Tíminn - 02.09.1978, Blaðsíða 17

Tíminn - 02.09.1978, Blaðsíða 17
' Föstudagur 1. september 1978 Organistanámskeið í Skálholti 17 Hannes Sigfússon Ný ljóðabók Fyrir nokkru sendi bókaútgáf- an Mál og menning frá sér nýja ljóðabók eftir hið virta ljóðskáld, Hannes Sigfússon. Heitir bókin örvamælirog er fimmta ljóöabók Hannesar, en hann hefur einnig samið skáldsögu og gefið út safn norrænna ljóða i þýðingu sinni. Hannes Sigfússon vakti þegar ungur mikla athygli á skáldskap sinum, og hefur verið i fremstu röö islenskra ljóðskálda allt frá þvi að hann gaf út fyrstu bók sina, Dymbilvöku, árið 1949. Hann vakti þá þegar athygli, og bæöi aðdáun og deilur, fyrir hinn magnaða og sterka ljóðstil sinn, myndauðgi og hugmyndamátt. Hannes hefur ekki gefið út ljóðabók siöan 1966 að Jarteikn komu út, fyrr en nú, en örvamæl- ir er 80 blaðsiöur að stærö i frem- ur litlu ljóöabókarbroti og prent- uö i Prentsmiöjunni Hólum hf. (Jr einþáttungnum Ariettu. Björg Arnadóttir og Kristin Magnús. Einþáttungar eftir Odd Björnsson á Edinborgarhátfð i uppfærslu Ferðaleikhússins SJ — Nú,á sunnudag 3. sept, leggur Feröaleikhúsiö, sem einnig starfar undir nafninu The Summer Theatre, af stað i leik- för til Skotlands og tekur þar þátt I Edinborgarlistahátiðinni, sem er heimsþekkt listahátiö, haldin ár hvert. Þetta er i fyrsta sinn er Islendingar taka þátt i listahátið þessari. Leiksýningarnar verða fimm og eru þær haldnar i TRAVERSE THEATRE CLUB, sem er mjög vel þekkt leikhús I miðri Edinborg. Ferðaleik- húsiö, The Summer Theatre, mun sýna 3 einþáttunga eftir Odd Björnsson, sem einnig er leikstjóri aö þessari uppfærslu. Sýningin ber heitið ODDITIES og samanstendur af leikverkun- um: EUPHEMIA, YOLK-LIFE og ARÍETTA. Tvö fyrstu verkin hafa veriö sýnd hér áður, undir heitinu Amalia og Jóð-lif. Siðasta verkið, ARIETTA, er nýskrifaö og hefur ekki veriö flutt áður. 9 manns standa að leikferö þessari; það eru: leikararnir Kristfn Magnús Guðbjarts- dóttir, Björg Arnadóttir, Karl Guömundsson og Jón Júlfusson. Leikstjóri og höfundur: Oddur Björnsson. Leiksviðslýsingu og tækniframkvæmdir á sviði ann- ast Halldór Snorrason og Magnús S. Halldórsson. Leik- sviösmyndir fyrir öll 3 verkin eru málaðar og unnar af Jóni Svani Péturssyni. Einnig kemur fram i sýningunni dansari, Steinvör Hermannsdóttir. Þetta er þriðja verkefni Feröaleikhússins á þessu ári. Fyrsta verkefni var sýningar- ferð til Bandarikjanna I febrúarmánuði s.l. og voru haldnar sýningar viðsvegar um Bandarikin á LIGHT NIGHTS, sem hlutu lof “'gagnrýnenda. Annað verkefni leikhússins voru hinar árlegu sýningar á LIGHT NIGHTS að HótelLoftleiðum i júli og ágústmánuði, 27 sýning- ar alls. Stofnendur og eigendur Ferðaleikhússins eru Kristfn Magnús og Halldór Snorrason. t dag, laugardaginn 2. sept., opnar islenska listakonan, Sig- rún Jónsdóttir, sýningu sina i Helands-safninu i Stokkhólmi. Aðeins er vitað til þess, að einn islenskur listamaður hafi sýnt þar áður. Var það Erró. Það var fyrir tveim árum, að Sigrúnu var boðið að halda sýn- ingar i Sviþjóð og stóð menn- ingarsamband sænsku kirkj- unnariað baki þessara boða. Er Sigrún Jónsdóttir og tveir hlutar af stórum gluggum, sem hún er að vinna við. Timamyndir Tryggvi. fólk í listum Sigrún þetta i annað sinn, sem Sigrún sýnir i Sviþjóö siðan henni barst boðið. 