Tíminn - 21.08.1977, Blaðsíða 19

Tíminn - 21.08.1977, Blaðsíða 19
Sunnudagur 21. ágúst 1977 19 Otgefandi Kramsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón llelgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglvsingar Siðumúla 15. Simi 86300. Verð i lausasölu kr. 70.00. Askriftargjald kr. 1.300 á mánuði. Blaðaprent h.f. Grátkonu- þjóðfélagið Margir hugsuðir fyrr og siðar hafa verið þeirr- ar skoðunar, að maðurinn risi hæst, þegar hann þarf að fórna sér og taka á, og að hann sé þá sterkastur, þegar hann verður að bita á jaxlinn. Þessir hugsuðir halda þvi og fram, að hamingja manna vaxi ekki með aukinni vesæld eða auði og velgengni. Ósjálfrátt verður mörgum hugsað til kenninga og hugmynda af þessu tagi, þegar fylgzt er með almennum umræðum og skrifum á íslandi nú um stundir. Enda þótt fréttir berist hvaðanæva að úr veröldinni af hamförum náttúrunnar, farsóttum, styrjöldum og skerandi hungri, þá er eins og ekk- ert taki fram þvi ægilega böli sem islenzka þjóðin virðist lifa við. Sagt er, að hér sé allt á afturfótunum, öliu stefnt til hruns og allir séu að fara á hausinn, einkum þeir sem mest berast á. Maðurinn i næsta húsi á alltaf að vera að bardúsa við að smygla eða stela undan skatti, ef hann er þá ekki upptekinn af einhverjum öðrum syndum. Og svo er verið að tina upp misrétti hér og misrétti þar. Svo virðist, sem það sé almennt álit, að Islendingurinn sé ein- hver hrjáðasta skepna verlaldarinnar. Þegar slik ógæfa er höfð i huga er ekki að undra, að lundin sé ekki ævinlega jafn létt á land- anum. Timakaupið er að sönnu lágt og yfirvinna svo mikil að til vanza er. En samtimis þyrpist fólkið til sólarlanda, eignast rúmgóðar og glæsi- legar ibúðir og hefur skipti á stórri bifreið fyrir aðra enn þá stærri. Sárþjakaður og hrakinn arkar íslendingurinn að svo mæltu á næsta skemmti- stað og fær langþráða útrás við mikil fagnaðar- læti. Það verður honum helzt til ásteytis við skemmtanir að á staðnum er venjulega þröng eins og i niðursuðudós, þvi að allir hinir sárþjáðu fátæklingarnir verða lika að fá einhveria útrás eftir allar kjaraskerðingarnar. Að þvi þarf auðvitað ekki að spyrja, að atvinnú- reksturinn á íslandi er i meiri háttar kreppu svo sem annan hvern mánuð eða svo. Ef ferðast er um landið má hins vegar sjá ný atvinnutæki hvarvetna, ný frystihús og nýjar verksmiðjur og verkstæði. Sé litið i hagtölur kemur i ljós, að f jár- festing er mjög mikil. Sé nánar að gætt fer ekki hjá þvi, að menn sjái og að lifnaðarhætttir at- vinnurekenda eru ekki alveg með þurrabúðar- sniði yfirleitt. Ef trúa má ráðstefnum, fundum og blaðaskrif- um einatt, er eiliflega verið að berja á mennta- fólki á íslandi. Hefur sjálfsagt oft verið vegið i þann knérunn og sér þó ekki högg á vatni. Helzta keppikefli sumra i þessum hópum virðist vera það að auka svo umsvif rikisins að allir fræðingarnir fái vel launaða vinnu, enda sýnt að enginn annar muni telja sig hafa þörf fyrir þá. En á íslandi er lika til fólk, sem ekki er hágrát- andi daginn út og daginn inn. Og þetta fólk á oft við vanda að striða. Hér er um að ræða lifeyris- þega, sem ekki mega bera hönd fyrir höfuð sér vegna elli eða örorku. Hér er og um að ræða raun- verulegt láglaunafólk, sem býr i rokdýru leigu- húsnæði. Hér er um að ræða nokkra, og tiltölu- lega fámenna hópa, sem láta litið fyrir sér fara i samfélaginu og mættu gjarnan hækka röddina meira. Þá gæti farið svo, að þjóðkór islenzkra grát- kvenna yrði hljóður um stund. JS ERLENT YFIRLIT Sænsku blöðin fá 10 milljarða ríkisstyrk Dagens Nyheter og síðdegisblöðin á undanhaldi SÆNSKU dagblöBin munu á þessu ári fá 215 milljónir sænskra króna i styrk eða rúma 10 milljarBa islenzkra króna. Þó hafa sænsku blöBin það umfram islenzku blöBin, aB hvorki hljóBvarp eBa sjón- varp keppa viB þau um aug- lýsingar. GizkaBer á, aB hefBi blaBastyrkurinn ekki komiB til sögunnar, hefBu 25 dagblöB hætt aB koma út sex siBustu árin, en aðeins tvö dagblöB hafa hætt aB koma út á þessu timabili. Hæstan blaBastyrk fá Svenska Dagbladet, sem er aðalmálgagn ihaldsmanna i Stokkhólmi, og Arbetet i Malmö, sem er aöalmálgagn sósialdemókrata i SuBur-Svi- þjóð. Þau fá 19.5 millj. sænskra kr. hvert eða tæpar 1000 millj, islenzkra króna. Næst kemur Skanska Dag- bladet, sem