Fréttablaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 18
■ ■ KVIKMYNDIR Sjá www.kvikmyndir.is  Sambíóin Kringlunni, s. 588 0800  Sambíóin Álfabakka, s. 587 8900  Háskólabíó, s. 530 1919  Laugarásbíó, s. 553 2075  Regnboginn, s. 551 9000  Smárabíó, s. 564 0000  Borgarbíó, Akureyri, s. 462 3500  14.00 Smekkleysubíó í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu: BJÖRK Vespertime live at Royal Opera House.  16.00 Smekkleysubíó í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu: BJÖRK Live at Shepherd’s Bush. ■ ■ ATBURÐIR  13.00 Teymt verður undir börnum við Árbæinn í Árbæjarsafni og farið í skemmtilega leiki á torginu kl. 14. Á torginu eru stultur, kassabílar, húlla- hringir, sippubönd, kuðungar og fleira. Foreldar og börn geta farið í búleik og og handfjatlað leggi og skeljar.  Fiskverkendur bjóða öllum lands- mönnum í mat í Dalvíkurbyggð á Fiskideginum mikla. Yfirkokkur verð- ur sem fyrr stórsnillingurinn Úlfar Ey- steinsson á veitingastaðnum Þremur frökkum í Reykjavík. Vönduð og fjöl- breytt skemmtidagskrá prýðir daginn.  15.00 Skemmtidagskrá í hátíðar- tjaldinu á Handverkssýningunni á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit.  21.30 Uppskeruhátíð handverks- fólks verður á Handverkssýningunni í Eyjafirði. Ýmis skemmtiatriði verða á boðstólnum og veittar verða viðurkenn- ingar til handverksfólks.  12.00 Fornvéladagur á Akranesi í tilefni þess að 85 ár eru liðin frá inn- flutningi fyrstu dráttarvélarinnar hingað til lands og 60 ár eru frá því fyrstu rækt- unarýturnar komu til landsins. Sýning verður á Safnasvæðinu á ýmsum eldri og nýrri tækjum. Sýningunni lýkur með skrúðakstri gangfærra ökutækja um göt- ur bæjarins klukkan 16. ■ ■ ÚTIVIST  10.00 Á Listasumrinu á Súðavík gengur Ragnar Þorbergsson, innfæddur Súðvíkingur, með gestum um gamla þorpið og segir sögur af liðnum tíma, húsum, fólki og atburðum.  10.00 Jepparækt Útivistar. Ekinn verður Eyfirðingavegur frá Þingvöllum að Laugarvatni. Þátttaka í Jepparæktinni er ókeypis og opin öllum jeppaeigend- um. Brottför frá skrifstofu Útivistar. ■ ■ FYRIRLESTUR  11.00 Ronald D. Davis heldur fyr- irlestur í Háskólabíói um lesblindu í til- efni íslenskrar útgáfu á bók hans, Náð- argáfan lesblinda. Axel Guðmundsson túlkar fyrirlesturinn á íslensku. Miðaverð er kr. 1500. ■ ■ AFHJÚPUN  14.00 Minnisvarði um Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli verður af- hjúpaður að Kirkjubóli í Bjarnardal í Ön- undarfirði. Sigrún Gissurardóttir og Ásgerður Ingimarsdóttir lesa ljóð og frá- sögn eftir Halldór. Helgi Seljan og Gunnar Þorláksson flytja ávörp og Karla- kórinn Ernir syngur. ■ ■ OPNANIR  15.00 Sýningin Þrettán + þrjár verður opnuð í Lystigarðinum á Akur- eyri. Þetta er samsýning þrettán norð- lenskra listakvenna og þriggja frá Fær- eyjum.  15.00 Guðbjörg Lind opnar mál- verkasýningu í aðalsal Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnar- fjarðar. Viðfangsefni Guðbjargar Lindar hafa frá upphafi verið tengd vatni, fyrst fossum og síðar óræðum og ímynduð- um eyjum á haffleti.  15.00 Anna Jóelsdóttir opnar í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, sýninguna FLÖKT. Jóel Pálsson leikur á saxófón sinn við opn- unina.  16.00 Samsýning 20 akureyrskra listamanna verður opnuð í Ketilhúsinu á Akureyri.  17.00 Sýningar Gjörninga- kúbbsins, Heimis Björgúlfssonar og Péturs Arnar Friðrikssonar, verða opnaðar í Nýlistasafninu við Vatns- stíg. Gjörningaklúbburinn opnar á 2. hæð safnsins sýninguna Á bak við augun. Í norðursal 3. hæðarinnar, sýning Heimis Björgúlfssonar Gott er allt sem vel endar (Sheep in disgu- ise) og í suðursalnum sýning Péturs Arnar Friðrikssonar Endurgerð. Sýn- ingarnar standa til 7. september.  