sem fólk lét lífið. Ekki séu þetta einungis um- ferðarslys, einnig slys sem verða af því að fólk er að gera hluti og stunda alls kyns útiveru sem það er ekki að gera á vet- urna. Hann segir almenning sem komi að slysum yfirleitt standa sig mjög vel. Þekking og fyrsta umönnun hjá fyrstu viðbragðs- aðilum sem koma á slysstað, eins og lögreglu, sjúkraliðum og læknum, sé almennt betri núna en fyrir einhverjum árum síðan. Lengi megi þó gera betur, enda hafi það ákaflega mikið að segja. „Það er svo óskaplega lítið sem venjulegir ferðamenn geta gert í slæmum slysum. Því skipta við- brögð fyrstu viðbragðsaðila á slysstað miklu máli. Hjálpin snýst svo mikið um búnaðinn. Þaulvant fólk getur verið hálf handlama ef það kemur að alvar- legum umferðarslysum ef ekk- ert er til taks nema berar hend- urnar. Lítið er hægt að gera nema hlúa að slösuðum og tryggja öryggi á slysstað,“ segir Friðrik Sigurbergsson. hrs@frettabladid.is Sjoppuránið í Kópavogi: Enginn verið handtekinn RÁN Enginn hefur verið handtek- inn eða grunaður um vopnað sjoppurán sem framið var í sölu- turninum Biðskýlinu við Kópa- vogsbraut um miðjan júní, að sögn Friðriks Smára Björgvins- sonar, yfirlögregluþjóns í Kópa- vogi. Ræningjarnir voru tveir og voru vopnaðir hnífi með húfur og peysur upp á andlit. Annar þeirra ógnaði afgreiðslu- stúlkunni með hnífnum og skip- aði henni að sækja peningana. Ránsfengurinn var rúmar þrjátíu og fimm þúsund krónur. Ræningjarnir sáust hlaupa á brott en náðust ekki. ■ DUBLIN, AP Írski kaupsýslumaður- inn Michael McKevitt var í vik- unni dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir hryðjuverk. Að auki hlaut hann sex ára fangelsi fyrir aðild að ólöglegum samtökum, „The Real IRA“. Dómstóll í Dyflinni fann McKevitt sekan um að hafa stjórnað sprengjuárás í göngu- götu í Omagh, sunnudaginn blóðuga, 15. ágúst árið 1998. Alls létust tuttugu og níu manns og yfir 200 særðust. Þetta er ein mannskæðasta sprengjuárásin á Norður-Írlandi í þrjá áratugi. McKevitt er sagður hafa stofnað klofningshópinn The Real IRA, eða „Hinn raunveru- lega lýðveldisher“, árið 1997 vegna óánægju með friðarsamn- inga sem gerðir voru árið 1998. Michael McKevitt neitaði að mæta í dómssalinn á lokastigum réttarhaldsins í Dyflinni en kom þangað eftir að dómurinn var kveðinn upp til að óska eftir leyfi til að áfrýja. Þeirri ósk var hafnað þar sem McKevitt rök- studdi ekki beiðnina. Aðalvitni ákæruvaldsins gegn McKevitt var bandaríski njósn- arinn David Rupert, en Banda- ríska alríkislögreglan, FBI, fékk hann árið 1994 til að komast inn í norður-írsk neðanjarðarsamtök í Bandaríkjunum og á Írlandi. Rupert, sem nú býr í Bandaríkj- unum undir vernd FBI, fékk greiddar tæpar 100 milljónir króna fyrir njósnirnar. ■ Friðrik Sigurbergsson, settur yfirlæknir á slysadeild, segir að undanfarið hafa verið eins konar slysahrina. Ekki sé óvenjulegt að það gerist einu sinni til tvisvar á sumri. Á SLYSSTAÐ Fyrir almenning sem kemur að alvarlegum umferðarslysum er oft lítið annað að gera en að hlúa að slösuðum og tryggja öryggi á slysstað. ■ „Þeir eru að misreikna sig á vegunum okkar með alvarleg- um afleiðing- um, eru ekki á heimavelli.