177 organistar starf- andi á landinu.... Þátttakendur sammála um að þegar heim kæmi gengi starfið betur en áður Þorvaldur Björnsson og Smári ólason Tfmamynd Róbert — Söngur kirkjukörsins er eina tónlistariðkunin viða um land og einn mesti máttarstólpi menn- ingarlifs staöanna. 177 organistar eru starfandi á landinu i fimmtán prófastsdæmum, og dagana 20.-27. ágúst sl. sótti nær þriöjungur þeirra organistanám- skeið i Skálholti, sem haldið var að tilhlutan Hauks Guðlaugsson- ar söngmálastjóra þjóökirkjunn- ar. Þátttakendur voru 53 og kennarar sjö, en ýmsir þeirra eru einnig organistar, siöusúi dagana bættist i hópinn fjölmennt liö söngfólks. Mikill meirihluti nám- skeiðsfólksins voru konur og af sjö kirkjusönglögum þátttak- enda, sem flutt voru á námskeið- inu i útsetningu Þorkels Sigur- björnssonar, voru flest eftir kon- ur. Þessi atdöi komu m.a. fram i spjalli við Þorvald Björnsson organista f Garða- og Bessastaða- kirkju og Smára Ólason, sem er við kirkjutónlistarnám i Vinar- borg, en þeir tóku báðir þátt i námskeiðinu f Skálholti. Þetta er fjórða organistanám- skeiðið, sem söngmálastjóri gengst fyrir i svipuöu formi og hafa þau verið haldin árlega. Ró- bert Abraham Ottósson, fyrir- rennari Hauks Guðlaugssonar, hélt einnig námskeið viða um land og það mun hafa verið ætlun hans að koma á svipaðri skipan og nú er orðin á námskeiðshald- inu. Nú var i fyrsta sinn stuðst viö kennslubók i kórstjórn, sem einn þátttakandinn,Marfa L. Eövarös- dóttir, organisti i Miklaholts- kirkju þýddi úr þýsku, en hún heitir Kóræfinginog er eftir Carl Eberhardt. Mikill fengur er i þvi verki fyrir þá sem vinna að kór- stjórn. — A námskeiðinu var einkum farið i ýmis vandamál varöandi kórstjórn, en þau eru alls staðar þau sömu. Bæði eru ýmis smá- vægileg vandamál, og svo er höfuöatriði aö organisti kunni að kenna fólki að syngja. Þvi var á þessu námskeiöi einkum fjallaö um kórstjórn og raddþjálfun. Organistarnir á námskeiöinu fengu tækifæri til að stjórna 130 manna kór, sem varð til siðustu dagana. — Það er engin smálffs- reynsla, þvf kirkjukórarnir eru viða aöeins nokkrar manneskjur oguppi 20-30 manns þar sem best lætur. Æfð voru kirkjusönglög fyrir hátiöamessu á sunnudag, sem Sigurbjörn Einarsson biskup flutti,og einnig var æföur kafli úr stærra verki — Stjarnan — eftir Pablo Casals, en þvf verki stjórn- aöi Casals háaldraður á tónleik- um víða um heim og þaö var einn- ig flutt á þingi Sameinuöu þjóö- anna I New York. Haukur Guðlaugsson hefur haft þaö fyrir sið á námskeiöunum að hafa ávallt einn dagskrárlið, sem ekki lýtur að tónlist.Aðþessusinni flutti Baldur Möller ráðuneytis- stjóri erindi, Viðhorf Skákmanns tilferilssins,en á fyrri námskeið- um hefur verið fjallaö um ýmis- legt,svo sem myndlist. — Mikla ánægju vöktu tónleikar á laugardagskvöld þar sem frum- samin lög þátttakenda voru flutt. Handbragð Þorkels Sigurbjörns- sonar þótti mjög gott, en hann út- setti verkin. Auk sjö sönglaga fyrir kirkjukóra var einnig flutt islenskt þjóðlag, sem Smári Óla- son hafði útsett aö gömlum is- lenskum hætti. Kennarar á námskeiðinu voru Friöa Lárusdóttir, Glúmur