Fréttablaðið - 05.03.2005, Síða 55

Fréttablaðið - 05.03.2005, Síða 55
LAUGARDAGUR 5. mars 2005 39 Vaxtalaus helgi í Sony Center Kringlunni! *Miðað við 12 jafnar vaxtalausar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. www.sonycenter.is DAV-SB500 Sony heimabíókerfi. · Þráðlausir bakhátalarar · 650W magnari Verð 7.499 krónur vaxtalaust* í 12 mán. eða 89.988 krónur staðgreitt DSC-T1 Sony stafræn myndavél. · 5 megapixla verðlaunavélin frá Sony · 2,5" skjár · 3x aðdráttur um Carl Zeiss hágæðalinsu Verð 3.999 krónur vaxtalaust* í 12 mán. eða 47.988 krónur staðgreitt CMT-HPX7 Sony samstæða · 120W magnari · 5 diska geislaspilari með mp3 afspilun · Tengi fyrir tölvuna/mp3 spilarann Verð 2.499 krónur vaxtalaust* í 12 mán. eða 29.988 krónur staðgreitt Fermi ngar- sams tæðan ! 120W magn ari og tekur 5 disk a! • 650W þráðlaust heimabíó! • Verðlaun a- myndav élin frá Sony ! Allar ásakanir um ölvunarakstur dregnar til baka: Eiður Smári var undir leyfilegum mörkum FÓTBOLTI Allar ásakanir um meint- an ölvunarakstur Eiðs Smára Guðjohnsen, leikmanns Chelsea og íslenska landsliðsins, voru dregnar til baka í gær eftir að blóðprufa leiddi í ljós að lands- liðsfyrirliðinn var ekki yfir leyfi- legum áfengismörkum. Eins og flestum ætti að vera orðið kunnugt var Eiður Smári stöðvaður af lögreglu í síðasta mánuði um miðja nótt og færður í fangageymslur grunaður um ölvun við akstur. Það var ekki fyrr en í gær sem niðurstöður blóðprufu, sem tekin var þessa sömu nótt, bárust. Blóðprufan hreinsar nafn Eiðs Smára og hefur lögregla staðfest að hann muni ekki vera ákærður fyrir ölvunarakstur. „Blóðprufan sem tekin var sýnir að ég var ekki yfir leyfileg- um mörkum og þar af leiðandi er ljóst að ég framdi engin lögbrot umrædda nótt,“ sagði Eiður í gær en hann hélt ávallt fram sakleysi sínu í málinu. „Nú þegar orðið er ljóst að ég gerði ekkert rangt vil ég þakka starfsfólki Chelsea og öllum öðrum þeim sem hafa sýnt mér ómetanlegan stuðning á síðustu vikum. Nú get ég leyft mér að hlakka til þess sem eftir er af leiktíðinni vitandi það að nafn mitt hefur verið hreinsað,“ sagði Eiður Smári jafnframt. LÉTTIR Eiði Smára var ábyggilega létt í gær þegar nafn hans var hreinsað. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 2 3 4 5 6 7 8 Laugardagur MARS ■ ■ LEIKIR  11.00 Keflavík og Breiðablik mætast í Reykjaneshöllinni í Faxaflóamóti kvenna í fótbolta.  14.15 ÍR og KA mætast í Austur- bergi í DHL-deild karla í handbolta.  15.00 ÍBV og Haukar mætast í Vestmannaeyjum í DHL-deild karla í handbolta.  15.00 KR og Valur mætast í Egils- höllinni í Reykjavíkurmóti kvenna í fótbolta.  15.30 ÍBV og FH mætast á KR-velli í Faxaflóamóti kvenna í fótbolta.  16.00 ÍA og Þór mætast í Reykjaneshöllinni í 1. riðli A-deildar deildarbikars karla í fótbolta.  16.30 Leiftur/Dalvík og Huginn mætast í Boganum í Powerade- mótinu í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  11.20 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn.  11.50 Formúla 1 á RÚV. Útsending frá tímatökunni fyrir kappaksturinn í Melbourne.  12.05 Upphitun á Skjá einum. Hitað upp fyrir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  12.40 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Aston Villa og Middlesbrough í ensku úrvals- deildinni í fótbolta.  13.00 Heimsbikarinn í skíðum á Sýn. Sýnt frá mótum í heims- bikarnum á skíðum.  13.10 EM í frjálsum íþróttum innanhúss á RÚV. Samantekt frá keppni morgunsins á EM í frjálsum íþróttum innahúss í Madríd.  13.30 Motorworld á Sýn. Allt það helsta í mótorsportheiminum sem enginn sannur áhugamaður ætti að láta fram hjá sér fara.  14.00 Meistaradeildin í hand- bolta á Sýn. Bein útsending frá leik Lemgo og Celje í meistaradeildinni í handbolta.  14.10 Íslandsmótið í handbolta á RÚV. Bein útsending frá leik ÍR og KA í DHL-deild karla í handbolta.  14.40 Á vellinum með Snorra Má á Skjá einum.  15.00 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Newcastle og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  15.50 EM í frjálsum íþróttum innanhúss á RÚV. Bein útsending frá EM í frjálsum íþróttum innanhúss í Madríd.  15.55 World Supercross á Sýn. Ofurhugar geysast um á mótor- hjólum og leika listir sínar.  16.50 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Osasuna og Barcelona í spænsku 1. deildinni í fótbolta.  17.10 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Norwich og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  18.00 EM í frjálsum íþróttum innanhúss á RÚV. Bein útsending frá EM í frjálsum íþróttum innanhúss í Madríd.  18.50 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Valencia og Real Madrid í spænsku 1. deildinni í fótbolta.  20.50 Ítalski boltinn á Sýn. Útsending frá leik Roma og Juventus í ítölsku A-deildinni í fótbolta.  22.30 Hnefaleikar á Sýn. Útsending frá bardaga Joel Casamayor og Diego Corrales.  02.00 Formúla 1 á RÚV. Upphitunarþáttur fyrir keppnis- tímabilið í Formúlu 1 kappakstrinum.  02.30 Formúla 1 á RÚV. Bein útsending frá kappakstrinum í Melbourne í Ástralíu sem er sá fyrsti á þessu keppnistímabili.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.