Tíminn - 21.08.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 21.08.1977, Blaðsíða 15
Sunnudagur 21. ágúst 1977 15 Kggert ó. P. Briem Kysteinn Jónsson Porsleinn P. Thorlacius Slel’án Jónsson Siguróur Jónsson útreikning Timans með undir- skrift hlutaðeigandi manns, sem þannig viðurkenndi, að hann hefði farið með rangt mál. Eftir þetta vorum við aldrei rengdir um rétta úrteikninga eða skakkt verðlag. Þar eð viðkomandi maður er dá- inn fyrir mörgum árum, mun ég ekki geta nafn hans. Meðan Timinn var prentaður i Acta, voru ritstjórar hans þeir Tryggvi Þórhallsson, Gisli Guð- mundsson, Jónas Þorbergsson og Þórarinn Þórarinsson. — Ég átti prýðilega samvinnu við alla þessa ritstjóra, en ánægjulegust og innilegust urðu þó samskipti okkar Jónasar Þorbergssonar. Af þeim, sem skrifuðu i Timann en ekki töldust ritstjórar, er Jónas Jónsson frá Hriflu mér hugstæðastur og ógleymanleg- astur, enda áttum við lengst sam- starf og samskipti saman. I and- legum efnum bar hann tvimæla- laust höfuð og herðar yfir sam- timamenn sina. Hann var af- kastamesti og fjölbreytilegasti rithöfundurinn, enda þótt hann teldist ekki til blaðamannastétt- arinnar. Alltaf gat hann bent á ný og aðkallandi verkefni. Andi hans var sifrjór og viðfeðma. Nánust kynni min af samvinnu- og Framsóknarmönnum voru ein- mitt kynni min við Jónas Jónsson og órofa tryggð af hans hendi, sem varaði frá ársbyrjun 1921, unz hann féll i valinn. Auðvitað á ég góðar minningar um marga aðra samstarfsmenn frá starfstímanum i Actaprent- smiðju, en hér læt ég staðar num- ið. Þar eð ekki höfðu tekizt samningar milli prentara og prentsmiðjueigenda i árslok 1922, fóru prentarar i verkfall i árs- byrjun 1923. Það verkfall leystist ekki fyrr en um miðjan febrúar- mánuð. Þessi stöðvun á rekstri prentsmiðjunnar varð okkur þung i' skauti. Þó var þraukað áfram, en erfitt reyndist að fá fyrirgreiðslu um rekstrarlán i Landsbankanum, enda þótt með- eigandi okkar, ölafur Thors, styddi okkur mjög drengilega, eins og hans var von og vissa i samningastappinu við stjórn bankans. Það var þvi ekki að undra þótt hann vildi gjarna fara að losna úr prentsmiðjusam- tökunum og selja fyrirtækið þar eð ágóðinn var fremur rýr að hans mati, en áhyggjurnar að sama skapi meiri. Um þessar mundir höfðu þeir Ölafur Thors, Tryggvi Þórhalls- son, Lárus Fjeldsted og Guð- mundur Guðmundsson siðar aðalféhiröir Landsbankans, haft spila-,,parti” (Lomber) um lang- an tima. Þá mun Ölafur oftar en einu sinni hafa slegið þvi fram við Tryggva Þórhallsson bæði i gamni og alvöru, að hann færi að stöðva útgáfu Timans, með þvi að láta Acta hætta að prenta hann. Þessar glettur Ólafs við Tryggva, sem i byrjun munu þó ekki hafa verið m jög alvarlegar, urðu þó til þess, að Framsóknar- og sam- vinnumenn fóru smátt og smátt að gera sér fulla grein fyrir þvi, að þeim væri nauðsynlegt að hafa umráð yfir prentsmiðju svo ekki væri hægt að stöðva útgáfu flokksblaðs þeirra. Þó var litið aðhafzt um sinn. Kreppan var enn i algleymingi, og enda þótt talsvert væri að gera i Acta, reyndist erfitt að gá greiðslu fyrir unnin verk. Úti- standandi skuldir jukust þvi tals- vert. Af þessum ástæðum reynd- ist vitanlega erfitt að standa i skilum viðstarfsfólkið með kaup- greiðslur vikulega. . Starfsfólkið varð óánægt, sem von var, myndaði samblástur, sem óx svo er fram liðu stundir, að lýst var vantrausti á prentsmiðjustjór- ann, enda þótt hann reyndi að gera sitt bezta. Þegar kom fram á árið 1935 sendu hinir óánægðu starfsmenn fulltrúa sinn á fund Ölafs Thors og tjáðu honum vantraust sitt á prentsmiðju- stjóranum. Þetta varð vitanlega til þess að herða á Ólafi að losa sig við prentsmiðjuna. 1 þvi sam- bandi mun hann hafa átt viðtal við Jón Arnason i S.l.S. siðar bankastjóra, að hann mundi fús, hvað sig snerti, að selja prent- smiðjuna með góðum kjörum. Haustið 1935 berst mér i hendur eftirfarandi bréf: Reykjavik 2.9. 1935 Með bréfi þessu leyfi ég mér að segja upp starfi minu við Prent- smiðjuna Acta frá 1. marz 1936 að telj a. Með tilliti til sérstakra ástæðna, er eingöngu snerta hag prentsmiðjunnar, tel ég æskilegt að þessi uppsögn min sé einkamál hluthafanna fram um 1. des. a.m.k. og ef til vill lengur, ef þörf gerist og skal ég siðar gera grein fyrir þeim ástæðum ef óskað er. Guðbjörn Guðmundsson Til stjórnar h.f. Acta, Reykjavik” Frá og með 1. marz 1936 tók verkstjóri Acta Óskar Jónsson að sér rekstur prentsmiðjunnar ásamt mér. Hann annaðist út- reikninga verka og hið eiginlega prentsmiðjustjórastarf sem Guðbjörn hafði gegnt en ég annaðist fjármálahliðina. Þannig gekk þetta i nokkra mánuði. Jafnframt gáfu nú Framsóknarmenn i skyn að þeir væru til meö að kaupa prent- smiðjuna og óskuðu eftir lista yfir leturtegundir og vélar og annað það er tilheyrði væntanlegum kaupum. Þetta var veitt. Þeir fengu Steingrim Guðmundsson, 0 Sfærrí - Kraftmeirí - Betrí Undrabíllinn SUBARU 1600 er væntanlegur í september Allur endurbættur Breiöari, stærri vél rýmra milli sæta, minni snún- ingsradíus/ gjörbreytt mælaborð/ nýir litir o. fl. o. fl. Þaö er ekki hægt aö lýsa Subaru þú verður að sjá hann og reyna Sýningarbíll á staðnum INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — Simar 84510 og 8451 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.