Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.03.2005, Qupperneq 49

Fréttablaðið - 05.03.2005, Qupperneq 49
LAUGARDAGUR 5. mars 2005 33 OPIÐ Á LAUGARDAG: 11 - 17 / SUNNUDAG: 13 - 17 RICARDA - burstað stál LJÓSAKÚPLAR Á FRÁBÆRU VERÐI Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST Kúpladagar UFO - króm/svartkróm/Gyllt 690- UFO - svart 690- UFO - antik 990- 1690- RICARDA - burstað messing 1690- UNIVERSAL - hvítt 990- RICARDA - gyllt 1690- PLANET - hvítt RICARDA - krómað 1690- PLANET - hvítt 990- 990- UNIVERSAL - eik 1490- UNIVERSAL - fura 1490- STORIA - burstað messing 1495- UNIVERSAL - gyllt 1290- 50% afsláttur á öllum öðrum ljósakúp lum í ve rslun. Allt að Móðir Þorsteins var á ferming- araldri þegar litli bróðir hennar lést svona sviplega. „Þetta var mik- ið áfall í fjölskyldunni og skuggi sem fylgdi dauða Jens. Fjölskyldan leigði í timburhúsi sem lengi stóð á Meistaravöllum við blokkirnar en var seinna rifið. Sá sem ók yfir hann var bandarískur hermaður sem hafði verið mjög góður við Jens og fært honum ýmsan glaðn- ing.“ Þorsteinn Jens á mynd af nafna sínum þar sem hann stendur í matrósafötum með nýklipptan topp, tekna rétt fyrir andlátið. „Nafnið er fallegt og drengurinn líka; með þverklipptan topp eins og tíðkaðist í þá daga þegar húsmæður klipptu börnin sjálfar og nógu stutt til að þurfa ekki að standa í því mjög oft,“ segir Þorsteinn, sem fyrir fermingu var Guðmundsson. „Mamma skírði okkur Guð- mundsbörn, bæði í höfuðið á pabba og afa, og vildi hafa það þannig, en við vorum skráð Vilhjálmsbörn í kirkjubækurnar. Í þá daga varð slíku ekki breytt þegar skírn var staðfest við fermingu. Joðið setti ég svo inn til að aðgreina mig frá Þor- steini Vilhjálmssyni prófessor við Háskólann og hafa orðið til ýmsar útgáfur á því, rétt eins og fornafn- inu; Steini, Þossi, Þursi vegna aðdá- unar minnar á Þursaflokknum og fleira, eins og gengur, en mér var alltaf feikilega illa við gælunöfn. Joðið hefur mér hins vegar alltaf þótt vænt um, þótt ákvörðunin hafi ekki verið meðvituð né um lista- mannsnafn að ræða,“ segir hann hlæjandi. „Ég kann vel við Þor- steinn Joð, hvort sem það er skrifað sem einfalt J eða Joð.“ ■ SIGURÐUR AÐALHEIÐARSON MAGN- ÚSSON Var í Grikklandi þegar alnafni hans og fyrrum barnahirðir sendi honum bréf og fór þess á leit að hann fengi sér millinafn svo menn hættu að hrósa eða skamma hinn fyrir rangar sakir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Sigurður Aðalheiðarson Magnússon rithöfundur Barnahirðir biður um millinafn Sigurður A. Nafnið er eins og stofn- un. Eitthvað voðalega virðulegt og rótgróið. Eins og það hafi alltaf verið þannig. En svo er ekki. Rithöf- undurinn Sigurður A. Magnússon var hálfpartinn neyddur til að taka sér millinafn. „Ég var niðri í Grikklandi að stúdera og hét þá bara Sigurður Magnússon, en átti alnafna sem vann hjá Loftleiðum. Sá skrifaði bækur og ferðagreinar alveg eins og ég. Þegar ég var ungur hafði hann verið svokallaður barnahirðir, var kennaramenntaður en starfaði við lögregluna og hirti upp óknytta- börn til yfirheyrslu,“ segir Sigurður A. og viðurkennir að hafa verið einn þeirra sem teknir voru til yfir- heyrslu af nafna hans þegar hann var tíu ára prakkari í Laugarnesinu. „En svo fæ ég bréf til Grikklands 1952 þar sem Sigurður nafni minn Magnússon biður mig endilega sem yngri mann að gera eitthvað í mál- inu því það sé alltaf verið að rugla okkur saman; annað hvort sé honum hrósað eða hann skammaður fyrir það sem ég hafði gert. Þá settist ég niður og hugsaði: „Alright! Faðir minn á börn með sjö konum. Móðir mín heitir Aðalheiður og ég gerist bara sonur hennar.“ Og breytti nafni mínu í Sigurður Aðalheiðar- son Magnússon. Næsta grein sem ég sendi Mogganum var merkt með A-inu og nafni minn vitaskuld alsæll með tilveruna.“ ■ Þegar ég var átján ára hafði ég afráðið að nálgast drauminn um að verða innan- hússarkitekt eftir stúdentspróf í Versló og var komin með inngöngu í arkitektaskóla í Þýskalandi. Það var þá sem mamma keypti líkamsræktarbók Hollywood- stjörnunnar Jane Fonda sem ég hertók með það sama og varð til þess að ég fékk brennandi áhuga á líkamsrækt. Þetta var afdrifarík lesning; við vinkona mín byrjuðum að gera æfingar eftir bók- inni heima í stofu og sáum þennan líka þvílíka árangur á aðeins þremur vikum. Þá var ekkert annað að gera en að taka á leigu sal í íþróttahúsi Garðabæjar, þar sem við smöluðum saman allt að fimm- tíu stelpum og kenndum þeim Jane Fonda-leikfimi. Þegar ég var komin á kaf í þetta, búin að stofna líkamsræktarhóp og orðin tvítug, var það pabbi sem spurði hvort innan- hússarkitektúr væri virkilega enn efst á áhugasviðinu. Og ég komst að þeirri niðurstöðu að svo var ekki lengur. Ég hætti því við Þýskalandsferðina og fór í staðinn til Bandaríkjanna til náms í íþrótta- og tómstunda- fræði og kom heim á sumrin til að kenna vin- konum mínum leikfimi. Þannig má segja að Jane Fonda hafi verið stór áhrifavaldur í lífi mínu, eins einkennilega og það kann að hljóma. Þessi útgáfa hennar varð upphafið að líkamsræktar- bylgju sem enn lifir góðu lífi. Sjálf hef ég aldrei verið svo fræg að hitta þennan áhrifavald, en fór þó í stúdíóið hennar í Los Angeles eftir að ég útskrif- aðist úr náminu. Þá ferðaðist ég mikið vestur til að tileinka mér nýjungar í þessum geira, því þar var og er mekka líkamsræktar- innar. Jane var aldrei á staðnum og engin von til að hún dúkkaði upp í tíma til að kenna. Hún hefur vafalaust verið við leik í kvikmyndum, en hún gaf út fullt af bókum og myndböndum í sínu nafni, og við góðan orðstír. thordis@frettabladid.is LÍKAMSRÆKTARDROTTNINGIN ÁGÚSTA JOHNSON Var komin með inngöngu í þýskan innanhússarkitekta- skóla þegar bók Jane Fonda barst inn á heimilið. JANE FONDA Varð fræg fyrir fallegan líkama sinn sem geimstúlkan Barbarella og hratt seinna af stað líkamsræktar- bylgju sem enn stendur yfir. ÁHRIFAVALDURINN ÁGÚSTA JOHNSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI HREYFINGAR Afdrifarík leikfimi Jane Fonda FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.