Tíminn - 02.09.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.09.1978, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 2. september 1978 Land Rover 109 '76 Langur diesel. Ekinn 60 þús. km. Grár fallegur bill. Verð 5.000,000,- Upplýsingar P. Stefánsson, Siðumúla 33, simi 8-31-04 og 8-31-05. BILAPARTA- SALAN auglýsir NÝKOMNIR VARAHLUTIR í: BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10 — Sími 1-13-97 Lóðaúthlutun - Hesthús Reykjavikurborg mun á næstunni úthluta lóðum fyrir hesthús i Viðidal, Seláslandi. Umsóknir skulu ritaðar á sérstök eyðu- blöð, sem fást afhent á skrifstofu borgar- verkfræðings, Skúlatúni 2. Umsóknarfrestur er til og með 20. septem- ber 1978. Athygli er vakin á þvi að allar eldri um- sóknir eru hér með fallnar úr gildi og ber þvi að endurnýja þær. Allar nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, þar sem jafnframt er tekið á móti umsóknum. Borgarstjórinn i Reykjavik. Séra Kristján Róbertsson eini umsækjandinn um Frikirkjuna, messar i kirkjunni, sunnudaginn 3. sept. kl. 11 f.h. Athugið breyttan messutima. Safnaðarstjórnin. Cortina árg. '68 Ope/ Cadatt '68 fíambler Classic '65 Chevro/et Nova - '67 Land fíover - '65 seveso . . .Enn eru ekki öll áhrif slyssins komin f dagsljósið. Borgin sem hér um bil dó.... — enn eru svæöi í Seveso hættuleg mönnum Tveimur árum eftir efna- sprenginguna i Seveso á Italiu vakir enn reiði og ótti meðal ibúanna. Þeir eru einnig mjög óánægðir með aðgeröir yfir- valda og stjórnenda verksmiðj- unnar, einkum fyrir að dylja hættuna og gera siðan litið úr slysinu. Hinir óánægðustu hafa hótað málsókn. Reykskýið, sem lagöist yfir Seveso i kjölfar sprengingar i verksmiðju þar fyrir tveimur árum, innihélt meðal annars TCDD sem er eitthvert eit- raðasta efnasamband sem þekkt er. begar þetta ský lagð- ist yfir bæinn, dóu gæludýr og önnur litil dýr og fólk veiktist hastarlega. Þó liðu tvær vikur þangað til gripið var til öryggis- ráðstafana og 700 ibúar voru fluttir úr bænum. Eitruðust svæði og byggingar vor u lokuð, af e n þa r með var þó vandinn ekki leystur þar sem einu kunnu aðferðirnar til aö eyðaeitrinu fólu isérhættu á að það dreifðist jafnvel enn viöar. Eitrið enn fyrir hendi. Sá hluti bæjarins sem fyrir mestri eitrun varð er ennþá auðurog yfirgefinn og ibúar þar hafa ekki fengið að snúa aftur. Hermenn gæta svæðisins. En afleiöingar slyssins eru margvislegar, ekki sist efna- hagslegar afleiðingar fyrir bæ- inn og ibúa hans. 1 Seveso var mikið um húsgagnasmiðar, en markaðir hafa lokast bænum þar sem fólk óttast vörur þaöan. Heilsufarslegar afleiðingar eru hins vegar ekki alveg á hreinu þar sem þær eru ekki fyllilega kunnar umfram bruna og sár sem mikið bar á strax eftir sprenginguna. Til eru rannsóknir sem benda til þess aðeitriö hafi ófrjósemisáhrif og i öðru lagi að þaö valdi vangefni eöa likamsgöllum á ungbörnum mæðra sem fyrir þvi verða. Hvort um slikt er að ræða i Seveso er enn ekki vel ljóst en þó eruhræðileg teikn i þá átt. Á síðasta ári t.d. fæddust 38 van- sköpuöbörn Seveso mæöra, árið áður aðeins fjögur. A hinn bóg- inn eru 38 likamsgallafæðingar af 2700 fyrir neðan meðallag, og fáar likamsgallafæðingar fyrir slysið er hugsanlegt að skýra þannig að þá hafi foreldrar siður tilkynnt um