Tíminn - 02.09.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.09.1978, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 2. september 1978 mmm Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: úórarinn l>órarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- sljóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofu'r, framkvæmdastjórn og' auglýsingar Sióumúla 15. Slmi 86300. Kvöldsimar bla&amanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 á mánuði. Biaðaprent h.f. V_______________________________________________________________) Papúa Nýja-Guínea: Somare hefur sýnt mlkla stjórnkænsku Sættargerð — fyrstu 3 árin stóráfallalaus í gær tók ný rikisstjórn undir forsæti Ólafs Jó- hannessonar við völdum á Islandi. Með myndun þessarar rikisstjórnar er lokið langvinnu þófi i stjórnmálum þjóðarinnar og fylgja hinni nýju stjórn miklar vonir og bestu óskir. Efnahagsmálin verða að vonum meginviðfangs- efni rikisstjórnar Ólafs Jóhannessonar. Fyrstu að- gerðum rikisstjórnarinnar er fyrst og fremst ætlað að veita viðspyrnu til nýrrar sóknar i þessum efn- um. Megininntak þessara aðgerða hefur þegar verið kynnt þjóðinni. Hér er um að ræða blandaðar að- gerðir: í fyrsta lagi er raunhæf gengisskráning, i öðru lagi niðurfærsla verðlags sem mætt verði með afnámi söluskatts af matvælum og nýrri skatt- heimtu annarri, einkum á miklar tekjur og eignir. í þriðja lagi .hefur samkomulag náðst um það að efnahagsaðgerðir fyrri rikisstjórnar verki ekki lengur á vinnumarkaðinum en i þeirra stað komi þak á verðbætur launa miðað við 233 þúsund króna mánaðarlaun i dagvinnu. Með þeim málefnasamningi sem rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar byggist á hefur verið gerð merk sættargerð i islenskum stjórnmálum. Timabili óvenjulega harðra deilna er lokið að sinni og við tekur skeið uppbyggilegrar samvinnu. Vissulega leggur það þunga byrði á hið nýja sam- starf að verða að bregðast skjótt og ákveðið við örðugleikum atvinnuveganna um leið og sérstök áhersla er á það lögð að standa vörð um kaupmátt lægri launa i landinu. Eins og málefnasamningur- inn ber með sér hafa menn mætst þar á miðri leið og stóryrða kosningabaráttunnar sér þar ekki staði. Farsæld rikisstjórnar ólafs Jóhannessonar hvilir að mjög verulegu leyti á þvi að náið og gott sam- starf og gagnkvæmur skilningur geti tekist við hreyfingu launþega i landinu og er það beinlinis tek- ið fram i málefnasamningi stjórnarinnar. Tvö stærstu framtiðarverkefni stjórnarinnar velta alveg á þessu samstarfi. Er þar um að ræða breytt visitölukerfi annars vegar sem hins vegar verði gildur þáttur i nýrri og hiklausri sókn gegn óðaverðbólgunni sem setið hefur við rætur þjóðar- búsins og sýkt þær. Sérstakur liður i þeirri sókn er það markmið rikisstjórnarinnar að skattleggja þann óeðlilega gróða sem sumum hefur safnast i skjóli verðbólgubrasks og er vafalitið ein helsta undirrót misréttis i islensku þjóðfélagi á siðari ár- um. Undirtektir forystumanna launþegasamtaka hafa að visu verið nokkuð misjafnar nú siðustu daga en i heild eru þær jákvæðar og lýsa skilningi manna á þvi að nú er komið i slikt óefni að ekki verður lengur beðið aðgerða. En það má vissulega segja að augu þjóðarinnar beinist nú ekki aðeins að stjórnmála- mönnunum heldur og að foringjum launþegafélag- anna. Á þeim hvilir einnig mikil ábyrgð nú, þegar það er yfirlýst að orð þeirra verða tekin alvarlega og mik- ils virt i ákvörðunum og athöfnum rikisstjórnarinn- ar. Með málefnasamningnum er þannig stigið feti framar en fyrri stjórn sem þó lagði mikla rækt við samráð við aðila vinnumarkaðarins t.d. með Verð- bólgunefndinni svokölluðu á sl. vetri. Nú ættu allir aðilar að hafa lært nokkuð. Þvi standa bestu vonir til góðrar samvinnu og mikils árangurs. JS Kortið sýnir Nýju-Gulneu. Austurhluti eyjunnar nefnist Papua Nýja-Guinea, en eyjan hefur verið kölluð siðasta ókannaða landssvæði heimsins. A landamærum Papua Nýju-Guineu