Tíminn - 02.09.1978, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.09.1978, Blaðsíða 3
Laugardagur 2. september 1978 3 Niðurstöður könnunar um reykingar nemenda á grunnskólastigi: Reykingar fara minnkandi meðal nemenda Reykingar foreidra algengasta orsök þess, að ungmenni SS — Borgarlæknir Skúli G. John- sen, kvaddi blaðamenn á sinn fund i gær tii að kynna niðurstöð- ur könnunar, sem gerð var á reykingum nemenda á grunn- skólastigi i Keykjavik. Könnunin, sem gerð var i april sl, tók til tæp- lega 8000 nemenda á aldursbilinu 10—16 ára. Sambærileg könnun var gerð 1974 og tók hún til um 1200 færri nemenda en nú. Niðurstöður könnunarinnar sýna m.a. að tiðni reykinga á fyrrnefndu aldursbili hefur lækk- að um meira en fjórðung frá 1974, úr 23.4% i 17.2%. Að sama skapi hafa daglegar reykingar nemenda minnkað, úr 16.4% 1974 i 12.3%. Þá kom það fram, að reykingar hafa minnkað hjá öllum ár- göngum en þó mismunandi. Breytingin er mest hjá 12 ára nemendum, en á þeim aldrei reykja nú næstum þrefalt færrien áður eða 3.8% miðað við 11.5% 1974. 1 13 ára aldursflokknum hafa reykingar minnkaðum helming, i 14 ára um þriðjung og 15 ára um fjórðung, en minnst hefur breyt- ingin orðið hjá 16 ára unglingum þvi þar reykja enn 47.1% miðað við 53.9% árið 1974. 1 könnuninni kom fram, að munurinn á reykingatiðni drengja og stúlkna helst svo til v_— byrja aö reykja Reykingar á heimilum eru mjög mismunandi hjá nemendum sem reykja annars vegar og þeim er ekki reykja hins vegar. Þann- ig eru næstum þrisvar sinnum meiri likur á að 13 ára nemandi reyki ef annað hvort foreldra hans reykir, og enn meiri Ukur, eða f jórum sinnum meiri, ef syst- kini reykja einnig. Langveiga- mesta ástæðan fyrir reykingum ungs fólks er þannig fordæmi for- eldranna og heimilisins. ÁSTÆDUR FYRIR REYKINGUM BARNA OG UNGUNGA 1978 Skúli G. Johnsen, borgarlæknir: „Niöurstööur könnunarinnar mjög uppörvandi.” Við könnunina koma fram upp- lýsingar um reykingar á u.þ.b. 5—6000 heimilum, sem mögulegt er að bera saman við könnunina 1974 og hefur þar orðið veruleg breyting til batnaðar. Hefur þeim heimilum þar sem enginn reykir fjölgað um fjórðung. 12.2% færri feður reykja nú og 5.8% færri mæður, og þau heimili þar sem bæði faðir og móöir reykja eru 12.5% færri nú en 1974. Athyglisvert er að faðir og/eða móðir reykja á næstum helmingi heimila skólanemenda, og má sjá, að við 16 ára aldurinn hafa nemendur að fullu tileinkað sér siði foreldra sinna, þvi' þar er tiðni reykinga eins og áður segir komin um og yfir 50%. Um ástæður þess, að dregið hefur úr reykingum skóla- nemenda segir borgarlæknir: „Orsaka þessara umskipta er ekki sist að leita i fræðsluátaki skólanna,sem hrundið var af staö að frumkvæði Krabbameins- félagsins, undir forystu fram- kvæmdastjóra þess, fyrir 2 1/2 ári. Hér kemur þó fleira til, þvi um er að ræða samstillt átak margra aðila: Krabbameins- félagsins, samstarfsnefndar um reykingavarnir, skólamanna, læknanema o.fl., sem fjölmiðlar studdu með góðri og jákvæðri umfjöllun. Frumkvæði sjón- varpsins er það efndi til námskeiðs fyrir þá, sem vildu hætta reykingum, bar vafalaust góðan ávöxt, sem einnig birtist i niðurstöðum könnunarinnar.” óbreytt frá 1974. Litið eitt fleiri drengir reykja fram að 12 ára aldri en eftir það eru reykingar stúlkna algengari og vex munur- inn fram að 16 ára aldri, en þá reykja 53% stúlkna en 41% drengja. Þá er athyglisvert, að langal- gengasta ástæðan sem nemendur gefa upp fyrir að hafa byrjað að reykja, erureykingar foreldra. 