Tíminn - 02.09.1978, Blaðsíða 15

Tíminn - 02.09.1978, Blaðsíða 15
 Laugardagur 2. september 1978 Góður andi Hreinn Halldórsson brást vonum manna algerlega á Evrópumeist- aramótinu I Prag i gærkvöld og náði sér aldrei á strik. Lengsta kast hans mældist 19.34 m og þaft dugði aðeins I 8. sætið. Mikil læti voru I samvandi við kúiuvarpskeppnina og var Geoff Capes meinuð þátttaka f úrslitakeppninni vegna þess að hann lenti I stappi við vallarstarfsmenn út af númerum á búningi hans. 1 hitanum stjakaði Capes við einum starfsmanninum og var dæmdur frá keppni. Hinir keppendurnir, 11 að tölu, mótmæltu þessu harðlega og tafðist kúluvarpskeppnin um hálfa klukkustund vegna þessa. Um siöur hófst þó keppnin en enginn gæsi- bragur var yfir henni. Evrópumeistari i kúluvarpi varð Udo Beyer frá A-Þýskalandi — kastaði 21.08 m. Annar varð Yegeni Mironov frá Sovét- rikjunum með 20,87 m og þriðji varð landi hans Alexander Barys- hnikov með 20,68 m. I spjótkasti kvenna setti Ruth Fuchs frá A-Þyskalandi nýtt Evrópumet — kastaði 69.16 m. og það voru næstum þvi sjö metrar i þá sem næst kom, en þaö var Theresa Sanderson frá Bretlandi — kastaði 62,40 m. Bronsiö hlaut svo Ute Hommola frá A-Þýska- landi með 62.32 m. Pietro Mennea sigraði með yfirburðum i 200 m hlaupinu — hljóp á 20.16 sek. Silfriö hlaut 01- af Prenzler frá A-Þýskalandi — hljóp á 20.61 og bronsið fór til Peter Muster frá Sviss, sem hljóp á 20.64 sek. 1 400 m hlaupi karla sigraði V- Þjóðverjinn Franz Peter Hof- meister á 45.73 sek. Silfrið fékk Karel Kolar frá Tékkóslóvakiu á 45.77 sek. og bronsiö fór til Francis Demarthon frá Frakk- alndi — hann hljóp á 45.97 sek. t 200 m hlaupi kvenna sigraði Sovétstúlkan- Ludmila Kondrat- eva á 22.52 sek. og bætti eigin árangur um 4/10 úr sekúndu. önnur, öllum á óvart, varð hlaupadrottningin Marlies Gohr frá A-Þýskalandi á 22.53 sek svo þar hefur ekki munað nema hárs- breidd. Bronsiö hlaut svo Carla Bodendorf frá landa hennar á 22.64 sek. Ein stúlkanna i 100 m grinda- hlaupi var dæmd úr leik og verður hlaupið aftur i dag og er fastlega búist við að A-þýsku stúlkurnar sigri þar. t stangarstökki sigraði Sovét- maðurinn Vladimir Trofimenko — stökk 5,55 m. Annar varð Antti Kalliomaki með 5.50 m og bronsið fékk Rauli Pudas landi hans — stökk 5.45 m. Jón Diöriksson keppti i undan- rásum 1500 m hlaupsins og siö- astur i sinum riðli — hljóp á 3:48,10 min — langt frá meti sinu Loks má geta þess, aö Elias Sveinsson setti nýtt tslandsmet i tugþraut (miðað viö rafmagns- timatöku) — hlaut 7.317 stig. hjá landsliðinu, sem leikur við Bandarikjamenn á morgun tslensku landsliðsmennirnir i knattspyrnu dveijast nú i æfinga- búðum á Þingvöllum fyrir lands- leikinn gegn Bandarikjamönnum sem fram fer á Laugardalsvellin- um kl. 14 á morgun. Þegar Tim- inn sló á þráðinn til Þingvalla i gærdag stóð yfir töflufundur, en við fengum leyfi til aö tala við þá Hörð Hilmarsson og Þorstein Bjarnason. — Það er frábær andi hérna hjá okkur strákunum sagöi Hörður. — Okkur hefur ekkert verið gefin upp leikaöferð ennþá, en senni- lega breytum við uppstillingunni frá þvi i leiknum við Dani og reynum aö ná betri tökum á miðj- unni. Annars er mjög erfitt að stilla úpp liði gegn Bandarikj- amönnunum þvi við vitum akaf- lega litið um getu þeirra. — Þaö eru allir hérna við hesta- heilsu og Gisli Torfa, sem var eitthvaö slæmur i nára, virðist vera allur hinn hressasti, en Jan- us virðist eiga við smávægileg meiðsl að striöa, en það er ekkert alvarlegt, sagði Hörður. — Vissu- lega stefnum við að sigri gegn Bandarikjamönnum en það verö- ur mjög erfitt að fást við þá, þvi við vitum ákaflega litið um þeirra styrkleika, sagöi Hörður aö lok- um. Þorsteinn Bjarnason mark- vörður Keflvikinga hefur átt hvern stórleikin á fætur öðrum í sumar og kemur val hans i lands- liðið ekki á