slikt. Þá bendir ýmislegt til þess að ýmis taugaveiklun og tauga- sjúkdómar, og fleira þess hátt- ar hafi aukist mikið meðal ibúa Seveso, en heilbrigðisyfirvöld eru þó treg til aö skrifa slikt fyrirvaralaust á eituráhrifin, ekki sist þar sem svæðið var illa mengað fyrir. Óttalegur grunur Aöeins framtiðin getur skorið úr um hvort óttalegur grunur og áleitinnhafi við rök að styöjast. Ýmislegt bendir til þess að eituráhrifin geti komið niður á siðari kynslóðum á margvisleg- an hátt, og ennfremur að þau séu krabbameinsvaldandi. Þeir sem fyrir eituráhrifunum urðu, þeir sem bjuggu i eiturskýjaðri Seveso i tvær vikur eða þau hundruð þúsunda sem búa á litlu svæði allt i kring, allt þetta fólk verður bara aö biða og sjá hvort úr rætist eða hvort hræði- legir sjúkdómar eiga eftir að taka þaö heljartökum. A meðan velta menn fyrir sér orsökunum, eru bæöi reiðir og sárir og krefjast skaðabóta. Sannað er að verksmiðjustjórn- in gerði litið Ur hættunni sem hún vissi að var fyrir hendi og duldihana fyrir Ibúum. Einnig yfirvöld eru sek um seinagang og ónóg viðbrögö viö slysinu. Fyrir þetta þarf fólkið að liða. Slysið i Seveso ætti að verða mönnum holl áminning. 1 skýrslu sérfræðings um slysið segirm.a.: „Kerfið eins og það var í júli 1976 var á engan hátt við þvibúiöaö bregöast við slysi af þessari gráðu. Hér er um vandamálað ræða sem viðeigum eftir og þurfa að horfast i augu við af fullri festu hvarvetna i heiminum”. —Þýtt og endursagt/KEJ Island styður aðgerðir gegn flugræningjum Timanum barst svohljóðandi fréttatil- kynning i gær frá utanrikisráðuneyt- inu: Á fundi leiötoga Bandarikj- anna, Bretlands, Frakklands, ttalfu, Japans, Kanada og Sambandslýöveldisins Þýska- lands hinn 17. júlf s.l. var þvi lýst yfir aö rikisstjórnir þess- ara rikja muni auka aögerðir iinar til þess aö hindra alþjóö- leg ofbeldisverk og töku gisla. IVlunu riki þessi gera ráö- stafanir til að stööva allar flugsamgöngur viö lönd sem framselja ekki eöa lögsækja flugræningja og/eöa skila ekki flugvélum sem rænt hefur veriö. Jafnframt veröur leit- ast viö aö hefta starfsemi flug- félaga umræddra landa. Leitað hefur veriö eftir sem viötækustum stuöningi ann- arra rikja viö framangreinda afstööu og hefur rikisstjórn ís- lands fallist á þessa stefnu. Laugardagur 2. september 1978 t 11 HINIR SNAUÐU Aðalverslunargöturnar i mið- borg Lima, La Colmena og Jiri- on Union, verða æ fjölsóttari af umerðarsölum, — smádrengj- um, unglingum og gömlum kon- um og körlum, sem bjóöa til sölu margs konar varning, allt frá rakvélarblöðum til af- skræmilegra gervinefja. Þetta sölufólk, það sem best má sin, mun vilja selja þér margvislega lit fiðrildi undir gleri i ramma, fyrir litla upp- hæö, en þeir sem eru enn meira minnimáttar munu bjóða skó- áburð eða nýjar skóreimar. A siðari árum hefur i auknum mæli verið þrengt að þeirri ótryggu tilveru sem fátækir i Lima hafa lifaö, með hliföar- lausum aðferöum hers- höfðingjastjórnar.sem átt hefur við að striða þungbæra kreppu i utanrikisviðskiptum. Þessi kreppa hefur hvatt stjórnina til þess að minnka enn framboð innanlands á almennri matvöru, og hefur það hrakið hundruð þúsunda Perúmanna niður i hyldýpis neyð. Lánstraust landsins i iðnaði og verslun er nær þorrið og Al- þjóða gjaldeyrissjóðurinn