Fréttablaðið - 05.09.2007, Síða 14

Fréttablaðið - 05.09.2007, Síða 14
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Ásgeir Jónsson fjallgöngu- maður stendur í stórræðum næstu vikurnar. Hann ætlar að klífa Kilimanjaro í Tans- aníu í september og verða svo fyrstur Íslendinga til að ganga á Carstensz Pyram- id í Nýju-Gíneu í byrjun október. Þessi fjöll eru áfangar í þeirri fyrirætlan Ásgeirs að klífa hæstu tind- ana í heimsálfunum sjö. „Kilimanjaro er líklega auðveld- asta fjallið því það eina sem maður þarf að passa er að fara nógu rólega svo að maður fái ekki háfjallaveiki. Lykilatriðið er að slaka á og fara rólega. Samt er Kilimanjaro 6.000 metrar á hæð eða þrisvar sinnum hærra en Hvannadalshnúkur,“ segir Ásgeir. Í byrjun október stendur svo til að ganga á Carstensz Pyramid í Nýju-Gíneu og verður Ásgeir fyrstur Íslendinga til þess. „Ég flýg til Djakarta og þaðan til Biak- eyju og flýg svo tvisvar sinnum með þyrlu til að komast í upphafs- búðirnar. Fjallið er í einum af afskekktustu skógum veraldar þar sem eru mannætur og annað skemmtilegt,“ segir hann. Ásgeir telur að Carstensz Pyramid sé erfiðasta fjallið af fjöllunum sjö, jafnvel erfiðara en Everest, þó að það sé ekki nema 4.800 metrar á hæð. Það sé nánast eingöngu klettur og klettaklifur sé tæknilega erfitt. Þá sé ekki hlaup- ið að því að fá leyfi til að ganga á Carstensz Pyramid og ævintýrið í heild sinni þar að auki gríðarlega dýrt,“ segir hann. „Stjórnvöld vilja takmarka áganginn af því að þarna er svo frumstæður skógur. Það er líka starfrækt risastór gullnáma ekki langt í burtu og það er talið að þar vinni bara börn. Stjórnvöld vilja því ekki hafa of mikinn ágang af vestrænum mönnum sem gætu fjallað um þetta í fjölmiðlum.“ Ásgeir hefur þegar klifið hæsta fjall Evrópu, Elbrus í Rússlandi. Hann stefnir að því að hafa klifið hæstu tindana sjö árið 2010 og lokið til viðbótar Ironman-keppni og þremur ofurmaraþonum árið 2013. Hann er þegar búinn með einn tind og hefur tekið tvisvar þátt í Ironman-keppni auk þess sem hann hefur farið Laugaveg- inn tvisvar sem flokkast sem ofur- maraþon. Auk þessa hefur hann tekið þátt í maraþonhlaupum. „Ég æfi eins og ég hef alltaf gert, syndi aðallega og hjóla núna og hvíli mig á hlaupum. Ég er í góðri þjálfun og þarf ekki betri þjálfun en ég er í til að takast á við þessu fjöll, ég þarf aðallega að halda fjallakunnáttunni við.“ Á hæstu tinda heimsálfanna sjö „Við erum alveg í skýjunum,“ segir Ágústa Kristjánsdóttir snyrtifræð- ingur. Snyrtistofa Ágústu vann þrjá titla á ÍSMÓTi 2007 sem var haldið í íþrótta- og sýningarhöll- inni í Laugardal um síðustu helgi. ÍSMÓT er Íslandsmeistaramót hár- snyrta, snyrtifræðinga, gullsmiða, klæðskera og ljósmyndara innan Samtaka iðnaðarins. Yfir 250 íslenskir og erlendir fagmenn tóku þátt og er þetta stærsta mót sem haldið hefur verið hér á landi. Stöðug dagskrá var á fjórum svið- um alla helgina. Slípaðir og óslípaðir demantar og hundruð demantsskartgripa voru meðal sýningargripa á Ísmóti og er það í fyrsta sinn sem demantasýn- ing opin almenningi er haldin hér á landi. Fyrirtækið Demantar.is sýndi demantana og var heildarverðmæti sýningargripanna hundruð milljóna króna. Hann var að minnsta kosti ekki á perunni. Er annað bara gjör- samlega ómögulegt? Sest á skólabekk og á von á barni Góð hugmynd

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.