Tíminn - 02.09.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.09.1978, Blaðsíða 2
2 •' Laugardagur 2. september 1978 Leyniviðræður í Lusaka Reynt að fá þjóðfrels- isleiðtoga frá Ródesíu til friðarviðræðna Reuter/Lusaka — Leiðtogar nokkurra hinna helstu Afrikuríkja hittust á ráðstefnu i Lusaka i gær. Að sögn er unnið að því að fá forystumenn þjóð- frelsishreyfinga í Ródesiu, sem eiga i hernaði við þarlend stjórnvöld, til að mæta á friðarráðstefnu með Bretum, Banarikjamönnum, stjórnvöldum i Ródesiu og nokkrum Afrikurikjum. Ráöstefna þessi i Lusaka er haldin stuttu eftir að orörómur hefur verið á kreiki um að Ian Smith og Zambiuforseti, Kenneth Kaunda, hafi reynt að komast aö samkomulagi um að koma til valda i Salisbury Joshua Nkomo, leiðtoga frelsis- hreyfingar i Ródesiu. Enginn Afrikuleiðtoganna hefur viljað láta hafa neitt eftir sér um viðfangsefni ráðstefn- unnar, en fulltrúi i sendinefnd Zambiu hefur gefið áðurnefndar upplýsingar um ráðstefnuna. Sá sagði ennfremur, að nú væru siðustu forvöð að fá leiötoga þjóð- frelsishreyfinganna til samninga- Fleiri kærurá Thorpe Reuter/London — AUt þykir nú benda til þess að Jeremy Thorpe, fyrrverandi formaður Frjálslynda flokksins i Bret- landi, verði ákærður fyrir að leggja á ráðin um að myrða mann, sem lýst haföi yfir að hann heföi átt kynmök við Thorpe. Umræddur maður starfaði sem fyrirsæta. Fjórir menn auk Thrope verða að likindum sóttir til saka fyrir morösamsæri. Hins vegar mun Thorpe að lik- indum einn sæta kæru fyrir að hvetja einn af þessum f jórum, David Holmes, til verknað- arms. viðræðna, þar sem þeir væru i mikilli sókn og mundu ekki til- leiðanlegri til nokkurra tilslakana eða friðarviöræðna innan skamms er þeir sæju fram á fullan sigur. Ian Smith: Sakar Banda- ríkjaraenn og Breta um svik Reuter/Salisbury — Ian Smith, forsætisráðherra Ródesiu, sakaði i ræðu i gær bæði Bandaríkin og Bretland um svik. Þá sagði Smith, að bráðabirgða- stjórnin mundi vinna áfram að þvi að ná samkomu- lagi milli hvitra og svartra, en minntist ekkert á til- boð Breta og Bandarikjamanna um samningsvið- ræður milli bráðabirgðastjórnarinnar og þeirra frelsishreyfinga sem enn fara með skæruhernaði i landinu. utan úr heimi Smith varaði hins vegar við marxiskum stjórnarháttum og sagði m.a. í framhaldi þar af: „Aðalvandamál okkar er hversu Bretar og Bandarikjamenn eru ósamvinnuþýöir á sama tíma og þeir hvetja og aðstoða óvini okkar, hryðjuverkamennina”. Hann hélt ásökunum sínum áfram og sagði, að það væri engu likara en Bretar og Bandarikja- mennhefðu bundist bandalagi við Sovétmenn og Kúbumenn i þessum efnum. Arabar í ísrael vondaufir um árang ur í Camp David Reuter/Jerúsalem. — Arabar á hernumdu svæðunum á vesturbakka Jórdanár eru vondaufir um aö samkomulag náist á fundi æðstu manna Egyptalands, tsraels og Bandarfkjanna i næstu viku. Fréttaskýrendur telja, að Bandarikjamenn fái litlu áorkaö við aö milda stefnu israelsmanna i þeim málum. Dagblaöið A’Shaab, sem styður Frelsishreyfingu Palestinumanna (PLO) og vinstri sinnaöa blaöiö E1 Fajr eru sammála um það I rit- stjórnargreinum I gær, að fundurinn i Camp David sé settur á svið til að þóknast al- menningsálitinu i heiminum, og bæði Egyptar og Israels- menn keppist við aö veröa ekki kennt um, að ekkert miðaði i friðarátt. Bogarstjórinn i Betlehem, Elias Frej, kristinn maöur, og þekktur miðlunarmaður, lét hafa eftir sér við fréttarit- ara Reutersi gær, að ekki gæti lánast að ná samkomulagi i Camp David vegna þess, að Begin héldi fast við friðartil- lögur sinar, sem Arabar hafa þegar hafnað. Borgarstjórinn I Nablus sakar Israelsmenn um að ætla sér að leggja undir sig vestur- bakka Jórdanárinnar meö þvi að flytja þangað Israelska landnema. Hvíta húsiö: Lítil von Reuter/Washington/Moskva — Carter Bandarikjaforseti og aðstoðarmenn