Tíminn - 02.09.1978, Blaðsíða 20

Tíminn - 02.09.1978, Blaðsíða 20
Sýrð eik er h sígild eign TRÉSMIDJAN MEIDUR , \\| ; SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822 /11 V..' ■i Gagnkvæmt tryggingafélag sími 29800, (5 línur) Verzlið í sérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki Wmmm Laugardagur 2. september 1978 191. tölublað — Eigum sama rétt og annað f ólk — undrandi hvað talað er opinskátt um skerðingu lýðræðis i landinu, segir Svava Jakobsdóttir HEI — ,,Um langllfi þessarar stjórnar get ég bara ekkert sagt. En mér finnst hugur þing- manna Alþýðuflokksins hafa verið þannig frá þvf fyrsta, aö þeir muni torvelda Alþýðu- bandalaginu störf í svona rfkis- stjórn. Þeir hafa ekkert dregiö dul á það, aö þeir vilja marka okkur bás, og telja okkur ekki eiga sama rétt og annað fólk i landinu. Það er að segja, að ég hef veriö afskaplega undrandi á þvi, hvað þeir hafa treyst sér til að tala opinskátt um skerðingu lýðræðis i þessu landi”. Framansagt fékk Timinn sem svar frá Svövu Jakobsdóttur við þeirri spurningu, hvort hún teldi nýju rikisstjórninni langra lif- daga auðið. — Svo þú ert ekki ánægð með stjórnina? — Nei, ég er nú ekki ánægð, en ég óska henni samt alls góös. Ég vona að henni takist að rétta hlut launafólkSj koma samningum i gildi og aö sú stefna hennar að tryggja vinnu- frið fram til 1 desember á næsta ári, standist. — Hvað hefur þú helst i huga, þegar þú hefur sagt i blaða- viðtali að þú óttist að hin sósial- isku markmið nái ekki fram að ganga? — Þá hefi ég i huga kerfis- breytingar á þjóðskipulaginu, og ég hef þar i huga þjóðfrelsis- málin og hersetuna. — Hverjar kerfisbreytingar helst? — Það að skera niður milli- liði, og i sambandi við inn- flutningsverslun. Nú hefur þinn flokkur fengið það ráðuneyti, sem fer með þau mál. — Já, og ég treysti Svavari Gestssyni til alls góös, en hann er auðvitað bundinn af verk- efnaskránni. Hvað á að gera við óráð- stafaða básinn í áningar- stað SVR? Farþegarnir hvattir til að koma fram með tillögur ATA — Einum bás er enn óráðstafað í nýja áningarstað SVR á Hlemmi. Farþegar SVR geta haft áhrif á hvernig básnum verð- ur ráðstafað. Eins konar hug- myndabanki er starfræktur i áningarstaðnum. Farþegar sem biða eftir vagni, geta fengið miða og skrifað á hann hvernig þeim finnist að ætti a ráðstafa básnum. Siðan er miðinn settur i sérstakan kassa, hugmyndakassa, og er fram liða stundir verða tillög- urnar teknar til athugunar. Sé eitthvað, sem þér finnst vera ómissandi i áningarstað Strætisvagna og ekki er fyrir hendi á Hlemmi, þá skalt þú leggja það til og opna þar með reikning i hugmyndabanka SVR. Flugleiðir kaupa meiri hluta í Amarflugi Seint i gærkvöldi barst blaðinu fréttatilkynning frá Flugleiðum þess efnis að félagið hefði keypt meirihluta hluta- bréfa i Arnarflugi h.f. Svo sem kunnugt er hefur Arnarflug hf. frá stofnun félags- ins að miklu leyti byggt starfsemi sina á leiguflugi á erlendum markaði. Flugleiðir hf. hafa einn- ig i auknum mæli leitað verkefna erlendis. Samkeppni á þessum markaðihefurverið mjög hörð og samkeppnisaðstaða islensku flugfélaganna farið versnandi þar sem tilkostnaður hér á tslandi er orðinn hærri en i þeim nágranna- löndum okkar, þar sem staðsett eru flest þau flugfélög sem islensku félögin þurfa að keppa við. Af þessum ástæðum hafa far- ið fram viðræður, um nokkurt skeið, milliþessara islensku flug- félaga um aukið samstarf með það fyrir augum, að treysta stöðu þeirra á erlendum leigumarkaði. Ennfremur hefur komið i ljós, að áhættufé Arnarflugs hf. þarf að auka og starfsemi félagsins meö aðeins tvær vélar, er mjög áhættusöm ef um engan stuðning er að ræöa frá stærra flugfélagi. Af framangreindum ástæöum Húsnæðismál skólameistarahjónanna á Isafirði „Vona að Ragnari gangi betur - að koma nýjum manni á hús en Vilhjálmi mér ” sagði Jón Hannibalsson skólameistari á Isafirði SJ — Ég lit svo á að mér hafi verið sagt upp starfi, sagði Jón Hannibalsson skólamestari Menntaskólans á tsafirði i viðtali við Timann I gær. Jón sagði hins vegar að sér væri ekki sama um skólann og hann kæmi þvi til með að bjóða Ragn- ari Arnalds menntamálaráð- herranum nýja að gegna starf- inu um einhvern tima meöan auglýst yrði eftir manni i sinn stað og hann ráðinn. — Ég vona að Ragnari gangi betur að koma honum á hús enVilhjálmi'Hjálm arssyni mér, sagði Jón Hanni- balsson. Aðdragandi þessa máls er sá, aö i byggingaráætlun Mennta- skólans á Isafirði er gert ráð fyrir þrem kennaraibúðum og embættisbústað skólameistara. Aö sögn skólameistara hefur framkvæmd áætlunarinnar verið öll i molum, enda hafa engar fjárveitingar verið að undanförnu til byggingafram- kvæmda við menntaskóla nema þær, sem farið hafa til Austur- lands. Jón Hannibalsson kvaðst hafa staðið i þvi að útvega kennurum við skólann ibúðir og hefði skólinn að jafnaði haft 3-5 ibúðir á leigu. 