Tíminn - 02.09.1978, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.09.1978, Blaðsíða 8
8 á víðavangi Þá höfum viö fengið nýja stjórn og væntum okkur nokk- urs af henni. Það fer ekkert á milli mála að forystu veitir stjórninni Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokks- ins, en aftur er forysta stjórnarandstæðinga eitthvað á reiki. Svo er að sjá sem Vil- mundur Gylfason ætli að taka að sér það forystuhlutverkið og það verður gaman að fylgjast með þvi hvort Dag- blaðið verði þar af leiðandi ekki áfram i stjórnarand- stóðu. Hvaö svo um Sjálf- stæðisflokkinn verður í þess- um gráa leik er annað mál. Stjórnar- andstæðingar Þeir eru raunar fleiri þing- menn stjórnarfktkkanna sem lýst hafa yfir eins konar stjórnarandstööu. Fyrir sliku cru fordæmi og svo skyggnst sé yfir hafiö, þá voru þing- menn demókrataflokksins bandariska á sinum tima injög andsnúnir einhverjum sinum ástsælasta forseta, Franklin I). Koosevelt og um- bótastefnu hans „New deal.” Við þurfum á tslandi að fara aö taka til höndunum ogtaka á stjórnartaumunum af festu og öryggi^mörgu þarf að breyta - og margtþarf aðlaga. Til þess sitja nú f ráðherrastólu m ungir menn og aðrir nokkru eldri, svo sem ólafur Jó- hannesson,en fáir hafa þó sýnt umbótaviljann eins I verki og einmitt hann. Stjórnarandstæðingar i Al- þýöuflokki munu væntanlega sitja um tækifærin Li I aö sprengja þessa stjórn innan frá,þó allur þorri þjóðarinnar óski iþess að liún fái að sitja og sýna hvað i henni býr. Þaö er þó athyglisvert að i Al- þýöublaöinu i gær fá skoöanir þessara stjórnarandstæðinga ekki inni,heldur eru siðdegis- blööin og stjórnarandstöðu- blaðið Morgunblaöið vett- vangur þeirra. Vilmundarþáttur I „Klippt og skorið” i Þjóðv iljanum segir um væntanlegan forystumann stjórnarandstöðunnar: „Vil- mundur Gylfason er mesta lipurmenni eins og hann á kyn tíl. Ekki bar á öðru en hann gæti vel sætt sig við efnahags- stefnu mi nýmyndaðrar rlkis- stjórnar hér fyrir nokkrum dögum þegar glytti i ráðherrastól honum til handa. Þaö voru ákkúrat dómsmálin Laugardagur 2. september 1978 ...... III l«mr,nnnm- -I Veitir Vilmundur stjórnarand stöðunni forystu? sem freistuðu hins unga Tyrkja með krata. Svo fóru leikar að dómsmálin svifu á braut frá sjónum Vilmundar og lentu hjá framsóknar- manni. Þá er Vilmundur allt i einu oröinn stjórnarand- stæðingur. Og út á hvaö? Útá það að efnahagsstefna stjórnarinnar sé tómt píp. Spurningin er: Hugðist Vil- mundur gera einhverjar efna- hagslegar uppgötvanir i em- bætti dómsmálaráðherra? • Hélt hann aö undir hans stjórn mundu veröir laganna draga einhverja ótalda fjársjóði fram úr hirslum ,,neðan- jarðarhagkerfisins”? —Þetta þyrfti hinn ritglaði Vilmundur að útskýra og u m leiö stuðning sinn við það braskarahagkerfi sem faðir hans barðist sem hetjulegast fyrir i 12 löng ,,viðreisnar”-ár? Og er enn að gylla fyrir flokksbræðrum sin- um sem hinn sanna kratísma.” Viðhorfsmunur Vilmundur heldur áfram að hygla eigin sinni og það er allt i lagi á meðan þjóðin étur ekki uppeftir honum sinnisveikina. Framsóknarflokkurinn sat siðasta kjörtimabil i stjórn með SjálfstæðisfIokki,en veitir nú vinstri stjórn forstöðu. Þar er viðhorfið aö taka mark á óskum þjóðarinnar og reyna að hafa sem mest áhrif til góðs. Margar gamlar hug- sjónir Framsóknarflokksins fá nú kannski að líta dagsins Ijós, t.d. landsorkuveita og jafnara orkuverð og launa- jöf nun. Launajöfnunarstefna Framsóknarflokksins var af- flutt herfilega af fyrrverandi stjórnarandstæðingum i kosningabaráttunni. Þaðsýnir styrk félagsstefnu Fram- sóknarflokksins að fyrrver- andi stjórnarandstæðingar hafa nú gengið til stjórnar- Vilmundur er enn i stjórnar- andstöðu samvinnu við flokkinn á grundvelli þessarar stefnu. KEJ Starfsár Þjóðleikbússins að hefjast: Meiri hluti verkefna eftir innlenda höfunda SJ — Starfsár Þjóðleikhússins er að hefjast nú um mánaðamótin, en fvrsta frumsýning vetrarins verður 15. september á Syni skó- arans og dóttur bakarans eftir Jökul Jakobsson. Þetta er nýjasta leikrit Jökuls heitins og var það sýnt á I.istahátiö i sumar. Leik- stjóri er Helgi Skúlason og leik- mynd eftir Magnús Tómasson. Rúmlega 30 fastráðnir leikarar starfa við leikhúsið i vetur og nær 20 lausráðnir. Stefán Baldursson, Brynja Benediktsdóttir og Bene- dikt Arnason verða á svokölluð- um leikstjórnarsamningi, en sinna jafnframt öðrum verkefn- um en leikstjórn. Fram að