hans lágu i gær yfir pakka sem inniheldur til- lögur þeirra til friðarsáttmála milli tsraelsmanna og Egypta. Hafa aðstoðarmenn Carters flestir látið hafa eftir Ian Smith 12 njósnarar í Bukarest sér að þeir sjái litlar vonir til samkomulags. Af hálfu Sovétrikjanna og Sýrlands hafa fyrirhugaöar friðarviðræður I Camp David verið fordæmdar og sagöar gifurlega hættulegar friöar- horfum i Mið-Austurlöndum. Reuter/Vin — Tólf yfirmenn i her og leyniþjónustu Búkarest hafa veriö handteknir i kjölfar upp- Ijóstrana háttsetts leyniþjónustu- manns frá Rúmenfai, sem flúið hefur til Bandarikjanna og nýtur þar nú öruggrar verndar CIA. Upplýsingar þessa manns hafa einnig komiö upp um njósnamál i V-Þýskaiandi. Mun hann vera einhver sá áhrifamesti sem flúiö hefur austantjaldslöndin og Ijóstrað upp leyndarmálum vestan megin. Sagt er að menn- irnir 12 i Búkarest hafi sumir hverjir verið mjög hátt settir, m.a. hershöfðingjar. Húsleit hjá þekktum stj órnmálamanni Dr. Holtz sakaður um njósnir i þágu ríkja i Austur-Evrópu Bonn/Reuter — Húsleit var gerð i skrifstofu þingmanns i Vestur-Þýskalandi i gær. Rúmenskur landhlaupi hefur tjáð bandarisku öryggislögregl- unni, CIA, að þingmaðurinn sé njósnari fyrir riki i Austur-Evrópu. Þingmaðurinn dr. Uwe Holtz var i dag sviptur þinghelgi svo unnt væri að rannsaka ákærurnar á hendur honum. Dr. Uwe Hoitz er 34 ára að aldrioghefur áttskjótan frama i flokki jafnaöarmanna. Kom hann fram i sjónvarpi i gær- kvöldi og neitaði algerlega aö vera viðriðinn njósnir. Húsleitin var gerö háifri klukkustund eftir að Sambands- þingið i Bonn samþykkti ein- róma að svipta hann þinghelgi. Voruþingmennkallaðir heim úr sumarfrfi til þess aö unnt væri aö hraða málinu. I fyrradag birtust um það fréttir í blöðum i Vestur-Þýska- landi, að rúmenski embættis- maöurinn Ion Pacepa hefði tjáð CIA, að háttsettur stjórnmála- maður I Bonn væri njósnari. Saksóknari Vestur-Þýska- lands, Kurt Rebmann ákvað i gær að kanna þetta mál og ósk- aöi eftir að þingið svipti dr. Holtz þinghelgi. Nafn hans var ekki nefnt á fundinum i dag, — fundurinn stóð aðeins i fimm minútur, — en hálftima eftir aö samþykktin var gerö hófst leit i skrifstofu hans. Dr. Holtz hefur verið for- maður þeirrar nefndar þings- ins, sem fer meö aðstoð við þró- unarlönd siðan 1974. Þriðja njósnahneykslið siðan 1974 Þetta eri' þriðja sinn á siöustu árum, aö alvarleg njósnamál koma upp i Vestur-Þýskalandi. 1974 sagöi Willy Brandt, þá- verandi kanslari, af sér eftir að upp komst, aö einn nánasti sam- starfsmaður hans, Guenther Guillaume, var njósnari fyrir Aus tu r-Þýskalandi. I febrúar i vetur sagði Georg Leber, varnarmálaráðherra af sér, eftir að upp komst um njósnir ritara i ráðuneyti hans. Fyrir tveimur dögum lýsti Egon Bahr, varaformaður jafn- aðarmanna þvi yfir, að hann vildi að rannsakað yrði hvort grunur um að hann væri njósn- ari hefði við rök að styðjast. Sagt er, að Rebmann saksókn- ari sé að rannsaka mál sex manna, sem nefndir hafa verið af Pacepa. Fórnarlamb ófrægingarherferðar Dr. Holtz sagði dag.aóásak- anirnar á hendur sér væru til- hæfulausar. „Éger fórnarlamb ægilegrar áróðursherferðar.” Hann greiddi atkvæöi með þvi að vera sviptur þinghelgi. Dr. Uwe Holtz er sagnfræð- ingur, að mennt. Hann.kveðst ekki hafa komið á skrifstofu sina eftir að fréttist um njósna- orðróminn. „Ég hefi engu að leyna,” sagði Hann. Hann bætti við, að Pacepa, sem var samstarfsmaöur Ceausescu, væri auðsýnilega að tryggja sér dvalarleyfi i Bandarikjunum. „Hvað mundi gerast,” sagði hann, ,,ef þýska leyniþjónustan reyndi að koma njósnaáburöi á bandariskan þingmann?” Ion Papeca hvarf af hótelher- bergi I Köln fyrr á þessu ári. Hann var i Vestur-Þýskalandi þeirra erinda, að semja um flugvélakaup fyrir rúmensku stjórnina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.