1977 voru siðan keyptar þrjár ibúðir fyrir kennara, sem allar eru i notkun. Siðastliðið haust fékk menntamálaráðuneytið tilboð um kaup á skólameistara- bústað, sem var hús fyrrverandi sóknarprests Sigurðar Krist- jánssonar. Tilboðinu var vel tekiö og kvaðst menntamála- ráðherra myndu beita sér fyrir þvi að af kaupunum gæti orðið. Húsið var síðan tekið á leigu i eitt ár til þess að timi ynnist til að fá fjárveitingu. Ekki tókst að afla fjár til kaupanna og seldi sr. Sigurður öðrum aðilum hús- eignina. Þetta var i marz sl. og 30. marz skrifaði Jón Hannibalsson menntamálaráðherra og kvaðst lita á þaö sem uppsögn ef hús- næðismálum sinum yröi ekki komið i lag. Kvaðst hann ekki myndu hafa frekari afskipti af málinu sjálfur. Þau sjö ár, sem Jón hefur verið skólameistari á Isafirði hefur hann flutt sjö sinnum, stundum til aö greiða fyrir hús- næðismálum kennara. Nú i vik- unni flutti hann og kona hans Bryndis Schram og börn þeirra i herbergi i heimavistinni, þar sem þau hafa ekki eldunar- aðstöðu. 10. september tekur menntaskólinn til starfa og heimavistin jafnframt. Búslóð sina hafa þau sent áleiöis hingað suður til Reykjavíkur og gera ráð fyrir að börn sin byrju þar í skóla 6. september. Þá sagði Jón Hannibalsson, að menntamálaráðuneytinu hefði i mai boöist annaö tilboö um húsnæði fyrir skóla- meistarabústaö. Þvi boði hefði ekki veriö sinnt fyrr en e.t.v. nú allra siðustu daga. Eigandi hús- næðisins væri farinn af landinu og heföi hann ekkert tilboð veriö búinn að fá áður en hann fór. Húsnæðiö er ekki laust til ibúðar fyrr en eftir einhverja mánuði. Jón skólameistari gat þess að á þessum sama tima og hann hefur hrakist milli ibúða heföu verið keyptir 13 embættis- mannabústaðir handa ýmsum aðilum á tsafirði, og það hefði tekið Ölaf Jóhannesson kirkju- málaráöherra einn dag að festa kaup á prestsetri handa nýjum sóknarpresti árið 1977. Jón kvaðst ekki véfengja orð Vil- hjáls Hjálmarssonar um aö ekki heföi tekist að afla fjár til húsa- kaupanna, en engu að siður hefði þessu máli verið sinnt af makalausum ræfildómi. hafa stjórnir Arnarflugs h.f. og Flugleiða hf. orðið ásáttar um eftirfarandi: Flugleiðir hf. kaupa óseld hlutabréf i Arnarflugi hf. að upp- hæð 44 milljónir kr. og verður þá hlutafé Arnarflugs hf. kr. 120 milljónir. Ennfremur er sam- komulag til viðbótar um kaup Flugleiða hf. á 25 milljónum króna af hlutafjáreign nokkurra stærri hluthafa félagsins. Stjórnir félaganna vona að þessi ráðstöfun verði til þess að styrkja stööu islensks flug- rekstrar á erlendum mörkuðum, og bæta afkomu þeirra á komandi árum. Hjá Arnarflugi starfa um þess- ar mundir 70 starfsmenn. Arnarflug hf. Flugleiðir hf. Margeir teflir í Austurríki á heimsmeistaramóti unglinga og Jóhann á heimsmeistaramóti sveina HEIMSMEISTARAMÓT ungl- inga (20 ára og yngri) verður haldið i borginni Graz i Austurriki dagana 3.-17. sept. Þátttakandi af tslandshálfu verður Margeir Pét ursson, skákmeistari, en aðstoð- armaður hans verður Leifur Jó- steinsson. Margeir Pétursson hefur að undanförnu sýnt mjög góða frammistöðu á skákmótum og hefur áunnið sér tvo áfanga af þremur aö alþjóðlegum meist- aratitli, nú nýverið á skákmótinu i Gauksdal i Noregi og I fyrra skiptið i Lone Pine mótinu i Kali- forniu fyrr á þessu ári. A heimsmeistaramótinu i Graz verða tefldar 13 umferðir eftir Monradkerfiogeru búist viö þátt- takendum frá 35-40 löndum. Meö- al skæðustu skákmanna sem þarna verða auk Margeirs, má nefna Iusupov, núverandi heims- meistara unglinga frá Sovétrikj- unum, Dolmatov einnig frá So- vétríkjunum, Seirawan Bandarikjunum, og Mokrý Tékkóslóvakiu. Heimsmeistaramót sveina ára og yngri) verður haldið i ann- að sinn dagana 26. des-6. jan. n.k., i Sas-van-Gent i Hollandi. Þar mun tefía af Islands hálfu hinn bráðefnilegi skákmaður Jó- hann.Hjartarson, sem mun keppa að þvi að verja heimsmeistaratit- il Jóns L. Arnasonar frá I fyrra. frá frá (17

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.