Sýning á nýjum verkum Rögnu Sig- rúnardóttur verður opnuð í Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5, Reykjavík. Viðfangsefni Rögnu er blómaskeið lif- andi hluta og spurningin hvort hræðslan við að eldast sé það sem takmarkar feg- urðarmat okkar. Þetta er 13. einkasýning Rögnu hér á landi. ■ ■ TÓNLIST  12.00 Á hádegistónleikunum í Hallgrímskirkju frumflytur danski org- anistinn Christian Præstholm orgelverk- ið Mynstur (Patterns) eftir Gunnar Andreas Kristinsson. Einnig leikur Christian verk eftir Johann Sebastian Bach og Marcel Dupré.  17.00 Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri. Bryndís Halla Gylfadóttir selló, Edda Erlendsdóttir píanó, Una Sveinbjarnardóttir fiðla, Vovka Ashkenazy píanó, Ólafur Kjart- an Sigurðarson bariton, Ásdís Valdi- marsdóttir víóla og Claudio Puntin klarinett flytja verk eftir B. Martinu, S. Prokofieff, Jón Þórarinsson og Claudio Puntin.  21.00 Svava Ingólfsdóttir, mezzosópran, Ingibjörg Guðlaugsdóttir básúnuleikari og Magnús Ragnarsson, orgel- og píanóleikari koma fram á sum- artónleikum við Mývatn í Reykjahlíðar- kirkju.  21.00 Hrafnaspark, Robin Nolan og allir hinir spila á Grand finale Djangójazzhátíðarinnar á Glerártorgi á Akureyri. 18 9. ágúst 2003 LAUGARDAGUR hvað?hvar?hvenær? 6 7 8 9 10 11 12 ÁGÚST Laugardagur ■ GAY PRIDE Hinsegin í dag og fram á rauða nótt Gleðiganga frá Hlemmi niður Laugaveginn, hátíðardagskrá í Lækjargötu, dansleikir og skemmtanir um kvöldið. fullum gangi Útsalan í Ég er búinn að vera í tónlistar-bransanum ég veit ekki hvað lengi og var fyrst núna að fatta að gógógellurnar eru það eina sem dugar,“ segir Villi í 200 þúsund naglbítum. Naglbítarnir verða með tón- leika ásamt Ensíma á Grand Rokk í kvöld. Þetta er í fyrsta skipti sem Naglbítarnir koma fram op- inberlega eftir að nýja lagið þeir- ra, Láttu mig vera, kom út og hef- ur verið í nánast stanslausri spil- un á útvarpsstöðvunum. „Það er allt gógógellunum á myndbandinu að þakka. Hér eftir læt ég hvergi sjá mig nema með tvær gógógellur í eftirdragi. Ég fer ekki einu sinni út að skemmta mér án þeirra.“ Gógógellurnar virka ■ TÓNLIST LOKSINS BÚINN AÐ FATTA ÞAÐ 200 þúsund Naglbítar og Ens- ími verða með tónleika á Grand Rokk í kvöld. Stórdansleikur í kvöld MANNAKORN LA U G A VE G U R A U ST U R ST R Æ TI H A FN A R ST R Æ TI LÆKJARGATA H VE R FI SG A TA NELLY’S VIÐ ÞINGHOLTSSTRÆTI 23.00 Hátíðardansleikur með DJ Atla LOFTKASTALINN 20.00 Söngleikurinn Ain’t Misbehavin’ - The Fats Waller Musical Show með Andreu Gylfadóttur ásamt bandarískum söngvurum og dönsurum. SPOTLIGHT VIÐ HAFN- ARSTRÆTI 23.00 Hátíðar- dansleikur með DJ Fabio White NASA VIÐ AUSTURVÖLL 23.00 Hátíðardansleikur með DJ Páli Óskari LÆKJARGATA 16.30 Hinsegin hátíð með ávarpi Mar- grétar Pálu Ólafsdóttur. Síðan skemmta Laugaráskvartettinn, Hörður Torfa, Haf- steinn Þórólfsson, dansarar úr Íslenska dansflokknum, söngvarar og dönsarar úr Ain’t Misbehavin’, Dúkkulísurnar, Sirkus Homma Homm og Stella, að ógleymd- um dragdrottningunum Joe og Starínu. Felix Bergsson kynnir. BROADWAY 22.00 Hinn árlegi stórdansleikur Millj- arðamæringanna með Bogomil Font, Páli Óskari, Ragga Bjarna, Stephani Hilmarz og Bjarna Ara. Söngkonan Eivör Pálsdóttir frá Færeyjum mætir einnig á svæðið og kvennahljómsveitin Heimilis- tónar verður sérstakur gestur. LISTASAFN REYKJAVÍKUR, HAFNARHÚSINU 18.00 Smekkleysa hf. efnir til karókíkeppni. Rósa Ingólfsdóttir verð- ur kynnir og formaður dómnefndar. Aðrir í dómnefnd eru Bogomil Font og Margrét Örn- ólfs. Verðlaun veitt fyrir frumlegustu sviðsfram- komu, besta búninginn og besta frumsamda textann. HLEMMUR 15.00 Gay Pride - gleðiganga samkyn- hneigðra. Allir safnast saman á Rauðarárstíg við Hlemm. Gengið verður eftir Laugavegi og niður á Lækjargötu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.