Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.03.2005, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 05.03.2005, Qupperneq 14
LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA Einar Oddur Kristjánsson alþingis- maður gekk af þeirri hugmynd dauðri á fundi Varðbergs og Sam- taka um vestræna samvinnu á þriðjudaginn, að Ísland keppti að því að öðlast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna kjörtímabilið 2008-2010. Í fundarboði höfðu þessi samtök talið spurninguna um framboð Ís- lands til Öryggisráðsins brenna á allra vörum. Áhuginn reyndist þó ekki meiri en svo að einungis 30-40 manns sóttu fundinn og hlýddu þar á boðskap ekki minni manna, auk Einars, en Jónínu Bjartmarz og Steingríms J. Sigfússonar, en bæði eiga þau sæti í utanríkismálanefnd þingsins. Framsögumenn reifuðu í ræðum sínum aðdragandann að þessu framboði. Undirbúningur var haf- inn strax á árinu 1998. Í ræðu sinni á Allsherjarþingi SÞ 2002 kvað Halldór Ásgrímsson svo upp úr með það að Íslendingar stefndu að þessu markmiði. Þá var ekkert ljóst um mótframboð. Síðan tilkynntu Aust- urríkismenn um framboð sitt og var þá ljóst, að ekki hrepptu Íslending- ar sætið baráttulaust. Enn síðar bættust svo Tyrkir í þennan hóp og mátti þá öllum vera ljóst að á bratt- ann yrði að sækja. Rök Einars Odds voru skýr og kvað hann þau vera þau sömu og hann hefði flutt í umræðum um af- greiðslu fjárlaga síðastliðið haust. Tyrkir eru núna í þeirri stöðu að fyrir liggur umsókn þeirra um inn- göngu í Evrópubandalagið og mæta þar talsverðri andstöðu, enda stjórnkerfi þeirra að mörgu leyti ábótavant til þess að þeir geti með réttu gert tilkall til að komast í klúbb hinna vestrænu þjóða. Hins vegar lofa þeir bót og betrun og eru tilbúnir að ganga langt í breyting- um til þess að vinna til aðildar. Um þetta er nær alger pólitísk samstaða heimafyrir. Rök þeirra sem veita vilja þeim inngöngu í EB eru þau, að þeir gegni nú mögulegu lykilhlut- verki í nálgun hins vestræna heims að múslimaheiminum. Með stórt og öflugt múslimaríki innan sinna vébanda færi EB umheiminum sönnur á, að ekki er verið að stofna klúbb kristinna þjóða sem stefnt sé gegn múslimum og arabaheiminum sérstaklega. Það mun þó bersýni- lega taka langan tíma fyrir Tyrki að vinna til fullrar aðildar að EB. Í millitíðinni gæti EB áunnið sér traust þeirra með stuðningi við framboð þeirra til öryggisráðsins. Allt benti þannig til að Evrópuríkin mundu ganga framhjá aðildarríki sínu, Austurríki, og styðja Tyrki í þessu efni. Eftir sæti Ísland með stuðning Norðurlandaþjóðanna og mögulega engra annarra, þegar upp er staðið. Einar færði svo rök að því, að kosningabarátta fyrir þessu sæti mundi kosta hátt í milljarð króna, sem væri sama sem hent út um gluggann. Við þessar gerbreyttu að- stæður ættu menn því að hafa vit á því að endurskoða afstöðu sína og draga í land og hverfa frá upphaf- legum áformum. Nóg væri við slíka peningaupphæð að gera bæði heima og erlendis. Við þetta má bæta, að Morgun- blaðið tók nýlega að tvístíga í mál- inu. Það benti réttilega á að í al- þjóðasamskiptum eru engir hádeg- isverðir ókeypis. Í baráttu fyrir þessu sæti væri hætt við að Ísland yrði að gera málamiðlanir við ýmis ríki og heita þeim stuðningi við mál, sem Íslendingum væru lítt hugnan- leg. Má raunar segja að sá ferill sé þegar hafinn með því að taka upp diplómatísk tengsl við óþverraríki, sem við höfum hingað til getað snið- gengið. Enn má bæta því við að fram kom á fundinum, að fyrir þetta tveggja ára kjörtímabil í Öryggis- ráðinu yrði að fjölga í starfsliði fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum með skipan að minnsta kosti sjö sérfræðinga um alþjóða- mál, auk þess sem efla þyrfti kunn- áttu utanríkisins hér heima. Hvað yrði svo um þetta starfslið að tveggja ára kjörtímabilinu loknu. Dettur einhverjum í hug annað en þeir sætu áfram sem fastast í embættum ævina út? Fyrir mörgum lítur þetta fram- boð aðeins út sem lævísleg tilraun til sjálfvirkrar útþenslu utanríkis- ráðuneytisins, sem blés raunar út eins og belgur þegar líða tók á emb- ættistíma Halldórs Ásgrímssonar. Auk þess sem sjálfsagt væri að taka upp diplómatísk tengsl við öll aðild- arríki SÞ þyrftum við að lágmarki að koma okkur upp sendiráðum í öllum heimsálfum. Einnig að sýna í verki fram á vinsamleg samskipti við helstu trúar- og menningar- blokkirnar innan Sameinuðu þjóð- anna. Þannig gæti þetta framboð virkað sem óútfyllt ávísun á stór- aukin umsvif utanríkiráðuneytisins með tilheyrandi mannaráðningum til verkefnalausra sendiráða. Þessi framboðshugmynd var ærið vafasöm frá upphafi. Auk þeirra raka sem hér hafa verið upp- talin, eigum við ekki að sækjast eftir að koma okkur í þá aðstöðu á alþjóðavettvangi að þurfa annað- hvort að sýna algera hollustu við Bandaríkin eða snúast gegn þeim í einstökum málum. Eftir framboð Tyrkja er hugmyndin beinlínis fá- ránleg. Þvert á móti ættum við nú að snúa við blaðinu og vinna okkur inn prik meðal múslimaþjóðanna með því að lýsa yfir stuðningi við framboð Tyrkja. Það væri verðugt verkefni fyrir nýbakaðan utanríkis- ráðherra. ■ G etur verið að launajöfnuður á Íslandi hafi lítið sem ekkertbreyst undanfarin ár þrátt fyrir augljós merki um stór-aukinn kaupmátt þeirra hæstlaunuðustu í samfélaginu? Við sjáum birtingarmynd um þessi auknu fjárráð allt í kringum okkur; til dæmis alla dýru bílana í umferðinni og svo þykir það varla lengur tiltökumál þegar einbýlishús losar 50 milljónirnar. Hannes G. Sigurðsson, hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins, skrifaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hann heldur því einmitt fram að engin innistæða sé fyrir fullyrðingum um vax- andi ójöfnuð á Íslandi þegar litið sé til langs tíma, og að þvert á móti sé jöfnuður mikill hér í alþjóðlegum samanburði. Hannes rökstyður mál sitt vandlega með tölum, meðal annars frá Hagstofu Íslands, og það virðist ekki fara á milli mála að hann hefur rétt fyrir sér. Nema hvað dæmin sem eru rakin hér að ofan segja okkur aðra sögu og það gerði líka úttekt Fréttablaðsins sem birtist í nóvember og sagði frá hvernig bilið milli þeirra lægst- og hæstlaunuðustu hefur stóraukist undanfarinn áratug . Hvernig stendur á þessu? Jú, í grein sinni skoðar Hannes launajöfnuð út frá annars vegar þeim tíu prósentum sem hafa lægstu launin og hins vegar þeim tíu prósentum sem hafa hæstu launin. Í úttekt Fréttablaðsins voru aftur á móti viðmiðunarhóp- arnir hafðir þrengri eða fimm prósent hvor og við það breytist myndin verulega. Þá kemur í ljós að mismunurinn á tekjum þeirra tekjuhæstu og tekjulægstu á Íslandi hefur aukist um rúm- an helming síðastliðinn áratug. Þeir tekjuhæstu eru nú með um 22 sinnum hærri laun en þeir tekjulægstu, en hvor hópur telur um ellefu þúsund manns. Þarna er komið að því sem hefur breyst mjög hratt undanfarin ár. Laun tiltölulega þröngs hóps hafa hækkað margfalt frá því fyrir örfáum árum þegar ríkisbankastjórarnir röðuðu sér jafnan í efstu sæti tekjuskattsgreiðenda á landinu. Hér er orðin til ný stétt af ofurlaunþegum með milljónir króna á mánuði. Það er spurning hvaða breytingar þessi þróun hefur á íslenska þjóðfé- lagsgerð þar sem börn stöðumælavarða og forstjóra hafa hingað til unað tiltölulega sátt hlið við hlið á skólabekk? Aðspurður í úttekt Fréttablaðsins sagði Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, að þetta ástand væri „sérstaklega sýnilegt í grunnskólum þar sem börn verði vör við að félagar þeirra komi frá heimilum með meiri peninga, eigi dýrari merkjavörur, fari oftar til útlanda og svo framvegis. Börn geta fyllst vanmáttartilfinningu og finnast þau búa við skort og orðið óánægð og fundið til biturleika vegna þess.