Tíminn - 21.08.1977, Blaðsíða 37

Tíminn - 21.08.1977, Blaðsíða 37
Sunnudagur 21. ágúst 1977 37 m Fyrir hverja nifnútu I hnefaleikaatriöum myndarinnar, voru oft teknar upp 40 minútur til reynslu. Sylvester Stailone vildi að allt væri fullkomið. bjartsýnislegt — slétt og felld öskubuskusaga um manninn sem ræður örlögum sinum. Ég hef alltaf verið veikur fyrir kvik- myndum um litla manninn sem sprengir takmörk sinnar eigin til- veru og leggur til atlögu við þá stóru til að ryðja þeim um koll. Ég er orðinn hundleiður á nei- kvæðum myndum um hetjur sem eru stjórnleysingjar, uppreisnar- menn eða morðingjar. Svo ég fór að hugsaum persónu á borð við flakkara Chaplins, litinn náunga sem getur látið þig bæði hlæja og gráta. Það skiptir ekki máli hvort hann sigrar eða ekki,við elskum hann samt fyrir að reyna. Hnefaleikaþjálfun Þegar Stallone er spurður hvers vegna hann hafði haldið að þessi öskubuskusaga gengi í fólk, segist hann bara hafa vitað það. Móðir Stalllones ótróleg kona” — hálf frönsk, hálfur marzbúi, og sem hefur unnið fyrir sér með spádómum i 15 ár, spáði þvi reyndar. Timinn var réttur. — Lofið mér að segja ykkur eitt, segir Stallone ákveðinn. — Margir telja að ég sé einurrt of öruggur með mig og beinskeytt- ur. Ég reyni ekki að móðga neinn eða þröngva skoðunum mínum upp á aðra. En maður verður að reynaað vera svolítið jákvæður... Hann leggur áherzlu á að orðin með þvi að berja loftið fyrir framan sig. — Þegar ég fór til framleiðand- ans til að tala um fyrir honum sagði ég. — Þú verður að gera Rocky, þvi að þegar það er búið, verður sagt: — Þessi náungi er snillingur! Þessi náungi rakar saman peningum handa okkur. Þetta nægir flestum. Þegar verið var að taka mynd- ina, vann Stallone „Sly” meðal vina — eins og bersekur. Hann æfði geysilega, til þess að hnefaleikaatriðin tækjust sem bezt var oft að 16-17 stundir á dag og breytti jafnvel handritinu i upptökuhléum. Vonsvikni leikar- inniliki hnefaleikarans gekk bók- staflega berserksgang. Hefur það alltaf verið þannig? — Alitaf. Hann hlær. — Ég er reyndar ekki heltekinn eins og Howard Hughes,en ég er rekinn til að skrifa til að fullnægja sjálf- um mér. 1 auglýsingum fyrir myndina segir: — Möguleikar hans voru einn á móti milljón, en honum tókst það! Þegar farið er að tala um að svona auglýsingar geti verið varhugaverðar og hann er spurður, hvort menn, sem hafa orðið fyrir vonbrigðum muni ekki reyna að gera eitthvað svipað svarar hann: — Ég veit ekki hvað ég hef fengið mörg bréf úr öllum áttum siðan myndin kom á markaðinn. Þeir skrifa ogsegja sem svo: — Ég er fertugur og var leikari áður. Eftir að hafa séð myndina hef ég hugsað mér að — já, fjand- inn hafi það, ég reyni einu sinni enn. — En ef maðurinn er nú lélegur leikari? — Já, það er erfitt. Stallone hugsar sig um. — Maður sem er vonlaus, en heldur þó að hann geti orðið bezt ur í heimi? Það sem hann þarfn- asteru vinir,sem eru ekki hrædd- irvið að segja: — Heyrðu mig, þú getur þetta alls ekki. Mér geðjast vel að þér sem manni, en þú ert hreinasta slys sem leikari. Ég sting upp á að þú fáir þér vinnu við flokkunarvél. Faðirinn munkur, móðirin skyggn. Stallone hefur verið að svo heppin að eiga konu sem alltaf hefur verið sannfærð um að hann væri óuppgötvaður snillingur og fjölskyldu, sem er svo einkenni- lega samansett, að þar er flest sérvizkan talin daglegt brauð. Faðir hans var innflytjandi frá Italiu og var i mörg ár munkur i lokaðri reglu. — Hann var þar, þangað til hann uppgötvaði, að konur voru til. Þá fleygði hann kuflinum og sagði: — Hvað i ósköpunum er ég að gera hér? Faðirinn hitti móður Stallones þegar hún kom fram i sýningu á Bröadway. Henni geðjaðist að honum, af þvi hann var svo „heil- brigður” ásýndum, en hjóna- bandið var ekki upp á það bezta, og þau skildu, þegar Stallone var 11 ára. Móðirin — fyrrverandi ungfrú Amerika —er afar sérstök að sjá, ungleg, en þó gömul og klæðist eins og hippi. — Hún er einn af mestu sérvitringum i heimi, segir hann. Hún var atvinnustjörnu- spámaður i 15 ár, og þegar sonur hennar var 22 ára, sagði hún, að hann skyldi ekki búast við neinum frama fyrr en eftir hálft sjöunda ár, en þá yrði hann á svipstundu frægur rithöfundur. Hún yfirgaf nýlega stjörnu- spekina og sneri sér að óperum. Aður en hún hætti, spáði hún þvi, að Sylvester heyrði bráðlega frá Banda rikjaforseta . Carter skrifaði daginn eftir (Stallone vill ekki segja hvert erindið var, en deplar augunum og segir það hafa verið leynilegar upplýsing- ar) En nú er móðir hans sem sé við óperuna. — Hún kom frami sjónvarpinu um daginn, segir hann. — Hún