krefst samdrattar i efnahagsstefnu landsins, ef einhver lán eiga aö fást, sem stjórn Perú þarfnast sárlega. Æ fleiri Jirökklast úr starfi og út á göturnar. Þannig flokkast þélr í þann hóp, sem efnahagssérfræðingar kalla þvi hræsnisfulla nafni „þjónustu- stéttir.” Þeir eru i rauninni ekki nema einu feti frá þvi að mega kallast betlarar. Satt að segja hefur aldrei mátt kalla Lima fagra borg. Hún var grundvölluð af spönsk- um nýlenduherrum, nokkrar milur frá strönd Kyrrahafsins og þar sem hún stendur i miöri eyðimörk, má segja að þar rigni aldrei. Rakast verður þegar rekju- mistur leggst yfir borgina i fá- einar klukkustundir, en eina rennandi vatnið er hið mjóa og spillta fljót Rimac. Það kemur frá rótum Andesfjalla og við það hrófla þeir snauðustu meöal Limabúa sér upp byrgjum úr trjágreinum og pappa. 1 kring um borgina hafa flest hreysi þó risiö, en perúanska orðið yfir fátækrabælin er „barriada”, sem ekki hefur þó verið vel séö af yfirvöldum og þvi frekar notað orðiö „pueblo joven” eða ung-borg. En hvert sem nafnið er, er lyktin þar engu siður megn en i eldri borgarhverfum, þar sem regn- leysið veldur þvi að margra alda þefur sest aö i kring um fornar kirkjur og einlyft hús, sem flest eru byggð utan um garð i miðju að gömlum hætti. Þó væri villandi að lýsa Lima, sem einu allsherjar fátæktar- bæli. I betri hverfum, eins og San Isidro og Miraflores búa Perúanar af miðstéttar og auð- mannastandi, og garðar þeirra eru vendilega vökvaðir með slöngum á hverjum degi. En jafnvel þarna gera hinir kröppu timar vart við sig. Miðstéttarkonur, sem áður þurftu litið að gera nema hafa auga með barnfóstrum og garð- yrkjumönnum sinum, eru nú teknar aö verða sér úti um ein- hverja litla og netta vinnu, part úr deginum, til þess að mæta út- gjöldum fjölskyldunnar, meðan Perú sekkur æ dýpra i fátæktar- baslið. Eftir þvi sem Fransisco Mor- ales, hershöfðingi og forseti landsins, leitast við að færa völdin meir á borgarlegar hend- ur, kemur biliö milli hinna riku og snauöu meðal ibúa Lima æ greinilegar i ljós, eftir um það bil 10 ára hernaðareinræði, og bann við starfsemi stjórnmála- flokka. Þegar talið var upp úr kjör- kössum við kosningar i siöasta mánuði, kom á daginn að mikill hluti miðstéttarfólks i Lima hafði kosið Luis Bedoya Reyes, ákafan hægri mann og fyrrum borgarstjóra, sem bauð fram undir nafni hóps, sem kallast Lýðholli-kristilegi flokkurinn. En fjöldi ibúa fátæktarbælanna kaus hins vegar mjög róttækan vinstri flokk FOCEP, sem kalla mætti trotskiskan eða maóisk- an. Bilið milli rikra og snauðra i Lima er nú jafn breitt eða breiö- ara, en verst hefur þekkst áður. Hreysi fátæklinganna heita „ung-borgir” á máli stjórnvaldanna ÞORSlCAFE staður hinna vandlátu RESTAURANT DISCOTHEQUE Leigjum hin glæsilegu húsakynni okkar til alls- konar mannfagnaðar. Opnum sérstaklega kl. 18 fyrir matargesti sem fara i leikhús um kvöltlið. Munið að panta timan- lega. Sendum út veislurétti fyrir ferminguna og cocktailveislur t.d. Köld borð Cabarett Sildarréttir Graflax Reyktur lax Heitir réttir Eftirréttir Cocktailsnittur Kaffisnittur Aðeins það besta er nógu gott ÞÖRS|CAFE Simar 2-33-33 og 2-33-35 1—4 daglega. :0 téMtt m ~ * - . ... ■*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.