“ Breytt samfélag er vissulega verðugt umhugsunarefni. Því ber hins vegar að fagna að kaupmáttur lágmarkslauna hefur aukist hlutfallslega mest allra launa undanfarin ár og er nú um 70 prósentum meiri en fyrir áratug. Tekjur hinna tekjuhæstu hafa þó hækkað enn meira á sama tíma og bilið því breikkað. Þeir ríku eru sem sagt að verða ríkari en það er ekki á kostnað hinna tekjulægstu sem hafa það betra en áður. Yfir þessu tvennu ættu allir að geta glaðst. Nema ef til vill þeir sem eiga erfitt með að sætta sig við viðleitni núverandi ríkisstjórnar til þess að draga úr tekjujöfnunaráhrifum skattkerfisins. Sumum er aldrei hægt að gera til geðs. ■ 5. mars 2005 LAUGARDAGUR SJÓNARMIÐ JÓN KALDAL Þeir ríku eru að verða ríkari en það er hins vegar ekki á kostnað þeirra tekjulægstu sem hafa aukið kaupmátt sinn um 70 prósent undanfarinn áratug. Ný íslensk þjóðfélagsgerð FRÁ DEGI TIL DAGS Smita tímaritin? Til mun vera sérstök undirgrein félags- vísinda sem fjallar um biðstofur í þjóðfé- laginu. Ekki er kunnugt um hvort þessi fræði séu stunduð við íslenska háskóla en það væri þá líklega helst í Samfylkingar- skólanum á Bifröst sem menn hefðu metnað til slíkra hluta. Biðstofufræðin eru nefnd hér vegna þess að í íslensku vís- indatímariti, Læknablaðinu, birtist nýlega grein þar sem fjallað er um spurninguna „Eru tímaritin á biðstofunni smitvaldur?“ Er þar greint frá framlagi raunvísinda til bið- stofufræða, norskri rannsókn sem leiddi í ljós að bakteríur var að finna á forsíðum allra tímarita sem lágu frammi á biðstofum lækna í Osló sem lentu í úrtak- inu. Aðeins tvær bakteríanna voru sjúk- dómsvaldandi og er það talið benda til þess að ekki sé ástæða til að hafa veru- legar áhyggjur af málinu. Hins vegar á eftir að rannsaka hvort í tímaritunum kunni að leynast sjúkdómsvaldandi veirur. Það gæti leitt til annarrar niðurstöðu. Gömul tímarit Fram kemur í Læknablaðinu að tímaritin á norsku læknabiðstofunum voru yngst tveggja mánaða og elst níu mánaða. Sam- kvæmt þessu standa norskir læknar sig betur en þorri íslenskra lækna. Lausleg at- hugun bendir til þess að yngstu tímaritin á biðstofum hér séu eins árs gömul og þau elstu allt að tíu ára. Dæmi eru um enn eldri rit á biðstofum í gömlum heilsu- gæslustöðvum, hreinar fornbókmenntir eins og tímaritin Heimsmynd og Þjóðlíf. Forvitnilegt væri að kanna vistkerfi þeirra. Skylt er að geta þess að dæmi eru um nokkrar framsæknar biðstofur, svo sem hjá augnlæknum og tannlæknum, sem bjóða upp á glæný tímarit. Kann þokka- legur efnahagur viðkomandi lækna að skýra þessa lofsverðu þjónustu. Ekki sála Ekki er okkur kunnugt um lestrarmenn- ingu á biðstofum bankastjóra. Einu sinni voru það þéttsetnustu stofur landsins. Þá var taugaspennan slík að fæstir höfðu eirð í sér til lesturs. Lágu þó yfirleitt ný dagblöð frammi enda voru bankarnir í ríkiseigu og fengu flokksblöðin send í stórum upplög- um. Nú sést ekki sála á þessum biðstof- um. Öll erindi eru afgreidd um síma og tölvur. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í alþjóðasamstarfi eru engir hádegis- verðir ókeypis. ,, Í DAG ÍSLAND Í ÖRYGGISRÁÐIÐ? ÓLAFUR HANNIBALSSON Dauðadæmt framboð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.