Gylfa- son, Guðrún Tómasdóttir, Hauk- ur Guðlaugáson, Jónas Ingi- mundarson, Reynir Jónasson og Þorkell Sigurbjörnsson. — Aðeins á fáum stöðum á landinu er organistastarfið laun- að svo nokkru nemi. Fáar stéttir leggja fram jafnmikla vinnu af einskærri hugsjón, sögðu þeir fé- lagar ÞorvaldurogSmári. Þaö er sem dæmi um þetta, að sama fólk iö sækir organistanámskeiðin ár eftir ár og mætti raunverulega hvetja fleiri organista til aö koma. Þátttakendur að þessu sinni voruá öllum aldri, eða 12-75 ára. Allir organistar i Vestur-Húna- vatnssýslu voru samankomnir þar og stóð sýslan sig best allra landshluta. — Þátttakendur hafa jafnan mikla fróðleiksþrá ogeru ánægð- ir meö að fá tækifæri til að bæta við tónlistarmenntun sina, en margt af fólkinu hefur kannski ekki átt kost á þeirri menntun, sem það hefði kosið i æsku. Þetta gerirandann á námskeiðinu mjög jákvæðan, það er sitthvað að kenna fólki, sem drekkur i sig fróðleikinn en fást við þrjóska unglinga, sem stundum eru áber- andi i skólastarfi. Organistunum bar saman um, aö eftir að hafa tekið þátt i nám- skeiði sem þessu ættu þeir miklu betra meöaö vinna að kirkjutón- listarmálum þegar heim kæmi. Það tæki skemmri tima aö æfa kirkjusönginn.Og öllum bar sam- an um aö þeir/þær vildu ekki af þessu missa fyrir nokkurn mun. Að ári er i ráði að breyta til og efna til hópferðar til höfuökirkna Mið-Evrópuog verður þaðeflaust einnig lærdómsrikt. Þorvaldur Björnsson kvaðst ætla að taka þátt i feröinni ef hann ætti þess nokkui-n kost, og Smári Ólason sagði, aö hann hlakkaði til aö fá hópinn i heimsókn til sin i Vinar- borg. SJ Fundur um málefni þroskaheftra Landssamtökin Þroskahjálp eru nú að hefja starfsemi sina á ný eftir sumarleyfi. i næstu viku eru fyrirhugaöir almennir fundir um málefni þroskaheftra bæöi i Reykjavik og úti á landsbyggðinni. Landssamtökin Þroskahjálp hafa boöiðtil landsinsfulltrúa frá Landssamtökum foreldra þroskaheftra I Danmörku, frú Agnete Schou, og dvelur hún hér dagana frá 3ja til 10. september. Næstkomandi mánudágskvöld þ. 4. sept. kl. 8.30 mun Agnete Schou flytja erindi á almennum fundi i Domus Medica við Egils- götu, þar sem hún mun ræða um vandamál foreldra þroskaheftra barna, um fræðslu- og upp- lýsingarstarf fyrir f oreldrasvo og samstarf á milli foreldra og starfsfólks stofnana. A þriðjudagskvöldiö þ. 5. sept. er fyrirhugaður almennur fundur um málefni þroskaheftra á Akur- eyri kl. 20.30. Fundarstaður er Hótel KEA, og á miövikudags- kvöld er fyrirhugaður fundur á Egilsstööum kl. 20.30 og veröur Agnete Schou með framsöguer- indi á báðum stöðum. Allir fundirnir eru opnir öllu áhugafólki um málefni þroska- heftra, en foreldrar og starfsfólk stofnana ásamt barnalæknum og hjúkrunarfræðingum, eru sér- staklega hvattir til að sækja þessa fundi. Agnete Schou hefur mikla reynslu og þekkingu á málefnum vangefinna og þroskaheftra, bæöi af eigin raun, sem foreldri van- gefinnar dóttur, svo og vegna starfs i Landssamtökunum Evnesvages Veli Danmörku. Hún hefur flutt marga fyrirlestra viöa á Norðurlöndum og ritaö fjölda greina um málefni þroskaheftra. Þaö skal tekið fram, að erindin verða flutt á dönsku, en túlkuö á islensku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.