óvart, en Þorsteinn er einn af okkar bestu körfuknatt- leiksmönnum og er landsliös- maður i körfuknattleik og leikur með Njarðvikinum i úrvalsdeild- inni. Hörður Hilmarsson og Ólafur Danivalsson á landsliðsæfingu. — Ég er nú ekki alveg öruggur hvort ég leik minn fyrsta lands- leik á sunnudaginn sagöi Þor- steinn, — Okkur hefur ekkert verið sagt um liðsuppstillingu og liðið verður eflaust ekki gefið upp fyrr en rétt fyrir leik. — Ég er bara ánægður með undirbúning- inn hérna á Þingvöllum, strák- arnir eru hressir og andinn er eins og best verður á kosið. Ég er ekkert óskaplega spenntur þó svo ég eigi möguleika á sæti i lands- liðinu — vissulega væri mjög gaman að komast i liðið, en ég hef leikið nokkra landsleiki i körfu- bolta og maður er vanur undir- búningi þar, þannig að ég er ekk- ert spenntur, sagði Þorsteinn ró- legur. Ekki er að efa að hann sýn- ir sömu rósemina og yfirvegunina verði hann i markinu morgun, sem i raun er engin spurning. Þorsteinn á að vera öruggur i landsliðið. Gamla metiö sem sjálfur var 7228 stig. hann átti —ssv— Hreinn Halldórsson náði aldrei á strik i gærkvöldi. Punktar víðs vegar að Ursiitaleikurinn i 2. flokki fór fram á grasvellinum i Kapla- krika og áttust þar við ÍBK og KA frá Akureyri. Þessi tvö liö höfðu sýnt nokkra yfirburöi I riðlum sinum og væru þvi verðug úrsiitaleiksins. Leikurinn var lengst af mjög jafn en á 10. min. komst einn KA manna inn fyrir vörn IBK en skaut rétt framhjá. Keflvikingar réðu meiru um gang leiksins, en KA varðist vel. A 25. min. náðu Keflvik- ingar forystu er Einar A. Ólafsson skoraði með góöu skoti af stuttu færi eftir fallega sókn Keflvikinga. KA jafnaði svo nokkuð óvænt á 36. min. Dæmd var aukaspyrna á tBK á vitateigslinu og Gunnar Gislason gerði sér litið fyrir og vippaði knettinum laglega yfir varnarvegginn og efst i blá- hornið, 1:1. Siðari hálfleik var mjög þóf- kenndur og skoruðu Keflvik- ingarsigurmark sitt á 15. min. s.h. og var þar að verki Sigur- jón Sveinsson úr þröngri að- stöðu. ÍBK var mun nær þvi að bæta við sinu þriðja marki, en KA að jafna. Besti maöur leiksins var Einar A. ólafsson, en Sigurður Björgvinsson var með óþarfa sýndarmennsku i leiknum og öskraði mikiö, enda landsliðskandidat. • Handknattleikssamband ts- lands gengst fyrir A-stigs þjálfaranámskeiöi nú um helgina og er þetta fyrsta námskeiðiö, sem haldiö er i handknattleik i 7 ár. Mikið hefur verið vandaö til alls undirbúnings og munu margir kappar leiðbeina á námskeið- inu þ.á.m. Jóhann Ingi Gunn- arsson landsliðsþjálfari, Jó- hannes Sæmundsson fræðslu- fulltrúi tS, Jens Einarss. úr tR, Viggó Sigurðsson, Janus Guðlaugsson, Geir Hallsteins- son og Þorgeir Haraldsson. Mikil þátttaka er á námskeið- inu og sýnir það glöggt hversu brýn þörfin er fyrir slik nám- skeið. • Frakkar og Sviar léku fyrri leik sinn í Evrópukeppni landsliða i gær og var leikið i Paris. Leikurinn var allan timann mjög jafn og i hálfleik hafði hvorugu liðinu tekist að skora mark. I seinni hálfleikn- um færðist hins vegar heldur betur fjör i leikinn og voru þá skoruð fjög ur mörk. Fyrir Svia skoruðu þeir Nordgren og Larsson en fyrir heimaliðið svöruöu þeir Berdoll og Six og lauk leiknum þvi með jafntefli 2:2. • 1 dag og á morgun fer fram Unglingakeppni FRl og hefst keppnin báða dagana kl. 14. Keppendur er fjölmargir og viða að, en alls munu hafa skráð sig til leiks 103 keppend- ur úr 18 samböndum og félög- um. Keppt verður i 5 flokkum. • Úrslitakeppnin i 3. deild heldur áfram i dag á Sauðár- króki og á Varmárvelli i Mos- fellssveit A Sauðárkróki leika i dag Einherji frá Vopnafiröi og Njarðvik og á Varmárvelli leika Vikingur ólafsvik og KS frá Siglufirði. —SSv— Þingvöllum... Hreinn langt frá sínu besta — kastaði aðeins 19.34 m og varð áttundi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.