og Salómonseyja er eyjan Bougainville, en þar var hafin mikill námugröftur fyrir nokkrum árum. Einar auðugustu kopar- námur heimsins eru þar nú, svo og miklar gullnámur. ENGUM vafa er bundið, aö fyrstu ár Papúa Nýju-Gineu sem sjálfstæðs rikis hafa gengið öllu betur en menn áttu von á. Arið 1975, þegar landið fékk sjálfstæði, voru vanda- málin svo gifurleg, að engum datt i hug aö sama stjórnin myndi sitja I mestu friösemd við stjórnvölinn nú þrem árum siðar. Þó ætti enginn að skilja þessi orð þannig, að i Papúa Nýju-Gi'neu væri allt i vel- mekt. Enn i dag má lýsa ástandinu meðsömu orðum og notuö voru fyrir þrem árum: „ofdrykkja, mikið atvinnuleysi og of margir kynþættir”. En samt sem áður: margt hefur farið á betri veg en bjartsýn- ustu menn höfðu þorað að vona. Þegar Papúa Nýja-Ginea fékk sjálfstæði árið 1975, spáðu flestir að innan tiðar myndi þar allt loga i kynþátta- deilum, stjórnar- og fram- kvæmdaveldiðhrynja og hvítu innflytjendurnir flytjast brott. Ekkert af þessu átti sér stað. Að visu fluttust nokkrir ,,út- lendingar” i burtu, en h'klega gráta þeir það núna. Heiðurinn af þessu á að miklu leyti fyrsti forsætisráð- herra landsins, Michael Somare. Hann er aðeins fer- tugur að aldri, en samt hefur hannsýnt meiri stjórnkænsku en jafnvel stuðningsmenn hans áttu von á. Somare hefur lagt höfuðáherslu á að bæta menntun þjóðar sinnar. En það er viöamikið verkefni i landi þar sem töluð eru 700 tungumál og samgöngur eru jafn erfiðar og raun ber vitni. NÝJA-GINEA, sem var til skamms tima kallað siðasta óþekkta landið, er næst stærst eyja i' heiminum og er Græn- land eitt stærra. Eyjan skipt- ist i tvennt og er það eystri hlutinn sem nefnist Papúa Nýja-Ginea. Á þeim hluta búa sennilega um 2,9 milljónir, en hins vegar er erfittaö henda á þvi reiður. Landið hefur lengi verið eitt af þeim vanþróuðustu i heim- inum. Bændurnir eru fátækir og rétt lifa af litlum jörðum sinum. Nokkrar stórar plant- ekrur eru til, en þær eru allar i eign Astraliu- og Evrópubúa. En hins vegar —eigi fyrir alls löngu — var uppgötvað námu- auðugt svæði á eyjunni Bougainville, sem liggur tölu- vert fyrir austan Papúa Nýju-Gineuen tilheyrir þvi þó. Þar eru nú miklar koparnám- ur og einnig hefur fundist þar nægilegtgull til að gera Papúa Nýju-Gi'neu að einum helsta gullframleiðanda heimsins. Eftir lok seinni heimsstyrj- aldarinnar, en þá var hluti Nýju- Gineu hertekinn af Japönum, tóku Astraliumenn að sér stjórn eyjunnar. Fékk eystri hlutinn — Papúa Nýja-Ginea — nokkra sjálfs- stjórn árið 1949 og 1973 fengu þeir algjöra heimastjórn. 1 þessum mánuði f yrir þrem árum fékk svo landið sjálf- stæði frá Ástraliu, sem auk þess lofaði að halda áfram fjárstuðningi sinum. Eitt al- varlegasta vendamáliö, sem landsmenn þurftu aö leysa fyrir sjálfstæðisdaginn, var hver ætti að vera þjóðhöfðingi landsins. Málið var siðan leyst á frekar einkennilegan hátt, þvi að Elisabetu 2. Breta- drottningu var boðin þjóðhöfð- ingjastaöan sem þún þáði. Bretar höfðu aöeins átt itök á eyjunni um siðustu aldamót. % ÞAÐ var 16. september 1975, sem Somare sór embættiseið sinn og siðan hefur hann setið nokkuð traustur i sessi. Hann var eitt sinn kennari og siðan starfaði hann við útvarpið. Sennilega má lýsa honum sem sósialista, en fyrst og fremst er hann þjóðernissinni. Utan- rikisstefna hans er einföld. Hann vill taka upp samskiptí við allar þjóðir nema þær sem eru á móti kynþáttajafnrétti. Andstæðingar Somare hafa gjarnan gagnrýnt hann fyrir að reyna að geðjast öllum án þessað gera nokkuð raunhæft. 1 sambandi við þetta benda þeir á 4 akreina hraðbraut, sem liggur framhjá stjórnar- byggingunum i höfuðborginni Port Moresby, og liggur leið brautarinnar raunverulega ekkert — i hvoruga áttina. MOL Port Moresby, höfuöborg Papua Nýju-Guineu. Þar búa nú rúmlega 100 þúsund manns. Port Moresby var sjálfkjörinn höfuðstaður enda er þar gott skipalægi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.