“ Forsprakki „The Real IRA“: Dæmdur í 20 ára fangelsi MICHAEL MCKEVITT Leiðtogi Hins raunverulega lýðveldishers, The Real IRA, fékk 20 ára fangelsi fyrir mannskæðasta hryðjuverk sem framið hef- ur verið á Írlandi í 30 ár. GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR Björgun skipsins er nú komin í fullan gang á ný eftir tíðindalitla daga, þar sem vírar slitnuðu og veðurskilyrði voru einnig óhagstæð. Guðrún Gísladóttir: Tafir vegna slit- inna víra SKIP Framkvæmdir við björgun togskipsins Guðrúnar Gísladótt- ur af hafsbotni komust aftur í fullan gang á fimmtudag eftir nokkurra daga töf vegna slitinna víra. Nokkra daga tók að fá senda nýja. Óhagstætt veður tefur einnig aðgerðir. „Við erum ekkert að gefast upp og erum að nálgast að klára þessa fyrri aðför,“ segir Haukur Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Íshúss Njarðvíkur, sem keypti skipið. Að hans sögn verð- ur fyrsta áfanga verksins, sem felst í því að reisa skipið við, fljótlega lokið. ■ Fylgið við Bush dvínar enn: Ekki mælst minna í tvö ár EKKI EINS VINSÆLL Bush Bandaríkjaforseti ásamt Rumsfeld varnarmálaráðherra. Almenningur telur áherslur forsetans strangar og fleiri hafa snúið við honum baki. MEINTUR HRYÐJUVERKAMAÐUR Mynd af höfði hins grunaða var gerð opin- ber í von um að almenningur bæri kennsl á manninn. Sprengjuárás í Jakarta: Meðlimir Jemaah Islamiyah JAKARTA, AP Indónesískur karlmað- ur sem grunaður er um að hafa sprengt sprengju við Marriott- hótelið í Jakarta var meðlimur hryðjuverkasamtakanna Jemaah Islamiyah, að sögn indónesísku lögreglunnar. Höfuð mannsins fannst skammt frá staðnum þar sem sprengjan sprakk og var mynd af því birt í fjölmiðlum. Myndin var einnig sýnd tveimur meðlimum Jemaah Islamiyah og báru þeir kennsl á manninn. Liðsmenn Jemaah Islamiyah eru einnig taldir hafa staðið á bak við sprengjuárásirnar á Balí í október á síðasta ári. ■ Kreditkortasvindlarar teknir í Taílandi: Eyddu 18 milljónum BANGKOK, AP Lögregla í Bangkok í Taílandi handtók fimm Japana og Kínverja sem grunaðir eru um að- ild að alþjóðlegum kreditkorta- svindlhring. Mennirnir voru handteknir í kjölfar ábendinga frá lögreglu í Frakklandi og Þýska- landi en þar er talið að korta- svindlararnir hafi keypt vörur fyrir rúmar 11 milljónir króna og greitt fyrir með fölsuðum kredit- kortum. Eftir komuna til Taílands keyptu mennirnir vörur fyrir rúmar 7 milljónir með fölsuðum kreditkortum. ■ Gerhard Schröder: Á leið til Ítalíu BERLÍN, AP Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, ætlar sér að heimsækja Ítalíu í sumar, þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar. Schröder aflýsti fyrirhugaðri ferð sinni til Ítalíu í júlí vegna niðrandi ummæla ítalsks ráða- manns um þýska ferðamenn. Í kjölfarið bauð Romano Prodi, for- seti framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins, kanslaranum til Verona til að hlýða á óperu. Stirt hefur verið á milli Schröder og ítalska forsætisráðherrans Silvios Berlusconis. Borgarstjóri Verona hefur boðið Berlusconi á óperu- sýninguna en ekki liggur fyrir hvort hann ætlar sér að mæta. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.