Fréttablaðið - 05.03.2005, Page 30

Fréttablaðið - 05.03.2005, Page 30
Ryksuga Bílinn þarf að ryksuga reglulega að innan og þarf það alls ekki að taka svo mikinn tíma. Hægt er að stoppa reglulega við ryksuguna á bensínstöðinni þegar bensín er tekið og renna létt yfir sætin og gólfin á bílnum.[ ] REYNSLUAKSTUR G. Tómasson ehf • Smiðjuvegi 8, Kópavogi • sími: 577 6400 • www.hvellur.com • hvellur@hvellur.com NÝJASTA ÆÐIÐ! Bifreiðastillingin ehf. • Smiðjuvegi 40d • Sími 557 6400 Vissir þú að 90% af sjálfskiptingum bila vegna hitavandamála? Láttu skipta um olíu og síu á sjálfskiptingunni. Sjálfskiptingar, stillingar og alhliða viðgerðir. Nýr Daewoo D25S-3 plus. 3,3 L Cummins, Hús með miðstöð, þrefalt mastur, hliðarfærsla. Frábært verð. Uppl í s. 585 2500 og 567 8757. Partur-Spyrnan-Lyftarar. Eldshöfða 10. Til sölu Bíldshöfða 18 • 110 Rvk Sími 567 6020 • Fax 567 6012 opið mán. - fös. kl. 8.00 - 18.00 www.abvarahlutir.is • ab@abvarahlutir.is Rúmbetri Skoda Octavia Nýja Skoda Octavian er bæði falleg og rennileg. Nýlega kynnti Hekla nýjan Skoda Octavia. Bíllinn er talsvert breyttur og í raun má segja að hann hafi færst upp um flokk bæði í stærð og gæðum. Skoda hefur verið á uppleið síðustu árin og virðast allir þeir fordómar sem fólk hafði á árum áður vera orðnir að engu, enda ekki hægt að tala um sama bíl- inn lengur. Skoda Octavia, sem komin er út í nýrri og betrumbættri útgáfu, hefur sópað að sér verðlaun- um, hefur meðal annars hlotið hinn eftirsóknarverða titil gullna stýrið og Skoda Octavia Ambiente 1,6 FSI var útnefndur af tímaritinu What Car? besti bíllinn í sínum flokki árið 2005. Auknar kröfur eru um meira pláss í bílum og hafa framleiðendur Skoda Octavia brugðist við því, en í nýju útgáfunni er bíllinn mun rúmbetri en fyrirrenn- arinn. Til dæmis er rýmið gott aftur í sem hentar fjölskyldufólki vel. Farangursrými er einnig mjög gott og þá sérstaklega miðað við þessa stærð af bíl. Í bílnum er einnig komið fyrir krókum, pokum og fleiru til að auðvelda allt skipulag. Útlit bílsins er mjög stílhreint og líkist orðið tals- vert útliti Volkswagen-bílanna, enda renna þessir bílar báðir undan rifjum sömu eigenda. Innréttingar í bílnum eru einnig stílhreinar og látlausar og virðist notagildið ráða ferðinni. Öll stjórntæki eru innan seilingar ökumanns og er mælaborðið einfalt og þægilegt að lesa á það. Loftkæling er í bílnum sem er orðin algeng í nýjum bílum. Loftræstikerfið er tví- skipt þannig að hitastig getur verið mismunandi vinstra og hægra megin í bílnum og stillanlegur hiti er í báðum framsætum. Gott er að sitja í sætunum sem bjóða upp á beina og þægilega líkamsstöðu og er bíllinn ágætlega þéttur sem dregur úr veghljóðum að utan. Bíllinn sem var reynsluekinn var með 1,6 l bens- ínvél sem togar vel, einnig á lágum snúningi sem gerir bílinn ágætlega kraftmikinn og sprækan, en stýrissvörun er góð. Bílnum hefur verið vel tekið og er hann uppseld- ur hjá umboðinu, en von er á nýjum eintökum í lok mars. kristineva@frettabladid.is steinunn@frettabladid.is Enn og aftur ráða sportbílar ríkjum á listanum. Meðalverð bílanna á listanum er nú í 351 þúsund dollurum, eða rúmlega 21 milljón íslenskra króna, en var 34 þúsund dollar- ar, eða 20,7 milljónir íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er því hækkun um þrjú prósent. Saleen S7 2005 trónir á toppi listans. Sportbíllinn er ekki að- eins sá dýrasti heldur einnig sá hraðskreiðasti. Saleen S7 var í öðru sæti á listanum í fyrra ásamt Porsche Carrera GT en þá var Ferrari Enzo í efsta sæti. Grunnverð bílsins er rétt rúm- lega 34 milljónir íslenskra króna. ■ Saleen S7 dýrasti bíllinn í Ameríku Tímaritið Forbes hefur sett saman lista yfir tíu dýrustu bílana í Bandaríkjunum. Saleen S7 tónir á toppi lista Forbes yfir dýrustu bíla í Bandaríkjunum í ár. DÝRUSTU BÍLAR Í BANDARÍKJUNUM 2005: 1. Saleen S7 2005 – rúmlega 34 milljónir íslenskra króna. 2. Mercedes-Benz SLR McLaren – rúmlega 27 milljónir íslenskra króna. 3. Porsche Carrera GT – tæplega 27 milljónir íslenskra króna. 4. Maybach 62 – tæplega 23 milljónir íslenskra króna. 5. Rolls-Royce Phantom – tæplega 20 milljónir íslenskra króna. 6. Maybach 57 – tæplega 20 milljónir íslenskra króna. 7. Lamborghini Murciélago – tæplega 17 milljónir íslenskra króna. 8. Aston Martin V-12 Vanquish – rúmlega 15,5 milljónir íslenskra króna. 9. Ferrari 612 Scaglietti – tæplega 15,5 milljónir íslenskra króna. 10. Ferrari 57M5 Maranello – tæplega 14 milljónir íslenskra króna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Nýja Skoda Octavian kostar á bilinu 1.740.000 kr. (Octavia Terno, 1,4 lítra 75 hestafla vél, fjögurra dyra, beinskipt- ur) upp í 2.350.000 (Octavia 2 lítra FSI 150 hestafla vél, fimm dyra sjálfskiptur)

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.