50 af hundraði nemenda tilgreina þessa ástæðu. Forvitni er næstal- gengasta ástæðan. TENGSL REYKINGA Á HEIMtLUM OG REYKINGA NEMENDA 1978 HUNDRAÐSHLUTFALL 13 ÁRA NEMENDA SEM REVKJA EFTIR ÞVI HVERJIR AORIR REYKJA A HEtMILiNU 28.5% 22.8% 20.6% 18.4% ■' í -ít; íilfí ?.6% . ENGINN ANNAt 16YKIR 4EYKIR MOtllt IEYKJA HEYKW RtYKJA BORGARLÆKNIRINN iRfYKMVIK Embætti dómsmálaráðherra hefur enga sérstöðu — stjórnmálamenn verða alltaf að styðjast við ráðgjöf sérfræðinga HEI — „Ég fyrir mitt leyti tel þaö ekkert óeölilegt, þótt ólöglæröur maður sé gerður aö dómsmála- ráðherra, vegna þess að slíkur aöili verður aö hafa möguleika á þvi að hafa sér til aðstoðar og samstarfsmenn sem eru sér- fræðingar. Það hlýtur að gerast i öllum ráðuneytum, eins þessu og öðruin” sagði Sigurður Hafstein hrl. i gær, er Tfminn spurði, hvort honum þætti óeðlilegt eða á ein- hvern hátt athugavert - að embætti dómsmálaráðherra væri skipað ólöglærðum manni. Og Sigurður bætti við: „Ég sé ekki að þetta ráðuneyti hafi neina sérstöðu. Stjórnmálamenn verða alltaf aö styðjast við ráðgjöf sér- fræðinga á hvaða sviði sem er”. Tfminn náði einnig tali af Lúðvik Gizurarsyni, hrl. „Er þetta ekki bara ágætt” sagöi hann. „Dómsmálaráðherrar hafa að visu oft verið lögfræðingar, en það hafa veriö undantekningar á þvi. Éghef ekki trú á neinni gagn- rýni vegna þessa, enda yrðu þá að gilda sömu reglur um önnur ráðu- neyti, aðmeð þau færu menn með sérþekkingu á hverju sviði.” Aöalfundur Stéttarsambands bænda: Hart barist um hvem fermetra ESE — A aðalfundi Stétta- sambands bænda sem haldinn var -á Akureyri nú I vikunni var tekið á mörgum vandamálum og þau rædd fram og aftur áður en þau voru afgreidd og samþykkt af fundinum. Eins og áður hefur komið fram þá áttu skipulags-og framleiðslu- mál landbúnaðarins hug manna allan, en þó var einnig miklu púðri eitt á „minni háttar” mál, eins og t.d. hvort Landssamband Veiðifélaga ætti að rýma 14 fer- metra húsnæði sitt á fyrstu hæð Bændahallarinnar fyrir auknum umsvifum Búnaðarbanka tslands. Gunnar Guðbjartsson formaður Stéttarsambandsins lagði á það mikla áherslu, að landssamband- ið flytti sig um set og sagði hann að sambandinu hefði veriö boðin aðstaða á sjöundu hæð Bænda- hallarinnar, en þvi heföi land- sambandið hafnað algjörlega. Málinu var siðan visað til alls- herjarnefndar á aðalfundinum, en fyrir fundinum lá bréf frá Landssambandinu, þar sem skorað var á fundinn að hlutast tii um að landssambandiö héldi hús- næði sínu. 1 áliti allsherjarnefnd- ar sagði, að fundurinn gerði sér ljósa grein fyrir þörf sambands- ins fyrir söluskrifstofu á hagfelld- um staðog því var í álitinu lagt tii að Landssambandið héldi aðstööu sinni. Er allsherjarnefnd haföi gert grein fyrir áliti sinu tók for- maður stéttarsambandsins aftur til máls og fór hann hörðum orðum um álit allsherjarnefndþr sagði hann út.ilokað að landssam- bandið héldi húsnæði sinu, og ef nefndin breytti ekki áliti sinu þá sæi hann sér ekki annað fært en að segja af sér i hússtjórn Bænda- hallarinnar. Eftir nokkuð þref og umræður varð það siöan úr að samþþykkt var breytingatillaga þar sem kveður á um að lands- sambandið fái aðstöðu á eins hagkvæmum stað og kostur er.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.