Tíminn - 21.08.1977, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.08.1977, Blaðsíða 1
GUÐLAXí VÖRPUNNI! AAynd þessa tók Heiöar Guðbrandsson matsveinn um borð í skuttogaranum Bjarna Herjólfssyni frá Stokkseyri, af guðlaxi, er fékkst á Vestfjarða- miðum. Fremur óvanalegt er, að guðlaxar fáist á svo norðlægum slóðum, en þeir halda sig einkum í heit- ari höfum. Lengd Guðlaxins er frá 1.5 upp í 1,8 metra, og er hann miðsævis djúpfiskur. Aðallega verður vart við guðlaxinn á sumrin og haustin, og er útbreiðsla hans í nokkru samræmi við göngur beitu- smokksins. Guðlax þykir góður til átu og minnir bragðið á lax. — Sjá opnuna í blaðinu. Á sjó með Bjarna Herjólfssyni — sjá opnu t>rír fluttir á slysadeild — eftir árekstur á stein og Ijósastaur á Arnarneshæð Kás-Heykjavík. Á föstudags- kvöld, um hálf niu leytiö, ók leigubifreið úr Reykjavik út af Hafnarfjarðarveginum, , norðan megin. á Arnameshæðinni, lenti þar á stórum steini og kastaðist siðan á ljósastaur, með þeim af- leiðingum að þrir menn sem i bifreiðinni voru slösuðust. Að sögn rannsóknarlögreglunn- ar iHafnarfiröi varekkienn vitað um tildrög slyssins, þar sem ekki var búið að yfirheyra hina slös- uðu. Ekki var fulljóst hve mennirnir slösuðust mikið, en enginn mun Þ^i lifshættu. Ofnaskemmdirnar í Hrisey: Gíf urlegur kostnaður gébé Reykjavfk — Færabátar, sem geröir eru út héðan hafa fengiö ágætisafla að undan- förnu. Snæfeil, skuttogarinn, sem landar hjá okkur er i slipp núna, en við höfum fengið fisk frá Dalvik og eins iandaði einn Akureyrartogaranna, Sólbakur, hér 60 tonnum s.l. mánudag, þannig að nóg vinna er i frysti- húsinu, sagði Björgvin Jónsson oddviti i Hrisey þegar Timinn ræddi við hann. Eins og skýrt hefur verið frá i Timanum, kom i ljós mikil tær- ing i ofnum i ibúðarhúsum i Hrisey fyrir nokkru. Björgvin var inntur eftir þvi hvernig þau mál stæðu nú. — Það hefur verið skipt um ofna i miklum mæli og i ljós hef- ur komið að það þarf að skipta um heimtaugar i um 30 hús hér. Tilraunir þar, sem gerðar voru meö að setja ákveðið efni i vatnið til þess að koma i veg fyrir tæringuna og minnka úr- fellið úr vatninu, gáfust vel. Þetta efni er nú á leiðinni til okkar. Þaö eru gifurlegar fjár- hæðir, sem greiða þarf fyrir ýmsan. kostnað t.d. á upp- setningu tækja þeirra, sem notuð eru i sambandi við blönd- un efnisins i vatnið svo og auðvitað allt það sem greiða þarf i sambandi viö skemmdir á ofnum, heimtaugum og fleira sagði Björgvin Jónsson. Hann kvað sveitarfélagið hafa þurft að taka lán til að greiða þennan kostnað. Þá munu og einhverjir vatns- skaðar hafa orðið i sumum hús- um vegna skemmda i ofnum, en i flestum tilfellum hafa tryggingarfélög borgað þá skaða. Frá byggðinni I Hrfsey Tveir slasaðir fluttir til Rey kj aví kur — eftir umferðarslys noröur af Lónsheiði Kás-Reykjavik. Um kl. 4 á að- faranótt föstudagsins varð alvar- legt umferðarslys norðan við Lónsheiði i Snæfjallahreppi. Þar lenti út af veginum bifreið þriggja ungra ísfiröinga, og slösuðust þeir allir. Flugvél var send frá tsafirði með lækni innanborðs og kom hún rúmum klukkutima seinna á slysstaðinn. Einn hinna slösuðu var lagður inn á sjúkra- hús á tsafirði, en tveir voru fluttir til Reykjavikur, á slysadeildina á Borgarspitalanum. Ekki tókst blaðinu að fá nánari fréttir um liðan þeirra áöur en blaðið fór i prentun. Talið er að tildrög slyssins hafi orðið á þá leiö, að bill þeirra þremenninganna hafi lent i lausa- möl eftiraðhafa flogið yfir skarð sem er á veginum, og siðan enda- stungizt meö fyrr greindum af- leiöingum. -------------N Elvis Presley in memoriam — sjá síðu 31

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.