áramótum gegnir Björn G. Björnsson starfi Sigurjóns Jó- hannssonar yfirmanns leik- myndadeildar sem er i leyfi. Að jafnaði eru um 300 manns á launaskrá hjá Þjóðleikhúsinu hverjusinni, en mun fleiri starfa þar á leikárinu. Nýir leikarar 1 syni skóarans og dóttur bak- arans eða Söngurinn frá My Lai, eins og Jökull Jakobsson kallaði leikritið einnig, koma fram þrir nýir leikarar á fjölum Þjóðleik- hússins;Kristin Bjarnadóttir, sem starfað hefur i Kauprhannahöfn, Edda Björgvinsd. og Emil Guð- mundsson. Fleiri ungir leikarar munu þreyta frumraun sina i leikhúsinu i vetur, m.a. Guðrún Þóröardóttir i þriðja verkefni leikársins, Máttarstólpum þjóð- félagsins eftir Henrik Ibsen. Arn- ar Jónsson, Helga Bachmann og Arnar Jónsson og Kristin Bjarnadóttir i hlutverkum sinum i siðasta leikriti Jökuls Jakobssonar. Briet Héðinsdóttir hafa verið ráð- in á A-samning. Þjóðleikhusið minnist þess, að á þessu ári eru 150 ár liðin frá fæðingu Ibsens meö sýningu á Máttarstólpum þjóöfélagsins sem ekki hefur verið sýnt áöur hér á landi. Annaö verkefniö i vetur er A sama tima aö ári eftir Bernard Slade. Vinsæll gamanleikur, sem Þjóðleikhúsið sýndi 80 sinnum úti álandi á siöasta leikári. Fjórða til sjötta verkefni eru Draumur skynseminnar eftir Antonio Bu- ero Vallejo, frægt spænskt nú- timaleikrit um málarann Goya, Stundarfriður eftir Guðmund Steinsson.kátleg lýsing á firringu Sveinn Einarsson Þjóðleikhússtjóri, Halldór Ormsson miöasölustjóri Stefán Baldursson teikhúsritari og tvar Jónsson skrifstofustjóri.-Timamynd GE. verður Krukkuborg eftir Odd Björnsson. Gerist það að miklu leyti á hafsbotni og kynnast leik- húsgestir þar ýmsum furðulegum neðans jávarskepnum. A litla sviðinu eru ákveðnar tvær sýningar: Kona og Sandur nýir einþáttungar eftir Agnar Þórðarson. Leikstjóri Gisli Al- freösson, leikmynd: Björn Björnsson. Heims um ból eftir Harald Muellér. Nýlegt þýskt leikrit um einmanaleik ellinnar og ýmis samskiptavandamál nútimans. Auk þeirra nýju sýninga sem taldar hafa verið upp hér að framan, verða teknar upp að nýju sýninga á nokkrum verkum. A Stóra sviöinu kemur Káta ekkjan upp aftur siðari hluta september. A Litla sviðinu hefj- ast að nýju sýningar á Mæðrum og sonum, tveim einþáttungum eftir Bertolt Brecht og J.M. Synge, sem frumsýndir voru i vor við sérstaklega góðar undirtektir. Einnigerráögertaö halda áfram sýningum á Fröken Margréti, sem sýnt var við fádæma vin- sældir i allan fyrravetur. Þá verður unnið upp nýtt verk i hóp- vinnu undir stjórn Brynju Bene- diktsdóttur. Utanlandsferðir Þá hefur leikhúsinu verið boðið á leiklistarhátiö i Berlin i lok sept- ember með INÚK og eru fýrir- hugaðar nokkrar sýningar hér innanlands i tengslum við endur- æfingar á þvi verki. Þjóðleikhúsinu hefur verið boð- ið að sýna Fröken Margréti i Finnlandi og er áhugi fyrir að þiggja boðið ef unnt reynist fjár- hagslega. nútimamannsins og ameriskur söngleikur eftir Marshall Barrer og Mary Rogers i þýðingu Flosa ólafssonar sem heitir Prinsessan á bauninni. Sala áskriftarkorta I dag hófst sala áskriftarkorta, sem gilda á allar þess ar sex sýn- ingar og er hægt að velja á milli hvort fólk vill koma á 2.-6. sýn- ingu. Kosta kortin 10.000 kr. og er það 20% afsláttur frá venjulegu miðaverði. Askriftarkortin eru áðeins seld til 15. september eða fram að fyrstu frumsýningu leik- hússins. Barnaleikrit Stóra sviðsins i ár Bandarisk stúlka Karen Morell æfir um þessar mundir Islenska dansflokkinn. Sýning hans á lista- hátið vakti verðskuldaöa athygli og verður sú sýning endurtekin í svipuðu formi nú i haust. Dans- flokkurinn sýndi þá m.a. nýjan Ballétt eftir Ingibjörgu Björns- dóttur og Pas de quatre, sem ball- ettmeistarinn Dolin æfði með hópnum. AðsögnSveins Einarssonar eru islensk verk í vaxandi mæli uppi- staðani verkefnaskrá leikhússins og finna meiri hljómgrunn meðal áhorfenda með hverju árinu. Enn metár Siðasta leikár var enn metár. 134.000 leikhúsgestirkomu á sam- tals 433 sýningar. Aðsókn að leik- hdsinu er nú oröin um 50% meiri en var fyrstu tvo áratugina, sem það starfaði. Þegar leiksýningar hefjast i vetur hefst jafnframt sýning um Breska þjóðleikhúsið nýja i Krist- alsal leikhússins. Siöar i vetur verður sýning helguð Henrik Ib- sen I salnum. Lögð hafa verið drög að komu erlendra leikhópa meö sýningar til Þjóðleikhússins og verður greint frá þvi siðar. 40 sidur sunnu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.