er málgagn Mið- flokksins, meB 14.5 milljónir sænskra króna. Blaðastyrk rikisins er skipt þannig, að 145 milljónum er ráöstafað beint til blaðanna, en 70 milljónum sænskra króna er ráðstafaö til sameig- inlegs dreifingarkerfis fyrir blöðin. Af þvi leiöir að sjálf- sögðu stórsparnað fyrir blöö- in. Alls koma núút 180dagblöö i Sviþjóö og er þá átt við blöB, sem koma út alla daga vik- unnar. Samanlagt upplag þeirra eru tæpar 5 milljónir. Siðustu misserin hefur sú breyting orðið, að útbreidd- ustu blööin, sem ná til landsins alls, eru á undanhaldi, en minniblöð.sem eru bundin við takmörkuð svæði, hafa haldið hlut sínum. Þetta er sama sagan og gerzt hefur viða ann- ars staðar á þessum tima t .d. i Bandarikjunum. DAGENS NYHETER i Stokk- hólmi hefur um alllangt skeiö verið útbreiddast þeirra blaða, sem koma út á morgn-, ana. Það kemur út í um 400 þús. eintökum. Það styður Frjálslynda flokkinn. Siðustu mánuðina hefur það verið á undanhaldi. T.d. var upplag þess 12.000 eintökum minna i júni i ár en i júni i fyrra og i júli var upplag þess 14 þús. minna en i júli i fyrra. Hins vegar hefur Svenska Dagblad- et verið að sækja á. Þaö var farið niður i 150 þús. eintök, en er nú komið upp i 180 þús. ein- tök. Svenska Dagbladet hefur notað rikisstyrkinn til að gera ýmsar breytingar á blaðinu, og segjast forráðamenn þess m.a. hafa miðað þær viö það, að fullnægja vissum þáttum, einkum menningarlegum, sem Dagens Nyheter hafi van- rækt. Dagens Nyheter var orðinn slikur risi i blaða- heiminum, að bæði ritstjórar þess og blaðamenn létu oft meira stjórnast af eigin geð- þótta og sérlegum áhugamál- um þeirra sjálfra og vanræktu þvi ýmislegt efni, sem a.m.k. vissir lesendahópar, höfðu á- huga á. Svenska Dagbladet hefur eins og hlaupið hér i skarðið og má þvi sennilega orðið telja þaö vandaðasta og menningarlegasta blað Svi- þjóðar, eins og þaö var um langt skeið áður fyrr. Blaöiö er lika orðið opnara en það var áður. TVÖ siödegisblöð, Expressen og Aftonbladet, koma út i Stokkhólmi og ná þau til landsins alls sökum hins góða samgöngukerfis, sem Sviar búa við. Hörö samkeppni er miíli þessara blaða, sem bæði leggja mikla stund á æsifrétt- ir, þótt þau flytji einnig nokk- uð af menningarlegu efni. Ex- pressen er gefiö út af sama fyrirtæki og Dagens Nyheter, en Aftonbladet er gefið út af verkalýðshreyfingunni. Ex- pressen hefur veittheldur bet- ur i samkeppninni, en þó mun- ar ekki miklu. Sagt er að bæði leggi mikla stund á að njósna hvort um annað, enda takist öðru þeirra sjaldan að koma með frétt, sem ekki er lika að finna i hinu blaðinu. Oft reyna þessi blöð að gera sér mikinn mat úr litlu efni. Gott dæmi um það er fæðing Viktoriu prinsessu. í fyrstu ætlaði Aftonbladet, sem vill afnema konungdóminn, að leiöa þenn- an atburð hjá sér, en hann var orðinn mikið fréttaefni i sænskum blöðum alllöngu áð- ur en prinsessan fæddist. Aðalritstjóri Aftonbladets skrifaði mikla hneykslunar- grein um þennan fréttaflutn- ing og i lesendabréfi var kom- izt svo að orði, aö maklegast væri að spellvirkjar væru fengnir til að útrýma konungs- fjölskyldunni, svo aö þjóöin losnaði við öll þessi læti. En þrátt fyrir þetta, fór svo að Aftonbladet neyddist að lokum til að dansa með og birti það margar myndir af hinni ný- fæddu prinsessu. Þessu fylgdi sú afsökun ritstjórnarinnar, að vegna þjónustu sinnar sem siðdegisblað yrði blaðið aö gera þetta, þótt það væri and- vigt konungdæmi. Expressen fór öðru visi að, það byrjaði að skrifa um hina væntanlegu fæðingu strax eftir, að tilkynnt hafði veriö að drottningin ætti von á erfingja. Meira að segja gekk það svo langt að stela og birta læknisskýrslur um heilsufar drottningar. Þetta mæltistilla fyrir, þarsem meö sliku væri gengið of nærri einkalifinu. Svar Expressen var að birta forustugrein, þar sem mælt var með þvi, að Karl konungur og Silvia drottning yrðu siðustu kon- ungshjónin i Sviþjóð. Þrátt fyrir þessi og önnur læti siðdegisblaöanna hafa þau tapað lesendum að undan- förnu og konungdómurinn virðist standa föstum fótum hjá Svium. Þ.Þ. Morgunblöðin i Sviþjóð hafa bækistöðvar á Marieberg I Stokkhóimi —■ bygging Svenska Dagbiadets er til vinstri og bygging Dagens Nyheter og Expressen til hægri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.