Fréttablaðið - 09.08.2003, Page 20

Fréttablaðið - 09.08.2003, Page 20
9. ágúst 2003 LAUGARDAGUR20 GAY PRIDE Þegar blaðamaður náði í gær í skottið á Erlu Ragnarsdóttir, söngkonu Dúkkúlísanna, var hún að gera sig klára fyrir hátíðarhöldin og spilamennskuna á Lækjargöt- unni í dag. Hún var nýkomin út frá hárgreiðslustofunni og viðurkenndi fúslega að Dúkkúlísurnar væru all- ar mjög spenntar. Eftir að Dúkkúlísurnar unnu Músíktilraunir árið 1983 urðu þær stuttlífar en sagan var þó ekki öll úti. Þegar Egilsstaðarbær fagnaði fimmtíu ára afmæli árið 1997 voru þær beðnar um að taka lagið. Stúlk- urnar eru að austan og stoltar af því og reyndist tilboðið því of freist- andi til að láta það fram hjá sér fara. Síðan þá hafa þær leikið á um tveimur til þremur tónleikum á ári. „Síðasta vetur í október átti hljómsveitin tuttugu ára afmæli,“ útskýrir Erla. „Í kringum það kom- um við saman og fórum aftur að vinna að nýjum lögum. Við höfum verið að undirbúa það að byrja aft- ur. Alla vega að fara í það að taka upp tvö til þrú ný lög. Núna er nýtt lag komið út, „Konur allsstaðar“ og draumurinn okkar er að gera nýjan disk með nýjum og gömlum lög- um.“ Af titli lagsins að dæma mætti draga þá ályktun að innihaldið taki eitthvað á samkynhneigð kvenna. „Já, það er eitthvað til í því,“ segir Erla sem semur textann. „Þetta er uppgjörstexti konu á tímamótum. Það má alveg túlka það sem sam- kynhneigð eins og annað. Hún er að finna konuna í sjálfri sér.“ Erla segir það mikinn heiður og tækifæri að hafa fengið boð um að leika á Gay Pride. Aðeins ein Dúkkúlísan er lesbía en það er Gugga trommari. Sú kom seint út úr skápnum eða fyrir fimm árum síðan. „Það kom mér alls ekkert á óvart. Ég held að flestir hafi vitað það lengi.“ En úr því að flest allar Dúkkúlís- urnar eru gagnkynhneigðar, hvers vegna höfða þær þá svona vel til lesbía? „Konur eru að fíla Dúkkúlísur. Ég held að það skipti engu máli hvort þær séu samkyn- hneigðar eða ekki,“ útskýrir Erla að lokum. Tónleikarnir á Lækjargötu hefjast að gleðigöngu lokinni eða um klukkan fjögur í dag. Dúkkúlís- urnar ætla að taka þar þrjú lög, Svart/hvítu hetjuna og Pamelu í Dallas að beiðni Páls Óskars, auk þess að frumflytja nýja lagið á tón- leikum. biggi@frettabladid.is Kvennasveitin Dúkkúlísur er á meðal þeirra sem koma fram á Gay Pride í dag. Stúlkurnar ætla að spila þrjú lög og m.a. frumflytja eitt nýtt, „Konur allsstaðar“, en texti þess tekur lauslega á samkynhneigð. Fréttiraf fólki Skrýtnafréttin Það kemur ekki á óvart að nýj-asta plata Lands og sona, Óðal feðranna, skuli koma út um mitt sumar. Það er mikil birta og sumar- stemning á plötunni sem ætti að falla flestum hlustendum í geð. Platan byrjar mjög vel. Fyrstu þrjú lögin eru fín popplög og þá sér í lagi „Von mín er sú,“ sem hefur slegið í gegn undanfarið. Stuðmannahressleikinn er mik- ill í laginu „Á fjórum fótum,“ enda semja þeir textann, auk þess sem Jakob Frímann ljáir þar rödd sína. Næsta lag á eftir, „Dökkhærð og dimm,“ eflist eftir því sem á líður og endar virkilega vel á sinn hippa- lega hátt. Sannarlega eitt af betri lögum plötunnar. Seinni helmingur plötunnar er ekki eins heillandi en á þó sín augnablik. „Dagurinn líður“ og „Draumurinn lifir“ eru til að mynda alltof sykursæt fyrir minn smekk. Einnig finnst mér ég hafa heyrt „Það er gott“ alla vega þúsund sinnum sinnum áður. Allt of formúlukennt. Hreimur er ágætur söngvari, en stundum er raddbeiting hans pirr- andi. Hann mætti sleppa því alveg að anda áberandi á milli setninga, eins og t.a.m. í „Verð að fá þig“. Það er einfaldlega ekki svalt. Engu að síður sýnir Hreimur það á plöt- unni að hann getur samið góð popp- lög. Það sannast m.a. í lokalaginu, „Ég verð að fá þig,“ sem er ljúfur endir á ágætri plötu. Freyr Bjarnason Umfjölluntónlist LAND OG SYNIR: Óðal feðranna Sumar- stemning DÚKKÚLÍSUR Segist ekki skilja af hverju svona fáar stelpusveitir séu starfandi. „Ég get ekki skilið af hverju þeim finnst þetta svona erfitt,“ segir Erla söngkona. „Þær þurfa þess ekki. Þær virðast bara spéhræddari við rokkið.