Fréttablaðið - 09.08.2003, Page 12

Fréttablaðið - 09.08.2003, Page 12
12 9. ágúst 2003 LAUGARDAGUR Þegar leikarinn Bob Hope léstnýlega, 100 ára gamall, fékk hann fögur eftirmæli sem leikari, manneskja og fjölskyldumaður. Það er nú allt að breytast því í haust kemur út ævisaga leikar- ans, The Secret Life of Bob Hope eftir Arthur Marx. Þar er ræki- lega flett ofan af einkalífi leikar- ans, sem var ólæknandi kvenna- maður þrátt fyrir að hafa búið með sömu konunni í 70 ár og ver- ið markaðsettur sem ímynd fyrir- myndareiginmanns. Hope var einn vinsælasti gam- anleikari Bandaríkjanna, kannski sá ástsælasti. Hann fæddist í London en fluttist til Bandaríkj- anna með fjölskyldu sinni þegar hann var fjögurra ára gamall. Hann varð fyrst þekktur sem út- varpsstjarna en sneri sér síðan að kvikmyndaleik. Allan feril sinn var hann á ferð og flugi og ávann sér mikla hylli fyrir ósérhlífni við að skemmta hermönnum í Banda- ríkjaher hvar sem var í heimin- um. Hann var um árabil kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni og þótti ætíð standa sig frábærlega. Umsvifamikil framhjáhöld Almennt var litið á Hope sem traustan eiginmann og heimilis- föður sem stigi ekki víxlspor. Hann skildi við fyrstu eiginkonu sína árið 1934 og hóf búskap með Dolores Reade söngkonu, sem var við hlið hans í 70 ár. Þau ættleiddu fjögur börn. Hjónabandið var talið eitt það hamingjusamasta í Hollywood en í innsta vinahring Hopes var mönnum fullkunnugt um umsvifamikil framhjáhöld hans. Eftirlæti hans voru fegurð- ardrottningar, sem hann tók iðu- lega með sér þegar hann skemmti hermönnum. Hlutverk þeirra var fyrst og fremst að hafa ofan af fyrir Hope. Hope átti einnig í ástarsam- böndum við fjölmargar leikkonur en sú sem hann var veikastur fyrir var Marilyn Maxwell, sem var aukaleikkona hjá MGM. Hún hafði áður átt í ástarsambandi við Frank Sinatra, sem lagði mikla fæð á Hope vegna sambands hans við Maxwell. Þegar ástarævintýri Maxwells og Hopes stóð sem hæst sagði hún hárgreiðslumanni sín- um: „Ég myndi giftast Bob og ég held að hann myndi giftast mér en ég yrði svo illa liðin í Hollywood fyrir að stela honum frá Dorothy og sundra þessari svokölluðu ham- ingjusömu fjölskyldu að ég held að einhver myndi drepa mig.“ Eigin- kona Hopes frétti af sambandinu og sagði honum að framhjáhöldum hans yrði að linna. Hún talaði fyrir daufum eyrum, eins og endranær. Sambandinu við Maxwell lauk loks árið 1954 þegar hún giftist rithöf- undi. Nakinn innan um smástelpur Eitt sinn kom eiginkona Hopes að honum í rúminu með annarri konu. Hún reiddist svo að hún reif sængina af elskendunum. Hope settist upp í rúminu og sagði: „Þetta er ekki ég!“ Ein af ástkonum hans var vel vaxin tvítug sýningarstúlka sem kynntist Hope þegar hann var fimmtugur. „Ég vissi ekki einu sinni að hann væri giftur,“ sagði hún seinna. „Ég var sveitastelpa. Ég tilheyrði engu menntamanna- liði. Reyndar var ég ansi heimsk. En það sem heillaði mig við hann var að hann hafði svo frábæran húmor, þangað til ég komst að því að þetta var ekki sjálfsprottinn húmor, hann var með brandara- höfunda á launum. En hann var mjög indæll. Enginn var indælli en Bob.“ Vinkonur dætra Hopes bera honum ekki vel söguna. Ein þeirra segir að á táningsaldri hafi nokkr- ar vinkonur dætranna dvalið á heimili Hope-fjölskyldunnar. Hún segir að Hope hafi verið viðbjóðs- legur innan um ungar stúlkur, orðljótur og helst minnt á pervert. Hann átti til að koma allsnakinn inn í herbergi þar sem þær voru og ef hann var klæddur var buxnaklauf hans opin. Hann lét síðan eins og hann væri þarna fyr- ir mistök og hefði alls ekki átt von á stúlkunum í herberginu. Fjölskylda á njósnum Einkaritari Hopes til fimmtán ára segir að hún hafi ekki starfað lengi fyrir Hope þegar henni varð ljóst að maðurinn sem Ameríka elskaði, maðurinn sem sagðist vera ástríkur eiginmaður og faðir, var hinn versti saurlífismaður. Hann kom ástkonum sínum fyrir á hinum ýmsu stöðum og hluti af starfi ritarans var að fela þessi leynilegu kvennabúr fyrir eigin- konunni og umheiminum. Ein- hverjum ástkonum fann hann hlutverk í myndum sínum, aðrar setti hann á launaskrá og lét draga kostnað við uppihald þeirra frá skatti. Eiginkona Hopes, Dorothy, var alla tíð heltekin af afbrýðisemi vegna framhjáhalda manns síns. Hún réð einkaspæjara til að njósna um hann og lét þá gefa sér skýrslur. Fjölskyldumeðlimir njósnuðu einnig um Hope, þar á meðal dætur hans tvær. Að sögn var Hope hálfníræður þegar hann lét af framhjáhöldum sínum. And- inn var reiðubúinn en líkaminn var farinn í verkfall. kolla@frettabladid.is BOB HOPE Með gamanleikkonunni Mörhu Ray í myndinni College Swing. Hope var í áratugi vinsælasti gamanleikari Bandaríkjanna. Bob Hope er nýlátinn og á næstu mánuðum kemur út bók sem gefur dökka mynd af þessum ástsæla gamanleikara: Skuggahliðin á Bob Hope MEÐ JANE RUSSELL Hope var óseðjandi kvennamaður sem hefur varla sett sig upp á móti því að fá kyntáknið Jane Russell sem mótleikara í The Paleface, sem varð ein vinsælasta mynd hans.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.