var svo léleg, að það fór ekki hjá þvi, að hún vekti óskipta aðdáun. Þóhannhafiekki jafn mikla trú á stjörnuspeki og móöir hans, er Stallone sannfærður fylgismaður hennar. Sonur hans, Saga Moon- blood Stallone, var getinn á stjörnufræðilega réttu augna- bliki: — Við vildum eignast dreng fæddan i nautsmerkinu, en með tunglið i vogarmerkinu og ljónið Hin trygga vinkona hnefaleikarans Rocky er leikin af Taliu Shire. risandi og Merkúr i tviburunum. Það þýðir að hann verður i skarpgreindur. Stallone dregur saman sina eig- in eiginléika samkvæmt stjörnu- spánni: — Krabbinn i mér veldur þvi að ég er fremur heimakær, en annars er ég óttalega ruglingsleg blanda. Ég svik minar eigin skoðanir, er hræsnisfullur, teygjanlegur úr hófi fram og áhrifagjarn. Hvað handritið varðar hlýt ég að hafa verið góð- ur, notalegur og ástrikur, þegar égskrifaði það. Jæja, en það hlýt- ur að koma aftur... Hann glottir striðnislega. Góð móðir og ljósmynd- ari Heimilið — sem um þessar mundir er ibúð i Hollywood — er honum mikilvægt. Siminn hringir stöðugt ( -Aðurhringdi enginn.til min) Allar dyr Hollywood standa honum galopnar, og hann þarf duglegt fólk til að starfa fyrir sig. Sasha, sem hann hefur verið kvæntur i fimm ár, er dugleg. Hún er ljóshærð og minnir dá- litið á Candice Bergen og hún starfaði sem dyravörður við leik- hús eitt þegar Stallone sá hana i fyrsta sinn. — Ég man að ég hafði óskap- lega sitt hár þá, segir hann. — Þegar ég sá hana, hljóp ég heim og næstum snoðaði mig til að fá vinnu sem dyravörður. Ég leit skelfilega út á eftir og hún vildi ekki tala við mig i sex vikur. Ég gekk á eftir henni með grasið i skónum. Það getég imyndað mér. Þegar Stallone byrjar að tala af alvöru, gæti hann áreiðanlega selt hverj- um sem er jólakort fyrir páskana. — En þetta leiddi að minnsta kosti til varanlegs sambands. Ég held að sterkasta bandið milli okkar sé það að hún kann að vél- rita. Aftur striðnistóninn. Sasha vann sem framreiðslustúlka á kvöldin og vélritaði handrit manns sins á daginn. Hún segist hafa notið þess að hjálpa honum og að það hafi ekki skipt sig neinu máli að þurfa að hætta við að skapa sjáifri sér frama sem leikari. Sylvester nefnir nokkra af frá- bærum eiginleikum hennar: — Fyrir utan það að vera dásamleg manneskja, er hún ágætis kokk- ur, góö móðir og góður ljós- myndari. Auk þess er hún fyndin. Meðan verið var aö kvikmynda Rocky, segir Sasha að hann hafi verið svo niðursokkinn I vinnuna, að stundum hélt hún á'ð hann mundi brotna niður. ft„ — Eina ráðiö til að fáha£H) af tur inni raunveruleikann, var að láta klukkuna á eldavélinni hr,iögja og kalla: „Timinn er kominjj” segir hún hlæjandi. Jákvæðar kvikmynda- hetjur Ofan á alla frægðina hef-ur Stal- loneeignastson i kaupbæti. Undir breiðum brjóstkassanusn: slær það bliðasta hjarta, sem til er i ItölskumföðuuÞað hefpr komið honum til að hugsa náhar um hvers konar lif hann vill sýna á hvita tjaldinu. Rocky er sérkenni- lega laus við leiðinlegt og gróft tungutak og I myndinni eru engin atriði sem kallast geta kynferðis lega gróf á nútima mælikvarða. — Mig langar ekkert til að verða eins konar Louis B. Mayer annar, segir Stallone. — En mig langar að gera myndir sem hylla manneskjuna sem lifveru, sem lætur fólk finnast það betra þegar þaðferút, en þegar það kom inn. Þegar börn fara i bió og fá framan i sig glæpi, örvæntingu, brjálæði og þunglyndi á tjaldinu er óafvitandi sáð fræjum i sál þeirra. Mig langar til að skapa kvikmyndahetjur, sem geta orðið góðar fyrirmyndir. Þessa stundina eyðir hann drjúgum tima i að ganga fram og aftur framan við spegilinn og reyna ýmsar hárgreiðslur. Hann er að leita að einni, sem hentar nýja hlutverkinu sem vörubil- stjóri úr miðvesturrikjunum. Hann er löngu búinn að skrifa Rocky nr. 2. Innan kvikmyndaiðnaöarins er það almenn skoðun, að erfitt verði að slá Sylvester Stallone út. Að hann muni berjast sinar fullu 15 lotur gegn siðferðinu i Holly- wood og að hann muni vinna rétt- látan sigur. Daginn sem upptökur á Rocky hófust —f Philadelphia — minnist hann þess að hafa horft á sjálfan sig I speglinum og sagt: — Syl- vester, nú hefur þér tekizt að kjafta þig til góðs tækifæri6. Nú skaltu sanna að þú sért þess virði, eða leggja upp laupana. — Ég vissi aö annaö hvort endaði ég sem hetja eða gjörsam- lega útskúfaður vesalingur, sem hefði lifað i hugsjónaheimi. Þegar Rocky var fyrst sýudur i einrúmi fyrir móður Stallones, stökk hann upp á sviðið og hrópaði: — Hæ, mamma^jnér tókst það! Og móðirin þerraði táriiý'íem runnu niður vangana...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.