“ INNLIFUN Clay Aiken, sem lenti í öðru sæti í keppn- inni American Idol, söng af mikilli innlifun á tónleikum sem haldnir voru í Norður- Karólínu í Bandaríkjunum á dögunum. Tónleikarnir voru liður í American Idol Live! tónleikaröðinni sem hefur slegið í gegn undanfarið. Stöðumælaeftirlitið í Melbourne íÁstralíu neyddist á dögunum til þess að biðja fjölskyldu afsökunar eftir að hafa sektað dauðan ættingja þeirra. Þannig var mál með vexti að stöðumælavörður einn sektaði bíl sem var lagt ólöglega á meðan eig- andi bifreiðarinnar sat dauður á bak við stýrið. Vörðurinn segist hafa reynt að vekja manninn með því að banka á bílrúðuna en án árangurs. Hann hafi því ákveðið að bílstjórinn væri að sofa úr sér drykkju frá kvöldinu áður. Því hafi hann skrifað sektina og farið til þess að losna við úrillan manninn þegar hann vakn- aði. Samkvæmt skýrslu líkskoðar- ans hafði maðurinn verið dáinn í þó nokkurn tíma þegar stöðumæla- vörðurinn kom að honum. Skiljanlega var fjölskylda dauða mannsins fremur fúl yfir starfs- háttum hins kærulausa stöðumæla- varðar og því neyddist eftirlitið til að biðjast afsökunnar í fjölmiðlum. Sá dauði slapp svo við að borga gjaldið. ■ Dauður maður sektaður FLUGMAÐURINN CHAN Brosmildi slagsmálahundurinn Jackie Chan var reffilegur þegar hann veifaði til aðdá- enda við Chek Lap flugvöllinn í Hong Kong nýverið klæddur flugmannsbúningi. Koma kappans til Hong Kong var liður í tilraun stjórnvalda til að lokka þangað ferðamenn á nýjan leik eftir að bráðalungnabólgan gekk þar yfir. Jennifer Lopez og BritneySpears eru báðar í viðræðum við risasjónvarpsstöðvar í Banda- ríkjunum um að lána kvöldspjallþætti nafn sitt. Þær yrðu ekki í útsendingu allan tímann heldur með nokkurra mínútna kynningu fyrir hvern þátt. Lopez hefur svo víst stungið upp á því að systir hennar Lynda verði ráðin um- sjónarmaður þáttarins. Nú er í undirbúningi sýning íLos Angeles og New York sem tileinkuð er Bítlunum. Hún verð- ur sett upp á næsta ári þegar fjörutíu ár eru liðin frá því að sveitin birtist fyrst í bandarísku sjónvarpi. Sýningin opnar í báð- um borgunum þann 9. febrúar og stendur yfir til 30. apríl. Þar verður safnað saman öllum þeim sjónvarpsupptökum sem til eru af Bítlunum úr bandarísku sjón- varpi. Bítlarnir komu fyrst fram í þætti Ed Sullivan 9. febrúar árið 1964. ÓLÖGLEGA LAGÐUR „Heyrðu góurinn! Ætlarðu að færa bílinn þinn... halló! haaalllóóóó!? Ertu sofandi?“ Hljómsveitirnar MassiveAttack og The Dandy Warhols hafa ákveðið að gera breiðskífu saman. Báðar sveitir vilja taka að sér hliðar- verkefni áður en þær ráðast í sín- ar eigin plötur. Sveitirnar hafa verið að senda lög sín á milli og unnið að hugmyndum hvors ann- ars. Búist er við því að upptökur hefjist í haust. Írski leikarinn Colin Farrell komspjallþáttastjórnandanum Con- an O’Brien í opna skjöldu þegar hann sagði að hann vildi að sonur sinn, sem fæðist í næsta mánuði ef guð lofar, yrði kallaður Fokker. Hann var þó líklega að grínast. Drengur að nafni Fokker Farrell ætti örugglega erfitt uppdráttar á sínum uppvaxtarárum. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 10 VINSÆLUSTU LÖGIN Á FM 957 VIKA 32 Beyoncé Knowles CRAZY IN LOVE Justin Timberlake SENIORITA Quarashi MESS IT UP R. Kelly SNAKE Lil Kim MAGIC STICK Írafár ALDREI MUN ÉG Moloko FOREVER MORE Black Eyed Peas FEATURING JUSTIN Eminem BUSINESS Love Gúru PARTÝ ÚT UM ALLT Vinsælustulögin BEYONCÉ Fyrsta smá- skífan af sólóplötunni er einn stærsti sum- arslagari árs- ins í ár. Hún á svo nóg af fínum lög- um eftir á plötunni. „Konur fíla Dúkkúlísur“ Fréttiraf fólki Erum búin að opna nýtt Naglastudio Solid hár Laugavegi 176, Gamla sjónvarpshúsið. s; 551-0808 og 848-0157

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.