Tíminn - 21.08.1977, Blaðsíða 32

Tíminn - 21.08.1977, Blaðsíða 32
32 Sunnudagur 21. ágúst 1977 Frábærar móttök- ur sovétmanna — er sendinefnd Æskulýðssambands íslands sótti þá heim á dögunum gébé Reykjavik — Nýlega kom sendineí'nd Æsku- lýðssambands íslands heim úr viðburðarikri ferð til Sovétrikjanna. Gagnkvæmar ferðir nefnda frá Æskulýðssamböndum landanna tveggja hófust árið 1971, þegar íslendingar fóru i fyrstu ferðina. Ferð- um þessum er þannig hagað, að Sovétmenn koma hingað annað hvort ár, en Islendingar sækja þá heim hitt árið. Þessi ferð islenzku sendinefndarinn- ar nýlega, var þvi fjórða ferðin. Ferðirnar eru farnar tiKþess að auka gagnkvæm kynni milli þjóðanna og skiptast á upplýsingum um Æskulýðs- starf i Evrópu. íslenzka sendinefndin átti að þessu sinni, um sextán fundi með allt að eitt þúsund manns i ferð sinni og þar af fjölmörgun for- ystumönnum æskulýðsmála i Sovétrikjunum. — Timinn ræddi nýlega við Gylfa Kristinsson, vara- formann Æskulýðssambands íslands og bað hann skýra frá ferðinni. ■ - ' Vý' Kiá kvöldvöku á æskulýðsbúðum í nágrenni Tblisi höfuðborgar (ieorgiu. í sendinefnd Æskulýðssam- bands tslands voru þessir: Gunnar Kristjánsson, ritstjóri Skinfaxa, blaðs UMFt, Þorsteinn Magnússon, þjóðfræðingur, Gylfi Kristinsson, vara formaður ÆSt. Fyrsta daginn vorum við i Moskvu og áttum þar fundi með forystumönnum Æskulýðssam- bandsins. Þeir létu i ljósi áhuga á að auka þessi tengsl milli land- anna, t.d. aö athuga hvort mögu- leikar væru a" að skiptast á ferðahópum ungs fólks. Æsku- lýðssamband Sovétrikjanna rekur mjög öfluga ferðaskrif- stofu, sem gelur ungu fólki kost á að ferðasi ódýrt til annarra landa, sagði Gylfi. Og hann heldur áfram: Innan Æskvlýðssambands Sovétrikj- anna eru 47 aðildarfélög eða sam- tök. Þeirra stærst eru Æskulýðs- samtök kommúnistaflokksins, KONSOMOL, en þi þeim eru um 36milljónir félaga. Þá eru Barna- samtökin einnig fjölmenn, en innan beirra eru 25 milljónir félaj>a. Æskulýðssambandið gefur út 159 blöð og timarit um málefni æskufólks og koma þau út i um fjörutfu milljónum eintaka. — Frá Moskvu fórum við til höfuðborgar Georgiu, Tblisi i boði Æskulýðssamtakanna þar. Við dvöldum þar i fjóra daga. Tblisi helur um eina milljón i'búa. Þar skoðuðum við m.a. iþróttamann- virki, listasöfn og heimsóttum aðalritara æðstaráðsins ásamt aðalritara Alþýðusambandsins og ' áttum lundi með forystu- mönnum KONSOMOL i Georgiu. Einnig átlum við nokkra fundi m e ð æ s k u 1 ý ð s s a m t ö k u m Georgiu. — Á þessum fundi var skiptst á skoðunum og upplýsingum varö- andi æskulýðsmálefni. Við fórum i heimsóknir til ýmissa staða i grennd við Tblisi, m.a. skoðuðum við hina fornu höl'uðborg Georgiu, Medsa, einnig æskulýösbúðir og samýrkjubú. — Viö komust l'ljótt að raun um aö íslendingar og Georgiubúar eiga margt sameiginlegt. Þeir eiga t.d. merkar bókmenntir. Skáld þeirra Rostavelli, ritaði t.d. mörg fræg Ijóð á þrettandu öld. Svo eru og báöar þjóöirnar miklir skákunnendur, og eiga Georgiu- búar nú heimsmeitara kvenna i skák. Þeir hafa einnig mikið yndi af kórsöng eins og Islendingar. — Gestrisni Georgfubúa var engu lik, móttökurnar voru allar hinar hjartanlegustu. Frá Georgiu fórum við aftur til Moskvu, þar sem við dvöldum i einn dag. Sendinefndinni hlotn- aðist sá sérstaki heiður að leggja blómsveig að grafhýsi Lenins. Við sóttum Hannes Jónsson, sendiherra heim ásamt sovézku fylgdarmönnunum okkar, sem fylgdust með okkur allan timann. JwcsPti Sf - « ,| tBH HL < { Wm1 'JSt: wm H Semlinel'nd Æskulýðssambands tslands fyrir utan skrifstofuhúsnæði Æskulýðssambands Georgiu. A myndinni cru frá vinstri: Gudsja, starfsmaður Æ.S.G., Gunnar Kristjánsson, ritstjóri Skinfaxa, blaðs U.M.F.Í., Avro Alas, túlkur sendinefndarinnar, forystumaður Komosol i Gcorgiu, Þorsteinn Magnús- son, þjóðf.fr. , Gylfi Kristinsson, varaformaður Æ.S.Í., Vasja Sjúbladsje, formaður Æskulýðssam- bands Georgiu og Vladimir Sjisjikin, sem var lciðsögumaður sendinefndarinnar. Sendinefnd Æskuiýðssambands islands á fundi með aðalritara Æðstaráðsins i Georgiu. F.v. Tamara Lasjkarasjiviii, aðalritari Æðstaráðs Georgiu, Vasja Sjúbladsje, forinaður Æskulýðssambands Georgiu. Fremstur hægra megin við borðið er Arvo Alas sem var túlkur sendinefndarinnar, næstur er Gylfi Kristinsson, varaformaður Æskulýðssambands islands (formaður sendinefndarinnar), Þorsteinn Magnússon og Gunnar Kristjánsson. Við snæddum hádegisverö með Hannesi og voru móttökur hans allar hinar beztu. Heimsókn okkar lauk svo daginn eftir, er viö héldum heim á leið. - Sendinefndin er sammála um, aö móttökurnar allar sem við fengum i ferð þessari, hal'i verið sérstaklega hlýlegar og feröin i heild hin ánægjulegasta. Okkur hefur talizt til, að við höfum átt fundi með eitt þúsund manns á um sextán fundum, sagði Gylfi, og bætti við að lokum: — Ég vænti þess að þessi sam- skipti milli þjóðanna megi eflast i íramtiðinni', en ég get ekki neitað þvi, að ég hef töluverðar áhyggjur al' þvi að taka á móti sendinefnd Sovétmanna á næsta ári, vegna þessara góðu móttaka sem við hlutum. Það er ekki búið að Æskulýðssambandi Islands eins og skyldi. Okkur er ekki gert kleift að annast það hlutverk, sem er meginhlutverk sambandsins, þ.e. að koma fram fyrir hönd islenzkrar æsku á erlendum vett- vangi og taka á móti erlendum æskulýðssamböndum hér heima.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.